Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Blaðsíða 3
JjV FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 Robert Carlyle ið í þáttaröðinni Hamish Macbeth. Robert Carlyle, lengst til hægri, í hlutverki sínu f Trainspotting. Fyrir miðri mynd er Ewan Macgregor sem nú baðar sig í frægöinni. Fyrsta reynsla hans í kvikmynda- leik var í skólaverkefni sem kallaðist Apprentice. Fyrsta hlutverk hans í kvikmynd í fullri lengd var í Silent Scream sem vann til verðlauna á kvikmyndaháíðinni í Berlín. í kjölfar- ið lék hann Stevie í kvikmynd Ken Loach, Riff-Raff, sem fékk Felix-verð- launin sem besta kvikmynd Evrópu. Auk ofangreindra kvikmynd lék Car- lyle lítið hlutverk í Being Human sem Bill Forsyth leikstýrði og Robin Willi- ams lék aðalhlutverkið í. -HK Robert Carlyle, sem leikur aðal- hlutverkið í Face, hefur verið tíður gestur í kvikmyndahúsum Reykjavík- ur. Það er ekki nema rúmt ár frá því sýndar voru þær frægu kvikmyndir Priest og Trainspotting. Síðan þá höf- um við séð hann i Go No sem Há- skólabíó sýndi sem eina mynd í bresku nýbylgjuseríunni Carla’s Song, sem var á nýafstaðinni kvik- myndahátíð, í The Full Monty, sem nýtur óhemju vinsælda hér á landi sem annars staðar og nú í Face. Sex kvikmyndir á rúmi ári, allar að und- antekinni Carla’s Song, sem Ken Loach leikstýrði, í leikstjóm nokk- urra af þeim ungu leikstjórum sem Bretar binda mestar vonir við. Robert Carlyle er nú sem stendur á mörkum þess að vera kvikmynda- stjama. Hinar miklu vinsældir A Full Monty hafa gert það að verkum að til- boðum rignir yfir hann og nú er bara að sjá hvaða stefnu hann tekur, hvort hann verður trúr breskri kvikmynda- gerð eða hvort Hollywood nær tökum á honum. Eftir að hafa lokið námi við RADA og þar að aúki fengið verðlaun fyrir ljóðalestur hefur Carlyle skipt tíma WoodyAllen á sömu slóðum Nýjasta kvikmynd Woody Allens, Deconstructing Harry verður frumsýnd í Bandaríkjun- um eftir rúma viku. Allen sjálfúr leikur aðalhlutverkið, þekktan skáldsagnarithöfund sem býr á Manhattan. Hann er á hálum ís gaganvart vinum og ástkonum þar sem þau lenda yfirleitt á síðum bóka hans og em þá oftar en ekki afhjúpaðar. Þeir sem þekkja til mynda Woody Allens og séð hafa Harry segja hana vera samsuðu úr mörgum mynda hans. Auk Allens leika í myndinni, Elisabeth Shue, Judy Davis, Demi Moore og Kirstie Alley. Antonioni enn að Flestir héldu að Beyond the Clouds, sem Michelangelo Anton- ioni leikstýrði með Wim Wemd- ers í fyrra yrði hans síðasta kvik- mynda, enda þessi frægi 85 ára ít- alski leikstjóri ekki sterkur tfi heilsunnar. Svo er nú ekki því tökur hefjast í janúar í Los Angel- es á Just Be Together, sem hann leikstýrir. í aðalhlutverkum em Robin Wright Penn og Sam Shepard. Verður þetta fýrsta kvik- myndin sem Antonioni gerir í Bandarikjunum frá því hann gerði Zabriskie Point árið 1970. Kana- díski leikstjórinn Atom Egoyan hefúr samþykkt að hlaupa í skarð- ið ef veikindi Antonionis ágerast. Miðnætti í garði góðs og ills Nýjasta kvikmynd Clint Eastwoods, Midnight in the