Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Blaðsíða 49

Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Blaðsíða 49
T>V LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 fgsonn 57, Fjórir leikarar leika í Veðmálinu og eru þeir á myndinni í hlutverkum sínum. í kvöld verður miðnætursýning á Veðmálinu sem Leikfélag ís- lands hefur sýnt í Loftkastalanum og hefst sýningin kl. 23.30. Veð- málið hefur nú verið sýnt við miklar vinsældir frá miðju sumri. Leikritiö gerist árið 1997 og í því kynnumst við vinunum Nick, Leeds, Júlíu og Ron. í vinahópn- um leikur allt í lyndi þar til tveir þeirra setja upp veðmál, sem hef- ur ófyrirséðar afleiðingar fyrir þau öll. Höfundur Veðmálsins er Mark Medoff, sem meðal annars samdi Hvenær kemurðu aftur rauð- hærði riddari og Guð gaf mér Leikhús eyra?. í hlutverkum vinanna eru Baltasar Kormákur, Benedikt Er- lingsson, Margrét Vilhjálmsdóttir og Kjartan Guðjónsson. Leikstjóri er Magnús Geir Þórðarson. Um tónlistarstjórn sér Emilíana Torr- ini og er væntanleg hljómplata með tónlistinni úr verkinu. Nýi LandRover bíllinn er meðal bíla á sýningunni á Akranesi. Bílasýning í íþróttahúsi í dag og á morgun verður hald- in bílasýning í íþróttahúsinu á Akranesi. Er það sölumumboð Bifreiða og landbúnaðarvéla á Akranesi sem stendur fyrir sýn- ingunni í samvinnu við Körfuknattleiksfélag Akraness. Reynsluakstur er í boði og verða tiu manns af þeim sem aka dregn- ir úr potti og fá þeir miða á leik ÍA og KR sem fer fram á morgun. Sýningin er opin í dag frá kl. 10-17 og á morgun kl. 12-17. Samkomur Sögufálagið Aðalfundur Sögufélagsins verð- ur kl. 14 í dag í Þjóðarbókhlöðu. Gestur fundarins er Böðvar Guð- mundsson sem flytur fyrirlestur sem hann nefnir Að ljúga til víða og er um hvemig hann notar heimildir og vinnur úr þeim við að semja sögulega skáldsögu. Fíðla og píanó í Skagafirði Auður Hafsteinsdóttir fiðluleik- ari og Guðríður St. Sigurðardóttir píanóleikari halda tónleika í Mið- garði í Varmahlíð kl. 15.30 í dag. Landsþing Náttúrulækningafélags Islands verður haldið í dag í Heilsu- stofnun félagsins í Hveragerði. Þingið mun meðal annars fjalla um náttúrulækningastefhuna og hlutverk hennar í nútímaþjóðfé- lagi, alvarlega stöðu sem blasir við varðandi Heilsustofnunina og umhverfls- og mengunarmál í Hveragerði. Rigning og súld Milli íslands og Skotlands er all- víðáttumikið 1034 mb háþrýstisvæði og þokast það til austurs en 1012 mb lægðardrag er á Grænlandssundi á Veðríð í dag leið norðaustur. Veðrinu verður nokkuð misskipt í dag, suðvestangola eða kaldi og skýjað verður að mestu á Suðaust- urlandi. Vestanlands og á Vestfjörð- um verður súld eða rigning. Besta veðrið verður á Austurlandi þar sem ætti að sjást til sólar. Þar verð- ur einnighlýjast, allt að 12 stig, en annars staðar verður hitinn í kring- um 10 stig. Sólarlag í Reykjavík: 20.24 Sólarupprás á morgun: 7.07 Síðdegisflóð í Reykjavík: 21.01 Árdegisflóð á morgun: 9.25 Veðrið kl. 12 á hádegi í gær: Akureyri alskýjaó 11 Akurties skýjaó 10 Bergsstaðir súld 12 Bolungarvík rigning og súld 12 Egilsstaóir skýjaö 12 Keflavikurflugv. alskýjað 10 Kirkjubkl. skýjaö 6 Raufarhöfn rigning 11 Reykjavík þokumóóa 10 Stórhöfði rigning 9 Helsinki skýjaö 11 Kaupmannah. léttskýjaó 14 Ósló léttskýjaó 15 Stokkhólmur léttskýjaö 12 Þórshöfn rign. á síö. klst. 8 Faro/Algarve léttskýjaö 27 Amsterdam skýjaö 16 Barcelona léttskýjaö 24 Chicago skýjaó 22 Dublin alskýjaö 13 Frankfurt rigning 17 Glasgow hálfskýjað 13 Halifax þokumóða 15 Hamborg skýjaó 14 Las Palmas alskýjaö 25 London alskýjaö 17 Lúxemborg skýjaö 21 Malaga léttskýjaö 27 Mallorca skýjaö 27 Montreal heiöskírt 17 París hálfskýjaö 27 New York hálfskýjaö 20 Orlando þoicumóóa 21 Nuuk alskýjaö 5 Róm heiöskírt 25 Vín léttskýjaö 24 Það er heldur betur fjör í skemmtanalífinu á Dalvík um þessa helgi, lifandi tónlist alla helgina í Café Menningu og hljóm- sveitin vinsæla, 8-villt, spilar á Pizza 67 á Dalvík í kvöld. 