Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.12.1997, Blaðsíða 10
32 tpnlist FÖSTUDAGUR 5. DESEMBER 1997 J->V Island - plötur og diskar- 1. d i 2. (17) 3. (3) 4. (2) 5. (10) 6. (9) # 7.(6) t 8.(12) t 9.(11) t 10.(16) t 11. ( « ) t 12. ( 7 ) t 13. (Al) t 14 ( 8 ) t 15. ( - ) 116.(15) 8 17. (13) 418.(14) * 19. (Al) 4 20.(17) 1:-.: Let's Talk Celino Dion Pottþótt jól Ýmsir Quarashi Quarashi Spice World Spico Girls The Best of Eros Ramazotti Jólastjarna Diddú Roload Metallica Abba Babb Dr. Gunni The Best of Enya Pottþótt gull Ýmsir Homogenic Björk Sigga Sigga Beinteins Bros Geirmundur Valtýs 1987JI997 Nýdönsk Pottþétt Vitund Ýmsir Trúir þú á engla? Bubbi Bergmál hins liðna Ellý og Vilhjálmur Central Magnetizm Subterranean Pottþótt rokk Ýmsir Partý Zone Andrós + Margeir London --- -lög- | 1. (1 ) Perfoct Day Various t 2. ( - ) Baby Can I Hold You/Shooting Star Boyzone I 3. ( 2 ) Barbie Girl Aqua | 4. ( 3 ) Wind Beneath My Wings Steven Houghton 5. ( 4 ) Torn Natalie Imbruglia 6. ( 5 ) Never Ever All Saints 7. (- ) Lucky Man The Verve | 8. ( 7 ) Tell him Barbra Streisand & Celine Dion 8 9. ( 6 ) Ain't that Just Lutricia McNeal t 10. (- ) Something About.JCandle In the... Elton John NewYork --- -lög- In the Wind 1997 Something About the Way you L.. You Make Me Wanna... usher How Do I Live Leann Rimes My Body LSG MyLovo IstheSHHHI Somothin' for the Peoplo... Tubthumping Chumbawamba Show Me Love Robyn Feel So Good Mase All Cried Out Allure Featuring 112 I Will Como to You Hanson 1.(1) 2.(2) | 3.(3) 4.(5) 4 5.(4) t 6.(6) t 7.(7) t 8.(10) t 9. (9) t 10. (-) Þriðja plata hljómsveitarinnar Comershop kom út fyrir skömmu og sýnir vel að hún er að ná ákveðnu hámarki í lagasmíðum og flutningi á tónlist sinni. Tónleikar hljómsveitarinnar á Tribal Gather- ing í sumar voru í einu orði sagt frábærir. Svimakenndir sítar- hljómar i bland við þunga hip hop takta gáfu öllum eitthvaö fyrir sinn snúð. Comershop fékk svo sem ekki slæma æfingu því sveitin hitaði upp fyrir Beck á tónleika- ferðalagi hans um Evrópu árið 1996 og á Lollapalooza tónleika- ferðalaginu sama ár. Besta platan til þessa Nýja breiðskifan, sem ber heitið When I was Bom for The Seventh Time, er besta plata sveitarinnar til þessa. „Hún hefur að geyma eitthvað fyrir alla,“ segir Tjinder Singh, forsprakki sveitarinnar. Gagnrýnendur hafa líka keppst við að hlaða sveitina lofi og segja hana undir áhrifum allt frá Nancy Sinatra til Beck. Margir tónlistar- menn lögðu Comershop lið á nýju plötimni. Má þar nefna The Automator, Justin Warfield úr Bomb The Bass og beatnik-skáldið Alan Ginsberg lætur gamminn geysa i einu laginu. Þetta gefur plötunni mikla vídd og eykur á létta stemninguna á henni sem minnir helst á þann anda sem sveif yfir tónlist Happy Mondays á sín- um tíma. Fjórar stjörnur Bandaríska tónlistartímaritið Rolling Stones gaf hljómsveitinni fjórar stjömur fyrir tónleika sem hún hélt við afhendingu tónlistar- verðlaunanna í Brooklyn sem er mikil og virt samkoma þar sem stærstu stjörnurnar í tónlistar- heiminum keppast við að fá að spila og einnig hældi blaðið þeim á hvert reipi fyrir nýju plötuna. Fyr- ir fáeinum mánuðum var Tjinder Singh, forsprakki hljómsveitarinn- ar, á göngu í London ásamt unn- ustu sinni þegar maður af írsku bergi brotinn gekk að þeim og hóf að hreyta í þau ókvæðisorðum. Þannig er að Tjinder er indverskur en unnusta hans er hvít. Maðurinn sló Tjinder í andlitið og sýnir það vel þá fordóma sem viðgangast í Bretlandi gagnvart fólki af öðmm litarhætti. Tjinder, sem er fæddur og uppalinn í Bretlandi, segir at- burðinn ekkert einsdæmi, hann hafi áram saman verið fómarlamb kynþáttahaturs