Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1997, Síða 11
FÖSTUDAGUR 24. OKTÓBER 1997
Fyrsta platan komin út:
Soðin
£ idla
með þeim félögum á útgáfutónleik-
Gunnar, Ari, Arnar og Egill í Soðinni Fiölu ánægöir meö diskinn sinn, Ástæöan fundin.
Soðin Fiðla var að gefa út sína
fyrstu plötu, Ástæðan fundin, í
vikunni sem leið. Á plötunni eru
sex lög sem eru nokkuð ólík að
upplagi enda koma margir við
sögu. Þeir í Soðinni Fiðlu nýta
krafta og hæfileika félaga sinna i
hljómsveitinni Sigur Rós en
söngvari Sigur Rósar, Jón Þór
Birgisson, syngur lagið Opinn og
bakraddir í lögunum Grænn og
Fyrirmynd undir listamannsnafn-
inu mónó. Ágúst Ævar Gunnars-
son, trommari Sigur Rósar, hann-
aði líka umslagið fyrir þá félaga í
Soðinni Fiðlu og hefur að mínu
mati farist það vel úr hendi.
Soðna Fiðlu skipa þeir Gunnar
Öm Svavarsson á bassa, Arnar
Snær Davíðsson á gítar og syngur,
Egill Tómasson á gítar og syngur
og Ari Þorgeir Steinarsson á
trommur. Reyndar hefur bæst
einn aukamaður við á hljómborð,
Ágúst Einar Amarsson, sem lék
unum i síðustu viku.
Þeir Amar og Egill eru mættir
til að segja mér frá stofnun sveit-
arinnar og aðdraganda plötunnar
Ástæðan er fundin. Gunnar á
einnig að vera mættur og birtist
síðan imdir lok viðtalsins með
heldur þunna afsökun varðandi
pitsakaup.
„Soðin Fiðla var stofnuð í nóv-
ember í fyrra en við höfðum verið
í öðrum hljómsveitum áður,“ segir
Egill. „Ég og Amar vorum t.d. tvö
ár í Tjals Gizur.“
„Við fóram strax að semja efni
saman á fyrstu æfingunum,“ segir
Egili og Arnar bætir við: „Það má
líka heyra hvernig tónlistin þróast
á plötxmni. Það sem við erum að
starfa að í dag er síðan gjörólíkt,
þannig séð.“
„Við fórum fyrst í hijóðver í apr-
íl og tókum upp eitt lag,“ segir Eg-
ill. „Afgangurinn var síðan tekinn
upp í sumar í Stúdió Núlist. Við
erum mjög ánægðir með upptök-
urnar enda með ungan og ferskan
upptökumann sem er Jón Þór
Birgisson úr Sigur Rós.“
Egill segir að þessar yngri
hljómsveitir þekkist mikið inn-
byrðis og þeir séu búnir að þekkja
Jónsa lengi.
Við ræðum síðan um hið hataða
íslenska poppplötusánd og hve
mikill skortur er á öðruvísi upp-
tökumönnum. „Þetta er vonandi
að breytast," segir Egill.
Góður skóli
„Það má kannski segja um þessa
plötu að það var kominn tími til
að losa sig við þetta efni,“ segir
Arnar. „Það var bara frábært að
þessi Smekkleysusería skyldi
koma akkúrat á sama tíma.“ Og
Egill bætir við: „Þetta var í raun-
inni skref til að geta haldið áfram
og jafnframt var það einn stór tón-
Stereo
Mc’s
Væntanleg er ný breiðskífa frá
hljómsveitinni Stereo Mc’s áður en
árið er úti og bíða sjálfsagt margir
spenntir eftir henni. Stereo Mc’s
endurhljóðblandaði á dögunum lag
á nýjustu smáskífu Gravediggaz og
ber hún nafnið The Night the Earth
Cried. Upptökustjórinn The RZA,
sem er maðurinn á bak við vel-
gengni Wu Tang Clan, leikstýrir
myndbandinu við lagið og er það
frumraun hans í leikstjórastólnum.
Af hljómsveit hans, Wu Tang Clan,
er það að frétta að meðlimir hennar
hafa verið sýknaðir af ákæru um að
hafa komið af stað uppþoti sem átti
sér stað á tónleikum þeirra í
Noblesville í Indiana 28. ágúst síð-
astliðinn.
Prodigj/
The Prodigy hélt sína fjölmenn-
ustu tónleika til þessa nú á dögun-
um þegar hún lék á Rauða torginu
fyrir um 150 þúsund manns.
Nýjasta smáskífa hljómsveitar-
innar kemur út þann 17. nóvember
næstkomandi en útgáfunni var
frestað sökum þess að umslagið
skartaði bifreið sem skemmst hafði
í árekstri. Þetta var gert af tillitss-
emi við bresku konungsfjölskyld-
una þar sem Díana prinsessa af Wa-
les lést í bílslysi um það leyti sem
smáskífan átti upprunalega að
koma út.
listarskóli að fara í hljóðver og
taka upp.“ Arnar samsinnir og
segir: „Það blasa allir hnökrar við
þér þegar komið er í hljóðverið og
þú ert að læra mikið upp á spila-
mennsku."
