Dagblaðið Vísir - DV - 14.11.1997, Side 9
JjV FÖSTUDAGUR 14. NÓVEMBER 1997
tónlist™
HLJÓMPLjÍTU
Við sama heygarðshornið:
flphex Twin - Come to Daddy ***
Richard
D. James er
ekki eins og
fólk er flest.
Hann hefur
verið kall-
aður Mozart
tíunda ára-
tugarins og
framúr-
stefnuleg
rafeindatón-
list hans er
lofuð fyrir
mikinn
frumleika
og húmor. Á
Come to
Daddy er
hann greini-
lega með
húmorinn í
lagi. Lögin eru uppfull af trufluðum hvæsandi hljóðgervlum, sem
eru nokkurs konar vörumerki Aphex Twin, og í gegnum þessi lög
hvæsir hann svo einfaldan en kraftmikinn texta. Eins er umslag
Come to Daddy skemmtilegt. Þar tekur Richard D. James andlit
sitt og splæsir því á hóp af fólki svo úr verða nokkrir Aphex
Twin „klónar". Það er kannski það merkilegasta. Er heimurinn
tilbúinn fyrir fleiri en einn Aphex Twin?
Spilagleði:
Coldcut/Let Us Play
Coldcut er
ein af þess-
um hljóm-
sveitum
sem hafa
verið á
danssen-
unni frá
upphafi.
Þeir félag-
arnir gáfu
upptöku-
stjórn fyrir
poppara upp
á bátinn til
að geta
sinnt til-
rauna-
kenndri el-
ektrónískri
tónlist af
fullum
krafti. Á nýjustu breiðskífu sinni, Let Us Play, gefa þeir tóninn
fyrir næsta árþúsund danstónlistar. Þeim tekst vel að halda í
þann stíl sem þeir hafa verið að þróa með sér í gegnum árin.
Platan er fúll af taktskiptingum, undarlegum hljóðum og frá-
bærum melódíum sem svífa yfir taktsúpunni. Coldcut er dæmi
um hljómsveit sem er óhrædd að þróa sinn eigin stíl. Allt sem
hún gerir er skref fram á við. Þeir félagar eru óhræddir við að
gera tilraunir og það er það sem gerir Let Us Play svo skemmti-
lega. Coldcut hefur ávallt verið í framlínusveit danstónlistarinn-
ar og nýjasta breiðskifan er einungis til að festa hljómsveitina í
sessi þar. Við fyrstu hlustun er Let Us Play kannski ekki mjög
aðgengileg en hún vex með hverri hlustun uns maður meðtekur
hana alla.
xloírl-tlildlilnla
Goldie, sem er einn af for-
sprökkum Drum n’ Bass tón-
listarinnar, gefur bráðlega út
breiðskífu sem markar ýmisleg
tímamót. Goldie hefur á síð-
ustu árum verið að vinná sér
sess sem einn frumlegasti tón-
listarmaðurinn í Drum n’ Bass
geiranum og eru sjálfsagt
margir sem bíða spenntir eftir
útkomu plötunnar sem ber
heitið Saturnz Return. Lífs-
hlaup Goldies hefur ekki verið
neinn dans á rósum. Faðir
hans yfirgaf móður hans og
systkini þegar Goldie vatr að-
eins bam að aldri. Fljótlega eft-
ir að faðir hans lét sig hverfa
var Goldie komið í fóstur og
næstu árin þvældisti hann
milli fósturforeldra og munað-
arleysingjahæla. Á Saturnz Re-
turn gerir Goldie upp dökka
hluti í lífi sínu og æskuminn-
ingar sem eru miður fallegar.
„Mér fannst ég ekki eiga allt
þetta góða umtal um tónlist
mína skilið," segir hann. „Um
árabil hafði ég mikla minni-
máttarkennd og var innst inni
þessi litli hræddi drengur sem
enginn vildi sinna. Ég var á
kafl í eiturlyfjum og fór mjög
illa með mig.“ Goldie hefur
fengið til liðs við sig marga
þekkta tónlistarmenn sem eru
þekktir fyrir allt annað en
Drum n’ Bass. Noel Gallagher,
sem er mikill aðdáandi Goldie,
leikur í einu lagi á plötunni og
David Bowie, sem eitthvað er
víst farinn að tileinka sér
tölvutakta í seinni tíð, syngur
líka eitt lag. Það sem kannski
vekur mesta athygli er að á
Saturnz Retum er að finna lag
sem ber heitið Letter of Fate og
voru tónlistarblaðamenn ekki
lengi að setja samasemmerki
milli þess og bréfsprengju sem
Björk fékk senda i pósti.
