Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1997, Síða 10
24
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997 DV
{tónlist
-------
~W 'ft
1. (2) Pottþétt9
Ýmsir
2. ( 1 ) Homogenic
Björk
3. ( 4 ) Portishead
Portishead
4. ( 3 ) Urban Hymns
Verve
5. (- ) Trúir þú á engla?
Bubbi
| Pottþétt Partý
Ýmsir
| Dr. Gunni
Abba Babb
| Strumpastuð2
Strumparnir
) OK Computer
Radiohead
| Live
Secret Samadhi
) Best of Death
Pixies
) Pottþéttrokk
Ýmsir
) Spice
Spice Girls
) Bridges to Babylon
Rolling Stones
) Pottþótt óst
Ýmsir
) The Pick
Gravediggaz
) My Best Friend s Wedding
Úr kvikmynd
) Time out of Mind
Bob Dylan
) Gling Gló
Björk
) Very Best of
Elton John
London
-lög-
t 1. (- ) Spice up Your Life
Spice Girls
t Z ( - ) Barbie Girl
Aqua
I 3. (1 ) Something about ..VCandle in the...
Elton John
t 4. ( 2 ) Stay
Sashl Featuring La Trec
| 5. ( 3 ) Sunchyme
Dario G.
| 6. ( 4 ) As Long as You Love Me
Backstreet Boys
| 7. ( 5 ) Angel of Mine
Eternal
| 8. ( 6 ) Tubthumping
Chumbawamba
t 9. (- ) You’ve Got a Friend
The Brand Nec Hoavies
t 10. (-) A Life Less Ordinary
Ash
New York
— lög -
| 1.(1) Candie in the Wind 1997
Elton John
t 2. ( 3 ) You Make Me Wanna...
Usher
t 3. ( 4 ) How Do I Live
Leann Rimes
t 4. ( 2 ) 4 Seasons of Loneliness
Boyz II Men
t 5. ( 7 ) All Cried out
Allure Featuring 112
| 6. ( 5 ) Honey
Mariah Carey
| 7. ( 6 ) Quit Playing Games (With My...)
Backstreet Boys
t 8. ( 9 ) Foolish Games / You Were...
Jewel
t 9. (— ) My Love Is the SHHH
Somethin’ for the People
t 10. ( 8 ) Semi - Charmed Life
Third Eye Blind
Bretland
—plötur og diskar—
| 1. ( 1 ) Urban Hymns
The Verve
t 2. ( -) Fresco
M People
t 3. ( 2) Be here now
Oasis
| 4. ( 3 ) The Big Picture
Elton John
t 5. ( 4) Portishead
Portishead
t 6. ( 7 ) White on Blonde
Texas
t 7. ( -) Pleased to Meet You
Sleeper
t 8. (10) The Nail File -The Best of
Jimmy Nail
• 9. ( -) The Very Best of
The Jam
t 10. ( 5 ) Wornan in Me
Louise
Bandaríkin ^
-plöturog diskar=..—
t 1. (-) The Velvet Rope
Janet
t 2. (-) Gang Related
Soundtrack
3. (1 ) You Light up My Life
Leann Rimes
4. ( 2 ) Evolution
Boyz II Men
5. ( 4 ) Soul Food
Soundtrack
6. ( 5 ) Butterfly
Mariah Carey
7. ( 8 ) The Danco
Fleetwood Mac
| 8. ( 7 ) Aquarium
Aqua
t 9. ( 6 ) Ghetto D
Master P
|10. ( 9 ) (Songbook) A Collection of Hits
L***. Trisha Yearwoqd
Franskt Aldhús
Sumarið 1995 fóru Frakkar að láta
til sín taka í heimi danstónlistarinnar
af einhverju viti. Það gerðist reyndar
ekki á einni nóttu en eins og bíthaus-
ar vita hefur Frakkland sterka hefð
fyrir housetónlist. En sem sagt, sum-
arið 1995 fóru hljómsveitir á borð við
Daft Punk og St. Germain að senda frá
sér efni sem var allt öðruvísi en ann-
að sem var I gangi á þessum tíma.
Daft Punk með útgáfu á tólftommunni
Da Funk sem er án efa eitt vinsælasta
danslag siðustu ára og St.Germain
sem voru heldur á rólegri nótunum á
breiðskífunni Boulevard og spiluðu
nokkurs konar öngstrætisdjass með
housetakti.
Danstónlistin í Frakklandi hefur
ávallt verið sér á parti og mætti jatn-
vel segja að hún hafl átt fremur erfitt
uppdráttar á hinum alþjóðlega mark-
aði. Gott dæmi um það er raftónlistar-
maðurinn Jean Jaques Perrey sem á
sjöunda áratugnum gaf læknisfræð-
nám upp á bátinn til að ferðast milli
útihátíða og leika elektróníska tónlist.
Hann gafst fljótlega upp á að reyna að
heilla samlanda sína og fluttist til
Bandaríkjanna þar sem fólk kunni
betur að meta tónlist hans.
Hann náði þó ekki að lifa þann dag
að hljóta viðurkenningu fyrir list-
sköpun sína og sagði franski kvik-
myndagerðarmaðurinn Goddard að
fólk myndi aidrei skilja hversu snilld-
arleg tónverk Perreys væru fyir en
löngu eftir að hann væri látinn. í dag
er hann goðsögn og talinn til merk-
ustu upphafsmanna elektrónískar tón-
listar. Margir þekktir plötusnúðar
spila lög hans í settunum sínum ein-
göngu í virðingarskyni við þennan
frumkvöðul.
Laurent Garnier var lengi vel eini
Frakkinn sem eitthvað lét að sér
kveða með tónlist sinni og eins með
útgáfufyrirtæki sínu F-Communic-
ations sem meðal annars gáfu út St.
