Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Blaðsíða 4
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 I lV
* *
%n helgina
*★ *---------
Kántrí-þorrablót:
Það verður mikið dansað í
íþróttahúsinu á Seltjarnarnesi á
sunnudaginn.
Á sunnudag stendur
Dansráð íslands fyrir bikar-
keppni í samkvæmisdöns-
um með grunnaðferð.
Keppt verður í öllum ald-
ursflokkum i A-, B/C- og
D-riðlum. Samhliða bik-
arkeppninni verður
einnig keppt I sam-
kvæmisdönsum með
frjálsri aðferð og í
línudönsum. Dóm-
arar á keppninni verða fimm og eru
þeir að þessu sinni allir íslenskir.
Keppnin verður haldin í íþrótta-
húsinu á Seltjamarnesi. Húsið verð-
ur opnað klukkan 13.00 og hefst
keppnin klukkutíma síðar. Forsala
aðgöngumiða verður frá klukkan
12.30.
m
Hallbjörn Hjartar-
son fær góða hjálp
um helgina til að
endurreisa Kántrý-
bæinn sinn sem
brann á síðasta ári.
Hallbjörn styrktur
I kvöld verður haldið kántrí-þórrablót til að safna fé handa Hall-
bimi Hjartarsyni. Eins og alþjóð veit brann Kántrýbær á síðasta ári
en þar rak Hallbjörn bæði veitingahús og útvarpsstöð. Hann er nú
að reyna að endurreisa Kántrýbæinn sinn á Skagaströnd en vantar
til þess fé og því hafa vinir hans ákveðið að rétta honum hjálpar-
hönd með því að halda skemmtunina.
Hún verður haldin á Hótel Sögu og geysilega mikill fjöldi
skemmtikrafta mun mæta á svæðið til að gera kvöldiö eftirminni-
legt. Meðal margra góðra má nefna Rúnar Júlíusson, Ragga .
Bjarna, Snörumar, Áma Johnsen, André Bachmann, Bjartmar i
Guðlaugsson, Skara skripó, hljómsveitina Farmalls með Magnús m
Kjartansson í fararbroddi, auk margra annarra. Varla þarf að ]
taka fram að allir skemmtikraftarnir gefa vinnu sína.
Hallbjöm mætir að sjálfsögðu einnig á svæðið. Þeim sem Æ
vilja styrkja hann með öðrum hætti en að mæta á kántrí-þorra-
blótið er bent á að hægt er að leggja frjáls framlög inn á reikn- 1
ing 160-26-9009 í Landsbanka íslands á Skagaströnd.
Halldór Haraldsson í fríöu föruneyti, meö honum eru Margrét Bóasdóttir, markaösstjóri íslensku óperunnar, og Ólöf
Kolbrún Harðardóttir, framkvæmdastjóri Óperunnar.
íslenska óperan:
Ný röð einleikstón-
leika á döfinni
Á sunnudaginn kemur hefst ný
röð einleikstónleika sem era sam-
starfsverkefni Félags íslenskra
tónlistarmanna og íslensku ópe-
rannar. Þá mun Halldór Haralds-
son, píanóleikari og skólastjóri
Tónlistarskólans í Reykjavík,
leika sónötur eftir Franz Schubert
og Johannes Brahms.
Halldór er landsþekktur fyrir
píanóleik sinn og störf að tón-
listarmálum. Auk einleikstón-
leika bæði hér heima og erlend-
is hefur hann margoft leikið ein-
leik með Sinfóníuhljómsveit ís-
lands. Hann hefur einnig leikið
með Gísla Magnússyni verk fyr-
ir 2 píanó auk þess sem hann
stofnaði Tríó Reykjavíkur
ásamt Guðnýju Guðmunds-
dóttur og Gunnari Kvaran.
Félag íslenskra tónlistar-
manna fær á árinu styrk til
tónleikahalds frá Reykjavíkur-
borg og hefur í kjölfar þess ráð-
ist í samstarf við íslensku óper-
una.
Bikarkeppni í
samkvæmis-
dönsum