Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Blaðsíða 3
DV FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997
'Qþikmyndiru
>
i
i
Vinkonurnar Amelia (Catherine
Keener) og Laura (Anne Heche).
Vinkonur
Walking and Talking, sem
frumsýnd er í Sam-bíóunum í
dag, fjallar um tvær stúlkur,
Amelíu og Lauru, sem hafa ver-
ið vinkonur frá því í bama-
skóla og deilt öllu jafht á milli
sín. Nú þegar þær nálgast þrít-
ugt finna þær að breytingar
eru í nánd og að þær eru að
fjarlægjast hvor aðra. Fyrst
koma brotalamir í vinskapinn
þegar Laura tilkynnir Amelíu
að hún ætli að giftast. Þessi yf-
irlýsing kemur um sama leyti
og Amelía hefur ákveðið að
hætta vikulegum heimsóknum
sínum til sálfræðings. Henni
finnst nú að líf sitt sé að falla
saman. Til að kóróna allt sam-
an segir vinur Amelíu, sem
stundum er bólfélagi hennar,
að hann fái mest út úr því að
stunda símavændi og biður
hana um leið að lána sér fyrir
símareikningi. Laura, sem
starfar sem leiðbeinandi geð-
sjúklinga, á einnig í vandræð-
um í einkalífinu. Hún efast um
tilfinningar sínar gagnvart
mannsefninu og ekki bætir það
úr skák að henni finnst sjúk-
lingar sínir fá lítinn bata undir
hennar leiðsögn.
Með hlutverk vinkvennanna
fara Catherine Keener og Anne
Heche. Heche er mun þekktari,
hefur leikiö í mörgum stórum
myndum að undanfömu, síðast
í Volcano. Af öðnrni nýlegum
myndum sem hún hefur leikið
í má nefna The Juror og
Donnie Brasco. Keener hefur
leikið í nokkrum kvikmyndum,
má þar nefna If These Walls
Could Talk, Johnny Suede og
Living in Oblivion, en er nú
mun minna þekkt heldur en
Anne Heche.
Þrjúí
peningaleit
Stjömubíó fmmsýnir í dag bresku kvikmyndina
Ráðabmgg (Shooting Fish), mynd sem vakið hefur at-
hygli í Bretlandi að undanfómu og er ein þeirra bresku
kvikmynda inn ungt fólk, sem komið hefúr í kjölfar vin-
sælda Trainspottings. Shooting Fish er tekin í London
og mnhverfi þess haustið 1996 í leikstjóm Stefan
Schwartz. Kostnaður var frnun milljón pund. Myndin er
gamanmynd um tvo umga menn sem em óánægðir með
hlutskipti sitt í lífinu og em ákveðnir að móta örlög sín
sjálfir.
Jez (Stuart Townsend) og Dylan (Dan Futterman) em
á þritugsaldrinum. Þeim vantar ekki sjálfsálit og telja
sig færa í allan sjó og era að þeirra mati að bera alltof
lítið úr býtum miðað við hæfileika. Þeir setja sér því
það takamark að eignast milljón pund hvor um sig. Þeir
telja sig kalda kalla og eru ákveðnir í að nota öll þau
brögð sem þeir kunna til að koma áætlum sínum í fram-
kvæmd. Þegar þeir kynnast Georgie (Kate Beckinsale),
sem er einnig í leit að fjár og frama komast þeir fljótt að
því að þeir eru hálfgerðir sakleysingjar í samanburði
við hana.
Shooting Fish er afrakstur samstarfs leikstjórans Stef-
an Schwartz og framleiðandans Richard Holmes, sem
kynntust þegar þeir vom báðir við nám í háskólanum í
York. Þeir stofnuðu gamandúettinn The Gmber
Brothers og skrifuðu og léku á sviði í nokkum tíma.
Fyrir tíu árum stofnuðu þeir kvikmyndafyrirtæki und-
ir sama nafni. Það gekk heldur brösuglega til að byrja
með, fyrsta kvikmyndin, Soft Top, Hard Soldier kom á
markaðinn 1993 og fékk góðar viðtökur og var verðlaun-
uð á kvikmyndahátíðinni í London. Þessa stundina em
þeir með þrjár kvikmyndir í takinu sem allar em komn-
ar í framleiðslu.
-HK
Kate
Beck-
insale
Kate Beck-
insale er þekkt-
ust leikaranna í
Shooting Fish.
Hún hefur á und-
anfomum ámm
verið að geta sér
gott orð og er
gott dæmi um
enska leikara
sem hafa risið
með „bresku
bylgjunni" und-
anfarin misseri.
