Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1998, Side 14
14
MÁNUDAGUR 12. JANÚAR 1998
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjérnarformaöur og útgáfustjóri: SVEINN R. EVJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON
Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON OG ELÍN HIRST
Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaóaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI11,105 RVlK,
SÍMI: 550 5000
FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aörar deildir: 550 5999
GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777
Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/
Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@>centrum.is
AKUREYRI: SUandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605
Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Filmu- og plötugerö: ISAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF.
Áskriftarverö á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverö 160 kr. m. vsk., Helgarblaö 220 kr. m. vsk.
DV áskilur sér rétt til aö birta aðsent efni blaösins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds.
Grænland hið gleymda
Áhugaleysi sagnfræöinnar hefur ýtt merkri arfleifð
íslendinga í hrjóstrum Grænlands út úr sögulegri vitund
þjóðarinnar. Margir hafa aö sönnu óljóst veður af
landafundunum fyrir þúsund árum. Það er þó ekki að
þakka virkum áhuga nútíma sagnfræði.
Þorri almennings veit ekki að íslensk nýlenda hjarði á
Grænlandi í fimm hundruð ár. Hann veit ekki að
vamingur þaðan var fluttur til Affíku og austur í Kína.
Þaðan af síður að í ítalskri dómkirkju eru dýrgripir frá
þjóðarbrotinu horfna á Grænlandi. Nýlendumar em
týndar í móðu gleymskunnar.
Þetta er eðlilegt. Það hefur enginn sagt þjóðinni frá
þessu. Sagnfræðin hefur verið upptekin við annað. Það
er í sjálfu sér dapurlegt. En sagnfræðin verður ekki
lamin til ásta á verkefnum sem hún er áhugalaus um.
Nú em þó þrenn tilefni til að beina athyglinni að
grænlenskri arfleifð íslendinga. Hið sígilda felst auðvitað
í því að þjóðarbrotið var hluti af íslensku þjóðinni.
Harðneskjuleg lífsbarátta þess á því ekki skilið fálæti
sagnfræðinnar.
Annað tilefnið felst í afmæli landafundanna. Þau
tímamót ber að nota til að stórefla rannsóknir á hinni
grænlensku sögu okkar. Hún er þráður í því sögulega
haldreipi sem heldur uppi sjálfsmynd okkar sem þjóðar.
Þriðja tilefnið gefst svo með stórmerkri bók Helga
Guðmundssonar málfræðings, Um haf innan. Þar em
byltingarkenndar hugmyndir um mikilvægi grænlensku
tengslanna fyrir þróun íslenskrar menningar. Þær
bókstaflega hrópa á frekari kynningu og rannsóknir.
Kenning Helga kallast á við Vínlandspúnkta Halldórs
Laxness. Þar segir nóbelsskáldið að til að skýra
„uppkomu mentastéttar og fræðiiðkana á íslandi, þá
varðar mestu að gefa því gætur að hér á landi hefur
snemma tekið að myndast ótrúlega mikið súrplús,
auðmyndun umfram frumstæðar lífsnauðsynjar".
Helgi sýnir fram á að uppspretta auðsins var
verslunin við Grænland. Viðskipti með skinn og tann-
vöru, einkum hinar geipidýra tennur náhvelanna, skildu
eftir mikinn auð á íslandi. Þessi auður gerði íslend-
ingum kleift að flármagna gerð handritanna.
Breiðafjörður var umskipunarhöfnin. Þar í kring varð
auðurinn til. Það skýrir, segir Helgi, hví handritagerð
var í blóma á vestanverðu landinu. Þegar kuldaskeið á
13. og 14. öld hamlaði ferðum til Grænlands dró úr
ffamleiðslu handrita. Þetta em sögulegar nýjungar.
Kenning Helga felur í sér fleiri tíðindi. Hann sýnir
fram á að atriði í fomsögum á borð við íslendingabók
koma úr erlendum ritum. Þau bámst með farskipunum
til Breiðafjarðar. Með þeim fór líka efnisfólk til náms í
Evrópu, þar á meðal Sæmundur fróði.
Nýlendumar á Grænlandi skiptu því sköpum um
þróun ritmenningar á íslandi. í fyrsta lagi lögðu þær til
auðinn sem kostaði gerð handritanna. í öðru lagi leiddu
þær til siglinga sem færðu hingað alþjóðlega menningu i
formi bóka og menntaðra íslendinga að utan.
