Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Qupperneq 3
DV FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997
Fá ef nokkur verk eru jafhlifandi í
vitund manna og harmleikurinn um
Hamlet. Yfir fimmtíu kvikmyndir
hafa verið gerðar eftir þessu frægasta
leikriti Shakespeares auk þess sem
ótal myndir eru lauslega byggðar á
verkinu. Þar nægir að nefna Strange
Dlusion (1945), The Rest Is Silence
(1960), Strange Brew (1983), Ros-
encrantz and Guildenstem Are Dead
(1990) og þá þeirra sem frægust er,
kvikmynd Akira Kurosawa The Bad
Sleep Well (1960). Skopstælingar á
senum úr Hamlet era einnig fjölmarg-
ar, þeirra frægastar To Be or Not to
Be (1942) og endurgerð hennar með
Mel Brooks (1983). Amold
Schwarzenegger fór með frægustu
einræðu leikbókmenntanna í The
Last Action Hero (1993) og í Star Trek
VI: The Undiscovered Country (1991)
er titillinn ekki það eina sem fengið er
að láni.
Af öðrum sérkennilegum uppfærsl-
um má nefha ítalska vestrann Johxmy
Hamlet (1972), klámmyndina Hamlet:
For the Love of Ophelia (1996) og stutt-
myndina The Fifteen Minute Hamlet
(1995) þar sem áherslan er lögð á aðal-
atriði leikritsins í stað þess að festast
í óþarfa útúrdúrum og málalenging-
um. Að lokum má nefria mynd Aki
Kaurismáki Hamlet liikemaailmassa
(1987) þar sem ungi Hamlet þarf að
glíma við frænda sinn um völdin í fyr-
irtæki foður síns, en frændinn hefúr í
hyggju að sölsa undir sig yfirráðin á
gúmmíandamarkaðnum.
í fyrsta sinn sem Hamlet birtist á
hvíta tjaldinu var kona í aðalhlut-
verki. Árið 1900 leikstýrði Clement
Maurice stjömunni Söruh Bemhardt
í franskri uppfærslu og aðeins ein
önnur leikkona hefur tekist á við hlut-
verkið eftir því sem ég best veit. Asta
Nielsen lék hlutverkið í þýskri kvik-
mynd 1921. Margir frægustu leikarar
aldarinnar hafa tekist á við Hamlet og
nægir þar að nefha Sir Johnston For-
bes-Robertson (1913), Maurice Evans
(1953), Maximilian Schell (1960),
Christopher Plummer (1964), Richard
Burton (1964), Ian McKellen (1972) og
Kevin Kline (1990).
Frægar Hamletmyndir
Frægasta Hamletmyndin er án
efa sú sem Laurence Olivier leik-
stýrði 1948 og hafa flestar kvik-
myndanir verksins óhjákvæmilegar
verið bomar saman við hana. Hún
hlaut tvenn óskarsverðlaun, sem
besta mynd ársins auk þess sem Oli-
vier fékk viðurkenningu fyrir leik
sinn. Myndinni hefur þó verið fund-
Hamlet 1990. Mel Gibson í hlutverki Hamlets ásamt Helenu Bonham Carter í hlutverki Opheliu.
ið ýmislegt til foráttu, s.s. að leikrit-
ið er skoriö niður um þriðjung og að
Olivier skýtm- í upphafi inn skýr-
ingu þar sem hann segir myndina
sögu af manni sem getur ekki gert
upp hug sinn. Fyrri gagnrýnin er
ómarktæk, en vissulega þrengja
upphafsorðin túlkunarsvið áhorf-
andans. Þetta er aðgengilegur, hrað-
ur og kraftmikill Hamlet þar sem
hert er á martraðarkenndri innilok-
un með glæsilegri leikmynd. Aðrir
rýnandinn
Pauline
Kael sagði
á sínum
tíma Nichol
Williamson
leika
Hamlet sem
skeggjaðan,
veiklundað-
an og óaðl-
aðandi fýlu-
poka. Ég verð að við-
urkenna að ég get
ekki skilið þessar for-
sendur þar sem
Hamlet verður í túlk-
un Williamsons að
óánægðum endur-
reisnarmanni líkum
þeim sem John Mar-
ston gerði svo góð
skil í leikriti sínu The
Malcontent (1604). Til
Hamlet 1948.
Laurence Olivier í
kvikmynd sinni horf-
ir á Opheliu (Jean
Simmons).
helstu leikarar eru Eileen Herlie
(Gertrude), Basil Sydney (Claudius),
Felix Aylmer (Polonius) og Jean
Simmons (Ophelia).
Kvikmynd Tonys Richardsons frá
1969 hefur ekki hlotið sambærilega
viðurkenningu þrátt fyrir að hún sé
að mörgu leyti eftirminnileg. Gagn-
þess að halda kostnaði í lágmarki
var lítið lagt 1 sviðsmyndina og allar
tökur því mjög þröngar. Þetta eykur
á þrúgandi andrúmsloft uppfærsl-
unnar og ógleymanleg er senan þar
sem Williamson fer með frægustu
einræðu Hamlets liggjandi í rúminu.