Þeir félagar vilja helst skrifa sig
alla saman fyrir lögunum eða eins
og Arnar segir: „Einn kemur
kannski með ryþma, einhvern
„basic“ kafla á æfingu en síðan er
lagið unnið alveg upp á nýtt og út-
setningin verður oft allt öðruvísi."
„Það er oft þægilegt ef einn tek-
ur af skarið," segir Egill, „og síðan
komi aðrir inn í það. Við leyfum
samt öllu að flæða i gegn og berum
virðingu fyrir hugmyndum hver
annars en erum jafnframt mjög
hreinskilnir á það sem okkur
finnst miður fara.“
Þeir félagar hlusta mikið á tón-
list en segja enga sérstaka áhrifa-
valda í tónlist Soðinnar Fiðlu. „Það
er reyndar sniðugt með þetta band
að rótin er eiginlega dauöarokkið ef
þú hlustar nánar á bassaleikinn og y
trommumar," segir Arnar.
„Við erum allir í dauðarokkinu
nema Arnar,“ segir Egill og hlær.
„Við verðum að hemja trommu-
leikarann á tónleikum þvi annars
heyrist ekkert í okkur.“
Framundan
Soðin Fiðla stefnir að einhverj-
um tónleikum í náinni framtíð og
spilar m.a. í Menntaskólanum við
Hamrahlíð í kvöld.
„Það er hins vegar leiðinlegt >
hvað fáir staöir eru með góðan
hljómburð. Oft endar þetta bara í
hávaða,“ segir EgiU. Þeir segjast
vilja halda tónleika þar sem gott
sánd fyrirfinnist og von sé á góðu
fólki. Sveitin ætlar jafnframt að
gefa sér góðan tíma við lagasmíðar
á næstunni.
„Við erum þegar komnir með
nokkur lög sem eru líkleg á næstu
plötu,“ segir Egill. -ps
The
Verve
- vill flugvelli og þurrkvíar
Hljómsveitin The Verve hefur farið þess á
leit við breska vamarmálaráðuneytið að
það leyfi henni að nota flugvelli og
þurrkvíar, sem ekki era lengur í notkun,
til að halda risastóra tónleika í byijun
næsta árs. Vinsældir hljómsveitarinnar
eru með eindæmum um þessar mundir og
hefur hún tónleikaferðalag sitt um Banda-
ríkin í byijun nóvember næstkomandi.
HLJOMPLÖTU
Dr. Gunni og vinir hans — Abbababb!:
Geggjuð *+*■*,
Einhvern tíma í árdaga ís-
lenskrar popptónlistar lagði
hljómsveitin Change land og
láð undir fót og hljóðritaði í
Lundúnaborg plötuna Allra
meina bót sem er ein af mínum
uppáhaldsplötum sem ætluð er
bömum. Nú hafa dr. Gunni og
vinir hans skotið sér í þetta
sæti en þessar plötur eiga það
sameiginlegt að allir aldurshóp-
ar og ekki síst fullorðnir geta
skemmt sér við hlustun á frá-
bærum lögum og textum.
Fjölmargir ljá hér rödd sína
og hljóð með miklum ágætum og fyrir utan fasta nærveru dr. Gunna
vil ég sérstaklega nefna Rúnar Júlíusson í laginu Hr. Rokk og Fýlu-
strákurinn, Möggu Stínu í laginu Strákurinn með skeggið og Pál Ósk-
ar í laginu Doddi draugur.
Skemmtilegar útsetningar og framleg meðferð texta við laglínur
prýða þessa plötu mikið. Það er alltaf gaman þegar tónlist og textar,
stúuð fyrir hugarheim bama, eru gefin út og nú er bara að sjá hvem-
ig blessuð bömin taka þessu. Páll Svansson
Íl
%
Y1
Dúett Rutar
Reginalds
Dúett Rutar Reginalds
mun skemmta gestum
Naustkjallarans í kvöld
en annað kvöld skemmtir
þar hin rammíslenska
hljómsveit Gammeld-
ansk.
Panorama
Hljómsveitin Panorama
spilar á síðdegistónleik-
um Hins hússins í dag kl.
17.
Vinir vors og
blóma
Hljómsveitin Vinir vors
og blóma mun troða upp í
Inghóli á Selfossi í kvöld
og Sjallanum á Akureyri
annað kvöld.
Einn + ein
Hljómsveitin Einn + ein
mun leika í Sjómanna-
stofunni Vör i Grindavík
annað kvöld.
Moonboots
Dansvæna og rafmagn-
aða stuðsveitin Moon-
boots leikur fyrir gesti
Gauks á Stöng um helg-
ina.
Sóldögg í
Vestmannaeyj-
um
Hljómsveitin Sóldögg
heldur uppi fjörinu á HB
í Vestmannaeyjum um
helgina.
„I útvarpinu
ég heyrdi lag“
Annað kvöld verður
frumsýnd á Hótel íslandi
söngskemmtunin „í út-
varpinu ég heyrði lag“
þar sem ferill Björgvins
Halldórssonar er rakinn.