Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Blaðsíða 12
12
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaéur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfusflóri: EÝJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjóri: JÓNAS KRISTJÁNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiösla, áskrift: ÞVERHOLTi 11, 105 RVÍK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is
AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaöam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuöi 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aösent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Varaforseti Taívans velkominn
Ánægjulegt er aö fá hingað í heimsókn Lli Tsjen, vara-
forseta Taívans. Viö höfum ekkert nema gott af því ríki
aö segja. Viðskipti landanna fara vaxandi og fylgja leik-
reglum. Við hæfi er, að Davíð Oddsson forsætisráðherra
skuli sýna honum kurteisi og hitta hann að máli.
Ánægjulegast af öllu er þó, að forsætisráðherra skuli
virða að vettugi kveinstafi umboðsmanna Kínastjómar
út af þessum samskiptum íslands og Taívans. Kominn
var tími til, að íslenzkir ráðamenn létu af fyrra undir-
lægjuhætti gagnvart dólgastjóminni í Beijing.
Á tímabili vom íslenzkir ráðamenn á sífelldum ferða-
lögum með fríðu föruneyti til Kína, vafalaust í þeim til-
gangi að auka viðskipti ríkjanna. Komið var á fót dým
sendiráði, sem betur hefði verið stofnað í Japan, þar sem
við rekum hundrað sinnum meiri viðskipti.
Mikill skaði er að vestrænum íjárfestingum í Kína.
Stjómvöld þar í landi virða ekki leikreglur og koma
fram af geðþótta við erlend fyrirtæki. Þetta fundu nokkr-
ir skjólstæðingar Halldórs Blöndals, þegar þeir reistu
þar lakkrísverksmiðju, sem gerð var gjaldþrota.
Kínastjóm hefur tekið erlenda fjárfestingu í gíslingu
til að knýja eigendur hennar til að ganga erinda Kína-
stjómar í stjórnmálum. Þannig hafa bandarísk fyrir-
tæki, með Microsoft í broddi fylkingar, hvað eftir annað
reynt að fá Bandaríkjastjórn til að styðja Kínastjóm.
Microsoft er að reyna að verja fjárfestingu sína í Kína
og fá kínverska herinn til að hætta að reka fjölfoldunar-
verksmiðjur, þar sem hugbúnaði fyrirtækisins er stolið.
Samtals rekur herinn í Kína um þrjátíu risaverksmiðj-
ur, sem eingöngu starfa að stuldi hugverka.
Engin ríkisstjórn í heiminum er eins hættuleg um-
hverfi sínu og Kínastjóm. Hún hefur ráðizt með vopna-
valdi á öll nágrannaríki sín. Hún stundar ögrandi heræf-
ingar á alþjóðlegum siglingaleiðum og lætur landgöngu-
liða stíga á land á eyjum nágrannaríkja.
Fyrsta verk Kínastjórnar eftir valdatökuna í Hong
Kong var að taka kosningarétt af miklum meirihluta
íbúanna og fela staðarvöld í hendur fámennum hópi auð-
kýfinga, sem reka erindi Kínastjórnar. Þetta var í stíl
annarra aðgerða Kínastjómar gegn mannréttindum.
Kínastjórn er sérstaklega uppsigað við mannréttindi
og telur þau vera ógnun við vald sitt. Hún þverbrýtur
alla fj ölþj óðasamninga á því sviði, þótt hún hafi skrifað
undir þá. Hún er ill og ómerkileg í senn. Hún varpar
skugga á alla, sem nudda sér utan í hana.
Sem betur fer em menn að byrja að átta sig á þessu.
Kínversk-íslenzka félagið sýndi nýlega sjálfstæði sitt
með því að bjóða Dalai Lama til íslands, þótt það yrði til
þess, að kínverska sendiráðið ryfi samskipti við félagið.
Og nú hefur forsætisráðherra íslands skipt um stefnu.
Eðlilegt framhald nýs skilnings á illu eðli Kínastjórn-
ar er, að menn átti sig á, að íslenzkt sendiráð á ekki
heima í Beijing, heldur í Tokyo, þar sem menn virða lög
og reglur í viðskiptum eins og á öðrum sviðum og hafa
reynzt vilja kaupa íslenzkar vörur dýru verði.
