Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 RadioheaO - herjar á Bandaríkin Radiohead hefur uppskorið mikla hylli eftir útkomu plötu sinnar OK Computer sem hún eyddi heilu ári í að gera. Upptökumar tóku langan tíma því það var sífelit verið að gera hlé á þeim sökum mikilla tónleika- ferðalaga hljómsveitarinnar. OK Computer er þriðja plata þessarar hljómsveitar en hún hefur haldið hóp- inn frá því í skóla. Hljóðfæraleikar- arnir eru allir frá breska skólabænum Oxford á Bretlandi. Radiohead vakti fyrst athygli árið 1993 með útgáfu plötu sinnar Pablo Honey. Hún innihélt smellinn Creep sem varð geysilega vinsælt. Árið 1995 kom svo út platan The Bends sem seldist í einum 400 þúsund eintökum. Poppsérfræðingar vilja meina að OK Computer eigi eftir að gera hljóm- sveitina annaðhvort þá stærstu í Radiohead vakti fyrst athygli árið 1993 með útgáfu plötunnar Pablo Honey. heimi eða dæma hana til eilífrar með- almennsku, hvað sem það nú þýðir. Lögin á nýju plötunni minna helst á það sem Pink Floyd fékkst við þegar hún toppaði vinsældalista um allan heim í eina tíð. Það er ekkert skrítið því Radiohead hefur upp á síðkastið verið að hlusta mikið á Pink Floyd og er undir áhrifum af þeim og fleiri hljómsveitum þess tímabils. OK Computer var tekin upp i bresk- um fjórtándu aldar kastala í eigu leikkonunnar Jane Seymour. Hún er að miklu leyti tekin á fjögurra rása band sem er afturhvarf hljómsveitar- innar til þess tima er þeir voru að byrja að spila. Platan er að einhverju leyti þema- plata sem tekur á ofsóknarbrjálæði, einmanaleika og frelsun. Ekki ósvip- að þvi sem Pink Floyd var að pæla. Til viðbótar skellir hún inn geimver- um og brottnámi þeirra á fólki. Það sem fram undan er hjá Radio- head er tónleikaferðalag um Banda- rikin þar sem ætlunin er að vinna hug og hjarta almennings þar í landi. Það er reyndar á stefnuskránni hjá flestum bresku hljómsveitunum í dag. -JAJ Fyrir nokkrum árum gæti einhver hafa sagt um þá félaga í Live að þeir væru lúðar sem tækju sjálfa sig alltof alvarlega. Og enn þann dag í dag taka þeir sjálfa sig og tónlist sina alvarlega þó að lúðastimpillinn sé horfmn. Ed Kowalczyk, Chad Tayior, Pat- rick Dalheimer og Chad Gracey ólust allir upp í krummaskuðinu York í Pennsylvaníu í Bandaríkjunum og eiga þar reyndar allir heima ennþá sem endurspeglar kannski þá festu og samheldni sem komið hefur sveitinni áfram. Reyndar sendi Chad Taylor bréf til útgáfufyrirtækis þegar hann var þrettán ára og lýsti því yfir að þar sem það væri staðreynd að hljómsveit sín yrði stórt nafn á endanum væri ekki úr vegi fyrir fyrirtækið að gera samning við hana strax! Þeim var hafnað og ekkert gerðist fyrr en Kowalczyk var boðið í bandið nokkrum árum seinna. Sveitin undirgekkst miklar nafna- breytingar en á endanum kom hún fram á sínum fyrstu tónleikum 1987 undir nafninu Public Affection. Héð- an í frá var ekki aftur snúið og þeir hættu allir í skóla, fengu sér vinnu og reyndu að einbeita sér að lagagerð. Undir eigin merki var síðan platan Death of a Dictionary, gefin út 1989. Henni var fylgt eftir með 15 tónleikum og að þeim loknum ákvað sveitin að leita fyrir sér og sendi demoupptökur með nýjum lögmn til Giant hljóm- plötufyrirtækisins en þeim var hafn- að. Nánast daginn eftir var þeim boð- inn samningur hjá öðru fyrirtæki, Radioactive Records, sem hefur verið með þá á sínum snænnn síðan undir nafninu Live. Fæðing, dauði, ást Áhrif austurlenskra trúarbragða og andlegrar ræktunar hefur fylgt sveit- inni frá upphafi í textum er lýstu stór- atburðum lífsins: fæðingu, dauða og ást. Þó tekst Live að halda sér frá þeim leiðinlega ávana að vera sífellt dæmandi heldur eru textamir blátt áfram og vekjandi. Nýjasta plata Live, Secret Samadhi, er þar engin undantekning en nafnið Samadhi þýðir andleg