Gar- den of Good and Evil hefur ekki fengið mikla aðsókn. Margir vilja halda því fram að það sé vegna þess að hann leikur ekki í henni og benda á að það vom örlög Byrd á sínum tima að þrátt fyrir góða dóma varð aðsókn lítil, en Eastwood lék ekki heldur í þeirri mynd. Midnight... gerist i Suður- ríkjunum og fjallar um mikilsmet- inn samkynhneigðan borgara sem ákærður er fyrir morð á elskhuga sínum. í aðalhlutverkum em Kevin Spacey, John Cusack og Jude Law. Aleinn heima 3 í næstu viku verður frumsýnd í Bandaríkjunum Home Alone 3. Nú er enginn Macauley Culkin til að selja myndina enda er hann orðinn unglingur og hefúr skilið pláss sitt fyrir hinn átta ára gamla Alex D. Linz, sem leikur sömu per- sónu og Caulkin lék. Þá era held-_ ur ekki til staðar hinir seinhepp^ smákrimmar sem höfðu lítið að gera í hinn klára Alex Pruitt. ; , Breskar kvikmyndir rekur nú hverja af annarri á fjörur okkar ís- lendinga og má segja að allt frá því Trainspotting var sýnd hafi verið að minnsta kosti ein bresk kvikmynd í bíóhúsum borgarinnar. Face, sem Sam-bíóin taka til sýningar, er ný bresk kvikmynd, leikstýrt af Anton- ia Bird, sem gerði meðal annars hina athyglisverðu kvikmynd Priest. Aðalpersóna myndarinnar er Ray, sem er reiður og bitur ungur maður sem leiðst hefur út á braut glæpa. Hann safnar um sig fjórum vinum sínum, Dave, Stevie, Julian og Jason, og þeir ráðgera bíræfið rán á peningasendingu. Ránið heppnast að mestu eftir áætluninni sem gerð var. Þegar félagarnir hafa komist und- an lögreglunni verða vonbrigði þeirra mikil þegar þeir sjá aö þýfið er mun minna en þeir höfðu ætlað. Þeir skipta með sér peningunum og halda hver í sína áttina. Leiðir þeirra liggja þó fljótt saman á nýjan leik þegar Dave hefur verið lúbar- inn og rændur og peningamir eru horfnir frá Ray og Steve besta vini hans þar sem þeir höfðu falið þá. I hlutverki Ray er Ro- bert Car- Antonia Bird Breski leik- stjórinn Ant- onia 3ird hefur nóg á sinni Robert Carlyle og Connie Headay í hlutverkum Rays og Connie. sínrnn nokkum veginn jafnt á milli leikhúss, sjónvarps og kvikmynda. í Glasgow rekur hann sitt eigið leikhús þar sem hann sýnir klassísk leikrit, leikur og leikstýrir jöfnum höndum. í sjónvarpi hefur hann leikið gestahlut- verk i skoskum þáttum, má þar nefna Taggart og Cracker fyrir enska sjón- varpið. Sjálfúr lék hann titilhlutverk sælasta breska kvikmynd sem sýnd hefur verið á Bretlandseyjum. Ránið tekst vel en afleiðingarnar eru dramatískar fyrir ræningjana. Julian hefur einnig tapað sinum peningum, orðið fómarlamb ræn- ingja. Eða er kannski einn þeirra svikari og hvar er Jason, sá þeirra sem hinir þekkja minnst. Þetta er byrjunin á blóðugri atburðarrás þar sem Ray gerir sér grein fyrir í lokin að þetta er ekki líf sem hann vill lifa. lyle, sem lék titilhlutverkið i Priest. Aðrir leikarar em Ray Winston, Phil Davis, Steven Waddington, Lena Headay og íslandsvinurinn Damon Albam, söngvari hljóm- sveitarinnar Blur, sem hér heyr sína fyrstu eldraun í kvikmynda- leik. könnu um þessar mundir. Hún