Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Síða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 13.02.1998, Síða 11
FÖSTUDAGUR 13. FEBRÚAR 1998 4ón!ist Þeir eru „heitasta" danshljómsveit Evrópu í dag: Franskt|geimpopp Ef meðlimir franska dú- ettsins mættu ráða myndu þeir helst af öllu vilja sitja á eyðieyju með píanó. Þeir eru „heitasta" dans- hljómsveit Evrópu í dag ef hægt er að kalla þá danshljómsveit. Þeir líta fyrst og fremst á sig sem tónsmiði af klassískum toga, þó svo danskynslóðin hampi þeim sem hetjum og vilji eiga í þeim hvert bein. Það var strax greini- legt að Air ætlaði sér að fara sínar eigin slóðir þegar fyrsta lagið hennar kom út. Það var lagið Modular og er það að finna á Mo’Wax safnskífunni Headz 2b. Tónsmíðar Air eiga meira skylt við kvikmyndatónlist sjöunda og áttunda áratugarins en taktfasta raftónlist dagsins í dag. Það eru tveir ungir Frakkar sem skipa dúettinn og þeir heita Nicolas Godin og Jean Benoit Dunckel. Þeir félagarnir er hlédrægnin upp- máluð þegar kemur að því að tala um nýju plötuna Moon Safari sem margir gagnrýnendur vilja meina að sé með því allra besta sem kom- ið hefur út i Frakklandi um lang- an thpa. Sumir gagnrýnendur ganga jafnvel svo langt að segja Moon Safari bestu plötu ársins 1998 þótt nú sé bara febrúar og engin leið til að gera sér nokkra mynd af því sem á eftir að koma út á árinu. Þetta er í raun bestu með- mæli sem hægt er að gefa nokk- urri plötu. Að segja að það sem á eftir fylgi í útgáfu eigi ekki eftir að geta skákað henni í ár. Þeim félög- unum í Air hefur tekist að gera plötu sem ekki er hægt að brenni- merkja sem enn eina dansplötuna og hún er það melódísk og vel samin að hún verður ekki afskrif- uð sem Easy Listening eða ambient. Hún er eitthvað allt ann- að. Geimpopp er skilgreining sem margir vilja nota um tónlist Air og það er alls ekki svo fráleitt. Lögin eru létt og svífandi og aldrei of- hlaðin. Sjálfir segja meðlimir Air að tónlist þeirra sé afrakstur sam- starfs milli tveggja ólíkra einstak- linga. „Þegar við erum að semja þá fá allar hugmyndir pláss en þegar í hljóðver er komið rifumst við mikið um hvað skuli nota. Við höf- um upptökumanninn sem nokkurs konar miðpól í þessum rifrildum og leyfum honum oftast að taka lokaákvörðun varðandi eitthvað sem við erum að deila um,“ segir Jean Benoit. Nicolas segist vera frekar óþolinmóður í hljóðveri og vilji helst ná öllu rétt í fyrstu upp- töku. „Ég er lítið fyrir það að eyða tímanum í finpússningu og smáat- riði. Ég vil frekar fá hráleikann fram og fanga augnablikið," segir hann. Sér til aðstoðar á plötunni fengu þeir drengirnir Jean Jaques Perrey, sem er fyrir löngu orðinn goðsögn í tónlistarheiminum fyrir framúrstefnulegan hljómborðsleik sinn. Það er í sjálfu sér ekkert skrítið að þeir skuli hafa leitað til hans þar sem þeir félagamir nota hljómborð eða píanó í flestum lög- um á plötunni. Bandaríska söng- konan Beth Hirsch syngur tvö lög á plötunni og eru þau næstum í þjóðlagastíl. Aðspurðir segjast þeir reyna að gera hlýlega tónlist og eru ekki hrifnir af Bristol-bylgj- unni og þvi sem hljómsveitir á borð við Portishead og Tricky eru að gera. „Það er kannski ekki tón- listin sem er eitthvað vond hjá þessum listamönnum," segir Nic- olas. „Það sem ég á við þegar ég segi að mér líki ekki tónlistin er að hún er svo köld og drungaleg. Það vantar alla hlýjuna og þess vegna held ég að fólk sé að taka Moon Safari svona vel. Þetta er plata sem við reyndum að fylla hlýju.