Dagblaðið Vísir - DV - 01.12.1997, Side 8
IAGUR 1. DESEMBER 1997
Golf:
Westwood
sigurvegari
Bretinn Lee Westwood tryggöi sér
í gærmorgun sigur á opna ástralska
meistaramótinu i golfi. Westwood
og heimamaðurinn Greg Norman
luku báðir keppni á 274 höggum en
Westwood hafði betur í bráðabana á
4. holu.
Það leit allt út fyrir sigur
Normans á mótinu en þegar tvær
holur voru eftir var hann með
tveggja högga forskot á Westwood.
Á síðustu holunni þrípúttaði Nor-
man og fékk skolla og það nýtti
Westwood sér vel og tókst að jafha
metin með því fara hringinn á 72
höggum og háðir luku þeir keppni á
14 höggum undir parinu.
í bráðabananum léku báðir fyrstu
þijár holumar á pari en á fjórðu
holunni urðu Norman á slæm mis-
tök þegar honum mistókst að setja
niður pútt af stuttu færi en
Westwood setti niður eins og hálfs
metra pútt og tryggði sér þriðja sig-
urinn á stórmóti á skömmum tíma
en hann var hlutskarpastur á mót-
um á Spáni og í Japan. Fyrir sigur-
inn hlaut Westwood 700.000 dollara.
í þremur næstu sætum komu
ástralskir kylfingar. Craig Perry lék
á 275 höggum, Stephen Leaney 277
og Nick O’Hem á 278.
-GH
íþróttir
Bland í poka
Hilde Gerg frá Þýskalandi sigraði á
heimsbikarmóti I samhliða svigi í
Kalifomíu aðfaranðtt laugardagsins.
Hún sigraði löndu sína, Martinu Ertl,
i úrslitaviöureign en aðeins 15/1000
úr sekúndu skildu þær að.
Andreas Goldberger frá Austurríki,
einn fremsti skíðastökkvari heims,
fékk á föstudag neitun frá Júgóslavíu
eftir að hann óskaði eftir að keppa
fyrir hönd landsins. Áður höfðu
Bosnía, San Marino og Grenada hafn-
að því að fá hann í sinar raðir. Gold-
berger er hættur í landsliði Austur-
rikis en þar var honum neitað um að
æfa eingöngu hjá sínum þjálfara.
Lillehammer í Noregi og Helsinki í
Finnlandi ætla að sækja í sameiningu
um vetrarólympíuleikana 2006. Alpa-
greinamar fæm þá fram í Lille-
hammer en norrænu greinamar í
Heísinki.
Dieíer Thoma frá Þýskalandi sigraði
í heimsbikarmóti í skföastökki sem
fram fór í Lillehammer á laugardag.
Colin Montgomerie frá Skotlandi
hefur verið valinn kylfmgur ársins í
Evrópu, þriðja árið i röð.
Michael Chang, þriðji besti tennis-
leikari heims, gaf í skyn eftir ósigur
Bandarikjamanna gegn Svium um
helgina að hann myndi fljótlega
leggja tennisspaðann á hilluna. Hon-
um hefur ekkert gengið undanfama
mánuði og segist enga ánægju hafa af
íþróttinni lengur.
Katja Seizinger frá Þýskalandi sigr-
aði i heimsbikarmóti í risasvigi i
Kalifomíu í fyrrakvöld. Isolde
Kostner frá Italíu varð önnur og
Kathárina Gutensohn frá Þýskalandi
þriðja.
Manuel Lapuente hefur verið ráðinn
þjálfari landsliðs Mexíkós í knatt-
spymunni í stað Bora Milutinovic
sem var óvænt látinn taka pokann
sinn á dögunum. Þetta er i annað
sinn sem Lapuente tekur við starfi
landsliðsþjálfara en hann stjómaöi
liðinu árið 1992.
-VS/GH
NBA-DEILDIN
Aöfaranótt laugardags:
Boston-Phoenix......frl. 108-112
Waiker 27, Mercer 26, Barros 17 - Rob-
inson 26, Chapman 24, McDyess 15.
Charlotte-Cleveland......91-97
Wesley 17, Phills 17, Mason 16 -
Person 33, Ugauskas 15, Kemp 13.
Orlando-Milwaukee........94-90
Price 22, Hardaway 19, Outlaw 15 -
Robinson 29, AUen 16, Brandon 13.
Philadelphia-LA Lakers . . 105-95
Iverson 31, Jackson 16, Stackhouse 13
- CampbeU 19, Bryant 19, Van Exel 14.
