Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1998, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 08.01.1998, Qupperneq 28
FIMMTUDAGUR 8. JANÚAR 1998 nn AÍþingi enginn skiptibókamarkaður „Aðalatriöið í mínum huga er aö menn veröa að gera sér grein fyrir því að þetta er Alþingi en ekki einhver skipti- bókamarkaður." Arnþrúöur Karlsdóttir varaþingmaður, sem skipt var út af þingi, í Degi. Afþurrkunarklútur Davíðs „Friðrik Sophusson er orðinn fremur aiþurrkunarklútur, sem þurrkar út ætlunarverk sin eftir að Davíð hefur tuskað hann til, en ráð- herra sem gljáfægir ijármál þjóðar- innar með hugkvæmni." Guðbergur Bergsson rithöfund- ur, í DV. Ummæli Jólasveinsaulinn „Það er hallærislegt að sjá i sjón- varpi einhvem jólasveinsaula leiöa böm kringum jólatré og syngja há- stöfum án þess að koma nokkum tíma nálægt lagi og þurfa þar að auki að tralla af þvi hann kann ekki Adam átti syni sjö.“ Björn Ingólfsson, í Degi. Súperpower með súper- hugmyndir „Meðan Bandarikjamenn vaða uppi sem eitthvert „súperpower“ með hraðsoðnar „súperhugmyndir" Hollywood um friö í heiminum verð- ur enginn friður.“ Ástþór Magnússon, í Morgun- blaðinu. Taflmennska Kristjáns „Það er lítið mál að leysa þessa deilu ef Kristján Ragnarsson væri ekki af sinni snilld búinn að tefla þessu í þenn- an farveg. Hann opn- ar ekki kjaftinn án þess að halda því fram að okkar bar- átta sé í andstöðu við aðra í áhöfn.“ Helgi Laxdal, form. Vél- stjórafélags íslands, í DV. Pólitískur skemmtikraftur „Enginn getur gleymt því að hann kemur einkum frain sem pólitískur skemmtikraftur af sama tagi og sirk- usdýr sem látin em fara flikkflakk afturábak milli aðalatriða." Stefán Jón Hafstein ritstjóri um Hannes Hólmstein Gissurarson, í Degi. um, var belgur fylltur heitu lofti, gerður af kaþóiskum Blessuð veröldin presti, Bartolomeu de Gusmao, í Santos i Brasilíu. Belgurinn fór sína fyrstu loft- ferð innan dyra í Terreiro do Pacao í Portúgal 8. ágúst 1709. Mesta flughæðin Mesta hæð sem mannlaus loftbelgur hefur náð er 51.815 metrar. Það gerði Winzen loftbelgur 1,35 milljón rúmmetra stór sem fór á loft frá Chico í Kalifomíu i október og náði þessari hæð. Það hæsta sem mannaður loftbelgur hefur farið er 37.735 metrar yflr sjávarmáli. Það gerði Nicholas Piantanida 1. febrúar 1966 í loft- belg sínum á leið sinni frá Sioux Falls í Dakota til Iowa. Loftbelgurinn lenti á komakri með þeim afleiðingum að Pi- antanida lést. Þar af leiðandi er þetta met ekki staðfest. uleiðir í Eliiðaárdal ARTUNSHOLT Burfoss Arbæjarsafn Drekkingarhylu ^ Skötufoss Arholmar Kermoafoss Kermóar Stifla 300 metrar r~i Gústaf Bjarnason, handknattleiksmaður og leiðbeinandi: Gefandi að vinna með unglingum Stutt er síðan landslið íslands í handknattleik fór á sterkt fjögurra landa mót í Svíþjóð. Ekki var búist við miklu af landsliðinu í þessu móti þar sem eingöngu var teflt fram leik- mönnum sem leika hér heima, nán- ast allir „útlendingarnir" fengu hvíld. Frammistaða landsliðins kom á óvart og var með miklum ágætum, liðið vann tvo leiki og tapaði tveim- ur. Fyrirliði landsliðsins í þessum leikjum var homamaðurinn kunni úr Haukum, Gústaf Bjarnason, og bar hann fyrirliöabandið í fyrsta sinn. Stuttu eftir heimkomuna var Gústaf síðan kosinn íþróttamaður Hauka. I stuttu spjalli var Gústaf fyrst spurður hvor það væri eitthvað öðruvísi að leika sem fyrirliði en sem venjulegur leikmaður. „Þetta er í rauninni alltaf eins, maður reynir alltaf að gera sitt besta. Fyrirliða- staðan kom til mín þar sem þeir sem hafa áðiu gegnt og gegna fyrirliöa- stöðunni vom í fríi og sjálfsagt fékk ég fyrirliðastöðuna út á það að ég hafði mestu reynsluna og var leikja- hæstur. Gústaf segir að mótið í heild hafi verið mjög skemmtilegt: „Þama var nýr hópur sem ekkert var vitað hvemig kæmi út á sterku móti sem þessu en liðið náði vel saman og þvi var útkoman viðun- andi. Erfiðasti leik- urinn var gegn Sví- um eins og svo oft áður. Við vorum með vinningsmögu- leika um tíma en Svíar eru alltaf seigir og þeir höfðu það af að sigra okk- ur einu sinni enn.