Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1998, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 09.01.1998, Qupperneq 12
26 myndbönd k: kr MYNDBAdDA Absolute Power **■■<. Yfirhylming á æðstu stöðum Clint Eastwood leikur þjófinn Luther Whitney sem við innbrot verð- ur vitni að morði. Morðinginn er sjálfur forseti Bandaríkjanna og Luther ákveður að klekkja á honum. Það er hægara sagt en gert því hann er sjálfur grunaður um morðið og bæði löggm'nar og leyniþjónust- an eru á eftir honum. í stil við aldur sinn reynir Eastwood hér að byggja upp spennu með refskák hugans fremur en líkamlegum hasar og gerir það ansi vel framan af. Upp úr miðbiki myndarinnar fer hins vegar að halla undan fæti og niðurlagið er afar klúðurslegt og ófullnægjandi. Uppbygging sögufléttunnar er með sóma en ekki er nógu vel greitt úr henni. Góðir leikarar gera mikið fyrir myndina og gera hana vel þolan- lega áhorfs. Clint gamli þarf ekki annað en að vera hann sjálfur og Gene Hackman er skínandi góðm- í hlutverki forsetaluðrunnar. Þá eru Ed Harris og Scott Glenn traustir í sínum hlutverkum en best allra er samt Judy Davis í hlutverki hinnar siðblindu starfsmannastýru forsetans. Góðir leikarar ná að hífa myndina örlitið upp fyrir meðalmennskuna. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Clint Eastwood. Aðalhlutverk: Clint Eastwood, Gene Hackman og Ed Harris. Bandarisk, 1997. Lengd: 116 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Lost Highway: Týndur söguþráður David Lynch hefur löngum verið mikið fyrir að I gera myndir sem meðaljóninn hefur litla möguleika i á að fá botn í. Lost Highway er sennilega sú mynda I hans sem hvað erfiðast er að skilja og í rauninni er RRnWW/la myndin óskiljanleg. Til að fá eitthvað út úr henni þarf áhorfandinn að slökkva á rökhugsuninni og láta m skilningarvit sín í hendur leikstjóranum. Af öllum síðari verkum hans er Lost Highway það sem líkast j|L P er Eraserhead. Lynch notar ljós og skugga mikið til _■ ______ að ná fram hughrifúm og öðru hverju notar hann tónlist líka. Framan af myndinni er hann heldur mikið að nostra með lýsinguna og náði ekki alveg að fanga athygli mína en það lagaðist þegar á leið. Einn galli við þetta innhverfa kvikmynda- form er að leikaramir fá lítið að njóta sín þrátt fyrir að vera löngum stundum í mjög náinni nærmynd. Bill Pullnam og Balthazar Getty eru réttilega afar týndir og ráðvilltir í tvíburahlutverkum sínum, Patricia Arquette á góða spretti í sínum en Robert Loggia fangar athyglina einna best, enda býður hlutverk hans upp á hvað mest tilþrif. Ég hafði gaman af ýmsu í myndinni en nenni ekki að læra kvikmyndasögu í fjögur ár til að skilja hana. Útgefandi: Myndform. Leikstjóri: David Lynch. Aðalhlutverk: Bill Pullnam, Patricia Arquette og Balthazar Getty. Bandarísk, 1997. Lengd: 135 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Love and other Catastrophes Ástarflækjur Þessi ástralska mynd segir frá einum degi í lífi nokkurra ástralskra háskólanema. Myndin reynir að vera trú hinni áströlsku hefð og rembist ótæpilega við að vera fersk, frumleg og skemmtileg, sem tekst að nokkru leyti. Söguþráðurinn er með einfaldasta móti - hver persóna fýrir sig er að rembast við ást- ina og í lokin para þau sig rétt saman. Síðan er lítil hliðarsaga í tilraunum einnar persónunnar til að skipta um námsbraut og baráttu hennar við óvin- gjarnlegt skrifræðið í skólanum. Persónumar eru í flestum tilvikum fremur grunnar og einfaldar en um leið skýrt afmarkaðar og oft ansi skemmtilegar. Leikararnir eru í skárri kantinum og skemmtilegust er Alice Gamer i hlutverki flækjufótarins Alice. Myndin er krydduð með tónlistarbrotum og öðm hverju velta ein- hverjar misfáránlegar pælingar upp úr persónunum. Heimspekin er ekki djúp en stundum forvitnileg. Love and other Catastrophes er ekki mjög merkileg mynd en fremur ánægjuleg áhorfs og oft nokkuð fyndin. