Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Qupperneq 46

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Qupperneq 46
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 Páll Pálsson Páll Pálsson, fyrrv. bóndi á Borg í Miklaholtshreppi, Hraunbæ 103, Reykjavík, varð sjötiu og fimm ára í gær. Starfsferill Páll fæddist í Vatnsfirði í Reykj- arfjarðarhreppi við Djúp og ólst upp á Þúfum í sömu sveit. Hann stund- aði nám við Héraðsskólann í Reykjanesi 1935-37 og við Bænda- skólann á Hvanneyri og lauk þaðan búfræðiprófi 1943. Páll var bóndi á Borg í Mikla- holtshreppi á Snæfellsnesi 1949-95 er þau hjónin brugðu búi og fluttu til Reykjavíkur. Páll var hreppstjóri í Miklaholts- hreppi 1951-91 og gegndi ýmsum trúnaðarstörfum í þágu sveitunga sinna. Hann var búnaðarþingsfull- trúi, sat í stjóm Búnaðarfélags Miklaholtshrepps, var endurskoð- andi sveitarsjóðsreikninga, trúnað- ar- og virðingamaður Brunabótafé- lags íslands, fulltrúi Sauð- fjárveikisvarna, safnaðar- fulltrúi og fuUtrúi á aðal- fundum Stéttarsambands bænda. Fjölskylda PáU kvæntist 17.6. 1948 Ingu Ásgrímsdóttur, f. 24.11. 1927, húsmóður. Hún er dóttir Ásgríms Gunnars Þorgrímssonar og Önnu Stefánsdóttur, bónda og húsfreyju á Borg í Miklaholts- hreppi. Böm Páls og Ingu era PáU, f. 16.4. 1950, sölumaður hjá Gúmmívinnu- stofunni, kvæntur Hafdísi Halldórs- dóttur, fulltrúa á Árbæjarsafni, og eru dætur þeirra Lóa Dögg og Inga Hlín; Ásgrímur Gunnar, f. 31.12. 1952, bifreiðastjóri hjá Sérleyfishöf- un Helga Péturssonar, kvæntur Helgu Tryggvadóttur kennara og era böm þeirra Páll, Kári og Þór- hildur; Arndís, f. 10.10. 1958, dagmóðir í Reykja- vik, en sambýlismaður hennar er Rafh Ámason kranastjóri og era dætur þeirra Ingibjörg og Særún; Auðunn, f. 10.10. 1958, húsasmíðameistari og bif- reiðastjóri hjá Sérleyfis- höfum Helga Péturssonar og hjá Bónusi, búsettur í Reykjavík, en dætur hans og Rósu Einarsdóttur eru Alma og Anna Björg; Björgvin Rún- ar, f. 19.5.1967, rafvirki í Reykjavík, en sambýliskona hans er Fríður Reynisdóttir kennari og er sonur þeirra Bjarki. Systkini Páls: Tvær systur, fædd- ar andavana 19.9. 1922; Ásthildur, f. 5.10. 1925, húsmóðir í Reykjavík; Arndís, f. 30.5. 1929, dó á fyrsta ári. Fóstursystkini Páls: Jóh Jakobs- son, f. 13.10. 1913, nú látinn, bóndi í Hörgshlíð við Djúp; Unnur Her- mannsdóttir, f. 31.7. 1919, búsett á Selfossi; Elín Sumarliðadóttir, f. 25.11. 1923, búsett á Akureyri; Hall- dór Þórarinsson, f. 16.8. 1927, nú lát- inn, kennari í Reykjavík; Fjóla Her- mannsdóttir, f. 30.10. 1936, búsett á ísafirði. Foreldrar Páls vora Páll Pálsson, f. 10.9. 1891, d. 8.9. 1972, bóndi, odd- viti og hreppstjóri í Þúfum í Reykja- fjarðarhreppi, og Björg Jóhanna Andrésdóttir, f. 13.2. 1893, d. 19.10. 1966, húsfreyja. Ætt Foreldrar Páls í Þúfum voru Páll Ólafsson, f. 20.7. 