“ Franska bylgjan Hljómsveitin Air tilheyrir frönsku bylgjunni sem á síðustu 18 mánuðum hefur verið að heilla alla heimsbyggðina. Hljómsveitir á borð viö Daft Punk, Dimitri from Paris og DJ Cam eru tónlistar- menn sem hafa breytt París í al- gjöran suðupott þegar kemur að danstónlist. „París er frábær borg til að semja tónlist og hér er mik- ið og gott samstarf og samband á milli þeirra sem eru að semja raf- Hljómsveitin Air tilheyrir frönsku bylgjunni sem á síðustu 18 mánuðum hefur veriö að heilla alla heimsbyggöina. Hljómsveitir á borö viö Daft Punk, Dimitri from Paris og DJ Cam eru tónlistarmenn sem hafa breytt París í algjöran suöupott þegar kemur aö danstónlist. tónlist," segir Jean Benoit. „Við tilheyrum þessari klíku þó svo tónlist okkar sé kannski hefð- bundnari og ekki svona rafmögn- uð.“ Air finnst þeir líka hafa him- in höndum tekið þegar kemur að kynningu á nýju plötunni. Flest- um rafsveitunum, til dæmis Daft Punk, er meinilla við að spila á tónleikum og hryllir hálfpartinn við tilhugsuninni. Air ætla hins vegar að fara í tónleikaferðalag og leggja allt í sölurnar til að verða gott tónleikaband. Þeir eru jafnvel að hugsa um að stofna hljómsveit sem þeir ætla ekki að spila sjálfir með. „Þetta er hugmynd sem vaknaði hjá okkur þegar viö fórum að sjá hve mikill tími fer í tónleikaferða- lög, viðtöl og þess háttar kynning- arstarf," segir Nicolas. „Þessi hljómsveit gæti jafnvel farið í við- töl fyrir okkur þannig að við hefð- um bara nógan tíma til að semja og taka upp okkar tónlist." Ekki líkt Smashing Pumpkins James Iha, gítarleikari hljóm- sveitarinnar Smashing Pumpkins, gaf á dögunum út fyrstu sólóplötu sína. Hann vill þó ekki meina að tónlistin á henni sé neitt lík þeirri sem Smashing Pumpkins hefur ver- ið að fást við. „Ég reyndi að forðast það i lengstu lög að gera þessa sóló- plötu mina að einhvers konar út- þynntri Smashing Pumpkins plötu,“ segir James. En það hljómar samt einkennilega aö gítarleikari einnar mestu rokksveitar heims, sem er þekkt fyrir aggressíft rokk, skuli vilja eyða frítíma sínum í að taka upp plötu með ástarsöngvum. James vill meina að í Smashing Pumpkins fái hann tækifæri til að túlka næstum allar aðrar tilfinning- ar en ástina. „Þegar ég settist niður þá komst ég að því að ég þarf kannski mest að túlka hana núna. Að semja ástarsöngva er eitthvað sem ég hef verið að dútla við lengi en einhvem veginn aldrei fundist þau eiga heima á plötum með Smas- hing Pumpkins. Þar erum við að pæla í allt öðrum hlutum og ástin fær ekki mikið pláss." Af Smashing Pumpkins er það annars að frétta að ný plata er væntanleg frá hljóm- sveitinni í vor og verður hún á raf- rænni nótum en oft áður. „Við not- um næstum engan lifandi trommu- leik á nýju plötunni,” segir James. „Þetta er dálítið eins og hverfa aftur til upphafsins fyrir okkur. Á fyrstu tónleikunum okkar spilaði enginn á trommur. Það var bara trommuheili sem lamdi taktinn á sviðinu." Á James Iha, gítarleikari hljómsveitarinnar Smashing Pumpkins, gaf á dögun- um út fyrstu sólóplötu sína. Hann vill þó ekki meina aö tónlistin á henni sé neitt lík þeirri sem Smashing Pumpkins hefur veriö að fást viö. Frístæl í Tóna- bæ Undankeppni íslands- meistarakeppni 13 - 17 ára unglinga í frjálsum dönsum (Freestyle) fyrir Stór-Reykjavíkursvæðið fer fram i Tónabæ i kvöld kl. 20. Kynnir er Magnús Scheving. Naustkjallar- inn Opið verður föstudags- og laugardagskvöld og mun dúettinn Gammeldansk úr Borgarfirði sjá um fjörið þessa helgi. Buttercup Stuðhljómsveitin Butt- ercup mun skemmta unn- endum Rósenberg kjallar- ans í kvöld. Liðsmenn hljómsveitarinnar lofa stuði fram eftir nóttu og hvergi slegið af. Rokk og ról er þema kvöldsins. Tunglstígvél Hljómsveitin Moonboots verður á Gauknum föstu- dags- og laugardagskvöld. Hún spilar öll helstu stuð- lög níunda áratugarins. Sóldögg í Ing- hól Sóldögg hin sívinsæla heldur austur um helgina og leikur á dansleik á Inghóli, Selfossi laugar- dagskvöldið 14. febrúar. Víkingar í Fjörukrá í Fjörukránni leikur og syngur Vikingasveitin fyrir dansi fram eftir nóttu. Soma noröur og vestur Hljómsveitin Soma spilar á Hlöðufelli, Húsavík föstudagskvöld og á ungl- ingaballi á Stykkishólmi á laugardagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.