Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 21.11.1997, Page 12
'^ myndbönd > MYHlBiSH m\mm Shadow Conspiracy: Samsæristryllir ★★ Charlie Sheen leikur Bobby Bishop, ungan töffara sem á skömmum tíma hefur komiö sér í stöðu eins af nánustu ráðgjöfum forsetans. Einn dag kemur einn af fyrrum kenn- urum hans úr háskólanum að máli við hann úti á götu og segist hafa upplýsingar um svikráð háttsettra manna í stjórnkerfinu, en áður en hann getur skýrt nánar frá er hann skotinn niður og Bobby Bishop á sjálfur fótum sínum fjör að launa. Hann getur engrnn treyst í Hvíta hús- inu og leitar því á náðir blaðakonunnar Amanda Givens (Linda Hamilton) og saman reyna þau að fletta ofan af samsærinu og halda lífl. Charlie Sheen og Linda Hamilton eru i þreyttara lagi í myndinni og Donald Sutherland siglir nokkuð átakalaust í gegnum sína rullu sem lærifaðir Bobby. Stephen Lang er ágætur sem kaldrifjaður morðingi og hlutverkið ekki ósvipað hlutverki hans í The Hard Way. Hasarinn er í sæmilegu meðallagi, en plottið er fremur veikburða og samsærið mikla í kjánalegra lagi. Myndin er þolanleg afþreying en ekkert meira. -PJ Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: George P. Cosmatos. Aðalhlutverk: Charlie Sheen, Donald Sutherland og Linda Hamilton. Bandarísk, 1996. Lengd: 100 mín. Bönnuð innan 16 ára. The Fifth Element: Glettin og glæsileg ★★★★ Luc Besson færir okkur hér mikið augnakonfekt þar sem söguþráðurinn er í raun í aukahlutverki. Flott útlit, góð tónlist, skemmtilegar persónur, fanta- góðir leikarar, fyndin atriði og stanslaus hugmynda- auðgi sjá rnn að skemmta áhorfandanum. Útlit myndarinnar er hannað af stakri hugmyndaauðgi (sem dæmi má nefha sígarettur sem eru að þremur fiórðu hlutum fílterar) og tónlist Eric Serra (sem hef- ur samið tónlistina við allar myndir Luc Besson) undirstrikar vel stemninguna í hverju atriði, og áhorfandinn fær þannig hina skemmtilegustu rússí- banaferð um þessa fantasíuveröld framtíðarinnar. Luc Besson leikur sér hér með vísindaskáldskap og hetjusögur hasarmyndanna og hver brand- arinn rekur annan. Bruce Willis er með eindæmum hress í hlutverki hetjunnar sem alltaf þarf að bjarga málunum. Milla Jovovich smellpass- ar í hina fullkomnu og ójarðnesku Leeloo. Ian Holm skemmtir sér kon- unglega í hlutverki prestsins ráðvillta. Gary Oldman er stórskemmtileg- ur sem hið ógæfulega illmenni Zorg og þá er Chris Tucker ekki síður í litríku hlutverki útvarpsstjömu og skapar skemmtilega fáránlega per- sónu. The Fifth Element er að mínu mati besta mynd ársins, flottasta mynd sem gerð hefur verið og ein af þeim allra skemmtilegustu. -PJ Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Luc Besson. Aðalhlutverk: Bruce Willis, Milla Jovo- vich og Gary Oldman. Bandarísk, 1997. Lengd: 123 mín. Bönnuð innan 16 ára. fglFpi The Spitfire Grill: " " Draugar fortíðar ★★ Percy Talbott kemur til smábæjarins Gilead eftir að hafa afþlánað fmun ára fangelsisdóm og fær vinnu og húsnæði hjá Hannah á Spitfire-grillhúsinu. Þorpsbúar era margir hverjir tortryggnir í garð Percy Talbott og enginn meira en frændi Hannah, Nahum. Percy, Hannah og eiginkona Nahum, Shel- by, mynda þó vináttutengsl, en fljótlega kemur í ljós að það eru fleiri fortíðardraugar á kreiki en þeir sem Percy fylgja. Myndin ræðst ekki á garðinn þar sem hann er lægstur og reynir að taka á erfiðum málum, sem er virðingarvert, sérstaklega