Bók Helga er því bylting á skilningi okkar á mikil-
vægi þjóðarbrotsins á Grænlandi. Til þessa hefur það að
óverðskulduðu notið lítillar athygli. Nú hefur verið sýnt
fram á íslendingamir á Grænlandi eiga hins vegar ríkan
þátt í þeirri ritmenningu sem sjálfsmynd okkar hvílir á.
Þessi tiðindi gefa því ærin tilefni til að ráðast í
stórauknar rannsóknir á íslandssögunni sem vatt ffam á
Grænlands köldu klettum. Þær skuldum við sjálfum
okkur ekki síður en frændum sem liggja gleymdir í frera
Grænlands. Össur Skarphéðinsson
11 !' m.v* tes 1S »."»S mn
:? -;T mmi *»*•
I
rffi 1 1
Stórt verslunarhúsnæöi byggt í Kópavogi. Greinarhöfundur talar um athugun sérfræbings á byggingu risaversl-
unar í grenndinni og gefur lítiö fyrir niöurstööur hans.
Sérfræðingur
sem brást
um eða kollsigla sig
sjálft.
Engu að síður er vonin
um sérfræðinginn sem
segir satt lifseig, enda
reist á mikilli þörf. Þörf
manna fyrir að komast út
úr vítahring mötunar og
auglýsingaskrums og
finna sér „álitsgjafa11 sem
megi teysta. Þeir sem
ráða sér sérfræðinga
þekkja þessa þörf vel og
kunna meistaralega vel
að notfæra sér hana. Sér-
fræðingurinn fær það
hlutverk að leggja fram
álitsgerðir sem í senn
styðja áform og málstað
húsbænda hans hverju
sinni og gefa þeim um
leið fræðUegt og óhlutdrægt yfir-
„Þeir sem ráöa sér sérfræö■
inga þekhja þessa þörf vel og
kunna meistaralega vel aö
notfæra sór hana."
mmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmmmmma
Kjallarinn
Árni Bergmann
rithöfundur
Ekki aUs fyrir
löngu varð nokkur
hávaði út af bresk-
um sérfræðingi í
skipulagi verslunar.
Hann hélt því ffam
að geipUega stór
verslimarmiðstöð,
sem áformað er að
reisa í Kópavogi,
mundi stórlega
skaða verslun í
Hafnarfirði, Kringl-
unni og miðbæ
Reykjavíkur, ef hún
þá sykki ekki sjálf í
hafróti samkeppn-
innar. Oddvitar
Kópavogs glottu við
tönn og bentu á það
að þessi sami sér-
ffæðingur hefði fyrir sjö árum unn-
ið fyrir Kópavog og
fúndið traustustu
rök fyrir því að rétt
væri og skynsam-
legt að reisa mikla
búðasamloku
einmitt þar í bæ!
Lífseig hjátrú
Þessi skrýtna
uppákoma segir
reyndar ekki annað
en það sem menn
ættu að vita: aö von
um og trú á óháð og vísindalegt úr-
skuröarvald sérffóðra manna er
reist á sandi. Sérffæðingurinn óháði
er blekking, draumur sem ekki ræt-
ist. Einkum ef hann starfar á sviði
hagsýslu, verslunar, verðbréfasölu,
skipulagningar og skyldrar starf-
semi. Svo er eins víst að hann sé
óþarfúr: allir vissu fyrir, sem kærðu
sig um, að verslanaflikki sem er
helmingi stærra en Kringlan hlýtur
aö draga mikið frá öðrum verslun-
bragð. Pakka þeim inn í orðaflaum
sem sýnist tandurhreinn af grugg-
ugu hagsmunapoti og ættaður beint
úr helgum véum vísindanna. Sér-
ffæðingsálitið er líka haft sem
sleggja til að rota með efasemdir og
andmæli bygginganefnda, bæjar-
stjóma, þingmanna eða kannski al-
mannasamtaka við þeim áformum
sem sá sem álitið pantar hefur á sín-
um prjónum - hvort þaö er risabúð
í Kópavogi, lambakjötssala í Am-
riku eða hótel á Hveravöllum. Sér-
fræðingsálitið er líka haft til að
magna upp sjáifstraust athafna-
skáldanna sjálfra, sem og vonir fjár-
festa og bankamanna sem hafa á þá
veðjað og skapa jákvætt almenn-
ingsálit á framkvæmdum: allt er
þetta meira en gott og verður þó enn
betra í næstu ffamtíð.
