Dagblaðið Vísir - DV - 24.11.1997, Page 8
32
MÁNUDAGUR 24. NÓVEMBER 1997
íþróttir
DV
Cedric Henderson í Cleveland til vinstri og Terry Davis t liöi Washington eigast viö í NBA-deiidinni um helgina.
Símamynd Reuter
NBA-deildin um helgina:
Jordan með 49
- Atlanta Hawks tapaði sínum öðrum leik í röð
Isaac Austin átti stórleik þegar Miami Heat sigr-
aöi Toronto í NBA-deildinni aðfaranótt sunnudags.
Austin átti besta leik sinn á ferlinum, skoraði 33
stig, hirti 22 fráköst og var algerlega óstöðvandi.
Hann hefur í síðustu leikjum Miami tekið stöðu
miðheijans Alonzo Mouming sem enn er meiddur.
Orlando Magic er á mikilli siglingu þessa dagana
og liðið vann fimmta leik sinn í röð gegn 76ers eftir
rólega byrjun. „Mínir menn eru famir að leika sem
liðsheild og famir að treysta hver öðrum," sagði
Chuck Daly, þjálfari Orlando, eftir leikinn. Sigur
Orlando var merkilegri fyrir þær sakir að Penny
Hardaway lék ekki með Orlando vegna meiðsla.
Charlotte Homets er einnig á góðu róli þessa dag-
ana. Liðið vann fjórða sigurinn í röð og það var Vla-
de Divac sem átti heiðurinn af sigrinum. Divac stal
knettinum á lokasekúndunum og skoraði úr tveim-
ur vítaskotum að auki sem nægði til sigurs.
Nýliðinn Brevin Knight, sló í gegn er Cleveland
sigraði Washington. Knight gaf 20 stoðsendingar á
félaga sína sem skiluðu körfu og munar um minna.
Atlanta Hawks hefur ekkert gengiö í síðustu
tveimur leikjum og liðið tapaði öðrum leik sinum í
röð eftir frábæra byrjun. Detroit, sem ekki hefur
gengið vel í byrjun, sigraði Atlanta og það var ekki
sist að þakka sterkri endurkomu Joe Dumars í liðið
en hann hefur verið lengi frá vegna meiðsla.
Ekkert gengur hjá Dallas þessa dagana og um
helgina setti félagið nýtt met. Liðið skoraði aðeins
62 stig gegn Milwaukee og steinlá auðvitað í kjölfar-
ið. Eldra metið í lágu stigaskori hjá Dallas var frá
því í mars er liðið skoraði einungis 65 stig gegn
Utah Jazz.
Houston Rockets vann góðan sigur gegn Golden
State og þurfti ekki að sýna meistaratakta til að inn-
byrða sigurinn. Kevin Willis tók 19 fráköst auk þess
að skora 22 stig. Hittni Houston var léleg í leiknum,
aðeins 38%.
Aðfaranótt laugardags
Glen Rice fór á kostum fyrir Cleveland gegn
Miami. Leikurinn vair jafn framan af en í fjórða
leikhluta gerði Cleveland endanlega út um leik-
inn með því að vinna, 40-19.
Litið gengur hjá Wasinghton þessa dagana og
liðið beið sinn fiórða ósigur í röð gegn New York.
„Við sýndum að það býr heilmargt í liðinu.
Það er bara vonandi að þessi leikur gefi okkur
byr í seglin," sagði Patrick Ewing.
Boston vann góðan sigur á New Jersey og var
Dee Brown, þjálfari Boston, ánægður með strák-
ana sína eftir leikinn.
„Þessir strákar eru alltaf að læra og liðið verð-
ur betra með hveijum leik,“ sagði Brown.
Minnesota tapaði sínum þriðja heimaleik í röð
gegn sterku liði Cleveland. Þetta var sjötti sigur-
inn í röð hjá Cleveland gegn slöku liði Minnesota.
Michael Jordan bar lið Chicago uppi gegn
Clippers, skoraði 49 stig og þar af níu síðustu stig
liðsins í leiknum. Clippers hefur aðeins unnið
einn leik og tapað ellefu.
San Antonio er að leika illa þessa dagana. í
leiknum gegn Seattle skoraði liðið aðeins 74 stig
sem er lægsta skor liðsins til þessa í vetur.
-SK/-JKS
NBA-DEILDIN
Föstudagur:
Charlotte-Miami.......119-102
Rice 25, Divac 22 - Hardaway 23,
Austin 21.
Washington-New York . .. 82-104
Webber 15, Strickland 14 - Johnson
23, Starks 17.