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Emma-Kate Croghan. Aðalhlutverk: Frances O'Connor, Alice Garner, Matthew Dyktynski, Matt Day og Radha Mitchell. Áströlsk, 1996. Lengd: 90 mín. Öllum leyfð. -PJ The Lost World Meira af því sama ★ ■ The Lost World gerist fjómm ámm eftir atburði Jurassic Park. Jeff Goldblum fær að vita að önnur risaeðlueyja er til og hleypur þangað á eftir kærast- unni sinni sem þar er að stunda vettvangsrannsókn- ir. Fyrirtækið InGen ætlar að gera ný og verri mis- tök með því að flytja eðlumar til meginlandsins og þar fer lokakafli myndarinnar fram þar sem ein grameðlan ráfar um stræti. Reynt er að toppa fyrri myndina á hefðbrmdinn hátt (tvær grameðlur í stað einnar o.s.frv.) en þessi grautur er heldur þunnur. Tæknibrellurnar eru ekkert flottari en í fyrri mynd- inni, bara fleiri, og persónumar eru síður áhugaverðar. Ein athyglis- verðasta persóna fyrri myndarinnar stærðfræðingurinn Ian Malcolm hefur þynnst út og er orðinn dæmigerður og óspennandi. Stórleikararn- ir Jeff Goldblum og Pete Postlethwaite valda vonbrigðum og aðrir em ekki til stórræðanna, einna helst að gaman megi hafa af fúlmennskunni í Peter Stormare. Nokkra skemmtun mátti hafa af snareðlubardaganum og fimleikaatriðið hennar Vanessa Lee Chester var óborganlegt og hálfr- ar stjömu virði eitt og sér. Utgefandi: CIC myndbönd. Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Jeff Goldblum, Julianne Moore, Pete Postlethwaite og Arliss Howard. Banda- rísk, 1996. Lengd: 126 mín. Bönnuð innan 12 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 9. JANÚAR 1998 SÆTI « i j FYRRI VIKA ; VIKUR Á LISTAj : J J TITILL ÚTGEF. j J TEG. j j 1 i 1 ! 3 ! ! i ! J ) Con Air Sanwnyndbönd j Spenna 2 ; Ný Absolute power J j Sktfan j j Spenna nWBBB 3 1 2 1 3 1 j 3 ) Fierce Creatures ' ClC-myndbönd ! Gaman i 4 J i 4 j J ) 4 ) j ) Dante's Peak ) , | ClC-myndbönd i j Spenna 5 i 3 J e J ) 6 J Liar Liar i ClC-myndbönd i Gaman i 6 i 5 J J i 2 í , . | The 6th Man j j Sam-myndbönd J j Gaman 1 J 7 i ■ s i 8 i j 6 j 4 ) One Fine Day J Skífan J ) Gaman 7 j ) 1 7 1 i i The Fifth Element J Skífan j J ; , Spenna j . 9 i 8 i 4 i First Strike j Myndform j Spenna 10 i J 9 i 6 i i . ) Trial and Error J j Myndform ) J j Gaman J 11 1 10 ) 3 1 j 3 ) Ghosts From the Past Skífan j Spenna 12 i j Ný j ) j 1 » j ) Lost Highway J j Myndform j j Spenna 13 i 11 ) c 1 J 5 J Jungle 2 Jungle i Sam-myndbönd i Gaman h ; : HHn 13 J J i 8 i Bulletproof ) ClC-myndbönd J j Spenna 1 15 1 14 i 10 J Scream ) Skffan / I J Spenna 1 i. I J 15 J J J 7 1 j ' J j J Private Parts J ' j Sam-myndbönd j. .1 ..... , Gaman J 17 i 12 i U i The Saint j ClC-myndbönd j Spenna 18 i 16 i 9 i j ) Shadow Conspiracy J J Myndform J j J Spenna J 19 i 18 ) 9 1 j 3 J Donnie Brasco J Sam-myndbönd J Spenna 20 i J 19 j ) ) 4 J i ' Gotti J J j Sam-myndbönd Spenna Ekki eru miklar breytingar á listanum þessa vikuna. Con