Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Blaðsíða 16
le menning
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998 U V
Um listamanninn
og verkfæri hans
verkasjálfsali sem hann hefur útbúið og
selur smámyndir eftir þá félaga. Það er
eins hér að málverkin sjálf skipta ekki
höfuðmáli heldur hinir nútímalegu við-
skiptahættir.
Gallinn við sýninguna er sá að það
bætir litlu við hana að heimsækja hana.
í rauninni er nóg að heyra sagt frá
henni. Ég er ekki frá því að Snorri hefði
átt að sýna fleira af sínum „eigin“ verk-
um og gefa kettinum minna pláss.
Ráðhildur og Merkúr
Önnur sýning sem hefur staðið í
nokkum tíma og vekur að vissu leyti svip-
aðar spumingar og samsýning Akureyring-
anna er sýning Ráðhildar Ingadóttur í Gall-
erí Barmi. Margrét H. Blöndal hefur borið
galleríið síöan um miðjan desembermánuð
og dreift dreifibréfi eftir Ráðhildi með túrk-
isbláum texta og teikningu sem lýsa lykkju-
kenndum hreyfmgum plánetunnar Merk-
úrs á síðasta ári.
Verkið lætur lítið yfir sér en þegar betur
er aö gáð minnir það okkur á allar ósýni-
legu teikningamar sem gerast allt í kring-
um okkur, að ógleymdri öryggistilfinning-
unni sem það veitir manni að sjá þessa gíf-
urlegu reglu-
semi sem
greinilega á
sér stað um-
hverfis okk-
ur. Bréfa-
formiö hæfir
hugmynd-
inni vel,
listakonan
sýnir hinum
stórbrotnu
alheimslög-
málum
mesta lotn-
ingu með því
að gera enga
tilraun til aö
líkja eftir
þeim en
segja bara
frá. Einnig
hér er ekki
fullljóst
hvort er
listamaður-
inn, Ráðhild-
ur eða Merkúr? Er listakonan verkfæri i hönd-
um háloftanna eða er það hún sem hefur himin-
tunglin sér til aðstoðar? Og hvað er hún þá?
Snorri og Loki
Norðlendingamir
Snorri Ásmundsson og
Loki listaköttur eru á
meðal frumherja þessa
árs en þeir opnuðu sýn-
ingu í Stöðlakoti laug-
ardaginn 3. janúar.
Snorri á sjálfur tvö mál-
verk á sýningunni en
þó að þau virðist nokk-
uð merkingarþrungin
eru þau svolítið eins og
út úr kú þar sem verk
Loka eru svo miklu fyr-
irferöarmeiri.
Einhverjir muna
væntanlega eftir frétt-
um frá síðasta sumri af
kaupum Listasafiis Ak-
ureyrar á verkum eftir
köttinn en þau fóru fyrir brjóstið á mörgum,
þar á meðal nokkrum listamönnum sem þótti
Myndlist
Áslaug Thoríacius
þau beinlínis móðgandi. Á sýningunni í
Stöðlakoti er hægt aö fletta í möppu með
mörgum bráðskemmtilegum úrklippum, því
sýning þeirra fyrir noröan hefur greinilega
vakið athygli. Þaö er til dæmis athyglisvert
aö forstöðumaður Listasafnsins hefur ekki
aðrar skýringar á kaupunum en að verkin
hafi verið svo ódýr. Mér finnst það ósmekk-
Snorri Ásmundsson
og listakotturinn Loki.
DV-mynd Hari
sem
legt hjá honum. Það er ekki hand-
bragð (loppubragð) kattarins sem
skiptir máli heldur hugmynd lista-
mannsins að láta köttinn búa til til-
viljvmina í myndina. Spumingin er
hvor sé höfundurinn, kötturinn eða
Snorri, en auðvitað' nýtur köttur-
inn dyggrar aðstoðar eiganda síns.
Þetta er út af fyrir sig ágæt hug-
mynd sem þó er auðvelt að þvæla
út. Mér finnst hún ekki þola endur-
tekninguna vel enda skemmti ég
mér mun betur yfir möppunni en
því að skoða sjálf málverkin í
Stöðlakoti.
Snorri er hins vegar meö aðra hugmynd til
sýnis að þessu sinni; það er frumstæður mál-
Málverkasjálfsalinn
skal?
koma
í kringum jólin eru
fáar myndlistarsýning-
ar í gangi þó að einmitt
þá sé einhver mesti
göngutúratimi ársins.