Allir þeir, sem eiga um sárt að binda vegna yfirgangs
dólganna í Beijing, eiga að vera okkar vinir. Þar á með-
al er auðvitað fulltrúi ríkis, sem sætir sífelldum ögrun-
um frá meginlandinu. Þess vegna er varaforseti Taívans
talinn velkominn gestur hér á landi.
Hugsanlegar hefndaraðgerðir Kínastjórnar verða okk-
ur seint eins þungar í skauti og uppbygging ótryggra
viðskipta við Kína og fjárfestinga þar heföi orðið.
Jónas Kristjánsson
„Hækkun á staöli íslenskrar menningar myndi þá af sjálfu sér leiða til byggingar tónlistarhúss, þótt síöar yrði,“
segir Árni m.a.
Ef æskan vill rétta
þér örvandi hönd!
Ungur háskólaborgari kom í Kjall-
arann hér um daginn út af kjaliara-
grein minni um tónlistarhús. Hon-
um finnst það mikil ósvinna að slíkt
hús sé byggt á kostnað þjóðarinnar.
Vilji menn byggja svoleiðis hús, eigi
þeir sem það vilja að gera það sjálf-
ir.
Helstu rök hans fyrir þeirri skoð-
im eru að kostnaöur sé óhóflegur
eða 11 þús. krónur á hvert manns-
bam í landinu og það sé alltof mikið
miðað við það að um er að ræða
áhugamál tiltölulega lítils hluta þjóð-
arinnar. Svo bendir hann réttilega á
að ekki sé nóg að byggja húsið. Það
verði líka að reka það. Enn segir
hann það óveijandi að verja svo
miklu fjármagni í hús, fyrir fáa út-
valda, meðan fé skorti til að reka
menntakerfiö í landinu o.fl.
Máliö er flóknara
Öll þessi rök eru góð og gild og ég
væri fyrstur manna
til að mæla með
frestun byggingar
tónlistarhúss um
ófyrirsjáanlega
framtíð ef ég hefði
vissu fyrir því að
hagur kennara
bamahamanna
minna yrði bættur
svo að þeir mættu
lifa mannsæmandi
lífí. í staðinn yrðu
gerðar til þeirra
þær kröfúr að bömin, sem þeim er
falið að uppfræða, megi verða sífellt
betri og betri þegnar í því menning-
arsamfélagi sem kallast íslensk þjóð.
Hækkun á staðli íslenskrar menn-
ingar mundi þá af sjálfu sér leiða til
byggingar tónlistarhúss, þótt síðar
yrði.
En málið er þvi miður flóknara en
þetta. Hagur kennara verður ekki
bættur þótt hætt verði við byggingu
tónlistarhúss. Það að minna fé er
varið til að efla tónlist
í islenska menningar-
samfélaginu verður
aðeins til þess að
færri efhilegir tónlist-
armenn fá tækifæri til
að veita þjóðinni hlut-
deild í list sinni og
fleiri, hugsanlega þeir
sem mest hafa að gefa,
leita annað, þangað
sem hæfileikar þeirra
em metnir að verð-
leikum. íslensk menn-
ing verður að sama
skapi fátækari.
Það sem hér er sagt
gildir þó ekki aðeins
um íslenska tónlistar-
menningu. Háskóli ís-
lands, sem byggður
var af þjóð sem vart
átti málungi matar, á nú varla fyrir
salti í grautinn. En með þjóðinni,
sem nú telst meðal auðugustu þjóða
heims, er það nú rætt í alvöru að
innheimta skólagjöld fyrir námi í
sömu stofnun. Það datt forvígis-
rnönnum snauðu þjóðarinnar aldrei
íhug.
Afleiðingarnar þær sömu
Þar með vaknar sú spuming
hvort það sé ekki alltof dýrt að
standa í því að reka háskóla. Það er
a.m.k. augljóst að stæðum við í þeiní
sporum að hefja nú
byggingu háskóla
mundi það kalla á harð-
orð mótmæli. Það
mundi áreiðanlega
kosta miklu meira en 11
þús. krónur á hvert
mannsbam í landinu,
svo ekki sé talað um
rekstrarkostnaðinn.