Eftir pöntun
Traust þaö sem sérfræðingsálit
skal vekja byggir ekki síst á því að
sem allra fæstir taki eftir því að sér-
fræðingurinn fær ekki borgað fyrir
að vega og meta álitamál heldur fyr-
ir að sanna það sem sanna átti: að
áform húsbænda hans séu borg á
bjargi traust. Og vegna þess að flest-
ir vilja trúa hinum sérfróðu er þetta
tiltölulega auöveldur leikur. Og þeir
sem í leikinn ganga eiga auðvelt
með að hagræða sinni ffæðilegu
samvisku eins og ótal dæmi sanna.
Talsmaður virts skoöanakann-
anafyrirtækis í Bretlandi hefur t.d.
sagt frá því að hann gæti látið gera
gallalausar (að formi til) kannanir á
því hvort Bretar séu andvígir kjam-
orkurafstöðvum eða hlynntir þeim
og fengið út tvær mismunandi - og
pottþéttar - niðurstöður, allt eftir
því hvort umhverflsverndarmenn
panta könnunina eða þá orkuiðnað-
urinn. Það er gert með því að leggja
málin þannig fyrir hverju sinni að
þau leiði saklausan almenning til
þeirrar niðurstöðu sem óskað er.
Það er oft haft hátt um að fræði
allskonar og rannsóknir eigi að
tengjast betur atvmnuliflnu. Það
getur verið ágætt í mörgum grein-
um - en um leið er brýn ástæða til
aö muna að slík tengsli þýða ekki
síst það að ffæðin selja sig hæstbjóð-
anda: Brauð hans ét ég, lof ég hon-
um syng, segir i gömlu kvæði.
Ámi Bergmann
Skoðanir annarra
Umhverfisvernd í sjávarútvegi
„Það er því ljóst að við verðum sjálf að taka frum-
kvæðið í þessum efnum, I stað þess að láta umhverf-
isvemdarsinnum og alþjóðlegum stórfyrirtækjum
það eftir. Það á að vera hægt með samræmdu átaki
að koma á ffamfæri við erlenda neytendur stað-
reyndum um ábyrga stjóm íslendinga á fiskveiði-
auölindum sínum. íslenzkur sjávarútvegur ætti sem
allra fyrst að taka höndum saman við hagsmunaað-
ila í nágrannalöndunum, sem eiga svipaðra hags-
muna að gæta, taka upp sameiginlega umhverfis-
merkingu fiskveiðiþjóða á norðurslóðum og tryggja
að slík merking veröi trúverðug í augum neytenda."
Úr leiðara Mbl. 9. jan.
Skattsvik á Akranesi
„Skattsvikamál ÞÞÞ á Akranesi er skattsvikamál
íslandssögunnar. Nemur nær 200 milljónum króna
þegar allt er talið. Tiltrú almennings á skattakerfinu
og réttvísinni hefur endanlega rokið út í hafsauga -
langt út fyrir siglingaleið sýslumannsins á Akranesi
þar sem hann brunar á seglbretti á leið á skrifstof-
una til að klúðra málum. Dettur nokkrum manni í
hug hér eftir að allir séu jafnir fyrir lögum?“
Úr leiðara Dags 9. jan.
Hlutverk stjórnmálamanna
„En það er skylda okkar stjórnmálamanna að hafa
heildarhagsmuni þjóðarinnar aö leiðarljósi og láta
ekki raska ró okkar og stefnufestu. í því starfi varð-
ar miklu að stjómmálaflokkamir haldi vöku sinni
sem grunneiningar þess lýðræðisskipulags og um-
ræðu sem við viljum tryggja og málefhaleg umræða
er mikilvægt verkfæri þeirra sem vilja hafa áhrif. í
því starfi gilda önnur sjónarmið en óþolinmæði
þeirra sem hrífast af fféttaskotum samtímans."
Sturla Böðvarsson í Mbl. 9. jan.