Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 12
30 lyndbönd FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 MYNDBfíHDA IMfflI The Pallbearer: Misskilningur og vandræðagangur ★★* Tom Thompson er fremur misheppnaður náungi. Hann er búinn að vera atvinnulaus í heilt ár frá því að hann útskrifað- ist, hann býr við stirðar aðstæður hjá mömmu sinni og kemst lítið áleið- is hjá kvenfólkinu. Einn daginn hringir móðir skólafélaga hans, sem er nýdáinn, og biður hann að vera líkmaður við jarðarför hans. Tom sam- þykkir þótt hann muni ekkert eftir hinum látna. Um svipað leyti kem- ur æskuástin hans í bæinn eftir nokkra ijarveru og hann reynir eftir fremsta megni að ná ástum hennar. Þessi mynd býr yfir ágætri sögufléttu, sem tekst að koma áhorfendanum á óvart endrum og eins. Hún hefði því getað verið hin besta skemmtun ef leikhópurinn væri ekki svona flatur. Barbara Hershey er að vísu góð í hlutverki hinnar syrgjandi móður, og meðal aukaleikaranna er Michael Rapaport ansi skondinn, en aðrir ná ekki að láta ljós sitt skína. David Schwimmer hef- ur rödd og útlit í hlutverkið en er samt ekkert fyndinn og Gwyneth Pal- trow er bara léleg í hlutverki draumadísarinnar. Hún er snoppufríð en getur því miður ekki leikið, eins og sást reyndar bæði í Seven og Emma. Endirinn er góður og bjargar miklu. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: IVIatt Reeves. Aðalhlutverk: David Schwimmer, Gwyneth Paltrow og Barbara Hershey. Bandarísk, 1996. Lengd: 94 mín. Öllum leyfð. -PJ Muppet Treasure Island: Prúðu leikararnir ★★★ Margir muna eftir mektarárum Prúðu leikaranna hér fyrir tveimur áratugum eða svo. Þá safhaðist öll fjölskyldan saman fyrir framan imbann einu sinni í viku til að berja þessar furðuskepnur augum. Hér mæta þeir til leiks i sjóræningjasögu, sem byggð er á Gulleyjunni eftir Robert Louis Stevenson. Nokkra mannlega leikara er þama einnig að finna og ber þar helst að nefna Tim Curry í hlutverki sjóræningjans einfætta, Long John Silver. Hann fer ágætlega með sitt hlutverk, en óneitanlega eru það Prúðu leikaram- ir sjálfir sem era skemmtilegastir. Allar helstu brúð- umar (sem ég man eftir) eru þama, m.a.s. karlarnir á svölunum, og eldri kynslóðin ætti því að geta endurnýjað kynni sín við uppáhaldsbrúðurnar sínar. Þar að auki ætti léttgeggjaður húmorinn að geta létt lundina í eldri kynslóðinni jafnt sem krökkunum og myndin er þar með sannkölluð íjölskyldumynd, sem allir aldursflokkar geta haft eitt- hvert gaman af. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Brian Henson. Aðalhlutverk: Kermit the Frog, Miss Piggy, The Great Gonzo, Rizzo the Rat og Um Curry. Bandarísk, 1996. Lengd: 91 mín. Öllum leyfð. -PJ Crash: Oeðli ★★★ David Cronenberg er þekktur fyrir að gera hálf-súr- realískar myndir um skuggahliðar mannlífsins eins og t.d. Dead Ringers og Naked Lunch. í Crash tengir hann saman kynlíf og bílslys eða árekstra. Sagan er sögð frá sjónarhorni James Ballards, sem dag einn lendir í árekstri og leiðist upp úr því inn í undarlegt andlegt og kynferðislegt ferðalag þar sem ýmsar skrýtnar persónur koma við sögu. Þarna er óneitanlega verið að reyna að gera eitthvað frumlegt og ýmsar forvitnilegar hugmyndir em settar fram. Ein sú athyglisverðasta er e.k. samruni mannsins og