Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Qupperneq 4
28
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997
MÁNUDAGUR 1. DESEMBER 1997
29
íþróttir
Geir Hallsteinsson:
„Einu númeri
betri en við“
„Júggarnir eru bara einfaldlega
einu númeri betri en við. Við
erum hins vegar með gott lið sem
hafði alla burði til að komast í úr-
slitin og því er maður mjög
svekktur að það skyldi ekki tak-
ast. Við gátum alveg búist við því
að tapa þessum leik í Júgóslavíu
en hefðum átt að geta gert betur
gegn þeim heima og ég tala nú
ekki um leikinn gegn Litháunum
úti,“ sagði Geir Hallsteinsson,
þjálfari Breiðabliks og gamall ref-
ur i handboltanum.
„Júgóslavarnir virðast eiga
óendanlega mikið af góðum leik-
mönnum. Þeir koma alltaf með
Geir Hallsteinsson.
góða leikmenn og eru alveg frægir
fyrir góða markvörslu. Mark-
varsla þeirra í síðari hálfleik fer
langt með að klára leikinn fyrir
þá. Á meðan eru okkar markmenn
ekki að verja nóg enda vömin
frekar slök. Það er spuming hvort
það hefði ekki hreinlega mátt taka
tvo leikmenn Júgóslavanna úr
umferð á tímabili, svona til að
taka einhverja áhættu í stöðunni.
Á tímabili fannst mér aðeins
spuming um herslumun á að við
myndum rífa þá alveg frá okkur
og maður veit ekki hvemig Júgg-
arnir hefðu bmgðist við því.“
„Ég held íslenska liðið hljóti að
taka einhverjum breytingum fyrir
næsta verkeftii. Menn í liðinu em
að komast á aldur og þeir sjálfir
hljóta að vera búnir að fá nóg.
Þarna er maður að tala um menn
eins og Geir, Júlíus, Valdimar og
jafnvel markverðina tvo. Mig
grunar aö einhverjir þessara
manna hljóti að ætla að draga sig
út úr þessu. Við þurfum ekkert að
kvíða framtíðinni. Við eigum fullt
af góðum handboltamönnum og
það er ákveðið púsluspil fram und-
an hjá Þorbimi hvemig hann
mannar liðiö. Það kemur alltaf
maður í manns stað,“ sagði Geir.
-GH
Svíar sýndu
styrk sinn
- og tryggöu sér sæti til Ítalíu
Undankeppni Evrópumóts lands-
liða í handknattleik lauk í gær og
nú er ljóst hvaða 12 þjóðir leika til
úrslita um Evrópumeistaratitilinn á
Ítalíu næsta sumar eins og fram
kemur annars staðar hér á síöunni.
Svíar töluðu um að leikur þeirra
gegn Ungverjum væri sá mikilvæg-
asti hjá þeim í 8 ár en þeir urðu að
vinna sigur til að tryggja sig í úrslit-
in. Hið geysireynda lið Svía sýndi
svo sannarlega styrk í Globen höll-
inni glæsilegu í Stokkhólmi þegar
það vann átta marka sigur á Ung-
verjum, 31-23, en staðan í hálfleik
var, 16-10. Gamla kempan Magnus
Wislander skoraði 7 mörk eins og
hinn ungi Johan Pettersson en hjá
Ungverjum voru Joszef Elez og
Gulyas með 5 mörk hver.
Danir sátu eftir með sárt enniö
þrátt fyrir sigur gegn Pólverjum á
heimavelli, 26-23, þar sem Svíar
höfðu betur gegn Ungverjum.
Christian Hjermind skoraði 7 mörk
fyrir Dani en Nowakowski var
markahæstur hjá Pólverjum með 9
mörk.
Norðmenn og Spánverjar léku til
úrslita um annað sætið í 4. riðli eft-
ir að Norðmenn höfðu óvænt unnið
heimaleikinn í Noregi í síðustu
viku. Spánverjar hefndu ófaranna á
heimaveUi sínum í gær og unnu 10
marka sigur, 30-20. Guijosa Castilla
var í miklum ham hjá Spánverjum
og skoraði 12 mörk en Vatne skor-
aði mest fyrir Norðmenn, eða 6
mörk.
Það verður gaman að fylgjast með
Þjóðverjum í úrslitakeppninni á
Ítalíu en síðustu misserin hafa þeir
þýsku haft frekar hægt um sig og
voru til að mynda ekki með á HM í
Kumamoto.
-GH
rh stolen
Magnus Wislander, fyrirliöi Svla, er hér aö skora eitt af sjö mörkum sínum
gegn Ungverjum í Globen-höllinni I Stokkhólmi. Reuter
Ólafur Stefánsson skoraöi 3 mörk gegn
Júgóslövum í gær. Þau dugöu skammt því
íslendingar töpuöu meö fjögurra marka mun
og eru úr leik í Evrópukeppninni.
