Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Qupperneq 3

Dagblaðið Vísir - DV - 15.12.1997, Qupperneq 3
MÁNUDAGUR 15. DESEMBER 1997 31 Iþróttir Kristinn Björnsson keppir á heimsbikarmóti í svigi i kvöld: „Reyni aö gera mitt besta" - frábært ef ég kemst í hóp 15 efstu manna, segir Kristinn Kristinn Björnsson tekur í dag og kvöld þátt í öðru heimsbikar- mótinu á skíðum sem fram fer í Sestriere á Ítalíu. Kristinn keppir í svigi en eins og alþjóð ætti að vera kunnugt kom hann öllum á óvart á fyrsta heimsbikarmótinu þegar hann hafnaði í öðru sæti og fékk langbestan tíma í síðari ferð- inni. Eins og fram kemur á bls. 29 bætti Kristinn skrautfjöður í hatt sinn á laugardaginn þegar hann varð þriðji á sterku Evrópubikar- móti sem fram fór á Ítalíu og eins og á heimsbikarmótinu varð hann fyrsti íslendingm-inn til að komast á verðlatmapall. Kristinn kom um hádegisbilið í gær á keppnisstað í Sestriere og seinni partinn í gær æfði hann í brekkunni þar sem keppnin fer fram í Qóðljósum. Árangurinn á tveimur síð- ustu mótum hlýtur að gefa þér byr undir báða vængi fyrir mótið f Sestriere? „Jú, það gerir það náttúrlega. Ég er spenntur að sjá hvort ég verð að skíða á svipuðum nótum og í Bandaríkjunum. Veit aö fólk heima býst viö einhverju svipuöu og i Bandarikjunum Finnur þú fyrir meiri pressu á þér eftir þennan glæsilega ár- angur á fyrsta stigamótinu? „Ég held nú ekki. Ég reyni að leiða þetta hjá mér. Ég veit hins vegar að fólk heima býst við ein- hverju svipuðu og í Bandaríkjun- um. Ég geri mér hins vegar grein fyrir því hvað þetta er erfitt. Ef ég verð á meðal 15 efstu manna yrði það alveg frábært. Ég mun gera mitt besta. í svona íþrótt eru hver mistök dýr svo það má ekki mikið út af bregða svo illa geti farið,“ sagði Kristinn. Allir bestu skíöamenn heims meö Kristinn vissi ekki betur en að allir bestu skíðamenn heims yrðu með í þessu móti. Kristinn, sem var ræstur út númer 49 í Park City í Bandaríkjunum á fyrsta heimsbikarmótinu, sagðist ekki vita með vissu hvaða rásnúmer hann fengi f Sestriere en sagðist búast við að vera í kringum 25. Fyrri ferð svigsins hefst í dag klukkan 17 og síðari ferðin klukkan 20. Færiö hentar Kristni vel „Mér sýnist aöstæður hér vera mjög góðar. Færið er hart sem ætti að henta mér vel því ég er bestur við þannig kringumstæð- ur. Ég keppti hér á sama stað á heimsbikarmóti í fyrra og þá var eins og nú keppt í Qóðljósum. Síðasta mót ársins í Madonna Þriðja heimsbikarmótið fer fram í Madonna á Ítalíu 22. des- ember og þar verður Kristinn á meðal keppenda. Það er síðasta mót ársins en þráðurinn verður síðan tekinn upp að nýju eftir áramót þegar fjórða mótið fer fram í Kranjska Gora í Slóveníu. Heimsbikarmótin í ár verða níu talsins og stefnir Kristinn á að verða með í öllum þeim mót- um og á ólympíuleikunum sem fram fara í Nagano í Japan í febr- úarmánuði. -GH Kristinn í beinni útsendingu á Sýn Það ríkir mikil eftirvænting hér heima fyrir heimsbikarmótið í Sestriere í kvöld. Eftir frábæran árangur Kristins á fyrsta heimsbikarmótinu, þegar hann hafiiaði í 2. sæti, ætla margir að fylgjast með í sjónvarpinu í kvöld en sjónvarpsstöðin Sýn mun sýna svigkeppnina í beinni útsendingu. Fyrri