En Börk er fyrrum kærasta
Goldie. Fjölskyldulíf Goldies hefur
ekki verið upp á marga fiska. Fjöl-
skyldan hefur ekki hist síðan hún
sundraðist þegar Goldie var yngri.
Hann tók það ráð að hafa uppi á
karli foður sínum og sameinaði fjöl-
skylduna stutta stund á heimili
sínu. Það hafði mikið að segja fyrir
hann að klára þennan óuppgerða
kafla i lífi sínu. Eftir þennan stutta
fjölskyldufund lauk Goldie upptök-
um á Satumz Retum. Á plötunni er
að flnna lag sem hann tileinkar
móður sinni og heitir það Mother.
Það er rúmlega klukkutími að
lengd. KRS-One tekur líka eitt lag
með Goldie á Saturnz Retum. Þeir
félagarnir hafa reyndar unnið sam-
an áður en ekki við tónlist heldur
vegglist. Það var þegar þeir til-
hejTðu TAT-genginu í New York.
Goldie er drátthagur með afbrigðum
og hefur helst beitt penslinum eða
spreybrúsanum á húsveggi stór-
borga. Hann er einnig mikill áhuga-
maður um snjóbrettaiðkun og hefur
meðal annars komið hingað til
lands til að stunda þá íþrótt.
Spellbound
Deep Ink
2.
3.
- tíu vlnsælustu danslögin vikuna
8. tll 14. nóvember 1997 -
Somewhere
Vision
Black Gold of the Sun
Nu Yorican Soul
1.
niimig 5 ára
4.
5.
6.
7.
Sacré Francals
Dimitri From Paris
Jazz Carnival
Azymuth
Get Another Plan
Abstract Truth
Two Wrongs Makln’ It
Kevin Vost
A
t^^ht
ljómsveitin Maus verður fimm
ára í apríl. Á dögunum kom út ný
breiðskífa hljómsveitarinnar sem
ber heitið Lof mér að falla að þínu
eyra. Þetta er skemmtilegur titill og
alls ekki svo fráleitur ef maður
hlustar á plötuna. Hún rennur auð-
veldlega í gegn og er talsvert frá-
brugðin því sem Maus hefúr verið
að fást við til þessa. Hljómsveitinni
hefur tekist að þróa sinn eigin stíl
og þegar félagamir líta til baka eft-
ir flmm ára feril eru þeir þakklátir
fyrir þá reynslu sem þeir hafa nú í
pokahominu.
Maus gefúr nú út hjá hinu ný-
stofnaða útgáfufyrirtæki Sprota.
„Þetta er nýtt fyrirtæki sem gefur
út „svona“ tónlist," segir Biggi, for-
sprakki Maus. Þegar hann segir
„svona“ fær hann eitthvert blik í
augun sem nægir til að útskýra
hvað hann á við.
Það er engin spuming að Maus er
í góðu formi þegar félagamir hóp-
ast um mig og láta móðan mása.
Þeir gera góðlátlegt grín að púður-
sykurstónlistinni sem hljómar í út-
varpinu og skotin fljúga. Það er
greinilegt að þeir eru ánægðir með
nýju plötuna. Lof mér að falla að
þínu eyra er sjálfsagt ein aðgengi-
legasta plata þeirra til þessa. Hún
er ætluð fyrir íslenskan markað og
bera frábærir textar hennar vitni
um það. Reyndar er ætlunin að gera
enska kynningarútgáfu á henni og
eru strákamir spenntir aö sjá hvað
kemur út úr því. Hún verður klár
um áramótin og fer þá til helstu út-
gáfufýrirtækja erlendis. „Þú lifir
ekki á þessu hér á landi. Þér tekst
kannski að hafa tekjur af því að
vera í hljómsveit nokkra mánuði á
ári,“ segja þeir einum rómi.
Þeir hafa líka mótað sér ákveðn-
ar skoðanir á tónlistarlífmu eftir
frnim ára feril. „Við lærðum meira
á því að ströggla þessi ár en þeir
sem bara rjúka beint á toppinn.
Þeir sem rjúka fljótt upp hafa til-
hneigingu til að rjúka strax niður
aftur. En draumurinn er þó að sjálf-
sögðu að geta lifað á því að semja og
flytja eigin tónlist," segja þeir.
8. To Be In Love
MAW
9. Twist to Forget
lcelandic Conspiracy
10. Mr. Slnx
Quarashi