Atli Hilmarsson, þjálfari KA:
onorigoi
Lykilmennirnir náöu ser
ekki á strik
„Auðvitað hélt mað-
ur í vonina um
að okkur
Atli Hilmarsson, þjálfari ís-
landsmeistara KA, sat eins og
fleiri íslendingar sem límdur
fyrir framan sjónvarpsskjáinn þegar leikur
Júgóslava og íslendinga var sýndur i beinni út-
sendingu á RÚV.
„Þetta eru geysileg vonbrigði vegna þess að
við erum að spila þessa leiki gegn Júgóslövum
langt undir getu í báðum leikjunum. Það er
því mjög súrt að vera ekki með í úrslita-
keppninni. Ég reiknaði með að við yrðum
iýrir ofan Litháa í riðlinum og að við
myndum frekar vinna þá á útivelli
heldur en Júgóslavana."
leggja Júgóslavana en fyrir framan sex þúsund
brjálaða áhorfendur reiknaði maður kannski
ekki með sigri. Lykilmenn í liðinu, eins og
Patrekur og Ólafur, náðu sér ekki á strik og ég
var óánægður með Duranona. Það vantaði
miklu meiri ógnun þeim megin.
Geir og Konráð voru báðir að spila vel og
markvarslan var ágæt á köflum. Guðmundur
hélt okkur til að mynda á floti með frábærri
markvörslu undir lok fyrri hálfleiks. Vömin
var frekar döpur og þó svo að Jovanovic hafl
verið tekinn mjög vel komu nýir menn inn og
fóra illa með okkur og virtust koma strákun-
um í opna skjöldu enda var kannski ekki búið
að kortleggja þá.
„Maður er enn svekktari þegar maður ber
lið íslendinga og Litháa saman. Við eigum að
vera með miklu sterkara lið og það er bara sár-
grætilegt að horfa upp á að Litháar verði með
í úrslita-
keppninni
en ekki við
íslending-
ar.“
„Það var
auðvitað
slæmt að
Dagur
skyldi ekki vera með í þessum leikjum en á
ekki að vera nein afsökun. Patrekur hefur
margoft spilað á miðjunni og það á ekki að
vera neitt vandamál þó svo að einn lykilmann
vanti."
- Sérð þú fyrir þér miklar breytingar á
liðinu fyrir næsta stórverkefni sem hefst
næsta haust?
„Án þess að ég viti nokkuð um það þá hef ég
trú á að menn eins og Valdimar, Geir og Júlí-
us fari jafnvel út úr þessu. Ég held að þessir
menn hafi upplifað allt í þessu og það er bara
spuming hvenær þeir taka þessa ákvörðun. Ef
þeir hafa hins vegar gaman af þessu áfram er
sjálfsagt að þeir verði með lengur. Þeir hafa
getuna enn en spumingin er hvenær á að
yngja upp. Það væri kannski slæmt ef þeir
hættu allir í einu en ég held samt að við eigum
menn sem geta tekið við hlutverkum þeirra."
Hlúa vel aö efniviðnum
„Við komum til með að byggja liðið í kring-
um Dag, Ólaf og Patrek. Þessir menn era orðn-
ir gífurlega reyndir og ég held að við þurfum
ekkert að óttast i framtíðinni. Það er ágætur
efniviður hér heima og við verðum bara að
hlúa vel að honum,“ sagði Atli.
-GH
Atli Hilmarsson, þjálfari KA-manna, segir sárt fyrir
íslendinga aö falla út úr keppninni því þeir séu meö miklu
sterkara liö en Litháar.
- íslendingar úr leik í Evrópukeppninni eftir fjögurra marka tap gegn Júgóslövum í gær
Hann reyndist of stór bitinn fyrir íslenska
landsliöið í handknattleik í Podgorica, höf-
uðborg Svartfjallalands, í gær en liðið laut
þá í lægra haldi fyrir hinu geysisterka liði
Júgóslava, 30-24, i síðasta leik sínum í und-
ankeppni Evrópumóts landsliða. Fyrir leik-
inn var vitað að ekkert nema sigur myndi
duga islenska liöinu til að tryggja sér sæti í
úrslitakeppninni á Ítalíu næsta sumar og
verkefnið gat ekki verið þyngra fyrir ís-
lenska liðið.
Menn bára smá von í brjósti vitandi það
að íslenska landsliðið hefur oft unnið mikil-
væga leiki þegar mikið hefur legið við, eins
eins og fyrir réttu ári þegar Danir voru lagð-
ir á svo eftirminnilegan hátt að velli í Ála-
borg í undankeppni HM.