í bandarískri mynd. Hins vegar er persónusköpun og atburðcirás öll í svart/hvítu og fremur einfeldningsleg. Ekki virðist gert ráð fyrir sjálfstæðri hugsun hjá áhorfandanum og boðskapnum mokað í hausinn á honum með skóflu. Leikarar eru af bestu sort, sem bjargar miklu fyrir myndina. Ellen Burstyn, Marcia Gay Harden og Alison Elliot túlka tilflnningar kvennanna þriggja af stakri prýði og Will Patton býr til verulega fyrir- litlega persónu úr skíthælnum Nahum. The Spitflre Grill er mynd sem reynir meira en hún getur. -PJ Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Lee David Zlotoff. Aðalhlutverk: Alison Elliot, Ellen Burstyn og Marcia Gay Harden. Bandarísk, 1996. Lengd: 112 mín. Öllum leyfð. Gig Night Kræsingar ★★★ Tveir bræður, ítalskir innflytjendm-, eru að reyna að reka ítalskan veitingastað. Annar þeirra er hrein- ræktaður snillingur I eldhúsinu en hinn sér meira um peningahliðina. Gallinn er að enginn veit hversu góð- ur maturinn þarna er og þeir fáu sem reka inn nefið hafa ekki hundsvit á matargerðarlist. Þeir ákveða því að halda heljarmikla veislu á staðnum, bjóða fjölmiðl- um og fá stórsöngvarann Louis Prima. Aðalgesturinn lætur eitthvað bíða eftir sér en það stöðvar ekki veislugestina i að skemmta sér sem best þeir geta og njóta góðs matar. Matargerðarlistin leikur stórt hlut- verk í myndinni, en hún er þó aðeins rammi utan um raunveruleg um- fjöllunarefni hennar, svo sem vináttubönd, tilfinningar, lífshamingjuna o.s.frv. Hér er varpað fram áleitnum spurningum og, öfugt við sumar aðr- ar myndir, áhorfandanum leyft að melta sumar þeirra með sér sjálfum. Þar að auki gleymir hún ekki því hlutverki sínu að skemmta áhorfand- anum. Af góðum leikhópi má helst taka út úr Tony Shalhoub, en frammi- staða hans í hlutverki kokksins, sem neitar að fórna matargerðarlistinni fyrir gróðavon, er með eindæmum góð. Big Night er kannski ekkert þrek- virki, en hún er afar skemmtileg, lítil mynd. -PJ Útgefandi: Sam-myndbönd. Leikstjórar: Stanley Tucci og Campbell Scott. Aðalhlutverk: Stanley Tucci, Tony Shalhoub, lan Holm, Minnie Driver og Isabella Rossellini. Bandarísk, 1996. Lengd: 114 mín, Öllum leyfð. FÖSTUDAGUR 21. NÓVEMBER 1997 TIV SÆTI {fyrrí i VIKA J VIKUR \ fl LISTAj j > i 2 i TITILL i ÚTGEF. j PBBHHH9 j TEG. j 1 j 3 Anaconda 1 Skrfan j j Spenna 2 i 1 j. i 3 i j i Scream J j Skífan ) J j Spenna J 3 i ^ ) 4 1 j 4 ) Saint, The ! ClC-myndbönd Spenna 4 i Ný j i ) j 1 > j J Bulletproof j j ClC-myndbönd J j Spenna 5 i Ný 1 i ' j 1 ) Shadow Conspiracy i Myndform { Spenna 6 j 1 4 j ’ I j J i 4 i , i Donnie Brasco J j Sam-myndbönd J j Spenna IHHH 7 i 6 j 5 ) j J J c J J 6 J j J Fools Rush In j ~ J Skrfan j J Gaman _ I.... ... ■ S i S J People VS. Larry Flynt 1 1 || tjíjM { Skífan j J j Gaman j 9 i 7 i 7 i Vegas Vacation 1 Warnermyndir 1 Gaman 10 i 8 j i 5 i j J Smilla's Sense of Snow J J J Sam-myndbönd J Spenna J ) 11 i 13 j « 1 j 8 J English Patient { Skrfan { Drama 12 j J 9 j j J j 5 J j J Relic J J Háskólabíó j J j Spenna 13 í 10 j . 