Indiana-Chicago...........94-83
MiUer 24, Smits 18, Rose 13, Best 11 -
Jordan 26, Longley 14, Brown 8.
Detroit-New York..........86-78
WilUams 26, HiU 24, Dumars 13 -
Ewing 27, WiUiams 13, Starks 13.
DaUas-Toronto.............93-91
Scott 21, Finley 15, Walker 14 -
Christie 27, WaUace 21, Jones 12.
Denver-Minnesota..........95-84
Newman 31, Jackson 14, Garrett 10 -
Gugliotta 18, Gamett 17.
Utah-Golden State .......111-82
Malone 21, Foster 18, Homacek 14 -
SpreweU 30, MarshaU 15, Shaw 8.
Portland-Houston..........89-98
Rider 20, Grant 15, Trent 14 -
Drexler 24, Johnson 21, WiUis 12.
Seattle-Sacramento......113-96
Baker 21, Schrempf 18, EUis 16 -
Richmond 21, Funderburke 16.
LA CUppers-New Jersey . . 92-104
Barry 16, Taylor 15, Wright 13 -
Kittles 25, CasseU 25, GUl 17.
Allen Iverson átti stórleik með
Philadelphia í sigrinum á Lakers.
Hann skoraði 31 stig og átti 8
stoðsendingar.
Charles Oakley hjá New York tók út
eins leiks bann gegn Detroit. Hann
sló Otis Thorpe hjá Vancouver í leUc
liðanna um síðustu helgi.
Mark Price tryggði Orlando sigur á
MUwaukee meö fjórum vítaskotum á
lokasekúndunum.
Denver vann langþráðan sigur eftir
að hafa tapað fyrstu 12 leikjunum á
tímabilinu.
Aöfaranótt sunnudags:
Atlanta-Charlotte.........98-80
Smith 23, Laettner 20, Mutombo 10 -
Rice 19, Mason 9, Divac 9.
Cleveland-Boston.........103-97
Kemp 19, Ugauskas 16, Person 14 -
Walker 24, Mccarty 15, Mercer 14.
Miami-Milwaukee ..........87-93
Hardaway 26, Austin 23, Mashbum 10
- AUen 24, Brandon 19, Robinson 18.
New York-Phoenix........102-80
Starks 22, Ewing 21, Houston 21 -
Mcdyess 10, Kidd 10, WiUiams 19.
Washington-Chicago .......83-88
Howard 22, Webber 21, Strickland 21
- Jordan 29, Kukoc 15, Wennington
10.
Minnesota-Vancouver . . . 106-87
Gugliotta 23, Carr 17, Marbury 14 -
Daniels 16, Rahim 15, B.Edwards 10.
San Antonio-DaUas ........96-87
Robinson 18, Duncan 17, Johnson 16 -
Finley 35, Scott 16, Reeves 11.
Golden State-Houston .. . 100-107
MarshaU 24, SpreweU 22, Smith 14 -
Barkley 43, Drexler 17, Willis 15.
LA CUppers-Utah...........91-94
Piatkowski 20, Rogers 19, Murray 18 -
Malone 42, Homacek 17, Anderson 11.
„Okkur tokst þaðM
- Svíar hrepptu Davis-bikarinn
Sviar tryggðu sér glæsilegan sigur á Bandaríkjamönnum, 3-0, í úrslita-
leik Davis-bikarsins i tennis í Gautaborg á laugardaginn. Þetta er sjötti sig-
ur Svía í þessari óopinberu heimsmeistarakeppni landsliða og hann var ''
óvæntur. Flestir spáðu Bandaríkjamönnum sigri en þeir hafa unnið keppnina í 31
skipt i.
Svíar unnu báöa einliðaleikina á föstudag. Jonas Björkman vann Michael Chan
3-1, og Magnus Larsson vann Pete Sampras sem hætti keppni vegna meiðsla, 2-1
undir. Síöan réöust úrslitin á laugardag þegar þeir Björkman og Nicklas Ivulti sigr
uöu Todd Martin og Jonathan Stark i þremur settum í tvíliöaleik.
