Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Blaðsíða 26
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 26 unglingar 12 ára hæfileikaríkur teiknari: Finnst mjög gaman að teikna - segir Sigurður Hólm Tvær af fjölmörgum teikningum sem Siguröur hefur teiknaö. Hann segist hafa mjög gaman af því aö teikna risaeölur úr kvikmyndinni The Lost World. DV-myndir E.ÓI. „Ég var 5 ára þegar ég fékk þenn- an mikla áhuga á að teikna. Þá byrj- aði ég á fullu að teikna og finnst þetta bara mjög gaman. Ég hef ver- ið að teikna ýmislegt en skemmti- legast finnst mér að teikna teikni- myndafígúrur og risaeðlurnar úr myndinni The Lost World. Svo teikna ég oft köttinn minn, Hanni- bal,“ segir Sigurður Hólm, 12 ára hæfileikaríkur teiknari. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sig- urður vakið mikla athygli fyrir snjallcir teikningar sínar. Sigurður er nemandi í Laugalækjarskóla. Bjó til teiknimyndasögu „Ýmsir hafa pantað hjá mér tpilrnincTnr t H kprmíirnr nr clrnlan- Siguröur Hólm aö teikna á heimili sínu á Laugarnesveginum. Sigurður seg- ist hafa byrjaö aö teikna af fullum krafti þegar hann var 5 ára. ”, • ÍSjeS*" um mínum. Þá hafa margar teikn- ingar verið hengdar upp á veggi í skólanum. Mér finnst sérstaklega gaman að teikna fígúrurnar úr teiknimyndasögunum Andrési önd og Sval og Val. Þaðan fæ ég fjöl- margar hugmyndir. Siðan lék ég mér að því að búa til eigin teikni- myndasögu. Hún heitir Dalur Dúskanna og fjallar um alls konar dýr sem búa í dal. Ég gerði nokkuð margar sögur um Dal Dúskanna en þær eru ekki allar fullkláraðar. Það hafa ýmsir lesið þessar sögur, aðal- lega vinir og kunningjar. Vinimir eru nokkuð ánægðir með sögurnar og teikningarnar. Þær hafa þó aldrei verið gefnar út,“ segir Sigurð- ur. Tölva og fótbolti Sigurður er yngstur þriggja systk- ina. Hann segir að önnur áhugamál hans fyrir utan að teikna séu að leika sér í tölvunni og spila fótbolta en hann æfir með Þrótti. Hann seg- ir að frjáls teikning sé að sjálfsögðu uppáhaldsfagið í skólanum. „Ég stefni auðvitað lengra í teikn- ingu og hef hug á að starfa við þetta í framtíðinni,“ segir Sigurður. -RR 0if hliðin Helena Ólafsdóttir. fyrirliði íslandsmeistara KR í kvennaknattspyrnu: Vil spjalla við Gullit um þjálfun Helena Ólafsdóttir var fyrirliöi íslandsmeistara KR í Stofndeildinni f sumar auk þess aö stýra 2. flokki kvenna til sigurs í íslandsmóti og bikarkeppni. Góö uppskera þaö! DV-mynd GVA „Það var einstök tilfinning að ( vinna íslandsmeistaratitilinn. Það var kominn tími á að stöðva Blikanna. Annars er það skemmti- legasta að við stelpumar erum búnar að skáka karlaveldinu í Vesturbænum því höfum verið að vinna titlana fyrir KR en ekki þeir,“ segir Helena Ólafsdóttir, fyrirliði íslandsmeistara KR í kvennaboltanum. Helena hefur einnig gert þaö gott sem þjálfari 2. flokks KR- stúlkna því liðið varö bæði p. íslands- og bikarmeistari í flokk- hum á dögunum. Helena er auk þess í íslenska landsliðinu. I„Þaö var líka frábært að stýra ungu stúlkunum til sigurs. Ég er búinn að með þessar stelpur lengi og þær eru þrælgóðar. Viö í : kvennaboltanum í KR lögðum mikið á okkur fyrir sumarið og s; það skilaði árangri," segir Helena. -RR Fullt nafn: Helena Ólafsdóttir Fæðingardagur og ár: 12. nóv- ember 1969. Kærasti: Birgir Hilmarsson. Börn: Ólafur Daði, 15 mánaða. Bifreið: Toyota Corolla ‘93. Starf: íþróttakennari. Laun: Allt of lág. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, ég læt unnunstann sjá um það. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Spila fótbolta, vera í góöra vina hópi og leika mér við strákana á heimilinu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Strauja. Uppáhaldsmatur: Hamborgarahryggur með brúnu sósunni hennar mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Diet kók. Hvaða fþróttamaður stendur fremstur í dag?Jón Arnar Magnússon. Uppáhaldstimarit: íþróttablaðið. Hver er fallegasti karlmaður sem þú hefur séð? Mér frnnst sonur minn fallegastur. Ertu hlynnt eða andvígur rík- isstjórninni? Hlynnt. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Gæti hugsað mér að hitta Ruud Gullit og spjalla ‘við hann um þjálfun. Uppáhaldsleikari: Harrison Ford. Uppáhaldsleikkona: Demi Moore. Uppáhaldssöngvari: Páll Óskar. Uppáhaldsstjómmálamaður: Halldór Ásgrímsson er traustur. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Móðir Barts Simpsons. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og góðar bíómyndir. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Perlan. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég þarf að útvega mér bókina Grandaveg 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM-957. Uppáhaldsútvarpsmenn: Stefán Sigurðsson og Þórhallur Guðmundsson. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Logi Bergmann Eiðsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Rauða ljónið og Þjóðleikhúskjall- arinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum? KR. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Langar að prófa að búa í útlöndum og kynnast einhverju nýju í framandi landi. Hvað gerðir þú 1 sumarfríinu? Fór með fjölskylduna til Neskaup- staðar á Neistaflug um verslunar- mannahelgina. . :
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.