1850, d. 11.11. 1928, prestur i Vatnsfirði, og k.h., Arndís Pétursdóttir Eggertz, f. 7.3. 1858, d. 5.9. 1937, húsfreyja. Foreldrar Bjargar voru Andrés Jóhannsson, b. á Blámýrum í Ögur- hreppi, og k.h., Þorbjörg Ólafsdóttir frá Sviðnum á Breiðafuði. Páll er að heiman. Páll Pálsson. Flosi Bjarnason Flosi Bjamason, vélstjóri og sjómaður, Hliðargötu 26, Neskaupstað er áttræður í dag. Starfsferill Flosi fæddist í Vest- mannaeyjum, ólst upp á Norðflrði til 1930 en flutti þá með fjölskyldu sinni til Akureyrar. Hann stundaði nám við MA 1931-33, tók vélstjórapróf i Vestmanna- eyjum 1945 og 30 tonna skipstjórnarpróf í Neskaupstað 1957. Flosi flutti frá Akureyri til Ólafs- fjarðar þar sem hann var í tvö ár og síðan tvö ár á Siglufirði en flutti þaðan með fjölskyldu sinni til Mjóa- fjarðar. Hann var í tvö ár á Seyðisfirði en flutti 1944 til Neskaupstaðar og var vélstjóri á ýmsum bátum þaðan til 1950. Þá keypti hann flmm tonna bát, En- ok, ásamt bróður sínum. Þeir gerðu út bátinn til 1957 en fengu þá tuttugu og fimm tonna bát sem þeir gerðu út til 1960. Flosi flutti til Reykja- víkur 1960 og vann þar við smíðar til 1976. Þá flutti hann aftur til Neskaupstaðar, festi þar kaup á flmm tonna trillu. Hann var síðan á færaveiðum og gerði út á grásleppu til 1993 er hann hætti til sjós. Bátinn seldi Flosi 1994. Flosi var sæmdur heiðurspeningi sjómannadagsins í Neskaupstað 1991. Fjölskylda Flosi kvæntist 20.10. 1941 Rós- björgu Þórðardóttur, f. 23.9. 1919, d. 20.10.1948, húsmóður. Hún var dótt- ir Þórðar Sveinssonar, bónda í Ufsa- firði en síðast í Neskaupstað, og Sig- ríðar B. Eiríksdóttur húsmóður. Böm Flosa og Rósbjargar eru Erla, f. 13.5. 1942, ritari við Fjöl- brautaskólann í Breiðholti, búsett í Reykjavík, gift Sigurði Má Helga- syni og eiga þau þrjú böm og flmm bamaböm; Sigríður, f. 21.9. 1945, matráðskona hjá Sjálfsbjörg, búsett í Reykjavík, en maður hennar var Pálmi Stefánsson smiður og eru börn þeirra fjögur og barnabörnin Flosi Bjarnason. átta; Þórður, f. 23.6.1946, starfsmað- ur hjá Smith og Norland, búsettur í Kópavogi, en kona hans er Borg- hildur Stefánsdóttir og eiga þau þrjú börn og eitt bamabam. Systkini Flosa: Hörður, lengst af verslunarmaður í Reykjavík; Flóki, dó á fyrsta ári; Auður, húsmóðir í Neskaupstað; Nanna bókasafns- fræðingur. Foreldrar Flosa vóru Bjarni Ant- oníusson, f. 17.8. 1888, d. 27.5. 1975, verkamaður, sjómaður og bóndi, og María Bjamadóttir, f. 7.6. 1896, d. 11.3. 1976, húsfreyja. Flosi verður staddur að Hraun- bergi 11, Reykjavík á afmælisdag- inn, eftir kl. 16.00. Björn Sigurðsson, bóndi í Sauð- haga II, Vallahreppi, er sjötugur i dag. Starfsferill Bjöm fæddist í Sauðhaga, ólst þar upp og hefur átt þar heima alla tjð. Björn hóf sjálfur búskap 1950, byggði nýbýli á Sauðhagajörðinni og flutti í það 1960. Bjöm festi kaup á vörabíl 1966 og ók honum í vegavinnu með bú- skapnum í áratug. Þá hefur hann séð um fjárflutinga á bílnum á haustin fram á þennan dag. Þá var Björn Sigurðsson hann deildarstjóri í Kaupfélagi Hér- aðsbúa í nokkur ár. Fjölskylda Eiginkona Björns var Ásbjörg Þorkelsdóttir, f. 28.4. 