Kraftaverkiö skilaöi sér ekki
En kraftaverkið sem menn töluðu svo
margir um fyrir leikinn i gær skilaði sér því
miður ekki og þar með er ljóst að íslending-
ar sitja eftir heima þegar úrslitakeppnin fer
fram á Ítalíu.
Júgóslavar, sem fyrir leikinn vora búnir
að tryggja sér sigurinn í riðlinum, gáfu okk-
ar mönnum engin grið fyrir framan stuðn-
ingsmenn sína heldur léku þeir af krafti og
innbyrtu öraggan sigur. íslenska liðið barð-
ist þó lengi vel af miklum móð en þegar um
10 mínútur vora eftir urðu strákamir að
játa sig sigraða. Júgsóslvar náðu góðum
leikkafla, komust 6 mörkum yfir og þar með
var eftirleikurinn auðveldur.
Góður fyrri hálfleikur
fslendingar léku fyrri hálfleikinn mjög
vel. Konráð Olavsson gaf tóninn með því að
skora fyrsta markið og eftir að liðin höfðu
skipst á að hafa forystuna gengu liðin jöfn
til leikhlés. Guðmundur Hrafnkelsson fór á
kostum á lokakafla fyrri háifleiksins og
varði hvert dauðafæri Júgóslava á fætur
öðra. Þá var Konráð í miklum ham og skor-
aði fimm mörk í hálfleiknum.
Geir Sveinsson skoraöi fyrsta mark síðari
hálfleiksins og hafi maður haldið að ís-
lenska liðið væri að taka leikinn í sinar
hendur var það öðru nær. Júgóslavar náðu
undirtökunum í leiknum og náðu snemma
þriggja marka forskoti, 19-16. íslendingar
neituðu að gefast upp, minnkuðu muninn í
eitt mark og allt stefndi í æsispennandi
lokakafla. En leikmenn íslenska liðsins fóra
illa að ráði sínu. í stöðunni 22-21 misnotuðu
þeir tvö dauðafæri og eftir að Júgóslavar
náðu tveggja marka forskoti misstu íslend-
ingar á skömmum tíma tvo leikmenn út af
og smátt og smátt sigu Júgóslavar fram úr.
Góöur leikur Konráös
Konráð Olavsson átti mjög góðan leik,
skoraði góð mörk úr hominu og leysti vel
inn á línuna þar sem hann skoraði tvö
mörk, Geir Sveinsson og Valdimar Gríms-
son áttu báðir ágæta kafla en Valdimar svo
og Bjarki Sigurðsson fóra báðir illa meö góð
færi úr hægra hominu. Ólafur Stefánsson
lék nokkuð vel i fyrri hálfleik, var ógnandi
og skoraði 3 góð mörk en í þeim síðari var
allur vindur úr honum og því mátti íslenska
liðið alls ekki við. Patrekur náði sér ekki á
strik og markvörður Júgóslavanna var með
öll ráð hans í hendi sér. Markvörðunum
Guðmundi og Bergsveini verður ekki kennt
um tapið, þeir vörðu báðir ágætlega en
vömin var einfaldlega ekki nógu vel á verði.
Vörnin réö ekki viö Petric og Kokir
Þorbjöm Jensson landsliðsþjálfari tók þá
ákvörðun að taka Stojonovic úr umferð all-
an tímann en hann lék okkar menn grátt í
fyrri hálfleiknum. Þetta skilaði sér ekki því
íslenska vömin réð ekki við ungu mennina
Vladimir Petric og Branko Kokir. Þessir
leikmenn skoraöu 12 af mörkum Júgóslva í
leiknum en þeir fengu ekkert að spreyta sig
í fyrri leiknum. Þetta eitt sýnir styrk
Júgóslavanna sem era með eitt allra bestu
landsliðs heims um þessar mundir.
Eftir frábært gengi á HM í vor átti maður
fastlega von á að íslendingum tækist í fyrsta
skipti að keppa í úrslitum Evrópumótsins
og því hlýtur þessi niðurstaða núna að vera
mjkil vonbrigði. Það er stutt á milli hláturs
og gráts í íþróttum. í vor fagnaði þjóðin með
strákunum besta árangri íslendinga á HM
fyrr og síðar en nú sitjum við eftir með sárt
ennið.
Veröur endurnýjun?
Eftir þessi úrslit hljóta menn að setjast
niður og hugsa um framtíðina. Liðið er enn
ungt að áram og næsta stóra verkefniö hjá
liðinu hefst næsta haust þegar undankeppni
fyrir HM í Egyptalandi 1999 hefst. Þar
verður við ramman reip að draga því aðeins
efsta liðið í riðlinum vinnur sér sjálfkrafa
sæti í þeirri keppni. Það má búast við ein-
hverjum breytingum á liðinu og ekki þyrfti
að koma á óvart ef að leikmenn á borð við
Geir Sveinsson, Valdimar Grímsson og Júlí-
us Jónasson segðu skilið við landsliðið eftir
áralanga og dygga þjónustu.
