Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Síða 11
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998 11 Fréttir Mikil óánægja meðal starfsfólks Fjórðungssjúkrahúss Isaíjarðar: Reiknað með að margt starfsfólk gangi út - erum undirbúnir til að starfsemi lamist ekki, segir framkvæmdastjóri Mikil óánægja er meðal margra starfsmanna Fjórðungssjúkrahússins á ísafirði eftir að 12 starfsmenn i ræstingu og 5 í eldhúsi fengu bréf þar sem útskýrt er að vinnufyrirkomu- lagi við spítalann sé breytt og spam- aður fram undan vegna niðurskurðar á framlögum til sjúkrahússins. „Ég sé ekki annað en þetta séu hópuppsagnir þó þeir segi að þetta séu skipulagsbreytingar. Starfsfólk mun lækka töluvert í launum og það er óásættanlegt miðað við að það er verið að semja um launa- hækkanir. Ég á von á því að flestir í ræstingunni gangi út 1. febrúar þegar samningar verða lausir," seg- ir starfsmaður sjúkrahússins sem ekki vildi láta nafns síns getið. Leiðinlegt en nauðsynlegt „Það hefur engum verið sagt upp heldur öllum boðin vinna hér áfram. Um er að ræða breytt vinnu- fyrirkomulag og spamað með því að draga úr ræstingum um helgar og hátíðar. Það þýðir minni eftirvinnu fyrir starfsmenn og því lægri laun. Ég skil vel gremju þeirra. Við eram að bregðast við niðurskurði í fram- lögum til sjúkrahússins. Á síðasta ári var skorið niður um 5 milljónir króna og á þessu ári verður skorið niður um 3 og hálfa milljón til við- bótar,“ segir Guðjón Brjánsson, frcunkvæmdastjóri sjúkrahússins, aðspurður um málið. „Samningar era lausir, starfsfólk í ræstingu getur gengið út 1. febrú- ar og í eldhúsi í lok mars. Við get- um í sjálfu sér ekkert gert til að stöðva það. Helmingur starfsfólks í ræstingu hefur þó ákveðið að starfa áfram eftir sem ég best veit. Við bú- umst samt við því versta og erum undir það búnir að eitthvaö af starfsfólki gangi út. Ég á ekki von á því að starfsemi muni lamast því við höfúm undirbúið aðgerðir, m.a. grandvaUarbreytingu á ræstingar- störfúm í húsinu með útboöi. Það er mjög leiðinlegt að þurfa aö grípa til þessara aðgerða en því miður nauð- synlegt. Ég hef reynt að draga eins lengi og hægt er þessar hagræðing- ar,“ segir Guðjón. -RR Eina innherjamáliö hjá ríkislögreglustjóra: Ekki Eina málið sem borist hefur rík- islögreglustjóra vegna gruns um innherjaviðskipti hefur verið látið niður falla. Jón Snorrason, sér- hæfður sáksóknari í efnahagsbrot- ástæða til ákæru - segir saksóknari um, sagði í samtali við DV að at- vik málsins væra þannig að ekki hefði verið talið líklegt að þau leiddu til sakfellis. Málið var sent til RLR 1996 eftir skoðun hjá Bankaeftirliti. Hins vegar sagði Jón að ekki mætti álykta að málið hefði verið sent „af tilefnislausu" til embættisins. En samkvæmt reglum væri málum ekki vísað áfram til dómstóla nema nægjan- legar eða líklegar ástæður væra til að það leiddi til sakfellingar. Svo hefði ekki verið í þessu tilfelli. -phh N ój S? S5 6; Hvenær skiptir Í)ú um síur í num þínum ? FRAM ábyrgð NYBARÐI ehf. Goðatún 4-6, Garðabæ Sími 565 6111 WWW. FRAMEUROPENL Vertu vel hví u ur a nyju an • Rúmteppasett * Rúmteppi • Sjónvarpssófar •Kommóður • Vcerðarvoðir • Hartdklceði •Dýnuhlífar *Lök - Pífulök o.fl. Mörkinni 4 * 108 Reykjavík Sími: 533 3500 • Fax: 533 3510 Við styöjum við bakið á þér AFSLATTUR k______ HJÁ OKKUR ER HAFIN l lv/LIar>{óIar - Stólar SveJ/isoJar - Sójar Anicrísh rúm I.aniyar - I uótir Ste/ni tujól I Iólóa,iaflar - natlf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.