„Þeir voru ekki margir sem spáöu því aö viö næðum þetta langt. En okkur
tókst það,“ sagöi Björkman, himinlifandi eftir sigurinn frammi fyrir 11 þúsund
áhorfendum i Gautabore. -VS
New York-leikmennirnir Charles Oakley, liggjandi á gólfinu, og Chris Mills eiga hér i höggi viö John Williams og
Antonio McDyess hjá Phoenix f leik félaganna í Madison Square Garden í New York í fyrrinótt. Reuter
NBA-körfuboltinn:
Barkley í ham
fran varö á laugardag 32. og síóasta þjóöin til aö
tryggja sér sæti í lokakeppni HM í knattspyrnu. fran-
ar náöu þá jöfnu, 2-2, viö Ástrala f Mejbourne en
áöur höföu liöin gert 1-1 jafntefli f fran. franar, sem
aöeins hafa einu sinni áöur komist f lokakeppnina,
voru lengst af 2-0 undir en jöfnuöu og sigruöu þar
meö á fleiri mörkum á útivelli. Ali Daei, einni af
frönsku hetjunum, er hér fagnaö af stuöningsmönn-
um sem hefja á loft mynd af trúarleiötoganum
sáluga, Ayatoliah Khomeini. Sfmamynd Reuter
Tvær gamlar kempur, Charles Barkley og Karl
Malone, fóru á kostum með liðum sínum I NBA-deild-
inni í körfuknattleik í fyrrinótt. Malone skoraði 42 stig
fyrir Utah þegar liðið lagði LA Clippers að velli og
Barkley gerði enn betur og skoraði 43 stig þegar Hou-
ston sigraði Golden State.
Barkley héldu engin bönd, hann hitti úr 15 skotum af
20 utan af velli og misnotaði aðeins eitt vítaskot af 12.
Þá tók hann 15 fráköst í leiknum. Fram-
an af leik stefiidi í annan sigur Golden
State á tímabilinu. Liðið náði um tíma 19
stiga foyrstu, 44-25, en Houston skoraði
12 síðustu stigin í fyrri hálfleik og 15
fyrstu stigin í þriðja leikhluta og þar
með Houston komið með tökin á leikn-
um.
Gengi LA Clippers er svipað og hjá
Golden State, aðeins tveir sigurleikir í 16
leikjum. Maðurinn bak við sigur Utah
var Karl Malone og hann innisiglaði sig-
ur sinna manna með körfú 23 sekúndum
fyrir leikslok. Malone var öflugur í síð-
asta leikhlutanum og skoraði þá 16 af 42
stigum sínum í leiknum.
„Við náðum góðum köflum í leiknum
af og til en lékum iila þess á milli. En við
náðum upp góðri vöm á lokakaflanum
og það gerði gæfumuninn," sagði Jerry
Sloan, þjálfari Utah, eftir leikinn.
Langþráður sigur hjá Milwaukee
Eftir að hafa tapað 17 leikjum í röð
gegn Miami náði Milwaukee loks að
vinna sigur og það á heimavelli Miami. Það var einkum
og sér í lagi góður leikur Terrells Brandons í síðari hálf-
leik sem skóp sigur Milwaukee en hann skoraði þá 17
stig og Miami tókst aðeins að gera 13 stig í síðasta leik-
hlutanum.
„Það vantaði allan neista í leik okkar og menn hugs-
uðu fyrst og fremst um að sleppa þægilega frá leiknum.
Það gengur ekki í þessari deild,“ sagði Pat Riley, þjálf-
ari Miami, sem var ailt annað en ánægður með sína
menn.
Patrick Ewing og félagar hans í New York unnu auð-
veldan sigur á Phoenix í annað sinn á leiktíðinni. New
York, sem hefúr unnið átta leiki með meira en 20 stiga
mun í vetur, réð ferðinni allan leikinn og í fyrri hálf-
leiknum náði Phoenix aðeins að skora 27 stig.
Jordan öflugur
Washington lék síðasta heimaleik sinn í US Airways
Arena-höllinni og kvaddi hana með tapi gegn meistur-
um Chicago. Michael Jordan fór fyrir sínum mönnum í
Chicago og skoraði 29 stig. Jordan hitti úr 10 af 21 skoti
sínu í leiknum, 8 af 12 vítaskotum rötuðu rétta leið,
hann átti 3 stoðsendingar og stal tveimur boltum. Þá var
Dennis Rodman öflugur undir körfúnni og hirti 17 frá-
köst. Næsti heimaleikur Washington verður í nýrri höll,
MCI Center-höllinni, og kannski verður gengið hjá lið-
inu betra þar en Washington hefur tapað sjö af átta
heimaleikjum sínum á tímabiiinu.
San Antonio Spurs vann fimmta sigur sinn í röð þeg-
ar liðið lagði Dallas að velli. David Robinson skoraði 18
stig, tók 12 fráköst og blokkaöi 3 skot og nýliðinn Tim
Duncan gerði svipað, skoraði 17 stig, tók 13 fráköst og
blokkaði 5 skot. -GH