Dagblaðið Vísir - DV - 07.10.1997, Blaðsíða 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 7. OKTÓBER 1997
Alltaf með nesti
Kíkt í töskur
Það er í kvenlegu eðli að ganga alltafmeð
tösku á öxlinni. Tilveran tók hús á fjórum
konum og skoðaði í töskur þeirra.
Kolbrún Halldórsdóttir leikstjóri:
Með leiksýningu í töskunni
Hvað segirðu, viltu sjá ofan í
töskuna mína?“ sagði
Svanfríður Jónasdóttir og
brosti, greinilega öllu vön þegar
kemur að fjölmiðlum.
„Þetta er alveg frábær taska sem
ég er með í dag. Hún hefur svo fjöl-
breytta notkunarmöguleika, það er
hægt aö loka henni alveg aftur og
svo er hún líka sparileg," segir
Svanfríður þegar hún dregur fram
töskuna.
Upp úr töskunni koma margs
konar hlutir, þar á meðal tvenn
gleraugu.
„Já, eftir að sjónin tók að versna
hjá mér þá þori ég ekki annað en
vera alltaf með tvenn gleraugu í
töskunni. Þetta er svona varúðar-
ráðstöfun en ég er alltaf logandi
hrædd um að lenda í þeirri aðstöðu
að geta ekki lesið þingskjölin.“
Nýbúin að taka til
Það vekur athygli að engir papp-
írar eru í töskunni og viðurkennir
Svanfríður aö hún hafi verið nýbú-
in að fjarlægja þá en hún taki alltaf
vinnuna með sér heim. „Það er nú
frekar lítið drasl í töskunni í dag
því ég er svo nýbúin að taka til í
henni. Ég er með minnismerki um
Dalvík til þess að ylja mér við og
svo er héma ónotaður matarmiði
frá Lettlandi. Reyndar var mér líka
gefin þessi bókaklemma þar. Mér
finnst alltaf gaman að hafa hluti
sem tengjast minningum í tösk-
unni. Ég er bara alltof skipulögð og
ég öfunda oft fólk sem finnur
óvænta hluti í sínum töskum. Það
kemur því miður ekki oft fyrir
mig.“ Svanfríður er með litla tösku
í töskunni,
hvað er i
henni? „Ég
geymi alla
bráðnauð-
s y n 1 e g a
hluti í þess-
ari litlu
tösku. Mað-
ur þarf að
hafa ýmis-
legt með
sér, ekki
síst eftir að
maður fór
að vinna í
beinni út-
sendingum.
Þetta er
líka mjög
handhægt
því fyrir
vikið er ég
snögg að
skipta um
tösku.“
Svanfríður
segist eiga
nokkrar
töskur og
yfirleitt
velja þær í
samræmi
við fötin
sem hún
gengur í
h v e r j u
sinni.
-aþ
- segir Ásta K. Ragnarsdóttir
Eg veit nú ekki hvort ég er
með nokkuð merkilegt í
minni tösku. Ykkur er
alveg velkomið að skoða inni-
haldið," sagði Ásta K. Ragn-
arsdóttir sem þrátt
fyrir miklar annir
var tilbúin að
ljóstra upp um
innihald tösku
sinnar.
í töskunni var
margt merkilegra
hluta en eins og
hjá öðrum kon-
um var snyrtidót-
ið að sjálfsögðu á
sinum stað. „Þaö
er víst fastur liður
að hafa eitthvað af
snyrtivörum með
sér. Svo er ég
alltaf með seðlaveski
bók.“
Litlir silfurlitaðir bögglar vekja
athygli. Við nánari skoðun kom í
ljós aö þetta var faglega útbúið nesti
og sagðist Ásta fá
tvo slíka pakka á
hverjum degi.
„Ég er með
svo frábæra
a u - p a i r
stúlku um
þ e s s a r
mundir og
hún lætur
sig ekki
muna um að smyija
nesti handa mér um leið
hún útbýr bömin í skólann. Ég er
nefhilega þannig að undir miklu
vinnuálagi þá gleymi ég að
borða heilu og hálfu dagana.
Nestið er svo endumýjað í
hádeginu.
Eins od
Ein
af uppá-
haldstöskum Ástu K.
Ragnarsdóttur.
