Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 1

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Blaðsíða 1
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 Kristinn Björnsson skíðakappi í fínu formi urverðlaunin á fyrsta heimsbikar- mótinu í svigi sem fram fór í Bandaríkjunum. í dag verður Kristinn í eldlínunni í Sestriere á Ítalíu en þá fer fram annað heims- bikarmótið. Nánar er fjallað um heimsbikarmótið á bls. 31 og viötal við Kristinn. -GH Kristinn Bjömsson skíðakappi náði þeim glæsilega árangri að komst aftur á verðlaunapall þegar hann hafnaði í 3. sæti í svigi á Evr- ópubikarmóti sem fram fór í Ítalíu á laugardaginn. Kristinn var ræst- ur út númer 25 en tókst engu að síöur að ná þriðja sætinu. Þetta er í fyrsta sinn sem ís- lenskur skíðamaður kemst á verö- launapall á Evrópubikarmóti en besti árangur Kristins fyrir þetta mót var 13. sæti. Austurríkismaðurinn Benjamin Raich sigraði og Finninn Mika Marilla, æflngafélagi Kristins, varð annar. „Þetta gekk bara hörkuvel og ég er mjög ánægður með að hafa kom- ist á verðlaunapall. Ég var þriðji eftir fyrri ferðina en í þeirri síðari gekk mér ekki allt of vel en tókst engu að síður að halda sæti mínu. í heildina séð var ég að skíða þokkalega vel,“ sagði Kristinn í samtali við DV í gær. Eins og flestum ætti að vera kunnugt þá varpaöi Kristinn sprengju í skiðaheiminum á dög- unum þegar hann tryggði sér silf- Handknattleikur: Gunnar Berg brotnaði Gunnai' Berg Vikt- orsson, handknatt- leiksmaður úr Fram, handar- brotnaöi á æfingu um helgina. Gunnar Berg verður í gifsi í þijár vikur og er Guö- mundir Guðmundsson, þjálfari liðstns, að gera sér vonir um aö hann veröi klár í slaginn þegar Fram mætir Haukum í 8-liða úr- slitum bikarkeppninnar 11. jan. Gunnar Berg var valinn í landsliðið, sem tekur þátt í móti í Svíþjóð eftir áramótin en meiðslin gera það aö verkum að hann verður Qarri góðu gamni með landsliðinu í þetta skipti. Engu að síður er hér á ferðinni framtíöarmaður í landsliði. „Gunnar Berg á alveg að geta haldið sér í formi og ég mun setja upp fyrir hann sérstakt æf- ingaprógramm," sagði Guð- mundur Guömundsson, þjálfari Fram, viö DV. -JKS Hilmar til Helsingborg KR-ingur- inn Hilmar Bjömsson skrifaöi um helgina und- ir þriggja ára samning við sænska úrvalsdeild- arliðið Helsingborg. Fyrir nokkrum vikum leit út fyrir aö Hilmar gengi til liðs við Tromsö i Noregi en ekkert varð hins veg- ar úr því. Hilmar fór til Svíþjóð fyrir helgina og gekk þá frá samningum. KR og Helsingborg eiga eftir að semja um kaupveröið og verð- ur gengið frá því máli í þessari viku. -JKS Örn sló í gegn í Ósló Efhileg- asti sund- maður landsins, Örn Arnars- son úr sund- félagi SH, stal senunni á Norður- landamóti unglinga sem haldið var í Ósló um helgina. Öm setti íslandsmet og Norðurlandamet unglinga í 100 og 200 m baksundi. í mótslok fékk öm síöan sér- staka viðurkenningu fyrir að verða stigahæsti sundmaöur mótsins. Örn er eitt mesta sundefni sem komið hefur fram hér á landi í mörg ár. Sjá nánar bls. 30 -JKS Lottó: 8 16 20 33 35 B: 31 Enski boltinn: x22 xxl 111 1112

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.