Með önnur hlutverk fara: Judy
Parfitt (Gertrude), Anthony Hopkins
(Claudius), Mark Dignam (Polonius)
og Marianne Faithfull (Ophelia).
BBC-útgáfan, Hamlet: Prince of
Denmark (1980), er ein besta mynd
seríunnar og leikaramir fara flestir
á kostum. Jacobi, sem leikur Kládí-
us í kvikmynd Branaghs, er frábær
í hlutverki Hamlets og Patrick Stew-
art er sannfærandi sem Claudius.
Líkt og i flestum uppfærslum BBC
er sviðsmyndin ekki eftirminnileg
en það kemur ekki að sök. Leik-
stjóri er Rodney Bennett og með
önnur hlutverk fara: Claire Bloom
(Gertrude), Eric Porter (Polonius)
og Lalla Ward (Ophelia).
Að lokum má nefha kvikmynd ít-
alska leikstjórans Francos Zeffirelli
en hann viðurkenndi að hafa litið til
myndar Oliviers þegar hann leik-
stýrði Hamlet 1990. Margir Shakespe-
arefræðingar líta kvikmyndir
Zeffirellis homauga þar sem hann er
þekktur fyrir styttingar og orðalags-
breytingar. Hamlet er þar engin und-
antekning, en Zeffirelli skar leikritið
niður í rúmlega einn þriðja af upp-
haflegri lengd. Sýn Zeffireilis verður
því stundum ekkert sérlega djúp en
því verður ekki neitað að Shakespe-
aremyndir hans em fjörmeiri og eft-
irminnilegri en margar af þeim kvik-
myndum sem náð hljóta innan fræð-
anna. Með helstu hlutverk fara: Mel
Gibson (Hamlet), Glenn Close (Ger-
trude), Alan Bates (Claudius), Ian
Holm (Polonius) og Helena Bonham
Carter (Ophelia). -GE
S.
Kvikmyndahátíð - Hamlet
Að leika og ekki leika ***
Frægur bókmenntafræðingur sagði eitt sinn Hamlet vera harmleik um
áhorfendur sem geta ekki gert upp hug sinn. Verkið er flókið. Það sveifast
milli gamans og grárrar alvöm og á köflum virðist Hamlet sjálfur helst
til undrandi á þeim einkennilegu atburðum sem hellast yfir eina hirð á
Helsingjaeyri. Eftir að hafa séð fjögurra klukkutíma kvikmynd Kenneths
Branaghs mn Danaprinsinn góða er ég þó helst á þeirri skoðun að Hamlet
sé harmleikur um kvikmyndastjömu sem gat ekki sett sig í réttar stell-
ingar þrátt fyrir mikinn metnað, því á köflum minnir Hamlet helst á van-
stilltan prakkara sem notið hefúr of mikillar athygli í æsku.
Kenneth túlkar Shakespeare hratt. Stundum svo hratt að ætla mætti að
uppboðshaldari hafi þjálfað hann fyrir hlutverkið. Þannig skortir nokkuð
á að hann gefi orðum sínum það vægi sem þau mættu hafa. Að sama
skapi var ég ósáttur við Kate Winslet í hlutverki Ófelíu. í meðfórum
Branaghs er ekkert látið ósagt um samband hennar við Hamlet. Þar sem
og víða annars staðar treystir hann ekki áhorfendum og gengur því of
langt í að skapa myndrænan bakgrunn fyrir þær mörgu sögur sem liggja
hálfsagðar í orðum verksins.
Flestir aðrir leikarar standa sig með stakri prýði. Derek Jacobi, sem
lék Hamlet í BBC-uppfærslu verksins 1980, er eftirminnilegin- í hlutverki
Kládíusar og Julie Christie er ágæt sem Geirþrúður. Richard Briers er
einn besti Pólóníus sem ég hef séð og í túlkun hans verður þessi lánlausi
ráðgjafi konungs að manni sem
færist of mikið í fang fremur en
að vera það flón sem svo margir
túlkendur hlutverksins vilja festa
sig í. Af öðrum ágætum leikurum
má nefna Charlton Heston og
Nicholas Farrell í hlutverki
Hórasar.
Sögusvið myndarinnar er síð-
ari hluti 19. aldar og var Hels-
ingjaeyri valinn staður í Blenheimhöll nálægt Oxford. Búningar og sviðs-
mynd eru glæsileg og kvikmyndatakan eykur á þrúgandi andrúmsloft
myndarinnar. Senan milli Hamlets og vofunnar hefði þó betur átt heima
í Hammermynd. Einnig var myndavélin of mikið á hreyfingu og Branagh
virðist enn ekki hafa náð að fjarlægja sig að fullu undan áhrifum Olivi-
ers sem viðurkenndi eftir Hamletmynd sína að hann hefði gengið of langt
í þvi sama. Þessi mynd hefur marga kosti en einn stóran galla. Branagh
virðist ætla að auðveldara sé að leika á áhorfendur en á litla flautu.