Beckinsale er
tuttugu og
þriggja ára göm-
ul, dóttir gaman-
leikarans Ric-
hards Beckinsale, sem er látinn. Beckinsale hóf
snemma að leika í sjónvarpi. Vann hún fyrir sér
meö leiklistinni með fram námi í Oxford þar sem
hún útskrifaðist með gráðu í frönsku og rúss-
nesku. Eftir að námi lauk vakti hún fyrst athygli í
sjónvarpsmyndinni Devices and Desire, sem gerð
var eftir skáldsögu P.D. James. Kenneth Brannagh
sá hana þar og fékk hana til að leika í Much ado
about Nothing. Fékk hún góða dóma fyrir leik
sinn og þótti ekki standa að baki stórstjömum
myndarinnar. Næsta mynd hennar var hin róm-
aða Cold Comfort Farm, sem John Schlesinger
leikstýrði. Þá má geta þess að hún lék titilhlut-
verkið í sjónvarpsútgáfú af sögu Jane Austin,
Emma, sem gerð var samhliða kvikmyndinni, en i
henni lék Gwyneth Paltrow aðalhlutverkið.
I
»
Frægasti Óperudraugurinn
Frægasta og án efa besta kvikmyndin um óperudraug-
inn var gerð árið 1925. Henni var leikstýrt af Rupert Juli-
an og var Lon Chaney (1883-1930), einn af meisturam
þöglu myndanna, í aðalhlutverkinu. Chaney, sem hafði
tveimur árum fyrr leikið kroppinbakinn Quasimodo í The
Hunchback of Notre Dame, var frægur fýrir að bregða sér
í ólíklegustu gervi, og gekk undir nafninu „leikarinn með
þúsund andlitin“. Sem ókrýndur meistari dulargervisins
átti Chaney að hafa blandað
geði við aðdáendur sína án
þess að þeir vissu og sögðu
menn hann geta verið alls
staðar og í allra kvikinda
líki. Þekkt setning frá þess-
um tlma gefur hæfileika
leikarans glöggt til kynna,
en menn sögðu gjaman:
„Gættu að hvar þú stígur,
þetta gæti verið Lon Chan-
ey.“
í The Phantom of the
Opera (1925) helst allt í
hendur. Leikur Chaneys er
afbragðsgóður og förðunin,
sem hann sá sjálfur um, er
meistaralega úr garði gerð.
Sviðsmyndin leggur áherslu
á ríkidæmi óperahússins og
kuldalegan veruleika þess
neðanjarðarheims sem
óvætturinn hrærist í. Kvik-
Lon Chaney er frægasti Óperudraugur allra tíma.
myndatakan gerir það að verkum að á köflum er engu líkara en áhorfend-
ur hafi stigið inn í skurðarmyndir franska listamannsins Gustave Doré.
Sérstaklega minnisstæð er tveggja mínútna sena sem skotin var í lit (og
eflaust leikstýrt af Chaney sjálfum), en þar sjáum við óperadrauginn í
hlutverki rauöa dauðans úr samnefndri smásögu Edgars Allan Poe. Með
önnur aðalhlutverk í myndinni fara: Mary Philbin (Christine Daae),
Norman Kerry (Vicomte Raoul de Chagny), Arthur Edmund Carewe
(Ledoux), Gibson Gowland (Simon Buquet) og Mary Fabian (Carlotta).
Chaney átti að leika Dracula I samnefndri kvikmynd Tod Brownings.
En áður en til þess kom lést hann úr háls- og lungnakrabbameini aðeins
47 ára gamall. Sonur hans, Lon Chaney Jr. (1906-1973), varð síðar frægur
hryllingsmyndaleikari og tók upp skikkju fóður síns í Son of Dracula
(1943) og öðrum myndum. -GE
L.A. Confidental ★★★★
Skuggahliðar Los Angeles sjötta áratugar-
ins er sögusviöiö í óvenju innihaldsrikri og
spennandi sakamálamynd sem enginn ætti
að missa af. Spilltar löggur, ósvífnir
æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar
vændiskonur eru á hverju strái. -HK
Face off ★★★i
í þessari nýju mynd sinni skapar Woo
spennuhasar sem jafnframt þvi aö vera vel
skorðaöur I bandarisku kvikmyndasam-
hengi ber stíl og hæfni Woos fagurt vitni.
