Dagblaðið Vísir - DV - 20.09.1997, Blaðsíða 50
LAUGARDAGUR 20. SEPTEMBER 1997 33
CHl 28" sÍónv?rPelJff*NRarn Stereo,
-SaaSsaflsöSS®
barnalæsingu.
CfrijjAlw Uomu fál
Hí erutn I "æita
RflFTíEKMDERZLUN ISLFINDSIF
- ANNO 1 929 -
Skútuvogur 1 • Sími 568 8660 • Fax 568 0776
Greiðslukjör við allra hæfi
VERIÐ VELKOMIN IVERSLUN OKKAR
á íslandi
Slærsta heimllis-og ratlækjaverslunarkeðja '
I Evrópu
Norski leikstjórinn Niis Gaup,
sem leikstýrir North Star tengist
okkur Islendingum smávegis, því
hann leikstýrði hinni rómuðu
norsku
*ít*s**. -<mwnmwwi»in
kvikmynd *
Leiðsogu- NORTH STAR
um, en í
henni lék
Helgi
Skúlason
og sýndi
þar
hversu
megnugur
hann var
sem kvik-
mynda-
leikari.
Leið-
sögumaðurinn gerðist á snævi þökt-
um slóðum og það gerir North Star
einnig, sögusviðið óbyggðir Alaska
um síðustu aldamót og að sjálfsögðu
kemur gullleit mikið við sögu. þeg-
ar Hudson Santek, sem á ættir að
rekja til Inúíta, krefst þess að Seasn
McLennon skili aftur landi sem
hann hefur eignað sér en tilheyrði
eitt sinn ætt Hudsons, kemur til
mikilla átaka milli þeirra. I þeirri
baráttu flýr Hudson út í ískalda
auðnina með unnustu Seans í gísl-
ingu.
Meðal aöalhlutverka í myndinni
leika Christopher Lampert, sem
leikur Hudson, James Cann, sem
leikur Sean og í hlutverki morð-
ingja er Randy Quaid.
Skífan gefur út North Star og er
hún bönnuð börnum innan 16 ára.
Útgáfidagur er 24. september.
Saber River
Það hefur ekki farið mikið fyrir
hinum ágæta leikara Tom Selleck
að undan-
förnu. Hans
innkoma inn
í kvikmynda-
heiminn var
ekki með
þeim glæsi-
brag sem
margir höfðu
spáð. Selleck
er þó ekki
dauður úr
öllum æðum.
Hann er hér
mættur í nýj-
um vestra, Last Stand at Saber
River. Leikur hann landnemann og
bóndann John Cable sem snýr aftur
á heimaslóðir í Arizona að borgara-
stríðinu loknu. Cable kemur ekki
heim í rólegheitin eins og hann
hafði vonast því tveir ribbaldar
hafa tekið jörð hans traustataki og
eru ekki tilbúnir að láta hana af
hendi baráttulaust. Cable sem var
búinn að fá nóg af striði sér nú
fram á að ein lokaorrusta er eftir
sem jafnframt er sú hættulegasta
sem hann hefur tekið þátt í.
Last Stand At Saber River er gerð
eftir einni af sögum Elmore Leon-
ards. Auk Sellecks leika í myndinni
Suzy Amis, sem leikur eiginkonu
hans og bræðurnir David og Keith
Carradine sem leika þrjótana tvo.
Warner-myndir gefur út Last
Stand at Saber River og er hún
bönnuð börnum inann 16 ára. Út-
gáfudagur er 22. september.
Ismail Merchant er einn af þrí-
eykinu Merchant, Jhavala, Ivory,
sem á að baki margar úrvalskvik-
myndir, má þar nefna Remains of
the Day,
Howard’s
End, A
Room With
a Viev og
Mr. and
Mrs.
Bridge. í
þessum
hópi hefur
hann verið
framleið-
andinn, en
er einn á
báti í The
Propriator,
mynd sem
hann fram-
leiðir og leikstýrir. Fjallar myndin
um rithöfundinn Adrienne sem bú-
sett hefur verið um árabil í New
York. Þegar hún ákveður að flytja á
æskuslóðir sínar í París tekur hún
að rifja upp lífshlaup sitt og heim-
sækja gamla kunningja. 1 fyrsta
sinn tekur hún að skilja fortíð sina
og setja hana i samhengi við vel-
gengni sína sem rithöfundur.
