Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1998, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1998, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 25 Patti - pönkdrottningin í sviðsljósið á nýjan leik eir sem fylgdust með rokktónlist um miðjan áttunda áratuginn muna eflaust eftir bandarísku söngkonunni Patti Smith. Smith var á sínum tíma talin upphafsmaður pönksins vestra, bæði með hráinn og einfoldum melódíum i keyrslulögum sínum en ekki síst vegna texta sinna sem ætíð voru byggðir á þjóðfélagsá- deilum. Ekki var þó eingöngu um að ræða hrátt og taumlaust rokk hjá Smith og hljómsveit hennar því hún virtist hafa mikla hæfi- leika til að semja sorglegar og ang- urværar ballöður og er þá skemmst að minnast lagsins Because the night sem hún samdi með Bruce Springsteen. En það er kannski ekki síst þessu lagi að þakka og flutningi Springsteen sem Smith hefur haldið sér á floti síðustu fimmtán árin eða þann tíma sem hún hefur verið úr sviðs- ljósinu og heimurinn gleymt henni. Patti Smith er fædd árið 1946 í Chicago en ólst upp í New Jersey. Hún leitaði strax á vit ljóðagerðar og gaf út ljóðabækur um og eftir 1970. Áhugi hennar á rokktónlist var þó aldrei langt undan og hún fór að nota tónlistina með ljóðum sinum þegar hún kom fram í neðanjarðar- klúbbum í New York. Smith sem hafði áður gefið út ljóðasmáskífúna Piss Factory árið 1974 hóf innreið sína í heim rokktón- listar ásamt hljómsveit sinni, The Patti Smith Group árið eftir með breiðskífunni Horses. Á næstu árum komu út fleiri plötur með sveitinni, Radio Ethiopia (1976), Easter (1978) og Wave ( 1979). Allt urðu þetta plöt- ur sem áttu eftir að hafa mikil áhrif á tónlistarmenn. Einn af þeim er Michael Stipe, söngvari R.E.M.. Það var því ekki að R.E.M. færi þess á leit við Smith að hún syngi með sveitinni bakraddir í nokkrum lög- um og einnig hefur U2 átt við hana samstarf. Smith sem giftist Fred „Sonic“ Smith, upphafsmanni sveit- arinnar MC5, dró sig í hlé næstu ár- in og ferðaðist um gjörvöll Bandarík- in með eiginmanni sínum og vann að ljóðagerð. Það var ekki síst vegna fjárskorts sem ákveðið var að gefa út nýja plötu árið 1988. Smith sem var ólétt að sínu fyrsta bami á þessu tímabili hafði nú gjörbreytt um stíl. Textar plötunnar Dream of Life fjöli- uðu um Móður Jörð og andlega ást, þema sem var einfaldlega ekki til í heimi rokktónlistar. Platan hlaut því frekar dræmar viðtökur hjá gagnrýnendum og aðdá- endum söngkonunnar. Patti Smith er fædd árið 1946 í Chicago en ólst upp í New Jersey. Hún leitaði strax á vit Ijóðagerðar og gaf út Ijóða- bækur um og eftir 1970. Áhugi hennar á rokktónlist var þó aldrei langt undan og hún fór að nota tónlistina með Ijóð- um sínum þegar hún kom fram í neðanjarðarklúbbum í New York. Smith Eiginmaðurinn lást Það urðu síðan þátta- skil í lífi Patti Smith þeg- ar eiginmaður hennar lést úr hjartaáfalli 1994, aðeins rétt rúmlega fertugur. Það var eins og eitthvað hefði ýtt á hana og sköpunar- kraftiuinn braust nú fram óbeislaður. Platan Gone Again sem kom út 1996 var af mörgum talin með betri rokk- plötum ársins. Og í fyrra kom síðan platan Peace And Noise sem hefur fengið mjög góða dóma gagnrýnenda og Patti Smith m.a. verið tilnefnd til Grammyverðlauna