Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Blaðsíða 36
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998
Ekki óvön að
söðla um
„Þaö var ekki að
sjá að Ástu Ragn-
heiði, mínum
ágæta sessunaut úr
þinginu, yrði nokk-
uð bumbult, eða
skömmustuleg, þegar
hún tilkynnti að hún
hefði gengið til liðs
við Alþýðuflokkinn, enda vön að
söðla um.“
ísólfur Gylfi Pálmason alþingis-
maður, í DV.
Hefur meira vit á veðrinu
„Þó ég hafi aldrei orðið þeirrar
gæfu aðnjótandi að fá að spjalla
við Friðrik Sophusson um veðr-
ið, þá er ég reyndar viss um að
það er ósköp svipað þvi og hlýða
Ummæli
á hann tala um þá sem minnst
mega sín. Ástríðan eitthvað
ámóta. Nema líklega hefur hann
meira vit á veðrinu."
Illugi Jökulsson, á Rás 2.
íslendingar að spila af sér
„Fljótt á litið eru íslendingar
að spila af sér á tveim borðum að
minnsta kosti. Finnar eru búnir
að stela jólasveininum og þúsund
ára afmæli Vínlandsferða er um
það bil að ganga íslendingum úr
greipum."
Ásgeir hannes Eiríksson, í Degi.
Frumstæðir framleiðendur
„Við erum ekki einungis frum-
stæðir hráefnisframleiðendur í
fiskvinnslunni, i uppeldismálum
er gúanóið okkur nærtækt líka.“
Pétur Gunnarsson rithöfundur,
ÍDV.
Kraumar vel undir
Allar stéttir sem
samið hafa á eftir
okkur hafa fengið
mun meiri hækk-
anir en við og það
er ekki sterkt til
orða tekið að segja
að það sé komin
upp bullandi óá-
nægja hjá verkafólki. það kraum-
ar svo sannarlega undir.“
Sigurður T. Sigurðsson, form.
Verkamannafélagsins Hlífar, í
Degi.
Gera það sem þeim kem-
ur ekki við
„Fyrrum samstarfsmenn mín-
ir, þeir sem kaUaðir eru aðUar
vinnumarkaðarins, skipta sér af
mörgu, meðal annars af ýmsu
sem er álitamál hvort þeim kem-
ur við.“
Árni Benediktsson, fyrrv. form.
Vinnumálasambandsins, í Degi.
Söngvaka eldri
borgara
Félag eldri borgara í Reykja-
vík og nágrenni gengst fyrir
söngvöku í Risinu I kvöld kl.
20.30. Stjórnandi er Gróa Salvars-
dóttir og undirleik annast Sigur-
björg Hólmgrímsdóttir. Allir eru
velkomnir.
Samkomur
ITC-deildin íris
ITC-deildin íris í Hafnarfirði
heldur fund mánudaginn 12. jan-
úar í safnaðarheimili Hafnar-
fjarðarkirkju við Strandgötu.
Samkoman hefst kl. 20 og eru all-
ir velkomnir.
Félag eldri borgara í
Kópavogi
Félag eldri borgara í Kópavogi
verður með félagsvist í félagsað-
stöðunni Gullsmára, Gullsmára,
13 í kvöld kl. 20.30. Allir eru vel-
komnir.
Pólstjarnan og nágrannar
Pólstjarnan (Stella
Polaris), sem einnig
er kölluð norður-
stjarnan eða leiðar-
stjaman, er bjartasta
stjarnan í stjörnu-
merkinu Litlabirni.
Nafnið er dregið af
Umhverfi
því að stjarnan er ná-
lægt norðurpól him-
ins, um 1° frá póln-
um. Pólstjarnan er
meðlimur í þrístirni
og eru báðar fylgi-
stjörnurnar daufar,
önnur þó sýnileg í
sjónauka. Pólstjarn-
an er örlítið breytileg
að birtu. Hún er risa-
stjarna í 700 ljósára
fjarlægö frá jörðu og
hefur 7000 sinnum
meira ljósafl heldur
en sólin. Á kortinu er
sýnd afstaða Pól-
stjömunnar í himin-
geimnum.
Albert Óskarsson, körfuboltamaður og nemi í flugvirkjun:
Verð vonandi fyrsti útlendingur-
inn til að spila með skólaliðinu
DV, Suðurnesjum:
„Það er virkilega gaman að koma
heim og spila með Keflavík. Þá er
einnig mjög gaman að spila í þessari
deild," sagði Albert Óskarsson, sem
stundar flugvirkjanám í Daytona
Beach í Flórída í Bandaríkjunum.
Hann kom hingað heim í jólafrí og
spilaði körfuknattleik með félögum
sínum en í fyrra átti Albert frábært
tímabil og var einn hlekkurinn í góðu
liði Keflvikinga sem unnu alla titla í
meistaraflokki karla sem í boði vom.
Albert náði að spila fióra leiki með
Keflavík í jólafríinu og hans síðasti
leikur var gegn nágrönnum sínum í
Njarðvík 8. janúar sl. Albert seinkaði
fór sinni til að ná umræddum leik. Þar
kvaddi hann félaga sína og stuðnings-
menn liðsins með miklum stæl og eft-
irminnilegum hætti þegar hann skor-
aði sigurkörfuna þegar 3 sekúndur
voru eftir af leiknum.
Á gamlársdag varð Albert annar í
kjöri íþróttamanns ársins í Reykjanes-
bæ en Eydís Konráðsdóttir sundkona
hlaut titilinn. „Það kom mér á óvart að
vera á þessum lista, og lenda í öðru
sæti sem var ánægjulegt."