Air hélt efsta sætinu þrátt fyrir aö sjálfur Clint Eastwood kæmi stormandi inn á listann í sakamálamyndinni Absolute Powers. Fyrir þá sem vilja ööruvísi kvikmynd er vert aö benda á mynd sem vermir eliefta sæti iistans, Lost Highwa- ys. Um er aö ræða nýjustu kvikmynd leikstjorans Davids Lynchs sem meöal annars færöi okkur Blue Velvet og Twin Peaks sjónvarpsseríuna. Oft hafa myndir Lynch veriö tor- ráönar en í samanburði við Lost Higway eru fyrri myndir hans eins auöskildar og teiknimyndir frá Disney. Con Air Dante s Peak Liar Liar Nicolas Cage og John Malcovich Cameron Poe er á leiö heim til konu sinnar og dóttur eftir fangavist. Ásamt Poe eru í flugvél- inni nokkrir af illræmd- ustu og hættulegustu glæpamönnum Banda- ríkjanna og það líður ekki á löngu þar til kom- ið er upp algjört neyðar- ástand í vélinni. Sá sem stendur fyrir uppþotinu, Cyrus Grissom, hefur brátt aila vélina á sínu valdi. Það kemur í hlut Poes að koma í veg fyrir áætlanir Grissoms. Á meðan berst leyniþjón- ustumaðurinn Larkin af öllum mætti gegn þvi á jörðu niðri að heryfir- völd skjóti flugvélina niður. Absolute Power Clint Eastwood og Gene Hackman Luther Whitney er meistaraþjófur sem telur sig kunna ráð við öUum vanda. Hann gat samt ekki séð fyrir að eiginkona auð- ugs kaupsýslumanns yrði heima einmitt það kvöld þegar hann ákveður að ræna híbýU hans og hann gat heldur ekki séð fyrir að elskhugi hermar kæmi í heimsókn og því síður að þau myndu lenda í átökum sem enduðu á þann veg að hún Uggur dauð uppi í rúmi. Hápunkturinn á óheppninni er þó að els- huginn er sjálfur forseti Bandaríkjanna. SkyndUega þarf Luther að glíma við valdamesta mann í heimi sem vffl hann dauðan. Fierce Creat- ures John Cleese og Kevin Kline HrokagUtkurinn Rod McCain eignast Marwood- dýragarðinn í Englandi fyr- ir Utið fe. Hann þekkir ekk- ert annað en að græða og í þvi skyni sendir hann hina kynþokkafuUu WUlu og son sinn, nautnasegginn Vince, tU Englands. Þegar þau mæta á staðinn kom- ast þau að þvi aö fram- kvæmdastjórinn hefur þeg- ar tekið tU sinna ráða. Héð- an í frá skulu eingöngu grimm og hættuleg dýr vera tU sýnis. Þessi ákvörð- un mætir harðri andstöðu hjá starfsmönnum dýra- garðsins sem eru undir for- ystu skordýrafræðings sem gengur undir nafninu ,J>adda“. Pierce Brosnan og Linda Hamilton Síðasta uppgötvun jarðfræðingsins Harrys Daltons hefur Jeitt hann tU ferðamannabæjarins Dante’s Peak en þar hafa sérkennUegar jarðhrær- ingar vakið athygli. Um leið og Harry kynnist bæj- arstjóranum, Rachel, sem er einstæð móðir og rekur kaffihús i bænum, grunar hann hvað í vændum er, enda bendir röð óútskýr- anlegra atvika tU þess að náttúran sjálf sé um það bU að fara að láta á sér kræla. Aðvörunarorðum hans er þó ekki sinnt og er aðalástæðan sú að þá væri ferðamannaþjónust- an i hættu. Jim Carrey og Jennifer Tilly Fletcher er hraðmæltur lögfræðing- ur og óforbetranlegur lygari. Ungur sonur hans, Max, sem býr hjá mömmu sinni, hefur margsinnis orðið að sitja heima þegar faðir hans hefur svikið loforö sín. Þegar Max blæs á kertin á funm ára af- mæli sinu á hann sér aðeins eina ósk: Að pabbi hans hætti að ljúga þó ekki væri nema í einn sólarhring. Og viti menn. Óskin rætist og Fletcher kemst aö þvi sér tU hreUingar að skyndUega getur hann ekki sagt ósatt orð og það líður ekki á löngu þar tU lögfræðiferiUinn er i hættu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.