Mikill fjöldi þekktra leikara leik-
ur í myndinni. I hlutverki Adrienne
er ein frægasta leikkona Frakka,
Jeanne Moreau, mótleikarar henn-
ar eru Sam Waterston, Nell Carter,
Sean Young og Johs Hamilton.
Myndform gefur út The Propriator
og er hún bönnuð börnum innan
12 ára. Útgáfudagur er 23. sept-
ember.
Gamlar og góðar
Meðfram útgáfum á
nýjum myndum á
myndböndum hafa út-
gefendur alltaf gefið út
gamlar og klassískar
kvikmyndir sem sett-
ar hafa verið á mynd-
bandaleigur og var
Skifan dugleg í þeim
efnum til skamms tíma. Aðrar útgáfur hafa
einnig sinnt þessu. Þetta er aukabúgrein,
sem er að margra mati gott framtak. í sept-
embermánuði eru gefnar út fimm eldri
myndir. ClC-myndbönd gefur út þrjár eldri
Tom Cruise-myndir, Top Gun, Days of
Thunder og The Firm, allt þekktar myndir
og var til að mynda Top Gun sú kvikmynd
sem gerði Tom Cruise að kvikmyndastjörnu.
Háskólabíó gefur út tvær eldri myndir, Ro-
bocop, mynd sem vakti mikla athygli fyrir
tíu árum og gerði Pasul Verhofen að einum
eftirsóttasta leikstjóra í Hollywood og saka-
málamyndina Gorky Park, sem er athyglis-
verðasta kvikmyndin í þessum hópi, mynd
sem alls staðar hlaut frábærar viðtökur.
Gorky Park er gerð eftir frægri skáldsögu
Martin Cruz Smith og skrifaði Dennis Potter
handritið. Gerist myndin i Moskvu og heitir
eftir samnefndum garði. Lögregluforinginn
Arkady Renko fær óhugnanlegt mál til með-
ferðar, en fundist hafa þrjú andlitslaus lík í
garðinum. Rannsókn Renko beinist fljótt að
innviðum emhættismannakerfisins. Fljót-
lega eru lagðir steinar í götu hans og hann í
raun settur upp við vegg: Ætlar hann að
leita sannleikans og eiga á hættu að lenda í
gúlaginu það sem eftir er ævinnar eða kjósa
frelsið og gleyma málinu ...?
í aðalhlutverkum eru William Hurt sem
leikur Renko, Lee Marvin, Brian Dennehy,
Joanna Pacula og Ian Bannen. Gorky Park
var gerð 1983 og er leikstjóri hennar Michael
Apted. -HK
am Hurt
leikferillinn
William Hurt sem leikur aðal-
hlutverkið í Gorky Park og er
mótleikari John Travolta í Mich-
ael sem hefur í nokkrar vikur
verið í efstu sætum myndbanda-
listans á að baki glæsilegan feril
sem leikari. Það hefur ekki mik-
ið farið fyrir honum undanfarin
ár, en á níunda áratugnum lék
hann í nokkrum af bestu kvik-
myndum þessa áratugar. Hefur
haldið sig við myndir sem gera
kröfur til hans sem leikara og
leikið jöfnum höndum í Evrópu
og Ameríku. Má segja að hlut-
verk hans í Michael sé hliðar-
spor sem vel er greitt fyrir.
William Hurt lék í sinni fyrstu
kvikmynd 1980, var það aðalhlut-
verkið í hinni umdeildu kvik-
mynd Ken Russells, Altered
States. Lék hann þar vísinda-
mann sem notar sjálfan sig sem
tilraunadýr við þróun ofskynjun-
arlyfs. í kjölfarið fylgdi hver úr-
valsmyndin á fætur annarri.