Travolta og Cage eru þarna I súperformi;
sérstaklega er gaman aö sjá Travolta sanna
sig þarna enn og aftur og aö öllu leyti er val-
inn maður í hveiju rúmi. -úd
Lady and the Tramp
★★★i
Þessi klassíska teiknimynd segir frá tíkinni
Laföi og flækingsrakka sem við skulum
kalla Snata. Hún er saklaus og fögur, hann
kankvfs þorpari meö hjarta úr gulli. Þegar
Laföi lendir í ræsinu tekur Snatl hana upp á
arma sina (ef hundar geta slíkt). Rómantík-
in blómstrar og þau lenda i ýmsum ævintýr-
um. -GE
Everyone Says I Love You
★★★
Myndin sækir i dans- og söngvamyndir
fjórða áratugarins og þótt dansatriöin séu
misjöfn aö gæðum eru sum þeirra frábær.
Myndin stenst ekki samanburö vlö þaö
besta sem Allen hefur sent frá sér en allir
aödáendur Allens ættu þó aö sjá hana.
Leikararnir eru ferskir og slagararnir standa
ávallt fýrir sinu. -GE
Marvin's Room ★★★
Fjölskyldukvlkmynd í orösins bestu merk-
ingu. Persónur eru djúpar, mlkið lagt I þær
frá höfundar hendi og þær á móti endur-
spegla það sem hverri fjölskyldu er verö-
mætast, ræktun hennar inn á viö. Stór-
leikkonurnar Meryl Streep og Diane Keaton
sýna snilldarleik í hlutverkum systra, spila á
allan tilfinningaskalann af mlkilli llst. -HK
Perlur og svín ★★★
Fyndin mynd um hjón sem kunna ekki aö
baka en kaupa bakari og son þeirra sem sel-
ur rússneskum sjómönnum Lödur. Óskar
Jónasson hefur einstaklega skemmtilegan
húmor sem kemst vel til skila og 1 lelðinni
kemur hann vlð kaunin á landanum. Ólafia
Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Siguröarson eru
eftirminnileg í hlutverkum hjónanna. -HK
Með fullrl reisn ★★★
Eftir að hafa hneykslast upp I háls (og veröa
létt skelkaöir líka) á hinum rturvöxnu fata-
fellum The Chlppendales uppgötva þeir fé-
lagar Gaz (Robert Carlyle) og Dave (Mark
Addy) aö þaö aö fækka fötum uppi á sviöi
er hiö arðbærasta athæfl. Þaö er varla
hægt aö hugsa sér betri ávisun upp á
skemmtun en svona sögu og svo sannar-
lega skilaöi myndin því grini sem hún lofaði,
meö fullri reisn. -úd
Contact ★★★
Jodie Foster er konan sem féll til sfjarnanna
í þessari geim(veru)mynd um trú ogtilverur.
Leikstjóra er mikiö í mun aö greina sig frá
tæknibrelluþungum og fantasíufullum geinn-
myndum og skapa í staðinn raunsæja og
vitræna mynd en smáfantasía heföi veriö
holl og góð og létt aðelns á öllu dramanu. í
heildlna er Contact sterk og skemmtileg
mynd af því einfalda en samt víðtæka atviki
sem samband viö verur utan úr geimi hlýtur
aö vera. -úd
Breakdown ★★★
Sakamálamynd sem kemur á óvart, góö
saga með myndrænnl frásögn um mann
sem verður fyrir þvi aö eiginkona hans
hverfur, í bókstaflegri merkingu orösins.
Selnni hlutinn er ákaflega spennandl og
hraður. Jonathan Mostow er leikstjóri og
handritshöfundur sem vert er aö fylgjast
meö. -HK
The Peacemaker ★★*
Dæmigerð Hollywood- afþreying þar sem
allt sem lagt er af staö meö gengur upp,
myndin er hröö, spennandi og vel gerö en
eins og með marga .sumarsmellina" sem
komið hafa frá Hollywood I ár þá er hún inni-
haldstýr og skilur ekkert eftlr. Splelberg og
félagar í Draumasmiöjunni heföu átt aö
byrja af meiri metnaöi. -HK
Bean ★★★
Af Bean má hafa bestu skemmtun. í henni
eru margar óborganlegar senur sem ég
hefði kosiö að sjá fléttaðar saman af meiri
kostgæfni. -GE
Air Force One***
Harrison Ford er trúveröugur forseti Banda-
ríkjanna, hvort sem hann setur sig I spor
stjórnmálamannsins eða fyrrum Vietnam-
hetju, í spennumynd sem er hröö og býöur
upp á góö atriði. Brotalamir i handriti ásamt
klisjukenndum persónum velkja hana þó til
muna. -HK