hef- ur verið með fjögur verkefni í gangi að undanfómu. í Bandaríkjunum eru það If Not for You með Richard Gere í aðalhlutverki og Without Apparant Motive, sem enn er á skrifborðinu. í heimalandi sínu er hún með tvær myndir í gangi fyrir BBC, In Search of the Assassin, sem byggð er á skáldsögu eftir Susie Morgan, og Strike, sem gerist meðal námuverkamanna meðan á verk- falli stendur 1984-1985. Priest er sú kvikmynd sem Bird hefur fengið mest lof fyrir. Hún kom í kjölfarið á sjónvarpsmyndinni Safe, en fyrir hana fékk hún bresku BAFTA-verðlaunin og sú mynd var auk þess valin besta myndin á Edin- borgar kvikmyndahátíðinni. Á eftir Priest gerði hún í Bandaríkjunum Mad Love, með Drew Barrymore og Chris O’Donnell í aðlhlutverkum. Antonia Bird byrjaði feril sinn sem leikkona, starfaöi í leikhúsum þar sem hún fljótt sneri sér að leik- stjóm. í leikhúsinu var henni treyst fyrir fnnnuppfærslum á leikrifinn eftir Trevor Griffiths, Hfanif Kureis- hi og Jim Cartwright. í sjónvarpinu leikstýrði hún meðal annars Morse lögregluforingja. -HK Mvikmyndir BAMMNS mnv LJt. Confidental **** Skuggahliðar Los Angeles sjötta ára- tugarins er sögusviðið í óvenju innihaids- ríkri og spennandi sakamálamynd sem enginn ætti að missa af. Spilltar löggm-, ósvifnir æsifréttamenn, melludólgar og glæsilegar vændiskonur eru á hverju strái. -HK Event Horizon *★★* Geimskipið Lewis & Clark leggur upp í leiðangur til að bjarga tilraunaskipinu Event Horizon sem hefur verið týnt í 7 ár. Bresk áhrif leyna sér ekki hér, bæði hvað varðar gotneska hönnun, góðan leik og gæðahrylling. Með vel heppnaðri hönnun og flottu útliti, magnaðri tónlist og há- gaíða ískrandi speimu, er varla hægt að ímynda sér að hægt sé að gera betur i svona geimhorrorhasar. -úd Everyone Says I Love You ★★★ Myndin sækir í dans- og söngvamynd- ir fjórða áratugarins og þótt dansatriðin séu misjöfn að gæðum eru sum þeirra frá- bær. Myndin stenst ekki samanburð við það besta sem Allen hefur sent frá sér en allir aðdáendur Allens ættu þó að sjá hana. Leikaramir eru ferskir og slagar- amir standa ávallt fyrir sínu. -GE Auðveld bráð **★ Shooting Fish segir frá tveimur mun- aðarlausum svindlurum. Dylan er sjar- mörinn sem getur talað sig út úr hvaða klípu sem er og Jez er feimna tölvuséniið sem veit nákvæmlega hvemig brauðrist- inni þinni leið áður en hún bilaði. Per- sónusköpimin og handritið eru bráð- skemmtileg þar sem fjárglæfrabrellur þeirra félaga em hreint ótrúlega klikkað- ar og uppátækin era óhikað og funlega yf- irkeyrð. -úd Marvin's Room *★★ Fjölskyldukvikmynd í orðsins bestu merkingu. Persónur eru djúpar, mikið lagt í þær frá höfundar hendi og þær end- urspegla það sem hverri fjölskyldu er verðmætast, ræktun hennar inn á við. Stórleikkonumar Meryl Streep og Diane Keaton sýna snilldarleik i hlutverkum systra, spila á allan tilfinningaskalann af mikiili list. -HK Periur oq svín ★★★ Fyndm mynd um hjón sem kunna ekki að baka en kaupa bákarí og son þeirra sem selur rússneskum sjómönnum Löd- ur. Óskar Jónasson hefúr