Kannski er tímabært að
endurskoða sýning-
arplönin, það hefur þeg-
ar veriö gert á öðrum
sviöum, t.d. hefur veit-
inga- og skemmtibrans-
inn tekið upp nýja siði.
Þó tókst mér aö finna
tvær sýningar sem fyrir
tilviljun tengjast báðar
á einhvem hátt spum-
ingunni um hver sé höf-
undur og hvað verk-
færi.
Hvernig hló
Á þriöjudaginn var hófst tíu þátta röö á rás 1 undir heitinu Hvernig hló
marbendill? Umsjónarmaður þáttanna er Kristín Einarsdóttir, kennari við
Smáraskóla í Kópavogi, og fjalla allir þættimir um þjóðsögur. En hvem-
ig?
„Þættimir eru unnir í samvinnu við gmnnskóla hér og þar á landinu,"
segir Kristín. „Ég hef samband við kennara eða kennarar við mig og þeir
velja sér þjóösögur eða annað
þjóðlegt efni sem þeir vinna úr
með nemendum sínum. Bekkur-
inn getur skrifað leikrit upp úr
sögunni, samið framhald af
henni, umskrifað hana og látið
hana gerast í nútímanum eða
hvað sem krökkunum dettur í
hug að gera. Svo senda kennar-
amir mér handritið að þessu nýja
verki og ég fæ leikara til aö lesa
það í útvarpið. Ég fæ fullorðið
fagfólk til að flytja efni sem börn-
in hafa samið.“
í fyrsta þættinum var flutt leik-
rit upp úr sögunni um Ketilríði
bóndadóttur sem 4. bekkur
Grunnskóla Djúpavogs samdi. í
fyrramálið verður flutt leikrit eft-
ir sjötta bekk í Hjallaskóla í
Kópavogi sem var samið upp úr
þjóðsögum úr Kópavogi og sögum
frá öðrum Evrópulöndum.
„Þau hafa í tvö ár verið að safna sögum, bæði úr heimabænum og frá
öðrum löndum," segir Kristín, „alls konar sögum um fólk, skrímsli og
furðudýr og nú hafa þau brætt þær saman í leikrit. Mjög sniðugt."
marbendill?
En yfirleitt vinna krakkamir með íslenskar þjóðsögur og í hverjum
þætti verður flutt eitt verk. 9. bekkur í Fellaskóla tekur meðal annars fyr-
ir útburðarsögur eins og „Móðir mín í kví-kví“ og veltir fyrir sér hvað
stúlkur gera nú á dögum ef þær vilja ekki eiga bamið sitt. 7. bekkur úr
Setbergsskóla tekur Gilitrutt en 6. bekkur í Vestmannaeyjum tekur fyrir
sögu sem heitir Jón og tröllskessan.
„Þar las kennarinn upphátt fyrir börnin
byrjunina á sögunni og svo áttu þau að
semja framhald," segir Kristín. „Sögurnar
þeirra verða lesnar upp í þættinum og á
eftir segjum við hvemig upprunalega sag-
an endar. Það er talsverður munur á henni
og útgáfum barnanna!
í þáttunum fjalla ég svo sjálf um hverja
tegund þjóðsagna fyrir sig, reyni að gera
það fræðilega en samt á máli sem krakkar
eiga að skilja. Þannig að kennarar geta
notað þættina sem fræðsluefni þó að þeir
ætli ekkert að fara að vinna sérstaklega
með þjóðsögur."
- En af hverju ættu kennarar að vinna
með þjóðsögur?
„Vegna þess að þær tengja okkur við
fortíðina. Börn hafa gaman af að setja sig í
spor annarra og gott af að sjá hvemig fólk
bjó hér áður fyrr. Þær efla líka orðaforða,
hugtakaskynjun og ímyndunarafl barn-
anna - og ekki síst frásagnargleðina."
Þetta er merkt framtak og upplagt fyrir
kennara að hlusta með nemendum sinum á þættina. Þeir eru á þriðjudög-
um kl. 10.15 (endurteknir kl. 19.40 á fóstudögum) og eins og áður sagði á
rás 1.