DV-mynd E.ÓI.
og mmms-
Asta sagðist
ekki eiga
ýkjamargar
töskur en hún
hefði algjörlega
fallið fyrir
töskunni sem hún
bar þennan daginn.
„Ég keypti hana á út-
sölu, þetta er víst
voðalega fint merki.
Það skiptir þó ekki mestu heldur
hitt að taskan er hrein eftirlíking
tösku sem pabbi gaf mér þegar ég
var í menntaskóla. Þess vegna held
ég upp á hana þessa.“
Ásta sagði að lokum að oftast
væri hún með meira dót i
töskunni og þá aðallega
pappira, bækur og þess
háttar hluti.
-aþ
Ásta K. Ragnars-
dóttir bregöur á
leik. Dótiö fyrir
framan hana kom
upp úr töskunni
hennar. Þetta
er frekar
temmilegt
hjá Ástu.
DV-mynd
E.ÓL.
egar blaðamann og ljós-
myndara DV bar að garði í
Þjóðleikhúsinu um daginn
var Kolbrún Halldórsdóttir að rog-
ast inn með stóra tösku á öxlinni.
Hún var svo vinsamleg að svala for-
vitni blaðamanns og gerði sér lítið
fyrir og hvolfdi úr töskunni á borð
í fundarherbergi leikhússins.
„Eins og þið sjáið þá kennir ým-
issa grasa hér. Við erum að fara að
setja upp leikritið Yndisfríð og
ófreskjan (Beauty and the Beast)
eftir Laurence Boswell og það skýr-
ir megnið af dótinu sem ég er með í
töskunni. Það má segja að ég sé
með alla undirbúningsvinnuna á
mér. Við byrjum nefnilega að lesa í
dag og ætlum að frumsýna eftir tvo
mánuði," segir Kolbrún
Bunki af vínylplötum vekur strax
athygli enda sjaldséðir gripir í dag.
„Já, þetta eru nokkrar gamlar plöt-
ur sem ég fann heima. Við Jóhann
G. Jóhannsson ætlum að hlusta á
þær í dag og það er aldrei að vita
nema þær gagnist okkur við að
finna tónlist í sýninguna. I tösk-
unni er einnig mikið af pappíram
og munu þar vera handritin að sýn-
ingunni. Það virðist ekki vera mik-
ið af persónulegum hlutum í tösk-
unni, er þetta kannski vinnutaska?
„Nei, ekkert endilega. Þetta er nú
bara dæmigert fyrir mig og líklega
í minna lagi. Það hefði til dæmis
ekki verið skrýtið að flnna segul-
bandstæki og eitthvað í þeim dúr í
töskunni.
Svanfríöur Jónasdóttir búin aö hvolfa úr töskunni á borðiö.
Þaö vantar bara þingskjöl og aöra pappíra sem venjulega
fylgja meö.
Svona lítur taska leikstjórans út. Það er augljóst að vinnan skipar höfuösess
hjá Kolbrúnu en þó má greina inni á milli örfáa persónulega hluti. Þótt ótrúlegt
sé þá segist Kolbrún oft bera meö sér miklu meira dót en í þetta skiptið.
Greiða og varalitur
Þegar Kolbrún er innt eftir því
hvað hún sé alltaf með í töskunni seg-
ir hún það vera greiðu og varalit. „Þá
get ég lagað mig til á skömmum tíma.
Annars er ég náttúrlega með peninga-
veski sem er nú frekar tómlegt og svo
auðvitað slatta af plastkortum. Það
má heldur ekki gleyma kompunni,
hún er algjört aðalatriði. Það er langt
síðan ég hætti að treysta á minnið og
þess vegna skrifa ég alltaf hjá mér
góðar hugmyndir. Töskuna keypti
Kolbrún síðastliðið vor og segir hana
hafa kennslufræðilegt gildi því á
henni megi lesa nöfh allflestra héraða
á Ítalíu.
Kolbrún er þegar far-
in að tina ofan í tösk-
una. Henni er ekki
til setunnar
boðið því
fúndur
með
leikurum
er rétt að hefj-
ast.
-aþ
Þingmaðurinn Svanfríður Jónasdóttir
Lettneskur matarmiði og
minnismerki Dalvíkur