Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1998, Qupperneq 24
32
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998
Sviðsljós
Barbra ekki
eina söngkonan
Bandaríska söng- og leikkon-
an Barbra Streisand er ekki sú
eina í fjölskyldunni sem getur
þanið raddböndin án þess að
skaprauna þeim sem nærstaddir
eru. Hálfsystir hennar, Roslyn
Kind, þykir heldur ekkert slor.
Stúlkan hyggur líka á plötuút-
gáfu með vorinu. Roslyn segir
að þær systumar hafi erft söng-
gáfurnar frá mömmu gömlu,
sem var með ekta sópranrödd.
Fergie hamingjusöm
með ítölskum greifa
Sara Ferguson, hertogaynja af Jór-
vík, fór nýlega í þriðja sinn á sex
vikum í heimsókn til auðugs greifa
á Ítalíu. Vinir Söru, eða Fergie eins
og hún er kölluð, segja að hún hafi
nú fundið öxl til að gráta við.
Bresk slúðurblöð hafa eftir einum
þeirra, sem kunnugir eru málum
Fergie, að henni og greifanum hljóti
aö koma mjög vel saman úr því að
þau eyði svo miklum tíma hvort í
návist annars.
Greifinn, sem heitir Gadda Della
Gherardesca, er fráskillinn tveggja
bama faðir. Það er í glæsivillu hans
í Toscana sem Fergie hefúr dvalið.
Sjálfur segir Gherardesca að vinátta
hans og Fergie sé dásamleg. Hann
Fergie hefur fundið öxl til að gráta
við. Símamynd Reuter
leggur þó áherslu á að aðeins sé um
vináttu að ræða. Fergie tekur undir
þau orð.
En hún hefur áður reynt að leyna
ástarsamböndum sínum. Þegar
Fergie var í tygjum við Texasbúann
John Bryan á meðan hún var enn
gift Andrési prins hélt hún því fram
að Bryan væri aðeins ráðgjafi henn-
ar í fjármálum. Nokkrum vikum
seinnu birtu fjölmiðlar myndir af
þeim þar sem Bryan saug tæmar á
Fergie á sundlaugarbakka í Frakk-
landi.
Fergie býr enn með Andrési. Hún
flutti inn til hans á ný í fyrra vegna
fjárhagserfiöleika. Þau búa enn í
sama húsi en þó ekki í sömu álmu.
Fergie hefur alltaf haldið því fram
að hún og Andrés séu ákaflega góð-
ir vinir. En hún þolir ekki að hann
sé í sambandi við aðrar konur.
Andrés yfirgaf vinkonu sína, Henri-
ette Peace, eftir að Fergie hafði op-
inberlega varað hana við að koma
of nærri Andrési.
Prinsinn er sagður orðinn þreytt-
ur á yfirlýsingum Fergie í garð kon-
ungsfjölskyldunnar. Það fór sérstak-
lega í taugamar á honum þegar
Fergie lýsti því yfir í sjónvarpsvið-
tali i Bandarikjunum að konungs-
fjölskyldan óskaði ekki eftir nær-
vem hennar við hátíðarhöldin í til-
efni gullbrúðkaups Elísabetar
drottningar og Filippusar prins.
Vill leggpa milljarða í
skemmtigarð í Varsjá
Söngvarinn Michael Jackson von-
ast til að geta undirritað samkomu-
lag í maí um byggingu skemmti-
garðs fyrir um 40 milljarða ís-
lenskra króna í Varsjá í Póllandi.
Nú veltur allt á því að hægt verði að
ganga frá eigendaskiptum.
Michael llst vel á gamlan herflug-
völl í höfuðborg Póllands undir
skemmtigarðirm. En áður en hægt
veröur að skrifa undir samning
verður að pólska vamarmálaráöu-
neytið að afsala sér eignarréttinum
á svæðinu til ríkisstofnunar, að því
er haft er eftir talsmanni Michaels,
Jacques Tourel.
Ef hægt verður að skrifa undir
samninginn í maí yrði mögulegt að
opna fyrsta hluta skemmtigarðsins
þegar þann 1. júní. Varsjárbúum líst
ákaflega vel á tilhugsunina um að fá
skemmtigarð í eigu Michaels
Jacksons.
Michael Jackson hyggst færa út kví-
arnar. Símamynd Reuter
Hagstœð kjör
Ef sama smáauglýsingin
er birt undir 2 dálkum sama
dag er 50% afsláttur
af annarri auglýsingunni.
aW mllff himinx
$ro)
it*'SSs
Smáauglýsingar
550 5000
tiFEOlMRp,
Þótt íslendingar geti nú ekki kvartað hástöfum undan veðrinu í skammdeg-
inu fer því þó fjarri að við getum spókað okkur jafn léttklædd og strand-
varðagellan Tracy Bingham. Hún er því sannkallaður sumarauki og sumar-
boði. Og svo er hún falleg að auki.
Leonardo líður best
heima hjá mömmu
Hjartaknúsarinn Leonardo
DiCaprio, sem leikur annað aðal-
hlutverkið í kvikmyndinni Titanic,
býr enn heima hjá Irmelin móður
sinni í litla húsinu hennar í Los
Feliz í Los Angeles.
En þó að Leonardo, sem er orðinn
23 ára, líði vel heima hjá mömmu
situr hann ekki heima öll kvöld.
Nokkrum sinnum i viku skreppur
með félögum sínum á næturklúbb-
inn Garden of Eden til að skemmta
sér.
Þangað mætir hann svartklæddur
og notar sömu orð og götustrákam-
ir í bænum.
Cindy fylgist
með viðgerðum
Ofurfyrirsætur verða líka að
fylgjast með framkvæmdum við
væntanlegt heimili sitt. Svo ger-
ir að minnsta kosti Cindy okkar
Crawford. Hún og kærasti henn-
ar, næturklúbbseigandinn
Rande Gerber, keyptu gullfallegt
hús í Brentwood, einu flottasta
úthverfi Los Angeles, á síðasta
ári. Siðan hafa smiðir og aðrir
verkamenn unnið að endurbót-
um, undir árvökulu auga fyrir-
sætimnar i leðurbuxum.
Pamela hefur í
nógu að snúast
Silíkonsprengjan Pamela
Anderson veit hvað til hennar
friðar heyrir. Hún er nú allt í
einu komin með þijú böm upp á
armana, þar af eitt sem fæddist
skömmu fýrir áramót. Hin tvö
era að sjálfsögðu Brandon sonur
hennar og svo eiginmaðurinn
Tommy Lee. Tommy er sjálfsagt
erfiðastur allra, eins og dæmin
sanna. Skömmu fyrir fæðing-
una sást til Pamelu á kaffihúsi í
Malibu og átti hún fúllt í fangi
með sig og sína.