uppljómun. Secret Samadhi er enn á ný dæmi um öran þroska Live og er töluvert frá- brugðin fyrri plötum sveitarinnar. Tónninn í plötunni er hrárri en áður, fónkaður bassinn hefur vikið fyrir einfaldari spili sem á betur við og kannski það mikilvægasta að kraftur- inn og tiifinningin hafi skilað sér út í gegn í öllum upptökum og útkoman er frábær rokkplata. Platan hefur hlotið feykigóðar viðtökur, ekki síst hér heima, með lögunum Lakini’s Juice og Turn Your Head. Leiðandi? Það má segja að síðustu plötur Pearl Jam, Alice in Chains og Soundgarden (sem er reyndar hætt), hafi valdið miklum vonbrigðum meðal þeirra sem fylgjast náið með þróun í Grunge- og nýrokki. Að mínum dómi hafa Live, Screaming Trees og Manic Street Preachers stolið senunni með síðustu plötum sínum og ekki ólíklegt að Live komi til með að eflast enn meira og þroskast, enda meðlimir sveitarinn- ar rétt um 25 ára aldur. -ps _ r-:5: tóníist- Jane s Áddiction - snýr aftur Undir lok níunda áratugarins var Jane’s Addiction ein vin- sælasta hljómsveit Bandaríkjanna. Hún fyllti það skarð sem var á milli síðhærðs þungarokksins, sem kennt er við hina frægu Sun- set Strip götu í Hollywood, og Islandsmeistarakeppni: Breik- dans í'ram undan Nú ættu ungir sem aldnir breik- arar að taka fram gömlu adidas- skóna sína því til stendur að halda Islandsmeistarakeppni í breik- dansi í desember. Breik- danskeppnin verður haldin í grunge pönksins. Farrell Bern- stein, söngvari hljómsveitarinnar, leysti hana upp eftir tónleika á Hawaii árið 1991. Þá var Ijóst að hún var að verða ein stærsta hljómsveit Bandaríkjanna. Þetta gerðist í kjölfar fyrstu Lollapa- looza tónleikaferðarinnar sem Jane’s Addiction átti hugmyndina að. Farrell hafði ekki áhuga á að gera sveitina að einhverju heims- frægu fyrirbæri sem fyllt gæti fót- boltavelli. Hann stofnaði Porno for Pyros með trommaranum Stephen Perkins en gítarleikari sveitarinn- ar, Dave Navarro, stofnaði hljóm- sveitina Deconstruction ásamt Eric Avery, fyrrum bassaleikara Jane’s Addiction. Navarro gekk svo siðar til liðs við Red Hot Chili Peppers. Síðan eru liðin sex ár sem í rokkinu er heil eilífð. En nú eru þeir sem sagt byrjaðir aftur. Það er vel við hæfi að Jane’s Addict- ion, sem á vissan hátt var frum- kvöðull í tónlistarsköpun sinni, gefi nýrri kynslóð færi á að njóta þeirra á tónleikum. Eric Avery spilar þó ekki á bassa með hljóm- sveitinni lengur heldur hefur hún fengið hinn ágæta bassaleikara, Flea, úr Red Hot Chili Peppers til liðs við sig. Uppselt hefur verið á alla tónleika Jane’s Addiction i Bandarikjunum til þessa. -JAJ Tunglinu í kringum tónleika bresku hljómsveitarinnar Propell- erheads. Breikdanskeppnin er öll- um opin og verður byrjað að skrá keppendur í byrjun desember á út- varpsstöðinni X-inu. Geirmundur á Hótel íslandi Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar heldur stórdansleik á Hótel ís- landi annað kvöld frá miðnætti. Gos á Langa- sandi Hljómsveitin Gos leikur á veitinga- og skemmti- staðnum Langasandi á Akranesi annað kvöld. Skítamórall Hljómsveitin Skítamórall leikur á Inghóli á Selfossi annað kvöld. skemmta gestum staðar- ins bæöi kvöldin milli kl. 23 og 3. Einn + ein Hljómsveitin Einn + ein spilar á Katalínu í Kópa- vogi annað kvöld. Sveit- ina skipa Anton Kröyer og Elín H. Klemenzdóttir. Bubbi á Dalvík í kvöld mun Bubbi Mort- hens leika fyrir gesti Café Menningar á Dalvík. Tónleikarnir hefjast kl. 21 og er aðgangseyrir 1000 krónur. Rauda Ijónið Dónakvöld á Kaffi Austur- stræti Svokallaö dónakvöld verður haldið á Kaffi Austurstræti um helgina. Þar mun trúbadorinn Bjarni Tryggason Dúó Mjallar Hólm og Skúla leikur á Rauða ljóninu um helgina. Stjórnin á Kaffi Akureyri Stjórnin skemmtir annað kvöld á Kafii Akureyri. -s

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.