Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 31.10.1997, Qupperneq 7
+ X>V FÖSTUDAGUR 31. OKTÓBER 1997 %n helgina &. Rympa á ruslahaugnum Leikfélag Hveragerðis frumsýnir barnaleikritið Rympu á rusla- haugnum á morgrm kl. 15 á Hótel Björk í Hveragerði. Leikritið segir frá skrýt- inni kerlingu sem heitir Rympa og býr á ruslahaugnum. Hún er ólíkindatól, algjör útigangur frá barnæsku og þekkir ekki venjulegt heimilislíf og umgengnisvenjur. Til hennar koma tvö börn sem hafa strokið úr skólanum og amma sem hefur strokið af elli- heimili af því að enginn má vera að því að tala við þau og sinna þeim. Boðskapur leikritsins er sá að við eigum að gefa okkur tíma til að sinna börnunum og gamla fólkinu, tala saman og brúa kynslóðabilið. Höfundur verksins er Herdís Egilsdóttir og leikstjóri er Ingunn Jens- dóttir. Milli 30 og 40 manns koma fram í sýningunni. Leikarar Leikfélags Hveragerðis. Snillingar í Snotraskógi er hugljúft leikrit fyrir yngstu kynslóðina. Möguleikhúsið: Snillingar í Snotraskógi Eitt verka Rebekku Ránar. Rebekka Rán í Hafnarborg Rebekka Rán Samper opnar mynd- listarsýningu í Haöiarborg, lista- og menningarmiðstöð Hafnarfjarðar, á morgun kl. 14. Á sýningunni verða þrí- víð og tvívíð verk, unnin í jám, við, vax, mannshár og fleiri efni. Rebekka Rán fæddist í Reykjavík 5.4. 1967. Að loknu stúdentsprófi frá MR lagði hún stund á Ustnám við háskól- ann í Barcelona og lauk mastersgráðu þaðan árið 1992. Rebekka vinnur nú að doktorsritgerð sinni í listheimspeki. Meðfram námi hefúr Rebekka Rán m.a. unnið við leiktjaldagerð, hreyfi- myndir, myndskreytingar hjá Sjón- varpinu og kennslu. Á síðustu árum hefúr Rebekka Rán haldið nokkrar einkasýningar í Barcelona og tvær sýningar í Seoul í Suður-Kóreu. Árið 1991 hlaut hún viðurkenningu í skúlptúrasamkeppni Miguels Casa- blanca. Sýningin í Hafnarborg er fyrsta sýn- ing Rebekku á íslandi. Hún verður opin miUi kl. 12 og 18 aUa daga nema þriðjudaga og stendur tU 24. nóvember. Möguleikhúsið við Hlemm frurn- sýnir á sunnudaginn kl. 15 barna- leikritið SniUinga í Snotraskógi eftir Björgvin E. Björgvinsson. Verkið er hugljúf saga um Skógarmýslu og íkorna- strákinn Koma. Mýsla er nýbúi í Snotraskógi en Korni er fæddur og upp- alinn þar. Eins og sönn- um heiðursmanni ber tekur hann á vel á móti Mýslu og hjálpar henni að byggja sér hús. Mýsla og Korni lenda í ýmsum ævintýmm og sleppa naumlega undan ógnvaldinum Boggu branduglu. Einnig kemur við sögu Fróði héri sem er kennari í skógarskólan- um. Komi er dauðhrædd- ur við kennarann því honum líst alls ekki að byrja skóla. Mýslu tekst þó að lokum að sannfæra hann um að það sé hreint ekki svo slæmt og saman mæta þau í fyrstu kennslustundina. Leikritið er líflegt verk með söngv- um og er ætlað börnum á aldrin- um tveggja og hálfs árs til átta ára. Leikstjóri verksins er Bjami Ingvarsson, tónlist- arhöfundur er Helga Sighvatsdóttir, bún- '\J ingahönnuður er Helga Rún Pálsdóttir og leikarar eru Erla Ruth Harðardóttir, Pét- ur Eggerz og Bjami Ingvarsson. Kaffi Reykjavík: Glæsikvöld % konunnar A í kvöld verður haldið svokallað Glæsi- kvöld konunnar á veitingastaðnum Kaffi Reykjavík. Áuk kvöldverðar verður m.a. boðiö upp á förðunarsýningu frá fyrirtækinu No name, tískusýningu frá Brúðarkjólaleigu Dóru og und- irfatasýningu frá versluninni Ég og þú. Heiðurskonur kvöldsins verða Sigrún Hjálmtýsdóttir söngkona og Guðrún Ágústsdóttir, forseti borgarstjómar. Kynnir á Glæsikvöldi konunnar verður Heiðar Jónsson. Tónlistarmennirnar Sigriður Beinteinsdótt- ir og Eyjólfur Kristjánsson munu leika ljúfa tónlist fyrir gesti Glæsikvöldsins. Húsið verður síðan opnað fyrir almenning á mið nætti. Hin nýkrýnda ungfrú Noröurlönd, Dagmar íris Gylfa- dóttir, sýnir föröun á Glæsikvöldinu d fyrir tvo iru Kínamatur á tilboði "T-v . - '>V\ ' *■ i I k & VÖRUHÚS (4 réttir á 990 kr. á mann) Jt 6 • Sími 588 98 99 Við notum ekki Þriðja kryddið -heilsunnar vegna. Djúpsteiktar rækjur m/súrsætri sósu og val um þrjá af réttum dagsins. Hrísgrjón, soyasósa og prjónar fyigja. 