Albert, sem verður 30 ára á þessu
ári, hefur spilað í meistaraflokki í 10
ár og á að baki .401
leik. Albert byrj-
aði í flugvirkja-
náminu í septem-
ber á síðasta ári
sem tekur tvöxár.
„Þetta er toppstað-
ur til að vera á.
Það kostar sitt að
vera í þessu námi,
skólagjöldin eru
tæplega 1,5 millj-
ónir, eða 20 þús-
und dollarar.
Lánasjóður lánar
ekki fyrir skóla-
gjöldum, bara
uppihaldi og það
er erflðara fyrir
vikið. Þá er einnig
inni í myndinni að
ég vinni erlendis
að loknu námi,
það væri gaman
að prófa slíkt. Þá er einnig vöntun á
flugvirkjum hér heima.“
Albert hefur lítið spreytt sig í
körfuknattleik með skólaliðinu í vetur.
„Ég hef verið að gutla tvisvar i viku.
Það er fyrirfram ákveðið að þeir út-
lendingar sem koma þurfa að vera yfir
meðaleinkunn, sem er 7,7, í náminu til
Albert Óskarsson. DV-mynd Ægir Már
Maður dagsins
að fá að spila. Ég var
töluvert yfir henni
þannig að ég vona
að ég geti spilað með
skólaliðinu, Embry
Riddle, í vetur og
yrði þá fyrsti útlend-
ingurinn til þess.“
Áðvn en Albert hélt
til náms vann hann í
Fríhöfninni á Kefla-
víkurflugvelli. Marg-
ir Keflvíkingar
stunda flugvirkja-
nám víðs vegar í
Bandaríkjunum, um
30 talsins. „Ætli völl-
urinn hafi ekki áhrif
og menn smitast af
fluginu, enda stutt
að fara, allavega
gerði ég það.“
Albert segist fylgjast
með úrslitum í körf-
unni hér heima i gegnum Intemetið.
Af áhugamálum kemst lítið annað að
hjá Alberti en fjölskyldan, námið og
körfubolti. Eiginkona Alberts er Ragn-
heiður Ragnarsdóttir og eiga þau tvo
drengi, Ragnar Gerald, 5 ára og Aron
Inga, 3 ára.
-ÆMK
Myndgátan
1 Zoot^
Gætir hófs.
-EVþoR—
Myndgátan hér að ofan lýsir hvorugkynsorði
Myndin er tekin á alþjóðlega mót-
inu í Tennishöllinni í fyrra.
Opna íslenska
tennismótið
Nú stendur yfir alþjóðlegt tennis-
mót kvenna í Tennishöllinni í Kópa-
vogi. Er mót þetta hluti af atvinnu-
mótaröð kvenna á vegum ITF/ETA
og er verðlaunafé 10.000 dollarar.
Þetta er í annað sinn sem alþjóðlegt
tennismót er haldið á íslandi. Mótið
er einnig tengt mótaröð á Norður-
löndunum sem kallast Nordic Wint-
íþróttir
er Tour. Keppt er í einhða- og tvíliða-
leik. í gær hófust undamásir og er
þeim haldið áfram í dag. Aðalkeppn-
in hefst síðan á morgun. Meðal þátt-
takenda í ár er sigurvegari á mótinu
í fyrra, Adrian Hegedus frá Ung-
verjalandi, en hæst metni keppand-
inn er Carolina Jagienak frá Frakk-
landi. Yfirdómari á mótinu er Bar-
bro Raabe frá Noregi en auk hennar
mæta tveir aðrir alþjóðlegir dómar-
ar erlendis frá.
í handboltanum er ekkert um að
vera i kvöld en annað kvöld er
einnleikur í 1. deild kvenna, Stjam-
an og Fram mætast í Ásgarði í
Garðabæ kl. 20.
Bridge
Þetta skemmtilega spil kom fyrir
í 1. umferð riðlakeppni Reykjavík-
urmótsins í sveitakeppni. Jón Al-
freðsson í sveit Granda varð sagn-
hafi í 7 hjörtum á suðurhendina eft-
ir þessar sagnir, austur gjafari og n-
s á hættu:
* 954
♦
4 2
Austur Suður Vestur Norður
- Jón A. - Jón St.
pass 1 44 24 dobl
pass 4 44 pass 4 grönd
pass 54 pass 5 grönd
pass p/h 6 4 pass 7 v
é Norðu
4FÁG42
♦ 843
4 ÁKG2
4 A7
44
■f KD109765
4 102
Jón Steinar Gunnlaugsson, sem sat I
noröur, spuröi um ása og trompdrottn-
ingu með fjórum gröndum (trompkóngur
talinn sem ás) og 5 spaðar lofuðu tveim-
ur „ásum“ og trompdrottningu. Fimm
grönd var alslemmutilraun og 6 lauf lof-
uðu laufkóngnum. Þá ákvað Jón Steinar
að veðja á alslemmuna. Útspil vesturs
var spaöakóngur sem Jón Alfreösson
drap á ás. Hann sá strax þvingaða vinn-
ingsleið í spilinu. Tromp tekið tvisvar,
laufaás, lauf á kóng, lauf trompað,
tígulásinn tekinn, spaði trompaður heim
og trompum spilaö. Áður en síðasta
trompinu var spilað, var staðan þessi:
4 G
4 K
44 -
4 95
4 -
44 -
f KG
4
N
V A
S
4 -
»5
♦ 8
4 9
4 -
4» -
♦ D10
4 D
Vestur varð að passa spaðann,
austur laufið og þrettándi slagurinn
kom á tígulgosann.
ísak Öm Sigurðsson