bílsins, sem á sinn persónugerving í persónu Rosanna Arquette, fómarlambi bílslyss sem gengur um á massífum spelkum og klæðist netsokkabuxum undir, ásamt leðurfatnaði og oft einhverjum torkennilegum málmhlutum. Helsti galli myndarinnar hggur í því að villtar hugmyndirnar era ekki nægilega vel útskýrðar. Myndin verður því fremur torskilin og lítið sem stendur þá eft- ir nema kynferðislegt óeðli. Hljóðið er líka fremur einkennilegt í mynd- inni _og virðist sem samtölin séu of lágt stillt. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: David Cronenberg. Aðalhlutverk: James Spader, Holly Hunter, Elias Koteas, Deborah Kara Unger og Rosanna Arquette. Bandarísk, 1996. Lengd: 90 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Donnie Brasco: Sannsöguleg mafíusaga ★★★ Donnie Brasco var nafliið sem alríkislögreglumað- urinn Joe Pistone gekk undir þegar honum tókst að komast í raðir mafíufjölskyldu í New York. Hann villti á sér heimildir í þrjú ár áður en aðgerðinni var hætt og leiddu störf hans til fjölda sakfellinga. Hann skrifaði síðar bók um reynslu sína og nú hefur ver- ið gerð mynd eftir bókinni. Þar er Johnny Depp í að- alhlutverkinu og fer vel með sína rullu, en A1 Pacino saltar hann samt og sýnir stórleik í hlutverki undir- málskrimmans Lefty Ruggiero, sem tekur Donnie Brasco undir sinn vemdarvæng og geldur að lokum fyrir með lífl sínu. Meginþemað i myndinni em tvöfeldnin i lífi lögreglu- mannsins sem fer huldu höfði, sú togstreita sem hann verður fyrir þeg- ar hann þarf að sinna mörgum hlutverkum í einu. Mér fannst þær pæl- ingar ekkert óskaplega merkilegar, en gæði myndarinnar felast í góðum leikurum og nýju, hrárra sjónarhorni í mafiumynd, sem færir okkur nær götulífinu en í hinum hádramatísku valdabaráttumyndum sem við eigum að venjast úr mafiumyndageiranum. Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjóri: Mike Newell. Aðalhlutverk: Johnny Depp og Al Pacino. Bandarísk, 1996. Lengd: 141 mín. Bönnuð innan 16 ára.x -PJ Myndbandalisti vikunnar / % <§> • — 21. til 27.október SÆTI J FYRRl! > VIKA i i j J Ný ; VIKUR J Á LISTA ) j TITILL ~ j j ÚTGEF. J 'í J TEG. 1 1 J Donnie Brasco Sam-myndbönd ' Spenna 2 I Ný 1 ) i j 1 J j Saint, The i I ClC-myndbönd Spenna J 3 1 1 J j 1 3 J People VS. Larry Flynt J Skrfan J Gaman 4 i i 4 í j 2 i ; j Fools Rush In Skffan 1 j Gaman 5 1 2 J 4 ! Vegas Vacation j Warnermyndir j Gaman 6 ) j 1 3 J i * j i 2 ; j Smilla's Sense of Snow J i Sam-myndbönd j Spenna 7 J 8 i 2 J Relic Háskólabíó 1 Spenna 8 J j 1 7 J J 7 , j i 2 ! J Crash i i Myndform j i Spenna 9 J 5 J 5 J English Patient Skrfan Drama 10 J 6 J ) i J 3 J j ) Beavis and Butt-Head Do America < i ) ClC-myndbönd > j Gaman 11 * q J j 9 j 7 J Metro Sam-myndbönd j Spenna 12 i »i j i j J i Pallbearer, The j Skifan Gaman 13 J 10 J 9 J Jerry Maguire i Skffan J Drama 14 j j í Ný ; j j J 13 i i i ! j If These Walls Could Talk j J Háskólabíó ! Drama 15 4 J Casper:A Spirited Beginning J Skífan J Gaman 16 i ii ! j j , i j Ghost and the Darkness j i J i ClC-myndbönd j Spenna j 1 17 J Ný ; i ! 1 Love You, 1 Love You Not j Skífan j Drama 18 J J »i j j i j j j Frankie The Fly J Skífan 1 J Spenna 19 J 18 J 6 J Blood and Wine Myndform j Spenna 20 J J ! 