Boston-New Jersey .....101-93
Walker 24, Edney 12, Minor 12 -
Gatling 22, Gill 14, Cassell 14.
Minnesota-Cleveland .... 80-103
Carr 19, Gamett 18 - Person 22, Kemp
19, Henderson 19.
Seattle-San Antonio....94-74
Baker 22, Hawkins 18 - Williams 13,
Alexander 10.
LA Clippers-Chicago .... 102-111
Murry 24, Barry 17 - Jordan 49,
Longley 22.
Vancouver-Denver.........99-96
Rahim 28, Thorpe 17 - Stith 22,
Newman 22.
Laugardagur:
Philadelphia-Orlando .... 94-108
Stackhouse 16, Iverson 14 - Strong 21,
Grant 20.
Indiana-Charlotte........94-95
Miller 23, Smits 19 - Rice 22, Divac 18.
Cleveland-Washington . . 110-101
Person 31, Kemp 24 - Strickland 27,
Howard 24.
Detroit-Atlanta.........87-85
Willaims 23, Hiil 19 - Leattner 25,
Mutombo 19.
Miami-Toronto ....... 108-104
Aystin 33, Majerle 16 - Wallace 28,
Stoudamire 21.
New Jersey-Portland.....93-87
Gattling 23, Gill 19 - Anderson 20,
Sabonis 19.
Dallas-Millwaukee.......62-83
Finley 12, Bradley 11 - Brandon 18,
Allen 17.
Houston-Golden State .... 90-84
Willis 22, Drexler 17 - Sprewell 28,
Marshall 14.
Denver-Seattle ..........80-84
Washington 22, Gamett 12 - Payton
20, Schrempf 12.
Utah-San Antonio........103-74
Malone 20, Homacek 19 - Robinson
22, Alexander 13.
Shaquille frá
i tíu daga
Shaquille O’Neal, miðheiji LA
Lakers, verður frá keppni í tíu
daga vegna meiðsla, að sögn
lækna liðsins. Hann meiddist á
kviði í leiknum gegn Minnesota
í síðustu viku.
Hann missir af þremur leikj-
um gegn Miami, Boston og Phila-
delphia.
Pippen klár
í janúar
Scottie Pippen hjá Chicago
Bulls verður klár í slaginn upp
úr miðjum janúar. Hans er sárt
saknað hjá liðinu og segist Mich-
ael Jordan hlakka mikið til að fá
hann til baka. -JKS
Bland í poka
Skoski kylfingurinn Andrew
Coltart varð sigurvegari á stór-
móti atvinnumanna í Ástralíu
um helgina. Coltart lék holurnar
72 á 285 höggum, þremur högg-
um undir pari.
„Ástœðanfyrir þvi að ég sigr-
aði að þessu sinni er að ég var
mun þolinmóðari en aðrir kepp-
endur,“ sagði Coltart eftir sigur-
inn. Stuart Appleby og Stephen
Allan komu næstir, fiórum högg-
um á eftir Coltart.
Ástralir eru líklegir til að
hljóta 32. og síðasta sætið á HM í
Frakklandi næsta sumar. Ástral-
ir gerðu 1-1 jafhtefli við írani í
íran á laugardag og eiga heima-
leikinn eftir.
Terry Venables, þjálfari Ástr-
ala, var yfir sig ánægður með
sína menn og sagði þetta eftir
leikinn: „Þetta var ótrúlega
erfitt. Ég veit að reynslumestu
leikmenn í heimi eiga erfitt með
að leika í íran af mörgum ástæð-
um.“
George Foreman hefur ákveð-
ið að leggja hanskana á hilluna
og hætta ótrúlegum ferli sem
hnefaleikari.
Shannon Briggs sigraði For-
eman um helgina á stigum. For-
eman er 48 ára gamall og var
elsti heimsmeistari hnefaleika-
sögunnar. Hann gerði um tíma
10 ára hlé á skrautlegum ferli.
-SK
Tilboð baðherbergissett! Kr. 23.000,- stgr.
Salerni með stút í vegg
eða gólf. Hörð seta og
festingar fylgja.
Ath. Öll hreinlætistæki hjá okkur eru framleidd hjá sama aðila sem
tryggir sama litatón á salerni, salernissetu, handlaug og baðkari.
Forðist ósamstæða litatóna!
Handlaug á vegg.
Stærð 55 x 43 cm
VERSLUN FYRIR ALLA !
Vib Fellsmúla
Sími 588 7332
OPIÐ:
Mánud. - föstud. kl. 9-18, laugard. kl. 10-14
VISA
RAÐCREIÐSLUR
LEMWáSÉI