og óvildar i garð fólks af indverskum uppruna í Bretlandi. Á uppvaxtarárum sin- um í Bretlandi var leikvöllur hans og félaga hans oftar en ekki eyöi- lagður af rasistum og kveikt var í reiðhjólum þeirra. „Ég ólst upp viö mjög ögrandi og óöraggar aðsteeð- ur,“ segir Tjinder. „Það varð til þess að skerpa boðskap minn." Comershop er um þessar mimdir á tónleikaferðalagi um vesturströnd Bandaríkjanna þar sem hún hitar upp fyrir íslenska fjöllistahópinn Gus Gus á tónleikaferðalagi hans um heimsbyggðina. -JAJ Óákveðið popp Bretland -plöturog diskar— | ■ 1 1. ( 1) Let's Talk About Love Celine Dion | 2. ( 2 ) Spiceworld Spice Girls | 3. ( 3 ) Urban Hymns The Verve t 4. ( -) The Best of Whaml t 5. ( -) Left of the Middle Natalie Imbruglia | 6. ( 5) Greatest Hits Eternal | 7. ( 6 ) Like You Do...The Best of Lightning Seeds 8 8. ( 7 ) Paint the Sky With...The Best of Enya | 9. ( 9 ) Backstreet's Back Backstreet Boys t 10. ( -) Their groatest Hits Hot Chocolate Bandaríkin -plötur og diskar — | 1. (_ ) Reload Metallica t 2. (-) Let's Talk About Love Celino Dion 8 3. (1 ) Higher Ground Barbra Streisand t 4. (-)Uve • Erykah Badu | 5. ( 2 ) Come On Over Shania Twain | 6. ( 6 ) You Light Up My Life Leann Rimes t 7. (-) Snowed In Hanson 8 8. ( 7 ) Tubthumper Chumba Wamba 8 9. ( 5 ) Harlem World Mase 110. ( 4 ) Levert sweat Gill i_jrr...-..i4Q.;-T..... t Svanur Kristbergsson gaf út sína fyrstu sólóplötu nú í vikunni. Svanur er kannski betur þekktur sem annar helmingur Birthmark sem var poppdúett sem gaf út plöt- una Unfinished Novels fyrir um þremur árum. Stefhur og straum- ar í dægurtónlistinni eiga það til að breytast fljótt og hefur mikið breyst hjá Svani síðan Birthmark var og hét. En hver er tilurð nýrrar sóló- plötu? „Einhver athafnagleði og sköp- unarbrölt," segir Svanur. Hvað varð um Birthmark? „Birthmark gerði stóra plötu fyrir þremur áram síðan og svo leystist hljómsveitin hægt og hægt upp. Loks þegar tilboð um útgáfu erlendis barst frá litlu óháðu fyrir- tæki í Bretlandi var hún löngu hætt.“ Hljómsveitin var skipuð þér og Valgeiri Sigurðsyni sem sá um upptökustjóm á nýjustu plötu Helga Björns, er það ekki? „Jú, svo er Valgeir kominn í Un- un.“ Hvernig stemning er á nýju plöt- unni? „Ég vil meina að hún sé á nokk- urs konar landamærum. Tilheyri ekki einu ríki. Þetta er dálítið óá- kveðið popp.“ Hvernig verða lögin þín til? „Þetta byrjar allt með kassagít- arglamri inni í stofu og þar sem ég gef mig ekki út fyrir að vera mik- ill hljóðfæraleikari þá fæ ég tón- listarmenn mér til aðstoðar við að túlka lögin betur. Lagasmíðar mínar era ekki mjög frábragðnar því sem var að gerast hjá mér í Birthmark en það mætti kannski segja að þær væru aðgengilegri en oft áður. Birthmark var rómantísk að einhverju leyti og ég er á nýju plötunni að hafha þeirri rómantík og þeim áhrifavöldum sem vora þar tii staðar. Við lögðum mikla vinnu og peninga í gerð Unfinis- hed Novels og það að gera hana var góður skóli. En svona eftir á spyr maður sig óneitanlega, hve mikið af þessu er mitt eigið? Á nýju plötunni er tónlistin líka meira á mínum forsendum. Við Valgeir eram báðir ráörikir og það var ein af ástæðúnum fyrir því að við hættum að vinna sam- an. Það er líka þægilegra að vera einn. Ég á samt gott með að vinna með öðram og fá aðra á sveif með mér í þann farveg sem ég vil að lögin falli í.“ Þú segir að nýja platan tilheyri ekki einu ríki, hvað áttu við með því? „Ég er fullkomlega umburðar- lyndur gagnvart allri tónlist enda vann ég í plötubúð í ein sjö ár. Þetta er svona kokkteill hjá mér með vísanir í nokkrar áttir.“ -JAJ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.