8-villt hefur verið mikið á ferðinni í sumar og er óhætt að segja að hún hafi varla stoppað. Á Norðurlandi hefur hún verið að skapa sér nafn og ná nokkrum vinsældum. í hljómsveitinni eru Qórar stúlkur og fjórir piltar, stúlkumar eru Regína, Bryndís, Kata og Lóa Björk og þær sjá um sönginn. Hljóðfæraleikaramir em Árni Óla á bassa, Sveinn á gítar, Andri á trommur og Daði leikur á hljóm- borð. Skemmtanir Stúlkurnar fjórar í 8-villt ætla ekki að láta sitt eftir liggja í aö skemmta Dal- víkingum ærlega í kvöld. Köttarahelgi á Kaffi Reykjavík Þróttur er búinn að vinna sér sæti í úrvaldsdeildinni á næsta ári. Af þessu tilefni verður Kött- arahelgi á KafR Reykjavík en Kött- arar em stuðningsmenn Þróttar. Hljómsveitin Hálft í hvom leikur fyrir dansi en í henni em ein- göngu Þróttarar. 8-villt á Dalvík Fer með rangt mál Myndgátan hér að ofan lýsir athöfh Hefðarfrúin og umrenningur á góöri stundu. Hefðarfrúin og umrenningurinn Sambíóin sýna um þessar | mundir hina klassisku kvikmynd Walts Disneys, Hefðarfrúin og ; umrenningurinn (Lady and the Tramp), sem gerð var árið 1955 < og var fyrsta teiknimyndin frá Disney sem var gerð fyrir breið- tjald. Áður en hún var sett á markaðinn í þetta skiptið var átt við myndina með þeirri tækni sem nútíminn býður upp á og ýmislegt lagfært. Búið er að setja Kvikmyndir . 11 íslenskt tal og ljá þekktir leikar- ar myndinni raddir sina. Þeir em Hilmir Snær Guðnason, Edda Heiðrún Backman, Margrét Vil- hjálmsdóttir, Felix Bergsson, Ró- bert Amfinnsson, Pálmi Gests- son, Jóhann Sigurðarson, Þóra Friðriksdóttir, Steinunn Þor- steinsdóttir og Bergur Ingólfsson. Hefðarfrúin og umrenningur- inn íjallar um ofdekraðan hund af góðu heimili sem fer á stjá með heimilislausum hundi sem ekki hefur átt sjö dagana sæla í leit að rómantík, ævintýmm og skemmtunum. Nýjar myndir Háskólabíó: Skuggar fortíðar Háskólabíó: Morðsaga Laugarásbíó: Spawn Kringlubíó: Addicted to Love Saga-bíó: Face/Off Bíóhöllin: Breakdown r Styrktargolfmót í Grafarholti Sveit Golfklúbbs Reykjavíkur vann sér þátttökurétt til að taka þátt í Evrópukeppni sveita sem fram fer á Ítalíu í haust. Þar sem þetta er dýrt ferðalag var ákveðið að halda nokkur Styrktarmót á Grafarholtsvelli á sunnudögum og er næsta mót á morgun. Öllum kylfingum, sem eru í golfklúbbum og með forgjöf, er heimil þátttaka og er þátttökugjaldið 1.500 krónur. Glæsileg verðlaun eru í boði. Iþróttir Stór helgi er i fótboltanum þeg- ar næstsíðasta umferðin í úrvals- deildinni verður leikin. Þar er helst að nefna að Vestamannaey- ingar geta tryggt sér íslandsmeist- aratitilinn á heimavelli sínum í Eyjum þegar þeir leika gegn Kefl- víkingum sem hefur heldur betur fatast flugið eftir stórgóða byrjun. í handboltanum er mikið um að vera. Kvenfólkið í 1. deild hefur keppni í dag og heil umferð er í 1. deild karla á morgun. Þar leika meðal annars Haukar og Valur en þessum tveimur liðum er spáð mikilli velgengni i vetur. Gengið Almennt gengi LÍ nr. kl. 9.15 Eining Kaup Sala Tollqenqi Dollar 71,220 71,580 71,810 Pund 114,730 115,320 116,580 Kan. dollar 51,180 51,500 51,360 Dönsk kr. 10,5060 10,5620 10,8940 Norsk kr 9,8030 9,8570 10,1310 Sænsk kr. 9,3670 9,4190 9,2080 Fi. mark 13,3990 13,4780 13,8070 Fra. franki 11,9080 11,9760 12,3030 Belg.franki 1,9381 1,9497 2,0108 Sviss. franki 48,5600 48,8300 48,7600 i Holl. gyllini 35,5200 35,7200 36,8800 Pýskt mark 40,0000 40,2000 41,4700 it lira 0,040990 0,041250 0,04181 Aust. sch. 5,6810 5,7160 5,8940 Port. escudo 0,3934 0,3958 0,4138 Spá. peseti 0,4740 0,4770 0,4921 Jap. yen 0,584400 0,587900 0,56680 Irskt pund 105,700 106,360 110,700 SDR 96,250000 96,830000 97,97000 ECU 78,4100 78,8800 80,9400 Símsvari vegna gengisskráningar 5623270
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.