Samt stundar ekki
nema hluti af þjóðinni
háskólanám. Eiga þeir
sem það stunda ekki
bara að greiða fyrir það
sjálfir?
Með réttu má halda því
fram að fjársvelti há-
skólans sé mun alvar-
legra fyrir þjóðina en
það að vanta tónlistar-
hús, en afleiðingamar
em þær sömu, atgervisflótti, og at-
gervisflótti, nánast á hvaða sviði
sem er, þýðir hnignun menningar.
Frá æsku, og ávallt síðan, hef ég
haft miklar mætur á skáldinu Þor-
steini Erlingssyni. í kvæðinu „Ef
æskan vill rétta þér örvandi hönd“
segir hann: „Ef æskan vill rétta þér
örvandi hönd, þá ertu á framtíðar
vegi“.
Við Islendingar eigum fallega,
greinda og vel upplýsta æsku sem
hefur alla burði tU að rétta íslenskri
menningu örvandi hönd og hefja
hana til vegs með þjóðum heims í
framtíðinni. En lái mér hver sem vill
þótt ég hafi nokkrar áhyggjur af þró-
un þeirrar menningar sem á að
stjómast af jafn flatneskjulegri hug-
myndaffæði og þeirri sem birtist í
grein unga háskólaborgararis um
tónlistarhús.
Skyldi markaðs- og frjálshyggjan
hafa haft svo lamandi áhrif á hina
örvandi hönd íslenskrar æsku að
henni verði ekki lengur lyft nema i
ábataskyni?
Ámi Bjömsson
„Með réttu má halda því fram að
fjársvelti háskólans só mun alvar■
legra fyrir þjóðina en það að vanta
tónlistarhús, en afleiðingarnar eru
þærsömu, atgervisflótti, ogatgervis-
flótti, nánast á hvaða sviði sem er,
þýðir hnignun menningar.“
Kjallarinn
Árni Björnsson
læknir
Skoðanir annarra
Samkeppnin um fólkiö
„Flestir eru sammála um það að hápunktur hverr-
ar utanferðar er heimkoman. Gildir einu hvort ferð-
in var farin til náms, skemmtunar eða í tengslum
við starf... Því er samt ekki að leyna að margur land-
inn sest aö á erlendri grandu og haslar sér þar völl
til frambúðar. Við lifum nefnilega á samkeppnistím-
um. Ekki síst samkeppni um fólk. Samkeppni landa,
byggðarlaga og fyrirtækja um vel menntað og hæft
starfsfólk. Þess vegna verður ísland að bjóða búsetu-
skilyrði, lífskjör og starfsaðstæður sem standast
samanburð við það sem best þekkist annars staðar."
Úr Reykjavíkurbréfi Mbl. 5. okt.
Stéttlaus læknaþjónusta
„Deilan við sérfræðinga felur í sér frækom einka-
heilbrigðiskerflsins. Nú þegar era menn t.d. famir
aö velta fyrir sér kaupum á sérstökum sjúkratrygg-
ingum hjá tryggingafélögunum. Á meðan deilan er
óleyst vex þetta fræ einkakerfisins og spírar... Það
hefur ríkt þjóðarsátt um stéttlausa læknisþjónustu.
Henni eigum við að halda. Það er því einfaldlega
borgaraleg skylda sérfræðinga og yfirvalda að leysa
málið strax, áður en einkarekstrarfræið nær að
skjóta rótum í heilbrigðiskerflnu."
Birgir Guðmundsson í Degi 4. okt.
Fríðindin á borðið
„Ég vil fá fram bókstaflega allt um kaup og kjör
bankastjóranna. Ég vil fá fram ferðakostnaðinn al-
gjörlega sundurliðaðan. Dagpeningagreiðslur, greiðsl-
ur til maka og tilgang ferðanna. Risnukostnað full-
komlega sundurliðaöan, bílastyrk og bílakostnað... Ef
þingmenn geta ekki fengið þessar upplýsingar beint
verður því ekki unað. Ég get ekki ímyndað mér ann-
að en að Alþingi hljóti að taka það upp ef á að þrengja
svo að löggjafarvaldinu að það geti ekki haft eðlilegt
aðhald með framkvæmdavaldinu."
Jóhanna Sigurðardóttir í Degi 4. okt.