einstaklega skemmtilegan húmor sem kemst vel til skila og í leiðinni kemur hann við kaun- in á landamun. Ólafia Hrönn Jónsdóttir og Jóhann Sigurðarson eru eftirminnileg í Tilutverkum hjónanna. -HK Með fullri reisn *★★ Eftir að hafa hneykslast upp í háls (og verða létt skelkaðir líka) á ninum ítur- vöxnu fatafellum The Chippendales upp- götva þeir félagar Gaz (Robert Carlyle) og Dave (Mark Addy) að það að fækka fötum uppi á sviði er hið arðbærasta athæfi. Það er varla hægt að hugsa sér betri ávísun upp á skemmtun en svona sögu og svo sannariega skilaði myndin því grím sem hún lofaði, með fullri reisn. -úd Contact *★★ Jodie Foster er konan sem féll til stjamanna í þessari geim(veru)mynd um trú og tilverur. Leiksþóra er mikiö í mun að greina sig frá tæknibrelluþungum og fantasíufullum qeimmyndum og skapa í staöinn raunsæja og vitræna rnynd en smáfantasía hefði verið holl og góð og létt aðeins á öllu dramanu. 1 heildina er Contact sterk og skemmtileg mynd af þvi einfalda en samt viðtæka atviki sem sam- band við verur utan úr geimi hlýtur að vera.-úd Excess Baggage **★ Excess Baggage kom mér skemmtilega á óvart. Styrkur myndarmnar felst í stór- skemmtilegu handriti sem þrátt fyrir hefðbundinn og fremur ófrumlegan sögu- þráð hefur síg yfir alla meðalmennsku í leiftrandi samtölum og frábærum leik Benicios Del Toros sem túlkar hinn sein- þreytta og seinheppna Roche með mikium tilþrifum. Þannig skyggir hann aftur og aftur á Silverstone. -GE The Peacemaker *★* Dæmigerð Hollywood-afþreying þar sem allt sem lagt er af stað með gengur upp, myndin er hröð, spennandi og vel gerð en eins og með marga „sumarsmell- ina“ sem komið hafa frá Hollywood í ár er hún innihaldsrýr og skilur ekkert eftir. Spielberg og félagar í Draumasmiðjunni hefðu átt að bytja af meiri metnaði. -HK Wilde *★* Kvikmynd Brians Gilberts segir sögu breska rithöfundarins Oscars Wilde sið- asta áratuginn i lifi hans Með aöalhlut- verkið fer Stephen Fry sem, eíns og svo margir hafa bent á, er fúllkominn í hlut- verk Wildes. Wilde er vönduð mynd með ágætis leik en nokkuð vantar á að hand- ritið skili dramatísku llfshlaupi Wilde á sannfærandi máta. Ég mæli þó með henni. -ge Bean *** Af Bean má hafa bestu skemmtun. í henni eru margar óborganlegar senur sem ég hefði kosið að sjá fléttaðar saman af meiri kostgæfnl -GE Air Force One *** Harrison Ford er trúverðugur forseti Bandaríkjanna, hvort sem hann setur sig 1 spor stjómmálamannsins eða fyrrum Víetnamhetju í spennumynd sem er hröð og býður upp á góð atriðL Brotalamir i handriti ásamt klisjukenndum persónmn veikja hana þó til muna. -HK The Game *** The Game nær að skapa skemmtilegt andrúmsloft þar sem ofsóknarótti og framandi umhverfi haldast ágætlega í hendur. Douglas sýnir góð tilþrif í leik sinum og aukahlutverkm era vel mönn- uð. Helsti gaili hennar er sá að grunnhug- myndin gengur ekki upp og hnökrar f fiá- sagnarfléttunni gera þessa annars skemmtilegu spennumynd að innantómri vitleýsu. -GE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.