fyrir besta flutn- ing á rokklagi og er það lagið 1959 af plötunni Peace and Noise. Smith er komin í gamla formið og notar samfélagsskoðun óspart í text- um sínum. í viðtali nýlega sagði Smith að ný plata væri á leiðinni aðeins þremur mánuðum eftir að Peace And Noise kom út. Smith gaf þær skýringar að andagift sveitarinnar væri í hámarki og því engin ástæða tii að gefa ekki út plötur með stuttu millibili. -ps Röng leið á toppinn hjá Þegar Brad Nowell, söngvari Sublime, lést af völdum eiturlyfja- neyslu héldu margir að það yrði hljómsveitinni að fjörtjóni. Hins vegar fór það ekki svo. Breiðskífa Sublime seldist í næstum tveimur milljónum eintaka og varð Sublime ein af hljómsveitum ársins 1997. Mánuði eftir að söngvari hljóm- sveitarinnar lést sökum heróín- neyslu var upptökustjóri hljóm- sveitarinnar enn í sjokki. Hann sat einn í íbúð sinni og var frekar þung- ur á brún. Brad Nowell átti langan feril að baki í fíkniefnum en hafði náð að losa sig úr viðjum þeirra tímabundið. Það sem varð honum SUBLIME að falli var neysla annarra meðlima hljómsveitarinnar Sublime og varð það til að ýta honum út af beinu brautinni. Hlutimir litu því ekki vel út í byrjun árs 1997 hjá útgáfú- fyrirtæki Sublime, söngvarinn lát- inn og ekki hægt að finna neinn til að fylla skarð hans. En þrátt fyrir þetta tók plata hljómsveitarinnar að seljast eins og heitar lummur. Sublime fóru ekki. í nein útvarps- eða blaðaviðtöl og ekki voru haldn- ir tónleikar til að fylgja plötunni eft- ir. Háskólaútvarpsstöðvar tóku hana hins vegar upp á arma sína og fljótlega varð lagið Wrong Way vin- sælt um gervöll Bandaríkin. Sublime á það nú til frægðar að hafa gert skacore að vinsælli tón- listarstefnu. Þar sem pönki, poppi og skacore-tónlist frá Jamaica er blandað saman. Þó svo hljómsveitin Sublime sé nú hætt störfum er út- gáfu á tónlist hennar ekki lokið. Til stendur að gefa út á næstunni safn- plötu með sveitinni sem inniheldur b-hliðar og áður óútgefið efni. Innan fárra ára kemur lika út sólóskífa með Brad Nowell og tónleikaplata. Eftirlifandi meðlimir Sublime hafa nú gengið til liðs við nýjar hljóm- sveitir enda þykir ekki fært að halda hljómsveitinni gangandi á Brads. Rúnar Júl. og Tryggvi Húbner Rúnar Júlíusson og Tryggvi Húbner leika fyr- ir gesti Feita dvergsins í kvöld og annað kvöld. Sveitin er skipuð þeim Guðmundi Símonarsyni, söngvara og gítarleikara, og Guðlaugi Sigurðssyni hljómborðsleikara. Spur á Gaukn- um Galabandid Hljómsveitin Gala- bandið, ásamt Önnu Vil- hjálms, heldur upp stuð- inu á Næturgalanum í Kópavogi í kvöld og ann- að kvöld. Á sunnudagskvöldið leikur hljómsveit Hjör- dísar Geirsdóttur gömlu og nýju dansana. SÍN á Pollinum Nú um helgina leikur hljómsveitin SÍN á veit- ingastaðnum Við Pollinn á Akureyri. Hljómsveitin leikur létta tónlist sem all- ir geta sveiflað tánum með. Hljómsveitin Spur mun leika á veitinga- staðnum Gauki á Stöng í kvöld og annað kvöld. Meðlimir sveitarinnar eru: Telma Ágústdóttir, Gunnar Þór Jónsson, Ríkharður Arnar, Páll Sveinsson og Jón Örvar Bjarnason. Svensen og Hallfunkel Gleðigjafarnir Svensen og Hallfunkel leika fyrir dansi á veitingastaðnum Gullöldinni í kvöld og annað kvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.