Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 HLJÓMPLm I! 'I'J V M Mono - Formica Blues: Lyftutónlist tíunda áratugarins Dúettinn Mono er hér með ágæta plötu sem er gerð sam- kvæmt trip hop formúlunni. Hip hop taktar, kvikmynda- tónlist og angurvær kvenrödd keyra í gegnum plötuna. Mono er skipaður þeim Mart- in Virgo og Siobhan De Maré sem er dóttir trommarans í The Shadows. Þess má til gamans geta að afi hennar er maðurinn sem slær á gongið í upphafskynningu Rank-kvik- myndafyrirtækisins. Siobhan sér alfarið um sönginn og fer það ágætlega úr hendi enda hefur hún sjálfsagt drukkið inn tón- listina með móðurmjólkinni. Mörg góð lög er að fmna á Formica Blues og eru lagasmíðar dúettsins til fyrirmyndar. Þetta er ball- öðuplata en verður samt aldrei hæg eða drungaleg. Martin Virgo sér um alla forritun og tekst vel upp. Hann er greinilega undir miklum áhrifum frá Burt Bacharac og útsetningar hans og laga- smíðar mjög í anda gamla meistarans. Formica Blues er ekki frumleg. Það sem heldur henni uppi eru góðar lagasmíðar og vel útsett popptónlist fyrir nýja kynslóð „easy listening" fólks. Jón Atli Jónasson Spilverk þjóðanna - Sagan: Spilverkið veit hvað það syngur ★★★★ Spilverk þjóðanna er mætt aftur til leiks með safnplötuna Sagan. Það er titill sem er vel við hæfi þar sem platan rekur sögu Spilverksins frá fyrstu hljóðritunum sveitarinnar á safnplötunni Hrif 2 til síðustu plötu sveitarinnar, Bráða- birgðabúgí. Spilverk þjóð- anna var þekkt fyrir frábæra tónleika og fyndna í þokka- bót. Spilverk þjóðanna á stórt pláss í þjóðarsálinni enda seldust plötur þess í mörg þúsund eintökum hér á landi. Ólíkt öðrum hljómsveitum frá þessum tíma hafa lög Spilverksins lifað í huga fólks í gegnum tíðina og munu margir geta sungið með Sögunni án þess að leita aðstoðar í textabæklingi. Þetta er plata sem þarf að vera í plötusafni heimilisins. Jón Atli Jónasson Ouarashi-Quarashi: Sprengja! ★★★★ Eggjaskerinn hefur þróast yfir í egg og rappsveitin Qu- arashi er komin á spjöld ís- lensku tónlistarsögunnar. Loksins er alþjóðlega kyn- slóðin farin að láta í sér heyra. Kynslóðin sem hefur alist upp í heimi án landamæra, alist upp við fjöl- breytni, ögrandi nýjungar og alvöru hljóðgervla. Sölvi, Steini, Höskuldur og Richard eru af þessari kyn- slóð. Þeir eru Quarashi. Fyrsta breiöskífa sveitarinnar er yfirlýsing: „Við erum ekki negld- ir niður í einhver ákveðin mót, íslenski rímnastíllinn hentar okk- ur ekki í rappi, við erum komnir með okkar eigin stíl og stönd- umst alþjóðlegan samanburð." Ég heyrði einn mann segja: „Ég hélt að það væri ekki hægt að búa til svona plötur á íslandi." Það er kannski málið. Það býst eng- inn við því að fram komi hljómsveit sem ekki er hægt að líkja við neitt það sem áður hefur komið fram á alþjóðlegum markaði rapptónlistarinnar, nema kannski Beastie Boys - og þá bara af því að þeir eru hvítir. Strákarnir í Quarashi feta línuna milli rapp- og rokktónlistar fimlega. Þeir búa til sínar eigin melódíur (leita ekki i endurvinnsl- una eins og vestrænir R&B rapparar), rappið er kannski illskiljan- legt (þ.e. textaframburður) en „fraseringamar" og viðhorflð sem einkenna rappið bæta það upp svo um munar. Sölvi Blöndal verð- ur að teljast einn okkar fremsti hljóðgervlatónlistarmaður, kraft- ur og hljómur blandast stórkostlega á þessari plötu. Það er ekkert eitt lag sem stendur upp úr, platan er í eðli