Tapiö í Kaunas gerði gæufmuninn
Það var til of mikils að ætla af strákunum
að leggja Júgóslava að velli á þeirra heima-
velli en menn hljóta að naga sig í handar-
bökin eftir að hafa leikið illa gegn Litháum
í Kaunas og tapað þar dýrmætum stigum.
Þá kom það berlega í ljós að fjarvera Dags
Sigurðssonar í leikjunum gegn Júgóslövum
veikti það mikið varðandi sóknina og Ólafur
Stefánsson var nánast eins og hálfur maður.
-GH
Iþróttir
EVRÓPUKEPPNI
1. riöill:
Króatía-Portúgal. 28-25
Rúmenía-Makedónía 32-25
Króatia 6 4 0 2 166-145 8
Makedónía 6 3 0 3 181-181 6
Rúmenía 6 3 0 3 151-160 6
Portúgal 6 2 0 4 151-163 4
2. riöill:
Júgóslavía-Ísland.............30-26
Litháen-Sviss.................31-26
Júgóslavía 6 4 2 0 167-140 10
Litháen 6 3 1 2 156-155 7
Island 6 2 1 3 157-161 5
Sviss 6 0 2 4 146-173 2
3. riöill:
Tékkland-Frakkland...........20-20
Slóvenía-israel..............35-21
Frakkland 6 5 1 0 158-124 11
Tékkland 6 2 2 2 141-146 6
Slóvenía 6 3 0 3 161-155 6
ísrael 6015 133-168 1
4. riöill:
Þýskaland-Slóvakía ..........30-25
Spánn-Noregur................30-20
Þýskaland 6 4 1 1 144-123 9
Spánn 6 3 1 2 162-137 7
Noregur 6 2 0 4 136-157 4
Slóvakía 6 2 0 4 148-173 4
5. riöill:
Danmörk-Pólland..............26-23
Svíþjóð-Ungverjaland........31-23
Ungverjal. 6 4
Svíþjóö 6 4
Danmörk 6 3
Pólland 6 0
1 1 146-138 9
0 2 156-139 8
1 2 133-134 7
0 6 128-152 0
Þessar þjóðir
keppa á Italíu
Þá er oröið ljóst hvaða 12 þjóð-
ir leika til úrslita um Evrópu-
meistaratitilinn í handknattleik
en keppnir verður haldin á ítal-
íu næsta vor.
ítalir verða með sem gestgjaf-
ar og Rússar sem núverandi Evr-
ópumeistarar en hinar 10 þjóð-
imar era: Krótatía, Makedónía,
Júgóslavía, Litháen, Frakkland,
Tékkland, Þýskaland, Spánn,
Ungverjaland og Svíþjóð.
-GH
Júgóslav (14)30
ísland (14) 26
0-1, 1-2, 4-2, 6-4, 6-8, 9-9, 11-9, 13-11,
(14-14), 14-15, 17-15, 20-17, 20-19,
22-21, 27-22, 30-24, 30-26.
Mörk Júgóslavíu: Branko Kokir
6, Valdimir Petric 6, Dragan Skribic
5, Igor Butulija 4/4, Rastko Stefanovic
3, Ivan Lapcevic 2, Vladimir
Stanjevic2, Nedeljko Jovanovic 1.
Varin skot: Dejan Peric 15.
Mörk fslands: Valdimar
Grímsson 7/2, Konráö Olavsson 6,
Geir Sveinsson 5, Ólafur Stefánsson
3, Patrekur Jóhannesson 3, Bjarki
Sigurðsson 1, Róbert Duranona 1.
Varin skot: Guðmundur
Hrafnkelsson 9, Bergsveinn
Bergsveinsson 6.
Brottvlsanir: Júgóslavía 12 mín,
ísland 8 min.
Dómarar: Lang og Reisinger frá
Austurriki, ekkert út á þá að setja.
Áhorfendur: Um 5000 og geysilega
vel með á nótunum.
Maður leiksins: Branko Kokir
(nr. 11) 1 Júgóslavíu.
Þannig komu mörkin:
Hraöaupphlaup: Júgóslavia 4,
ísland 4.
Langskot: Júgóslavía 9, fsland 3.
Lína: Júgóslavia 4, fsland 7.
Gegnumbrot: Júgóslavía 6, ísland
3.
Horn: Júgsóslavía 6, ísland 3.
Víti: Júgsóslavía 4, ísland 2.