3 Cð c T3 C a> Þú getur borðað á staðnum eða tekið með heim. <1> -C <u Opið alla daga frákl, 11:30-22:00 T3 i5 SÝNINGAR Gallerl Borg, Síðumúla 34. Sýning Tolla til 3. nóv. Opið virka daga kl. 10-18, ld. 12-18 og sud. 14-18. Gallerí Fold, Rauðarárstlg. Elín G. Jóhannsdóttir með málverkasýningu í baksal. Opið virka daga frá kl. ' 10- 18, ld. 10-17 og sud. 14-17. Gallerí Hornið, Hafnarstræti 15. Sigurveig Knútsdóttir með sýningu á dúkristum. Opið alla daga kl. 11-23.30 til 12. nóv. Sérinngangur gallerísins opinn kl. 14-18. Gallerí Ingólfsstræti 8. Sýning á verkum Daniels Þorkels til 16. nóv- ember. Gallerí Listakot, Laugavegi 70. Anna Gunnlaugsdóttir myndlistar- maður meö sýninguna „Guð er kona“ til 10. nóv. Gallerí Regnbogans, Hverfisgötu 54. Sýning á verkum Sigurðar Ör- lygssonar er opin virka daga frá kl. * 16-24 og 14-24 um helgar. Gallerí 20 m2, Vesturgötu lOa. Pétur öm Friöriksson sýnir. Opiö miö.- sun. kl. 15-18 til 2. nóv. Gerðuberg. Sýning á verkum Egg- erts Magnússonar stendur til 23. nóv. Opið mán.-fim. 10-21; fós.-sun. 12-16. Hafnarborg, Strandgötu 34, Hafn- arfirði. Rebekka Rán Samper opnar myndlistarsýningu ld. 1. nóv. kl. 14. Sýningin stendur til 24. nóvember. Sýning á nýjum verkum Gunnars Kristinssonar. Opið kl. 12-18 alla daga nema þriðjudaga. Intemational Gallery of Snorri Ás- mundsson, Akureyri. „To Hell with All of Us“. Opið frá kl. 14-18 alla daga. Kjarvalsstaðir, Flókagötu, Reykja- . vík. í vestursal og miðrými eru sýnd- ar ijósmyndir eftir þijátíu erlenda listamenn til 23. nóv.; í austursal em verk eftir Kjarval til áramóta. Opið kl. 10-18 alla daga. Listasafn ASÍ, Freyjugötu 41. „Óðurinn til sauðkindarinnar", sam- sýning 48 félaga FÍM. Arinstofa: J6- hannes S. Kjarval, verk úr eigu Lista- safnsins. Opiö alla daga nema mánu- daga frá kl. 14-18. Sýningum lýkur 16. nóvember. Listasafn íslands, Frlkirkjuvegi. Sýning á úrvali úr dánargjöf Gunn- laugs Schevings í öilum sölum safns- • ins til 21. des. í fyrirlestrasal verður sýnd sjónvarpsmynd um Gunnlaug frá 1992. Opiö alla daga nema mán. 11- 17. Listasafn Islands, Safn Ásgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74. Sýning á uppstillingum og útimynd- um til febrúarloka 1998. Opiö kl. 13.30-16 ld. og sd. Lokað í desember og janúar. Listasafn Kópavogs, Gerðarsafn. Umhverfis fegurðina: málverk eftir Eggert Pétursson, Helga Þorgils Friö- jónsson og Kristin G. Harðarson. Opið frá kl. 12-18. Síðasta sýningar- helgi. Listasafnið á Akureyri. Sýning á verkum listahópsins CREW CUT, „(un)blin“. Listhús 39, Hafttarfirði. Auður Vé- steinsdóttir sýnir myndvefnaö. Opið virka daga kl. 10-18, ld. 12-18 og sd. 14-18. Listhúsið í Laugardal. Gailerí Sjöfn Har. Verk eftir Sjöfh Har. Opið virka daga kl. 13-18 og ld. 11-14. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar, Laugamesi. Sumarsýning á 27 völd- um verkum eftir Sigurjón. Opiö aila daga nema mánudaga frá kl. 14-17. Listhús Ófeigs, Skólavöröustig 5. Sýning á verkum Harris Syrjánens. Opiö mán.-fös. frá kl. 10-18 og lau. frá kl. 11-14. Norræna húsið. Sýning í anddyri á auglýsingaspjöldum sem birtust i Rafskinnu á árunum 1935-1957. Opið daglega frá kl. 9-18 nema sd. kl. 12-18 til 2. nóv. t kjallara er samsýningin TarGet. Opið 14-18 nema mán. * Nýlistasafnið, Vatnsstig 3b. Sam- sýnjng 6 myndlistamanna. Opiö kl. 14-18 alla daga nema mán. Aðgangur ókeypis. Snegla, listhús, Grettisgötu 7. í gluggum er kynning á verkum Sigríö- ar Erlu úr jarðleir. Opiö virka daga kl. 12-18 og kl. 10-14 laugard. Café Menning, Dalvik. Sýning á verkum Þorfinns Sigurgeirssonar. Hótel Höfði, Ólafsvik. Sýning á samtímalist eftir fjölda ísienskra listamanna. Listasafh Ámesinga, Selfossi. Perl- ur úr Eystrihrepp, 23 málverk Jó- hanns Briems, verða á sýningu ásamt •* svartlist Katrínar Briem til 23. nóv. Opið 14-18 alla daga. Safnhúsið, Borgarnesi. Bjami Þór Bjamason, listamaöur á Akranesi, með sýningu á 18 olíumálverkum. Sýningin veröur opin á virkum dög- um frá 14-18 og stendur til 15. des- ember. t

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.