1929, d. 14.1. 1992, húsfreyja. Hún var dóttir Þor- kels Gíslasonar, f. 29.5.1902, d. 10.4. 1979, verkamanns í Reykjavík, og k.h., Freyju Pétursdóttur, f. 12.6. 1907, d. 28.4. 1990, húsfreyju. Dætur Bjöms og Ásbjargar eru Jóhanna Freyja Björnsdóttir, f. 7.5. 1951, starfsmaður við leikskóla, bú- sett í Reykjavík en maður hennar er Magnús S. Magnússon og era böm þeirra Ásbjörg, f. 10.10. 1974, há- skólanemi; Hrafnhildur, f. 28.4. 1980, menntaskóla- nemi, Magnús, f. 3.4. 1983, nemi; Magnea Herborg, f. 3.1.1958, leikskólakennari í Keflavík, var gift Má Hallgeirssyni og eru börn þeirra Freyja, f. 30.9.1983, og Bjöm Geir, f. 6.5. 1989, en Magena og Már skildu og er sambýlismaður Magneu Sigmar Bjöms- son en sonur þeirra, óskírður, f. 18.8. 1997; Amalía, f. 22.6. 1966, lektor við KHÍ. Systkini Bjöms: Anna Björg, f. 11.11. 1920, húsfreyja að Gunnlaugs- stöðum í Vallahreppi; Ingi- björg, f. 15.10. 1924, hús- freyja að Hallormsstað; Páll, f. 22.7. 1926, bóndi í Sauð- haga I, Vallahreppi; Magn- ús, f. 5.11. 1928, bóndi að Úlfsstöðum í Vallahreppi; Jón Benedikt, f. 11.10. 1931, bóndi í Lundi í Vallahreppi. Foreldrar Björns voru Sigurður Björnsson, f. 17.9. 1886, d. 3.12. 1939, bóndi í Sauðhaga, og k.h., Magnea Herborg Jónsdóttir, f. 26.1. 1892, d. 17.3. 1967, húsfreyja. Björn verður að heiman. Björn Sigurösson. Olöf Steinunn Ólöf Steinunn Ey- steinsdóttir húsmóðir, Birkigrund 51, Kópa- vogi, verður flmmtug á morgun. Starfsferill Ólöf fæddist við Ásvallagötuna í Reykja- vík og ólst þar upp i vesturbænum. Hún lauk gagnfræðaprófl við lýð- háskóla í Noregi. Auk húsmóðurstarfa hefur Ólöf stundað skrifstofustörf. Ólöf var hvatamaður að stofnun MG-félags íslands og hefur verið formaður þess frá 1993. MG-félag ís- lands er félag fólks með Myasthenia Gravis sjúkdóminn og aðstandenda þeirra. Ólöf situr í stjóm Öryrkja- bandalagsins fyrir MG-félagið og hefur tekið þátt í norrænu samstarfi fyrir MG-félagið. Fjölskylda Ólöf giftist 4.11. 1967 Tómasi Helgasyni, f. 2.11. 1942, flugstjóra hjá Landhelg- isgæslunni. Hann er sonur Helga Jónssonar, f. 11.4.1893, d. 20.1. 1969, verslunarmanns í Reykjavík, og Lára Valda- dóttur, f. 28.10. 1901, d. 19.11. 1989, húsmóður. Sonur Ólafar og Tómasar er Helgi Tómasson, f. 3.3. 1970, lagerstjóri í Kópavogi. Systkini Ólafar eru Sigríður, f. 2.2. 1933, sölumaður í Reykjavík; Eyjólfur, f. 8.4. 1935, útsölustjóri í Keflavík; Jón, f. 10.1. 1937, sýslu- maður í Keflavík; Þorbergur, f. 28.4. 