Germain. Önnur frönsk útgáfufyrir-
tæki eru Yellow og FNAC Records
sem er í eigu Eric Morands.
Þess má til gamans geta að fyrir
ekki svo löngu endurblandaði Fat Boy
Slim eitt af lögunum Perreys með góð-
um árangri. Það merkilega við þá út-
gáfu er að smáskífan inniheldur líka
upprunalega útgáfu á lagi Jean
Jaques Perrey og er hún að mörgu
leyti framsæknari og flottari en rem-
ixið hjá Fat Boy Slim.
Félagarnir f Daft Punk sendu frá sér efni árið 1995 sem var allt öðruvfsi en annað sem var í gangi á þessum tíma.
Perlur house-tónlistar
Dimitri frá París er eitt af stóru
nöfnunum í frönsku house-tónlist-
inni og er breiðskífa hans Sacre
Bleu ein af perlum house-tónlistar-
innar. Hann hefur húmor fyrir sjálf-
um sér hann Dimitri enda setti
hann mynd af Eifelturninum á
framhlið Sacre Bleu. Breska tíma-
ritið Mixmag gaf fyrir skemmstu út
mixplötu með Dimitri, ferska kokk-
teilplötu með öllu því hesta sem
meistarinn hefur framreitt síðustu
árin. Þar er meðal annars að finna
lög með Björk, Mondo Grosso og
Dimitri sjálfum.
Frakkar eru líka geysisterkir þeg-
ar kemur að hip hop, elektro, brek-
bíti og trip hoppi. Tónlistarmenn
eins og DJ CAM , La Funk Mob og
The Mighty Bop eru að gera tónlist
sem verður að telja með því allra
besta sem út kemur í dag. París er
að verða ein alskemmtilegasta borg-
in í danstónlistinni enda er hún
suðupottur tónlistarstefna.
Fyrir nokkru kom út safnplatan
Super Discount sem að mínu mati
setti Frakkland endanlega á kortið
sem eitt af þeim löndum sem hefur
hvað líflegasta tónlistarflóru. DJ
Cam er svo að senda frá sér DJ
Kicks plötu og verður forvitnilegt
að heyra hvað hann er að spila.
Fyrir þá sem vilja reyna frönsku
matreiðsluna mælir kokkurinn með
safnplötum á borð við Sounds Like
Paris og Super Discount. Einnig er
meistaraverkið Substances með DJ
CAM eitthvað það alsvalasta Trip
Hop sem hægt er að komast í þessa
dagana.
-JAJ
Pizzicato
Pive
Japanska hljómsveitin Pizzicato
Five gaf nýverið út sína fimmtu
breiðskífu og ber hún heitið
„Happy End of the World“. Þessi
ágæta japanska hljómsveit hefur
hingað til verið þekkt fyrir dálæti
sitt á menningu og tískustraumum
sjötta og sjöunda áratugarins og
hefur sótt bæði tónlistaráhrif sín
og alla umgjörð þangað. Á plötu-
umslögum hljómsveitarinnar
skartar söngkonan, Maki Nomiya,
tískuklæðnaði úr fataskáp Twiggy
og Yasuharu Konishi, lagahöfimd-
ur hljómsveitarinnar, stendur
henni við hlið klæddur eins og
iðnaðarnjósnari úr einhverri
James Bond-myndinni.
Breiðskífan Happy End of the
World markar ákveðin tímamót
hjá Pizzicato Five hvað varðar út-
setningar og lagasmíðar. Hingað
til hefur hljómsveitin aðallega
fengist við að gera létt og saklaust
froðupopp með fortíðarfíkn og er
húmorinn aldrei langt undan í
textunum. Þar má nefna lög með
heiti eins og „Twiggy Twiggy
Twiggy vs. James Bond“ og
„Happy Sad“ sem er ofurhress
poppsmellur með viðlagi sem
smýgur inn í undirmeðvitundina
og hreiðrar um sig þar, með til-
heyrandi óþægindum.
Handverk Pizzicato Five-popp-
verksmiðjunnar er undantekning-
arlítið til fyrirmyndar. Hljóðfæra-
leikurinn er hnökralaus og snilli
Yasuharu í að semja sixties-popp
er með eindæmum. í tónsmíðum
hans má merkja áhrif frá Serge
Gainsbourg, Isaac Hayes, Klaus
Wunderlich og fleirum.
Á nýju breiðskifunni eru litlar
en skemmtilegar áherslubreyting-
ar frá fyrri verkum hans. Hann
hefur tekið danstónlistina upp á
arma sína og notar Drum N’ Bass
takta undir unaðsmjúkar lyftuball-
öðurnar með góðmn árangri. Að
því leyti er Pizzicato Five að feta
nýja slóð í vinsældapoppinu og má
reikna með því að fleiri fylgi í kjöl-
farið.
Söngkonan Maki Nomiya skilar
sínu ágætlega og trallar skemmti-
lega í lögunum. Flest þeirra eru á
japönsku sem gefur plötunni fram-
andi blæ. Þó verð ég að viður-
kenna að ég vildi að hún syngi á
ensku, þvi textar Pizzicato Five
eru sannarlega sólargeisli í
skammdeginu.
-JAJ
Vandræðagemlingurinn Robbie
Williams kom áhangendum sín-
um enn á óvart á dögunum þeg-
ar hann kom nakinn fram á
fyrstu tónleikunum í tónleika-
ferðalagi slnu um Bretland.
Hann hafði reyndar kassagítar
um sig miðjan og söng lagið sitt
„Old before I Die“.
Kom
nakinn
fram