1 j * J Pallbearer, The J j Skffan J j Gaman 14 i Ný l j J 1 1 ! . i Big Night LMÉHHMH \ Sam-myndbönd : i .H m m 1 J ; Gaman J 15 ) 12 - j 6 J Beavis and Butt-Head Do America * J ClC-myndbönd J Gaman J j Spenna J 16 i 14 j j J J j J j L J j j Hollow Point J . { Myndform J 17 1 " ! » ! j io ! J J Frankie The Fly j Skffan j Spenna 1S J j 15 j Metro J J J Sam-myndbönd J Spenna J J 19 i n 1 5 1 j ’ J Crash Myndform j Spenna 20 í » j J J 7 J j • Ca$per:A Spirited Beginning J 1 Skffan J J J Gaman J 11. til 17.névember Óvænt skýst Anaconda aftur upp í efsta sæti mynd- bandalistans og unglingatryllirinn Scream verður því að láta sér nægja annaö sæti listans. Nýjar myndir, Bulletproof og The Shadow Conspiracy, verma fjóröa og fimmta sætiö. Báðar eru sakamál- myndir en þó mjög ólíkar. Á myndinni er Charlie Sheen í hlutverki sínu í The Shadow Conspiracy. Öllu áhugaverðari er Big Night, sem er í fjórtánda sæti. Mynd sem kitlar ekki aðeins hláturtaugar held- ur einnig bragðlaukana. Einstaklega skemmtiieg mynd um tvo bræöur sem reka ítalskt veitingahús. Anaconda Jon Voight, Jennifer Lopez og Erik Stoltz Langt inni í Amazon-frumskóg- inum er að fmna kyrkislöngu sem er svo stór að hún getur auðveldlega gleypt menn. Hópur kvik- myndatökufólks held- ur upp Amazon í þeim tilgangi að finna fom- an ættbálk indíána. Á leiðinni rekst hópur- inn á Paul Sarone sem brotið hefur bát sinn og þarfnast aðstoðar. Vegna óhappa þarf að snúa við. Þegar Saro- ne segist vita um styttri leið ákveða leiðangursmenn að fara að hans orðum þrátt iyrir að þeir hafi illan bifur á honum. Scream Courtney Cox og Neve Campell Sidney á við fleiri vandamál að glíma en flestir aðrir tán- ingar. Móðir hennar var myrt fyrir einu ári, faðir hennar er í viðskiptaferð og unn- usti hennar þrýstir á hana að koma með sér í rúmið í fyrsta sinn. Það er ekki á bætandi að morðingi tekur að valda skelf- ingu í bænum. Notar hann senur úr þekkt- um spennumyndum til að ginna fóm- arlömb sín í dauða- gildru og á lögreglu- stjórinn á staðnum í hinum mestu erfið- leikum með að fá botn í hver sé til- gangur morðingjans. The Saint Aðalhlutverk: Val Kilmer og Elisa- beth Shue í dag er Simon Templar orðinn meistaraþjófur, snill- ingur í að dulbúa sig og vinna öll þau hættulegu verk sem honum eru falin. Markmið hans er að safna 50 milljónum dollara inn á leyni- reikning sinn. Um leið og þeirri tölu er náð sest hann í helg- an stein. Og verkefh- ið sem hann þarf að leysa til að fylla þessa tölu er að stela visindaformúlu sem ung vísindakona hef- ur fúndið upp og á eftir að leiða af sér byltingu í orkumál- um heimsins. uusmu BULLETPROGF Bulletproof Adam Sandler og Damon Wayans Archie Moses og Rock Keats voru mikl- ir mátar. Nú, þegar annar þeirra er orðinn lögga og hinn er smá- krimmi, telja þeir hvor annan svikara. Þetta leiðir til þess að þeir þola ekki hvor annan og láta hrakyrðin dynja á víxl hvenær sem færi gefst. Það er samt stutt í vinskap- inn og þeir eiga einn sameiginlegan óvin, eitarlyflakónginn Col- ton (James Caan) sem þeir þurfa að samein- ast gegn því Colton vill þá báða undir græna torfú og sendir morð- ingja út af örkinni til að koma þeim fyrir kattamef. The Shadow Conspiracy Bobby Bishop er einn af nánustu ráð- gjöfúm forseta Banda- ríkjanna. Kvöld eitt fær hann dularfúllt símtal frá háskólapró- fessor einum sem seg- ist hafa upplýsingar um svikara sem leynist i æðstu stöðu í stjóm- kerfrnu. Áður en hann getur leyst ffá skjóð- unni er hann skotinn og grunurinn beinist að Bobby, sem ekki er lengur einn af topp- mönnum stjómarinnar heldur flóttamaður á flótta undan morðingj- um. Þegar hann fær að- stoð hjá fyrrverandi unnustu sinni, kemst hún einnig á dauða- lista morðingjanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.