Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Page 26

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Page 26
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 26 unglingar 12 ára hæfileikaríkur teiknari: Finnst mjög gaman að teikna - segir Sigurður Hólm Tvær af fjölmörgum teikningum sem Siguröur hefur teiknaö. Hann segist hafa mjög gaman af því aö teikna risaeölur úr kvikmyndinni The Lost World. DV-myndir E.ÓI. „Ég var 5 ára þegar ég fékk þenn- an mikla áhuga á að teikna. Þá byrj- aði ég á fullu að teikna og finnst þetta bara mjög gaman. Ég hef ver- ið að teikna ýmislegt en skemmti- legast finnst mér að teikna teikni- myndafígúrur og risaeðlurnar úr myndinni The Lost World. Svo teikna ég oft köttinn minn, Hanni- bal,“ segir Sigurður Hólm, 12 ára hæfileikaríkur teiknari. Þrátt fyrir ungan aldur hefur Sig- urður vakið mikla athygli fyrir snjallcir teikningar sínar. Sigurður er nemandi í Laugalækjarskóla. Bjó til teiknimyndasögu „Ýmsir hafa pantað hjá mér tpilrnincTnr t H kprmíirnr nr clrnlan- Siguröur Hólm aö teikna á heimili sínu á Laugarnesveginum. Sigurður seg- ist hafa byrjaö aö teikna af fullum krafti þegar hann var 5 ára. ”, • ÍSjeS*" um mínum. Þá hafa margar teikn- ingar verið hengdar upp á veggi í skólanum. Mér finnst sérstaklega gaman að teikna fígúrurnar úr teiknimyndasögunum Andrési önd og Sval og Val. Þaðan fæ ég fjöl- margar hugmyndir. Siðan lék ég mér að því að búa til eigin teikni- myndasögu. Hún heitir Dalur Dúskanna og fjallar um alls konar dýr sem búa í dal. Ég gerði nokkuð margar sögur um Dal Dúskanna en þær eru ekki allar fullkláraðar. Það hafa ýmsir lesið þessar sögur, aðal- lega vinir og kunningjar. Vinimir eru nokkuð ánægðir með sögurnar og teikningarnar. Þær hafa þó aldrei verið gefnar út,“ segir Sigurð- ur. Tölva og fótbolti Sigurður er yngstur þriggja systk- ina. Hann segir að önnur áhugamál hans fyrir utan að teikna séu að leika sér í tölvunni og spila fótbolta en hann æfir með Þrótti. Hann seg- ir að frjáls teikning sé að sjálfsögðu uppáhaldsfagið í skólanum. „Ég stefni auðvitað lengra í teikn- ingu og hef hug á að starfa við þetta í framtíðinni,“ segir Sigurður. -RR 0if hliðin Helena Ólafsdóttir. fyrirliði íslandsmeistara KR í kvennaknattspyrnu: Vil spjalla við Gullit um þjálfun Helena Ólafsdóttir var fyrirliöi íslandsmeistara KR í Stofndeildinni f sumar auk þess aö stýra 2. flokki kvenna til sigurs í íslandsmóti og bikarkeppni. Góö uppskera þaö! DV-mynd GVA „Það var einstök tilfinning að ( vinna íslandsmeistaratitilinn. Það var kominn tími á að stöðva Blikanna. Annars er það skemmti- legasta að við stelpumar erum búnar að skáka karlaveldinu í Vesturbænum því höfum verið að vinna titlana fyrir KR en ekki þeir,“ segir Helena Ólafsdóttir, fyrirliði íslandsmeistara KR í kvennaboltanum. Helena hefur einnig gert þaö gott sem þjálfari 2. flokks KR- stúlkna því liðið varö bæði p. íslands- og bikarmeistari í flokk- hum á dögunum. Helena er auk þess í íslenska landsliðinu. I„Þaö var líka frábært að stýra ungu stúlkunum til sigurs. Ég er búinn að með þessar stelpur lengi og þær eru þrælgóðar. Viö í : kvennaboltanum í KR lögðum mikið á okkur fyrir sumarið og s; það skilaði árangri," segir Helena. -RR Fullt nafn: Helena Ólafsdóttir Fæðingardagur og ár: 12. nóv- ember 1969. Kærasti: Birgir Hilmarsson. Börn: Ólafur Daði, 15 mánaða. Bifreið: Toyota Corolla ‘93. Starf: íþróttakennari. Laun: Allt of lág. Hefur þú unnið í happdrætti eða lottói? Nei, ég læt unnunstann sjá um það. Hvað finnst þér skemmtileg- ast að gera? Spila fótbolta, vera í góöra vina hópi og leika mér við strákana á heimilinu. Hvað finnst þér leiðinlegast að gera? Strauja. Uppáhaldsmatur: Hamborgarahryggur með brúnu sósunni hennar mömmu. Uppáhaldsdrykkur: Diet kók. Hvaða fþróttamaður stendur fremstur í dag?Jón Arnar Magnússon. Uppáhaldstimarit: íþróttablaðið. Hver er fallegasti karlmaður sem þú hefur séð? Mér frnnst sonur minn fallegastur. Ertu hlynnt eða andvígur rík- isstjórninni? Hlynnt. Hvaða persónu langar þig mest til að hitta? Gæti hugsað mér að hitta Ruud Gullit og spjalla ‘við hann um þjálfun. Uppáhaldsleikari: Harrison Ford. Uppáhaldsleikkona: Demi Moore. Uppáhaldssöngvari: Páll Óskar. Uppáhaldsstjómmálamaður: Halldór Ásgrímsson er traustur. Uppáhaldsteiknimyndaper- sóna: Móðir Barts Simpsons. Uppáhaldssjónvarpsefni: íþróttir og góðar bíómyndir. Uppáhaldsmatsölustað- ur/veitingahús: Perlan. Hvaða bók langar þig mest að lesa? Ég þarf að útvega mér bókina Grandaveg 7 eftir Vigdísi Grímsdóttur. Hver útvarpsrásanna finnst þér best? FM-957. Uppáhaldsútvarpsmenn: Stefán Sigurðsson og Þórhallur Guðmundsson. Hverja sjónvarpsstöðina horf- ir þú mest á? Stöð 2. Uppáhaldssjónvarpsmaður: Logi Bergmann Eiðsson. Uppáhaldsskemmtistaður: Rauða ljónið og Þjóðleikhúskjall- arinn. Uppáhaldsfélag í íþróttum? KR. Stefnir þú að einhverju sér- stöku í framtíðinni? Langar að prófa að búa í útlöndum og kynnast einhverju nýju í framandi landi. Hvað gerðir þú 1 sumarfríinu? Fór með fjölskylduna til Neskaup- staðar á Neistaflug um verslunar- mannahelgina. . :

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.