Hver man ekki eftir honum í
hlutverki fómarlambs Kathleen
Turners i Body Heat, einum af
skólafélögunum sem hittast í
The Big Chill, eða fréttaþuluin-
um í Broadcast News og kennar-
anum í Children of a Lesser God?
Svona mætti lengi telja. Ósk-
arsverðlaunin fékk hann fyrir
leik sinn í Kiss of the
Spider Woman og tilnefning til
óskarsverðlauna fyrir The
Accidental Tourist og Children
of a Lesser God.
Nam guðfræði í þrjú ár
William Hurt fæddist í
höfuðborg Bandaríkj-
anna, Washington,
en eyddi bernsku
árunum á eyjum
í Suður-Kyrra-
hafi þar sem
faðir hans
stjórnaði
verkefnum
á vegum
innanríkis-
ráðuneytis
Bandarikj-
anna. Þeg-
ar kom að
háskóla-
námi kaus
hann að
setjast í
Tuft-háskól-
ann
Massachu-
settes.
Hann
aði sig i guðfræði og var í því
námi í þrjú ár. í skólanum fór
hann að fá áhuga á leiklist og
skipti yfír að loknum þessum
þremur árum, fór til London og
lærði leiklist hjá ensk-
um kennurum.
Þegar hann
kom aftur til
Bandaríkj-
anna, inn-
ritaðist
hann í
leiklist-
ardeild
Juillard-
skólans í
New
York, var
þar í þrjú
ár og fór
svo út á at-
vinnumarkað-
inn. Fyrsta
árið lék hann
með Shakes-pere-
flokki i Oregon,
en sneri aftur til
New York þar
sem hann
gekk til
liðs við
Sala á hesthúsum Hestamannafélagsins
Fáks í Fákabóli, Víðivöllum
Hestamannafélagið Fákur óskar eftir skriflegum tilboðum í hesthús félagsins í
Fákabóli, í samræmi við ákvörðun félagsfundar þann 3.9. sl.
Félagið hyggst selja hluta hesthúsanna en halda eftir sem svarar 100-120 hesthús-
plássum til áframhaldandi útleigu.
Útboðsgögn liggja frammi á skrifstofu félagsins að Tíðivöllum sem opin er alla
virka daga, milli kl. 13 og 17 (sími 567 2166) og fást afhent gegn
5.000 kr. greiðslu.
Húsin verða til sýnis skv. nánara samkomulagi við umsjónarmann (sími 698 8445).
Tilboð skulu berast skrifstofu félagsins fyrir 27. september nk.
Félagið áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna þeim öllum.
Stjórn Hestamannafélagsins Fáks.
Circle Repertory Company og
varð þar fljótt einn aðalleikari
flokksins.
Hurt hefur alltaf leikið á sviði
með kvikmyndaleiknum og hef-
ur leikið i yfir sjötíu uppfærsl-
um. Hann var tilnefndur til
Tony-verðlaunannana fyrir leik
sinn í Hurlyburly og fékk Obie-
verðlaunin fyrir leik sinn í My
Life. Þá hefur hann nokkrum
sinnum verið fenginn til að leika
á New York Shakespeare-hátíð-
inni. Ein mesta viðurkenning
sem hann hefur fengið var þegar
hann árið 1988 var fyrstur til að
hljóta Spencer Tracy- verðlaun-
inn sem veitt eru fyrir framúr-
skarandi árangur í leiklist. -HK
Hér á eftir fer listi yfir
þær kvikmyndir sem Willi-
am hurt hefur leikið í:
Altered States, 1980
Eyewitness, 1981
Body Heat, 1981
Gorky Park, 1983
The Bíg Chill, 1983
Kiss of a Spider Woman,
1985
Children of a Lesser God,
1986
Broadcast News, 1987
A Time of Destiny, 1988
The Accidental Tourist,
1988
I Love You to Death, 1990
Alice, 1990
The Doctor, 1991
Until the End of the World,
1991
The Plague, 1991
Mr. Wonderful, 1993
Second Best, 1994
Trial By Jury, 1994
Smoke, 1995
Jane Eyre, 1996
Michaei, 1996
M Bf
P ■
- '
Last Stand at the The Proprietor
North Star