14 J j 7 ! i Romeo + Juliet J Skífan J Spenna Tvær nýjar myndir á listanum, Donnie Brasco og The Saint, fara beint í tvö efstu sætin og sjáfsagt berjast þær um topp- sætið einnig í næstu viku. Tvær aðrar nýjar myndir er vert að minnast á. Um er að ræða rómantísku gamanmyndina The Pallbearer og dramatiska mynd, If These Walls Could Talk, með Demi Moore, Sissy Spacek og Cher í aðalhlutverkum. The Pallbearer fjallar á skondinn hátt um ungan mann sem kona ein fær til að haida ræðu og vera líkmaður við jarðarför sonar síns. Vandamálið er að ungi maðurinn veit ekkert hver hinn látni var en getur ekki sagt nei við móðurina. í If These Walls Could Talk eru sagðar þrjár sögur af konum sem allar verða að gera það upp við sig hvort þær eigi að ganga með barn sem varð „óvart“ til eða fara í fóstureyðingu. Á myndinni eru Al Pacino og Johnny Depp í hlutverkum sínum i' Donnie Brasco. Donnie Brasco TheSaint Aðalhlutverk: Al Pacino og Johnny Depp. Myndin er byggð á sannri sögu alríkis- lögreglumanns sem komst inn fyrir raðir æðstu manna í mafi- unni og villti á sér heimildir um þriggja ára skeið. Eftir því sem tíminn leið og hann kynntist hinum nýju „starfsfélögum" sínum betur urðu skilin milli laga og glæpa óljósari í aug- um hans. Þetta hafði veruleg áhrif á allt hans líf, enda erfitt að vera FBI-maður, eiginmaður, faðir og vinur maflunnar. Aðalhlutverk: Val Kilmer og Elisa- beth Shue. ! dag er Simon Templar orðinn meistaraþjófur, snill- ingur í að dulbúa sig og vinna öll þau hættulegu verk sem honum eru falin. Markmið hans er að safna 50 milljón doll- urum inn á leyni- reikning sinn. Um leið og þeirri tölu er náð sest hann í helg- an stein. Og verkeöi- ið sem hann þarf að leysa til að fylla þessa tölu er að stela vísindaformúlu sem ung vísindakona hef- ur fundið upp og á eftir að leiða af sér byltingu í orkumál- um heimsins. People vs. Larry Flynt Woody Harrelson og Courtney Love Myndin fjallar um Larry Flynt, hinn umdeilda útgefanda Hustlers. Þegar blað- ið kom út í fyrsta skipti upphófust strax háværar raddir um að slíkt blað ætti að banna. Flynt neyddist til að hefja baráttu sína fyrir lífi blaðsins, prentfrels- inu og tjáningarfrels- inu í hvaða mynd sem var. Málið fór alla leið fyrir hæsta- rétt Bandaríkjanna og aðstæðurnar urðu til þess að Flynt var skyndilega talinn síðasti krossfari síns tíma. Fools Rush in Salma Hayek og Matthew Perry Ungur maður frá New York, Alex Whitman, hittir hina fogm Isabel í Las Ve- gas. Þau eyða einni nótt saman og halda svo til síns heima. Þegar Isabel birtist dag einn á þröskuld- inum hjá Alex og til- kynnir honum að hún sé ófrísk verður hann hinn glaðasti og vill ólmur giftast henni. Isabel sam- þykkir en það er annað að elska og þekkja hvort annað eins og hinir ungu elskendur eiga fljót- lega eftir að komast að. Vegas Vacation Chevy Chase og Beverly D'Angelo Þegar Clark Griswold skipulegg- ur sumarleyfi gerir hann sér grein fýrir öllum þeim smáatrið- um sem upp kunna að koma og nú skal halda til Las Vegas. En einhvem veginn er það svo að Gris- wold-fjölskyldan dregur að sér óvænta hluti. Clark gat til dæmis ekki séð það fyrir að fjölskyldu- meðlimimir myndu umhverfast og brátt verður spumingin sú hvort fjölskyldan geti nokkum tíma horfið til fyrra lífs.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.