Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1998, Qupperneq 7

Dagblaðið Vísir - DV - 16.02.1998, Qupperneq 7
MÁNUDAGUR 16. FEBRÚAR 1998 27 DV NBA-DEILDIN Aðfaranótt laugardags: Dallas-Indiana............85-82 Finley 32, Davis 16 - Smiths 12, Jackson 11. Charlotte-Philadelphia . . . 103-96 Rice 40, Maxwell 19 - Iverson 30, Ratliff 17. New Jersey-Toronto . . . 130-115 Van Horn 24, Williams 20 - Wallace 29, Mcrady 22. Orlando-New York .........83-99 Outlaw 18, Schayes 18 - Hopuston 23, Johnson 19. Miami-Detroit........... 100-86 Mourning 39, Hardaway 22 - Hill 22, Dumars 16. Chicago-Atlanta........ 112-110 Jordan 37, Pippen 24 - Smith 26, Mutombo 24. Denver-Minnesota........80-107 Ellis 16, Goldwire 16 - Marbury 22, Gamett 21. Portland-Houston ....... 105-81 Rider 25, Sabonis 19 - Barkley 18, Rhodes 14. Golden State-Sacramento 92-109 Marshall 19, Dampier 15 - Richmond 35, Owens 16. LA Clippers-Boston........96-97 Murry 20, Taylor 17 - Walker 28, Billups 21. LA Lakers-Seattle.......108-113 O’Neal 44, Bryan 15 - Baker 33, Payton 30. Aðfaranótt sunnudags: Atlanta-Indiana .........92-96 Mutombo 25, Henderson 24 - Miller 31, Smits 10. Cleveland-Milwaukee .... 93-99 Sura 30, Person 17 - Robinson 27, AHen 25. Philadelphia-New Jersey . 98-105 Thomas 27, Iverson 26 - Cassell 30, Kittles 22. San Antonio-Phoenix .... 81-94 Duncan 30, Robinson 10 - Kidd 29, Johnson 14. Seattle-Utah Jazz ......91-111 Payton 23, Hawkins 16 - Malone 34, Hornacek 22. Vancouver-Washington . 110-109 Reeves 22, Rhaim 21 - Chaney 24, Strickland 22. Staðan Atlantshafsriðill: Miami Heat 32 18 64,0% New Jersey 29 21 58,0% New York 27 21 56,3% Washington 27 24 52,9% Orlando 24 27 47,1% Boston 23 27 46,0% Philadelphia 15 32 31,9% Miðriðill: Indiana Pacers 35 14 71,4% Chicago Bulls 37 15 71,2% Charlotte Homets 30 20 60,0% Atlanta Hawks 30 21 58,8% Cleveland 28 21 57,1% Milwaukee 24 25 49,0% Detroit Pistons 23 26 46,9% Toronto 11 39 22,0% Miðvesturriðill: San Antonio 34 15 69,4% Utah Jazz 33 15 68,8% Minnesota 27 21 56,3% Houston Rockets 24 25 49,0% Vancouver 13 37 26,0% Dallas Mavericks 10 40 20,0% Denver Nuggets 5 44 10,2% Kyrrahafsriðill: Seattle 39 11 78,0% LA Lakers 35 13 72,9% Phoenix Suns 32 16 66,7% Portland 29 20 59,2% Sacramento 22 29 43,1% LA Clippers 11 40 21,6% Golden State 8 40 16,7% Patti og Róbert með sex mörk Róbert Sighvatsson og Patrek- ur Jóhannesson voru marka- hæstu leikmenn sinna liða er Essen vann Dormagen, 19-22, í þýska handboltanum um helg- ina. Báðir skoruðu þeir 6 mörk. Héðinn Gilsson skoraði 2 mörk fyrir Dormagen. Róbert Duranona skoraði 10 mörk þegar Eisenach vann læri- sveina Alfreðs Gíslasonar í Hameln, 31-28. Ólafur Stefans- son skoraði 3 mörk og Geir Sveinsson eitt er Grosswallstadt vann Wuppertal, 25-19. -SK Iþróttir Vala Flosa- dóttir, fyrir miöri mynd, eftir verö- launaafhending- una á sænska meistaramótinu í Eskilstuna um helgina. Lengst til hægri er Þórey Edda Elísdóttir sem vann bronsverð- launin og á mikla framtíð fyrir sér í greininni. Símamynd Opna sænska meistaramótið í frjálsum íþróttum um helgina: Heimsmet og tvær á pallinn - íslendingar eiga tvo af þremur bestu stangarstökkvurum á Norðurlöndum DV, EskHstuna: „Það var æðisleg tilfinn- ing þegar ég komst yfir þessa hæð. Það var gaman að ná metinu af Bartovu sem hún átti aðeins í um klukkustund. Það var mik- il hvatning fyrir mig þegar ég heyrði í hátalarakerfmu að Bartova hefði sett met- ið,“ sagði Vala Flosadóttir, stangarstökkvari, í samtali við DV skömmu eftir að hún hafði sett nýtt heims- met í stangarstökki á sænska meistaramótinu inannhúss í Eskilstuna. Vala sýndi og sannaði hver er best Vala sýndi það og sann- aði um helgina aö hún er sterkust kvenna í stangar- stökki í heiminum. Hún átti við veikindi að striða í síðustu viku og um tíma var óvíst hvort hún yrði með á mótinu. Sem betur fer braggaðist hún er líða tók á vikuna og árangur hennar er vitan- lega stórglæsilegur. Völu gekk vel í byrjun, var fljótlega komin yfir 4,13 metra. Þá var tilkynnt um nýtt heimsmet Danielu Bartovu í tékkneska