Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1997, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1997, Qupperneq 4
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 18 •» helgina ! ! ' ! I i Verk eftir Kolbrúnu Siguröardóttur. Útþrá í tilefni tveggja ára afmælis lista- gallerísins Skruggusteins í Kópa- vogi sýna fjórtán listamenn, sem að galleríinu standa, verk sín víðs veg- ar um Kópavog. Sýningin ber yfír- skriftina Útþrá og lýkur henni nú um helgina með veglegu uppboði þar sem verk sýningarinnar verða boðin upp. Uppboðið fer fram í húsakynnum Skruggusteins að Hamraborg 20a og hefst kl. 16. Perlur úr Eystri- hreppi í Listasafni Árnesinga verður opnuð málverkasýning með verkum Jóhanns Briem á morg- un. Sýningin ber yfirskriftina Perlur úr Eystrihreppi, - arfur og arfleifð Með Jóhanni sýnir dóttir hans, Katrín Briem, svartlist og einnig verða nokkur smærri verk Ásgríms Jónssonar til sýn- is. Þungamiðja sýningarinnar eru þó hinar sterku og einfóldu sveitalífsmyndir Jóhanns. Safnið er opið alla daga milli kl. 14 og 18. Sýningin stendur til 23. nóvember. Viljum losa fólk við feimnina „Við höfum verið með umræður um efni leikritsins í framhaldsskólum landsins að undanförnu. Þar hafa nemendur verið búnir að lesa verkið og síðan höfum við sem stöndum að verkinu setið fyrir svörum. Á sýningunni í Borgarleikhúsinu annað kvöld er svo ætlunin að vera með svona umræður að lokinni sýningu," segir Kristín Ómarsdóttir höfundur verksins Ástarsögu 3, sem fjallar um ýmis feimnismál í þjóðfélaginu. „Það er í raun ekki ætlun okkar sem að umræðunum standa að predika yfir fólki heldur miklu frekar að opna um- ræðuna fyrir ýmsum feimnismálum og tabúum eins og samkynhneigð og dauða. Þrátt fyrir að ýmislegt hafi áunnist á undanförnum ára- tugum í málefnum samkyn- hneigðra eru margir enn þá mjög feimnir við að ræða þessi mál. Mér finnst líka að heiminum hafi verið stýrt af algjörlega gagnkynhneigð- um guði afltof lengi og náttúra mannsins Kristín Ómarsdótt- ir rithöf- undur er höfund- ur Ástar- sögu 3. sem ekki gefur af sér börn verið útilokuð. Það má því segja að til- gangurinn með þess- um um- ræðum sé líka að gera eitt- hvað öðru- vísi og skemmti- legt.“ -glm Litríkt verk eftir Tolla. Stríðsmenn andans Um þessar mundir er að koma út hjá Máli og menningu bókin „Stríðsmenn andans" þar sem Thor Vilhjálmsson ljóðskreytir myndir Tolla. Af því tilefni hefúr Tolli opn- að sýningu í Galleríi Borg að Síðu- múla 34. Að þessu sinni sýnir Tolli um tuttugu og fimm olíu- og vatns- litamyndir sem allar eru unnar á síðustu misserum. Sýningin er opin virka daga milli kl. 10 og 18, laugardaga milli kl. 12 og 18 og sunnudaga milli kl. 14 og 18. Sýningunni lýkur þann 3. nóvember. Ástarsaga 3 tekur á ýmsum feimnismálum samfálagsins: Páll Óskar og Ástarsaga 3 Annaö kvöld verða haldnar umræður að inni sýningu á leikritinu Ástarsögu 3 í Borgar- leikhúsinu. Leikritið tekur á ýmsum feimnis- málum í samfélaginu, eins og samkynhneigð og dauða sem ætlunin er að ræða. Þátttak- endur í umræðunum verða Kristín Ómarsdóttir, höfundur verksins, Auður Bjamadóttir leikstjóri og leikararnir Árni Pétur Guðjónsson, Þorsteinn Gunnarsson og Þórhallur Gunnarsson. Sérstakur gestur í umræðunum verður Páll Óskar Hjálmtýsson. Ástarsaga 3 fjallar um tvo leikara og vini sem leika saman í leikriti um homma sem eiga stefnumót í Öskjuhlíöinni. Milli ástar- funda er brugðið upp mynd- um úr bún- ingsher- bergjum leik- aranna og skyggnst inn í einkalíf þeirra og förðunar- meistarans ‘ sem er ekki allur þar sem i i I \ < < i < < < <

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.