ferðin hefst klukkan 17 og síðari ferðin klukkan 20. -GH Inga Fríöa Tryggvadóttir fær hér óblföar móttökurhjá Judit Esztergal og Hörpu Melsted í leik Stjörnunnar og Hauka um helgina þar sem Stjarnan sigraöi. DV-mynd Brynjar Gauti 1. deild kvenna í handknattleik: Anna Blöndal tryggði Stjörnunni sigur - sem fer í jólafrí meö Qögurra stiga forskot Ekki er hægt að segja annað en að leikur Hauka og Stjörnunnar hafi verið frábær auglýsing fyrir kvennahandboltann. Leik- urinn var mjög hraður og skemmtilegur en þó svolítið sveifiukenndur. Haukar byrjuðu mun betur og komust í 6-1. Þá tók Stjaman leikhlé og náði að jafha leikinn í 8-8 þegar rúmar fimm mín- útur voru í hálfieik. Jafiit var svo á öllum tölum og staðan í hálfieik var 11-11 eftir að Nína Bjömsdóttir jafiiaði á síðustu sek. fyr- ir Stjömustúlkur. Síðari hálfieikurinn byrjaði eins og sá fyrri, þ.e. Haukastúlkur völtuðu yfir and- stæðing sinn og komust í 19-14. Það leit ekki út fyrir spennandi leik. Stjömustúlk- ur vora þó ekkert á þeim buxunum að gef- ast upp. Með miklum karakter og baráttu söxuðu þær jafiit og þétt á forskot Hauka. Vöm þeirra var frábær á þessum leikkaQa og þeir fáu boltar sem komust í gegnum vöm þeirra varði Liana Zadcon í markinu. Þegar sjö mínútur vom til leiksloka komust Haukastúlkur í 22-20 með marki frá Hörpu Melsted. Þegar 4.24 mínútur vora eftir misstu Haukar Judit Estergal af velli með brottvísun. Nína minnkaði mun- inn í 22-21. Haukar fóra í sókn en Stömu- stúlkur unnu boltann, brunuðu í hraða- upphlaup og Anna Blöndal skoraði og jafh- aði leikinn, 22-22, og rúmar þrjár mínútur eftir. Aftur fara Haukar í sókn en missa boltann og aftur skorar Anna Blöndal úr hraðaupphlaupi og kemur Stjömustúlkum yfir, 22-23, í fyrsta skipti í langan tíma. Haukar tóku þá leikhlé þegar 2.42 vora eft- ir. Ekki virtist það koma að sök því vöm Stjömunnar gaf ekkert eftir og þær héldu út langa sókn Hauka og sigraðu, 22-23. Að sama skapi má segja að Haukar hafi farið illa að ráði sínu að ná ekki að skora á tæp- um þremur mínútum en algjört ráðleysi ríkti í sókninni. Auövitaö sáttur „Auðvitað er maður sáttur með tvö stig en það þarf rosalegan karakter til að vera svona undir lengi og ná að vinna það upp. Það vantar svolítið að byrja strax leikinn og virðist vera einbeitingarleysi hjá okkur. Það er miklu skemmtilegra að fara í jóla- fríðið með tvö stig heldur en að vera með tap á bakinu,“ sagði Aðalsteinn Jónsson, þjálfari Stjömunnar, eftir leikinn. Mörk Hauka: Hulda Bjamadóttir 7, Judit Estergal 5/1, Harpa Melsted 4/2, Thelma Ámadóttir 3, Björg Gilsdóttir 2, Auður Hermannsdóttir 1. Vigdís Sigurðar- dótir varði 15 skot. Mörk Stjömunnar: Ragnheiður Steph- ensen 8/3, Inga Fríða Tryggvadóttir 4, Nína Bjömsdóttir 4, Herdís Sigurbergsdóttir 3, Anna Blöndal 2, Hrund Grétarsdóttir 1, Sig- rún Másdóttir 1. Liana Zadcon varði 19/1 skot. -RS TAKTU SVIGIÐ Á 55. Alberto Tomba - T.Stiansen 56. F.C.Jagge - T. Stangassinger 57. Kristinn Björnsson - K.A. Aamodt þessa skíðakappa m tJTjlll 15:55 ídag. t r a r a I I a I a Á s k i ð u m s k e m m t i e u m e t ttá r á I I a I a , t t a r a I I a ! a i

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.