meist- aramótinu, 4,43 metra. Vala lét þá hækka í 4,30 metra og fór yfir í fyrstu tilraun. þá var komið að heimsmetshæö, 4,44 metr- um. Vala felidi í fyrstu til- raun en vippaði sér síðan yfir í annarri tilraun og heimsmetið var hennar á ný. „Laus viö meiöslin og hef æft mjög vel“ „Það er tvennt sem ég þakka þennan góða árang- ur. Annars vegar miklum æfmgurn sem nú eru að skila sér og hins vegar því að núna er ég laus við meiðslin sem voru lengi að hrjá mig. Það verður gam- an að keppa á Evrópumót- inu. Ég á von á því að við verðum þrjár sem berj- umst um Evrópumeistara- titilinn, ég, Bartova og rúmensk stúlka," sagði Vala ennfremur. Þórey Edda náöi bronsverölaunum Þórey Edda Elisdóttir, FH, náði að vinna til bronsverðlauna á mótinu. Hún stökk 3,58 metra í fyrsta stökki, 3,68 metra í annarri tilraun og 3,88 metra í þriðju tilraun. Þeg- ar hér var komið sögu lét Þórey Edda hækka rána í 4,03 metra en felldi mjög naumlega. Dönsk stúlka, Marie Rasmussen, fór yflr 4,03 metra og tryggði sér þar með silfurverðlaunin og setti um leið danskt met. Sænskur meistari varð hins vegar Liza Zörn- ung sem stökk 3,53 metra og setti sænskt met. Þórey Edda er gríðar- lega efnileg og það virðist bara dagaspursmál hvenær hún fer yfir fjóra metra og jafnvel meira. Vala er ung að árum en Þórey Edda enn yngri og hún á eftir að komast í allra fremstu röð. Einar stökk aöeins 2,04 metra Einar Karl keppti í há- stökki á mótinu en náði sér ekki á strik. Hann hafði hugsað sér að reyna við nýtt íslandsmet, 2,17 metra, en hafnaði í sjö- unda sæti og stökk 2,04 metra. -SK/-EH Fótbolti í Belgíu: Þórður meö gott mark Þórður Guðjónsson lék vel með liði sínu Genk í belgísku knattspymunni er Genk og Aalst gerðu jafntefli, 1-1, í 1. deildinni um helgina. Þórður skoraði mark Genk í leiknum og varð það 7. mark hans á leiktíðinni. Þórður var óheppinn að skora ekki aftur er hörkuskot hans fór í samskeytin. Amar Þór Viðarsson kom inn á sem varamaður er lið hans, Lokeren, vann Charleroi, 3-2. Arnar Þór lék aftarlega og átti góðan leik. -SK/-KB Þjálfari Völu: „Kom mér ekki neitt á óvart" DV, Eskilstuna: „Ég vissi vel að Vala gæti stokkið þetta hátt og árangurinn sem slíkur kom mér ekkert á óvart,“ sagði hinn pólski þjálfari Völu eftir heimsmet hennar um helgina. „Vala getur stokkið enn hærra. Hún þarf hins vegar nýja stöng. Daníela Bar- tova getur hins vegar ekki stokkið mik- ið hærra. Hún er mun minni en Vala og hefur ekki sömu hæfileika til aö bera. Ég tel að aörar stúlkur muni veita Völu harða keppni í framtíðinni. Vala hefur æft mjög vel og árangurinn er að skila sér.“ -SK/-EH Þórey Edda: „Vildi komast yfir 4 metra“ DV, Eskilstuna: „Ég get ekki sagt að ég sé ánægð með minn árangur. Ég hefði viljað stökkva yfir fjóra metra. Ég er hins vegar ánægð með bronsverðlaunin,“ sagði Þórey Edda Elísdóttir. „Ég skipti um stöng og er ekki vön því. Þetta kemur vonandi fljótlega," sagði Þórey Edda enn- fremur. Þjálfari hennar, Kristján Giz- urarson, var mjög ánægður með frammistöðu hennar á mótinu. -SK/-EH „Þórey Edda Elísdóttir á franitíðina fyrir sér. Það er hins vegar ekki víst að hún geti bætt sig mikið því aðstaðan er engin á ís- landi," sagði þjálfari Völu Flosadóttur eftir sænska meistaramótið um hina ungu FH-stúlku, Þóreyju Eddu. Fylkir vann auðveldan sigur á heimavelli sínum í 2. deild karla í handknatt- leik um helgina. Fylkir sigraði HM úr Mosfellsbæ, 35-22, eftir að staðan hafði verið 19-10. Hamar sigradi lið Hattar frá Egilsstöðum í 1. deild karla í körfuknattleik um helgina. Lokatölur urðu 87-72. Staðan í leikhléi var 46-40 fyrir Hamar. Þróttur i Reykjavik sigr- aði Stjömuna í 1. deild karla í blaki um helgina, 1-3. KA vann ÍS, 2-1, og 3-0 á Akureyri. Þróttarar eru með yfir- burðastöðu í 1. deild. Þróttur er með 38 stig. Þróttur, Neskaupstað, og ÍS koma næst með 24 stig. í kvennablaki sigraði ÍS Völsung á Húsavík, 0-3, og KA á Akureyri, 0-3. Vlkingur og ÍS eru efst og jöfn 1 1. deild kvenna með 24 stig. Þróttur á Neskaupstaö kemur næst með 14 .stig. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.