Leikstjóri: Kenneth Branagh. Aöalhlutverk: Kenneth Branagh, Derek Jac-
obi, Julie Christie, Richard Briers, Brian Blessed, Nicholas Farrell, Kate
Winslet, Charlton Heston, Billy Crystal og Robin Williams. Guðni Elísson
kvikmyndir
~ ★■fr +
Face off
í þessari nýju mynd sinni skapar Woo
spennuhasar sem jafnframt því aB vera
vel skorþaöur í bandarisku kvikmynda-
samhengi ber stíl og hæfni Woos fagurt
vitni. Travolta og Cage eru þarna í súper-
formi; sérstaklega er gaman aB sjá Tra-
volta sanna sig þarna enn og aftur og aö
öllu leyti er valinn maöur í hverju rúmi.
-úd
Lady and the Tramp
Þessi klassiska telknimynd - . y.
segir frá tiklnni Laföi og flæk-
ingsrakka sem viö skulum kalla Snata.
Hún er saklaus og fögur, hann kankvis
þorpari meö hjarta úr gulli. Þegar Laföi
lendir í ræsinu tekur Snati hana upp á
arma sína (ef hundar geta slíkt). Róman-
tíkin blómstrar og þau lenda í ýmsum æv-
intýrum. -GE
Funi ★★★
Sériega vel heppnuö bresk gamanmynd
með dramatískum undirtóni um kennara
og fótboltaaödáanda sem leggur allt í söl-
urnar fyrir liö sitt. Þessi aödáun, sem
raunar er lífsstíll, á eftir aö koma af staö
árekstrum þegar aödáandinn þarf aö
gera upp viö sig hvort hann vill eiga fjöl-
skyldu eöa aö halda áfram aö vera meö
ellefu knattspyrnumönnum. -HK
Everyone Says I Love
You ★★★
Myndin sækir I dans- og söngvamyndir
fjórða áratugarins og þótt dansatriöin séu
misjöfn að gæöum eru sum þelrra frá-
bær. Myndin stenst ekki samanburö viö
þaö besta sem Allen hefur sent frá sér en
allir aödáendur Allens ættu þó aö sjá
hana. Leikararnir eru ferskir og slagararn-
ir standa ávallt fýrir sinu. -GE
Perlur og svín ★★★
Fyndin mynd um hjón sem kunna ekki að
baka en kaupa bakarí og son þeirra sem
selur rússneskum sjómönnum Lödur.
Óskar Jónasson hefur einstaklega
skemmtilegan húmor sem kemst vel til
skila og I leiðinni kemur hann viö kaunin
á landanum. Ólafla Hrönn Jónsdóttir og
Jóhann Siguröarson eru eftlrminnlleg í
hlutverkum hjónanna. -HK
Með fullri reisn ★★★
Eftir aö hafa hneykslast upp í háls (og
veröa létt skelkaöir lika) á hinum ítur-
vöxnu fatafellunum The Chippendales,
uppgötva þelr félagar Gaz (Robert Car-
lyle) og Dave (Mark Addy) aö þaö aö
fækka fötum uppi á sviði er hiö arö-
bærasta athæfi. Þaö er varla hægt aö
hugsa sér betri ávfsun upp á skemmtun
en svona sögu, og svo sannarlega skllaöi
myndin því gríni sem hún lofaöi, meö fullri
reisn. -úd
Contact ★★★
Jodie Foster er konan sem féll til stjarn-
anna í þessari geim(veru)mynd um trú og
tilverur. Leikstjóra er miklö f mun aö
greina sig frá tæknibrelluþungum og
fantasíufullum geimmyndum og skapa f
staöinn raunsæja og vitræna mynd en
smáfantasfa hefði verið holl og góö og
létt aðeins á öllu dramanu. I heildina er
Contact sterk og skemmtileg mynd af þvf
einfalda en samt vfötæka atviki sem
samband viö verur utan úr geimi hlýtur aö
vera. -úd
Bean
Af Bean má hafa bestu skemmtun. I
henni eru margar óborganlegar senur
sem ég heföi kosiö aö sjá fléttaöar sam-
an af meiri kostgæfril. -GE
Air Force One ★★★
Harrison Ford er trúveröugur forseti
Bandarfkjanna, hvort sem hann setur sig
í spor stjórnmálamannsins eöa fyrrum VI-
etnamhetju, í spennumynd sem er hröö
og býöur upp á góð atriöl. Brotalamir f
handriti ásamt klisjukenndum persónum
veikja hana þó til muna. -HK