sínu hrá og hrikalega góð. Rappsveitin Quarashi hefur hent sprengju inn á íslenskan tónlistarmarkað og nú er bara að vona að hljóm- urinn berist víðar um heiminn. BOOOM! Guðjón Bergmann HelgilBó örns - ný sólóplata Söngvarinn og leikarinn Helgi Björnsson gaf í gær út sína fyrstu sólóplötu. Hann hóf feril sinn í tón- list með hljómsveitinni Grafík. Síð- ar stofnaði hann svo hljómsveitina Síðan skein sól sem um árabil hefur verið ein vinsælasta hljómsveit landsins. Sólóplatan Helgi Bjöms varð til er Helgi bjó ásamt fjölskyldu sinni á Ítalíu. Þar var hann húsfaðir og gafst tóm til að semja efhi af talsvert öðmm toga en það sem hann hafði gert með hljómsveitum sínum. í hljómsveitum mætast mörg ólík sjónarmið þegar kemur að laga- smíðum og þar sem hljóðfæraleikar- arnir em alltaf þeir sömu leitast efnið við að fara í svipaðan farveg. Þegar um sólóverkefni er að ræða er frelsið miklu meira. Sökum tækninnar geta menn nú líka að mestu séð um allan tónlistarflutn- ing sjálfir með notkun tölvutóla ým- iss konar. Nýja platan hans Helga er þó ekki teknóplata. Hann notfærir sér þá tækni sem er fyrir hendi en einnig er mikið um lifandi spilamennsku á plötunni. Hann notar tæknina tii að ná fram ólíkum áhrifum og stemmningum og mun sjálfsagt höfða til eldri aldurshóps en áður. Platan er á rólegu nótunum en þó ætti yngra fólk líka að geta haft gaman af henni. Þetta er plata sem tekur á hlutum eins og tilfinning- um, stemningu og ástandi. Að sögn Helga er hann spenntur að finna hvernig plötunni verður tekið þvi að fyrir honum er þetta eins og að byrja dálítið upp á nýtt. Helgi Bjömsson heldur útgáfútón- leika sína í íslensku óperunni þann 20. nóvember næstkomandi. -JAJ Vedmálið Leikritið Veðmálið hefur gengið fyrir fullu húsi í Loftkastalanum frá því í sumar. Verkið er létt og skemmtilegt og uppfullt af tónlist eftir bæði innlenda og erlenda flytj- endur. Það er söngkonan Emilíana Torrini sem er tónlistarstjóri leik- ritsins og valdi hún öll lög í sýning- unni jafnframt því að syngja sum þeirra sjáff. Veðmálið er eitt af þessum sum- arleikritum sem sett hafa mark sitt á leikhúslíf borgarinnar. Það er hið unga og metnaðarfulla Leikfélag ís- lands sem setur upp verkið og stendur að útgáfu geisladisksins ásamt Emilíönu Torrini. Leikfélagiö setti upp Stone Free í Borgarleik- húsinu, sem frægt er orðið, og einnig var gerður geisladiskur með tónlist úr þeirri uppsetningu. Á geisladiskinum Veðmálinu er að finna ansi skemmtilega blöndu af rokki, rólegum lögum og klám- myndatónlist þýska tónskáldsins Gerts Wildens. Sem sándtrakk er þetta vel heppnað. Lögin eru sjálfsagt leikhúsgestum minnisstæö að lokinni sýningu og gaman er að geta rifjað upp skemmtilegheitin með því að hlusta á geisladiskinn. -JAJ Party Zone Top-10 Dansllst! íslands er unn- Inn í samvlnnu vlð verslanlrnar Hljómalind, Þrumuna og Japis ásamt PZ-plötusnúö- unum. Hann er fluttur í Party Zone á X-lnu 97,7 á laugardagskvöldum og á Frostrós- Innl 98,7 Akureyri föstudaglnn á eftir. Áhugafólk um tónllst getur haft áhrlf á val listans meö því aö fylla út atkvæöaseöla í fyrrnefndum verslunum. 1. Poison / Protein Mark Green 2. The Groove Global Communication og The UFC Band 3. Happy Feellng Mateo og Matos 4. Stella vs. Sunday Glasgow Undergroi 5. Monte Carlo Joey Negro 6. Misslon Dimitri From Paris 7. The Grlnde DJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.