Á myndinni er 6. bekkur Smáraskóla I Kopavogi ásamt Kristlnu
Einarsdóttur, umsjónarmanni nýstárlegra þátta um þjóösögur fyr-
ir ungt fólk. Þessi bekkur er aö vinna efni fyrir þáttinn.
DV-mynd E.ÓI.
Nýlistasafnið tvítugt
Félag Nýlistasafnsins í Reykjavík var
stofnað 5. janúar 1978 þannig að það átti
tvítugsafmæli fyrir nákvæmlega viku. í
nýju fréttabréfi safnsins kemur fram að
aðal afmælissýningin veröur haldin í des-
ember næstkomandi en áður en að henni
kemur ætla menn að gera ýmislegt sér til
hátíðabrigða. Meðal annars verður efnt
til „vinnustofudaga“ í vor. Þá er meining-
in að fé-
lagsmenn
opni
vinnu-
stofur
sínar al-
menningi
yfir eina
helgi og
geri störf
sín og list
sýnilegri.
Af öðr-
um af-
mælis-
gjöfum má nefna að setustofa safhsins
hefúr verið færð fram á Pall. Þar er gest-
um nú boðið upp á aðstöðu til skoðana-
skipta og hressingar, og til aö fletta bók-
um og tímaritum sem safhið á.
„Nýlistasafhið hefur átt ærslafulla
æsku,“ segir í fréttabréfmu, „og stefnir aö
því að viðhalda þeim þrótti sem einkennt
hefur störf þess fyrstu tvo áratugina."
Fimm sýningar í einu húsi
Sölum hefur verið fjölgað í húsnæði
Nýlistasafnsins við Vatnsstíg, og afmælis-
árið byrjar myndarlega með fimm sýning-
um. Pálína Guömundsdóttir frá Akureyri
sýnir nýleg málverk í Forsal, Bretinn
Chris Hales, sem hefur vakiö athygli víða
um lönd undanfarið, sýnir sjö einsmanns
margmiðlunarkvikmyndir í Svarta sal, í
Gryfiu eru Alena Hudcovicova frá Tékk-
landi og Mafjaz Stuk frá Slóveníu með
innsetningu sem heitir Kortaherbergi
Gúllivers og heldur áfram sögum Jon-
athans Swifts af ævintýrum ferðalangs-
ins, Hildur Bjamadóttir sýnir í Bjarta sal
verk sem hún segir að séu „ofin úr því
fina svæði er skilji á milli skreytingar og
hugmyndalistar" og í Súmsal sýnir Einar
Garibaldi Eiríksson nýleg landslagsmál-
verk sem „eru að vissu leyti hylling til
brautryðjenda íslenskrar myndlistar" því
bæði fyrirmyndir og efniviður verkanna
er sóttur á þeirra slóöir.
Sýningamar em opnar til 25. janúar
„Fjallakúnst"
í Fréttabréfi Nýlistasafnsins er einnig
sagt frá allt annars konar „myndlistar-
sýningu" sem Pétur Guðmundsson „opn-
aði“ um áramótin. Þetta er fyrsta sýning
hans af tólf á þessu ári og stendur hver
sýning einn mánuð, „frá miðnætti þess
dags sem mánuðurinn byrjar á, til loka
þess dags sem hann endar“, eins og segir
þar. í janúar er það fjallið Emir við botn
Skutulsfjaröar sem Pétur „sýnir" og allir
sem líta það fjall í mánuðinum em „sýn-
ingargestir" hans.
Vonandi gleymir hann ekki Kambi.
„Heimur út af fyrir sig"
Ekki em allir uppnumdir yfir Nýlista-
safhinu sem fyrirbæri. Aðalsteinn Ing-
ólfsson listfræðingur fjallar meöal annars
um það í yfirlitsgrein um
myndlist á liðnu ári í
nýjasta menningar-
ritinu, Frjálsri
verslun, og segir
að það sé „heill
heimur út af fyrir
sig“, eins og segi í
auglýsingunni!
„Þangaö koma að
staðaldri einung-
is þær eitt
hundrað sálir
sem eru fé-
lagsmenn í
safninu og nánustu ættingjar þeirra." Þó
fannst honum málverkasýning Sigtryggs
B. Baldvinssonar í Nýlistasafninu mögn-
uð og telur hana meðal þeirra sýninga
sem glöddu hann mest á árinu.
Umsjón
Silja Aðalsteinsdóttir