“ Nú tekur við smáhvíld hjá lands- liðinu en engin hvíld er hjá hand- boltakappanum Gústaf Björnssyni sem einnig er fyrir- liði Hauka: „Það er bikarleikur um næstu helgi og svo tekur deildarkeppn- in við. Við erum með reynslumikið lið og ætlum okkur stóra hluti í báðum keppnunum.“ Gústaf æfir með Haukum á hverj- um degi og þegar landsliðsæfmgar em þá bætast þær við. Hann er þó ekki atvinnu- maður eins og aðrir hand- boltamenn sem era hér heima: „Ég vinn sem leiðbeinandi í Félagsmiðstöð- inni Vitanum í Hafnarfirði. Unglingar sækja mikið í félagsmiðstöð- ina og það er virkilega gef- andi að vinna með þeim.“ Gústaf segir lít- inn tíma til að sinna öðru en vinnunni og handboltanum: „Það má segja að lífið snúist um handbolt- ann, lífið og fjölskylduna." Eiginkona Gústaf heitir Hildur Loftsdóttir og eiga þau einn lítinn dreng, Daníel ísak, sem er tæpra tveggja ára gam- all. -HK Gústaf Bjarnason. Maður dagsins Myndgátan Lausn á gátu nr. 2000: Sér sig um hönd. Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði. Fimm leikir verða í úrvalsdeild- inni í körfubolta í kvöld: Nágrannaslagur í Njarðvík Fimm leikir af sex í 12. umferð í Úrvalsdeildinni í körfubolta verða leiknir í kvöld. Hæst ber viðureign Njarðvíkinga og Kefl- víkinga. Þessi lið eru nágrannar og hafa leikir þeirra í millum yf- irleitt verið mjög spennandi. Njarðvíkingai- eiga heimaleikinn í kvöld og ætla sér öragglega ekkert annað en sigur. Borgnes- ingamir i Skallgrími fá heim- sókn Tindastólsmanna frá Sauð- íþróttir árkróki, í Grindavík leika heimamenn gegn Val, í Höllinni á Akureyri leika Þór og Haukar og á Akranesi leika ÍA og KR. Annað kvöld leika svo á Isafirði KFÍ og ÍR. Allir leikimir hefjast kl. 20. Einn leikur er í 1. deild kvenna, í Seljaskóla leika ÍR og Grindavík og hefst hann kl. 20. Bridge Þetta kostulega spil kom fyrir á ólympíumótinu í Rhodos í október siðastliðnum. Spilið kom fyrir í leik tveggja sveita á HM í parasveita- keppninni sem haldin var samhliða ólympíumótinu í sveitakeppni. Á öðru borðinu sátu Eddie Wold og Jacqui Mitchell í sveit George Rosenkrans í AV. Sagnir gengu þannig, austur gjafari og NS á hættu: * ÁDG84 *76 D104 * 632 N * v . «* K5 V A ÁKG3 S * KG974 * 1092 4* ÁD109843 * 72 * 5 ♦ K53 4» G2 ♦ 9865 ♦ ÁD108 suður vestur norður austur pass pass pass 1 G 2 4* 3 G p/h Grandopnun austurs lofaði 15-17 punktum og þriggja granda sögn vesturs neitaði hjartastoppi en lof- aði nægjanlegum punktastyrk í game. Suður var hittinn þegar hann valdi að spila út spaða og vömin tók 12 fyrstu slagina! Talan 400 í NS leit illa út fyrir AV en skoðum hvað gerðist á hinu borðinu þar sem Kerri Sanbom og Jeff Meckstroth sátu NS: suður vestur norður austur pass pass pass 1 * 24* 3* 34* 3 G 4 4* dobl p/h Það virðist ekki vera nokkur leið til að fara niöur á 4 hjörtum en út- spil vesturs í upphafi var spaðaþri- stur. Sagnhafi var hræddur um að útspilið væri einspil, fór upp með ásinn, svínaði hjartadrottningu, lagði niður hjartaás og spilaði spaða. Vestur drap strax á kóng og spilaði háum tígli. Austur átti næsta slag á gosann, tók kónginn í tígli og - lagði niður tígulásinn. Sagnhafi fékk því 10 slagi eftir allt saman og sveit Rosenkranz græddi 9 impa á spilinu. ísak Öm Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.