1940, framkvæmdastjóri í Kópavogi; Ólöf Steinunn Eysteinsdóttir. Eysteinsdóttir Finnur, f. 9.4. 1952, bókagerðarmað- ur í Reykjavík. Foreldrar Ólafar voru Eysteinn Jónsson, f. 13.11. 1906, d. 11.8. 1993, ráðherra og alþm., og k.h., Sólveig Eyjólfsdóttir, f. 2.11. 1911, d. 29.6. 1995, húsmóðir. Ætt Eysteinn var bróðir dr. Jakobs. Eysteinn var sonur Jóns, prests á Djúpavogi, Finnssonar, prests á Klyppsstað, Þorsteinssonar, bróður Jóhönnu, móður Sigfúsar Sigfússon- ar þjóðsagnasafnara. Móðir Jóns Finnssonar var Ólöf Einarsdóttir, b. í Hellisflrði, Erlendssonar, ættfoður Hellisfjarðarættarinnar, Ámason- ar.Móðir Eysteins var Sigríður, dóttir Hans Becks, hreppstjóra á Sómastöðum í Reyðarfirði, Christi- anssonar Becks, verslunarmanns á Eskifirði, frá Vejle á Jótlandi. Móð- ir Hans var María, systir Þórarins, afa Finns listmálara og Ríkharðs myndskera Jónssona. María var dóttir Richards Longs, verslunar- stjóra á Eskifirði, af enskum borg- araættum. Móðir Sigríðar var Stein- unn Pálsdóttir. Sólveig var dóttir Eyjólfs, múrara í Reykjavík, Jónssonar, steinsmiðs í Reykjavík, Eyjólfssonar Þorgeirs- sonar. Móðir Jóns var Guðný Jó- hannesdóttir. Móðir Eyjólfs var Hólmfríður Hannesdóttir, b. í Prest- húsum í Mýrdal, Hannessonar og Rannveigar Björnsdóttur. Móðir Sólveigar var Þorbjörg Mensaldersdóttir, b. á Rannveigar- stöðum, Jónssonar og Guðlaugar Þorleifsdóttur. Ólöf og Tómas taka á móti gestum á heimili sínu á morgun, kl. 16-19. lil hamingju með afmælið 20. september 95 ára Magnea Sigurðardóttir, Barónsstíg 61, Reykjavík. Ingigerður Guðmundsdóttir, Bólstaðarhlíð 12, Reykjavík. 90 ára Kristján Brynjólfsson, Gnoðavogi 48, Reykjavík. 80 ára Gunnar Gissurarson, Dúfnahólum 2, Reykjavík. 75 ára Kristján E. Þorgeirsson, Skógsnesi, Gaulverjabæjarhreppi. Guðni Sveinn Ágústsson, Sæbóli 3, Flateyri. Kirsten L. Ingimarsson, Barðaströnd 49, Seltjamarnarnesi. 60 ára Kristinn Jónsson, Eyrarholti 6, Hafnarfirði. Þórir Hörður Jóhannsson framkvæmdastjóri, Súlunesi 4, Garðabæ. Ólína Helga Sigtryggsdóttir, Höfðabraut 17, Hvammstanga. 50 ára Björg Helgadóttir, Holti, Svínavatnshreppi. Böðvar Björgvinsson, Mánabraut 9, Akranesi. Emil Ingi Hákonarson, Hátúni 10, Reykjavík. Sigurður Skúlason, Vöglum n, Hálshreppi. Jón J. Christensen, Hrauntungu 48, Kópavogi. Hrafnhildur Eiríksdóttir, Vestursíðu 32, Akureyri. Trausti Hjaltason, Bugðutanga 32, Mosfellsbæ. 40 ára Regtna Þorvaldsdóttir, Veghúsum 13, Reykjavík. Gísli Helgason, Frostafold 40, Reykjavík. Sigurgeir Ingólfur Sigurðsson, Hákon Einar Farestveit, Engimýri 3, Garðabæ. Sigrún Kristbjörg Gísladóttir, Búhamri 70, Vestmannaeyjum. Fannar Jónasson, Bergöldu 3, Hellu. Margrét Friðriksdóttir, Bæjartúni 9, Kópavogi. og greiöslukorta- afsláttur og stighœkkandi birtingarafsláttur Smáauglýsingar 550 5000

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.