Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Síða 2
16
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 JjV
IWvikmyndir
Kvöldstjarnan
Fimmtán ár eru frá því að James L.
Brooks (As Good as It Gets) leikstýrði
Terms of Endearment, mynd sem var
tilnefnd til ellefu óskarsverðlauna og
fékk fimm, tvö leikaraverðlaun, fyrir
bestu kvikmynd, besta handrit og
besta leikstjóra. Leikaramir sem
fengu óskarinn voru Shirley
MacLaine fyrir aðalhlutverk og Jack
Nicholson fyrir aukahlutverk. í gegn-
um tíðina hefur oft verið hugsað um
framhald en ekki varð að því fyrr en i
fyrra að The Evening Star var gerð og
gerist fimmtán áram eftir að sögunni
í Terms of Endearment lauk. Shirley
MacLaine er sem fyrr þungamiðja
myndarinnar og Jack Nichol
son er aftur í hlutverki
geimfarans, að vísu er
hlutverkið nú lítið.
í Terms of Endear-
ment var skiliö við Aur-
ora (Shirley MacLaine)
við dánarbeð dóttur sinn-
ar, Emmu. Það hefur því
lent á Auroru að ala upp
barnaböm sín og á hún í
miklu striði við þau,
sérstaklega Mel-
anie, sem mjög
líkist móður
sinni. Þá þarf hún
að berjast við
bestu vinkonu
Emmu, Patsy, um aðdáun barnanna
og báðar eru þær í harðri bar-
áttu um athygli sálfræð-
ingsins Jerry
Bruckners. Auk
Nicholsons og $
MacLaines leika
stór hlutverki í Even-
ing Star, sem Sam-bíóin
frumsýna í dag, Bill Pax-
ton, Juliette Lewis og
Miranda Richardsson.
Að sögn framleið-
andans David Kirk-
patrick hefur hann
fundið fyrir því að
fólk vildi fá að
vita meira um
t Auroru og þar
\ sem rithöf-
undurinn Larry McMurtry hafði
skrifað framhald af Terms of
Endearment var ekkert til fyrir-
stöðu að gera myndina. Þaö varð
samt fyrst að fá samþykki
Shirley MacLaines til að leika
Aurora þar sem Kirkpatrick
var viss um að almenn-
ingur gæti ekki hugsað
sér neina aðra
leikkonu í hlutverkið
Jack Nicholson kemur
fram í litlu hlutverki.
og ekki stóð á MacLaine að endurtaka
leikinn. Shirley MacLaine sem er
eldri systir Warren Beattys kom fram
á sjónarsviðið á sjötta áratugnum og á
farsælan feril að baki. Um tíma lifði
hún villtu lífi og var eini kvenmaður-
inn sem hin fræga klíka „Rat Pack“,
með þá Frank Sinatra og Dean Martin
í broddi fylkingar, tóku sem gild-
an meðlim og lék hún í kvik-
myndum með þeim um tíma.
MacLaine hefur einu sinni
fengið óskarsverðlaun og fimm
sinnum verið tilnefnd til ósk-
arsverðlauna. Var það fyrir
leik í The Apartment,
Turning Point,
Some Came
Running, Irma
la Douce og
Terms of
Endearment.
James L.
Brooks er fjarri
góðu gamni og
er leikstjóri og
handritshöfundur, Robert Harling og
er The Evening Star frumraun hann.
Hann er lögfræðingur að mennt, en í
stað þess að stunda það starf leitaði
hann fyrir sér sem leikari í New York.
í frítímum sem vora margir skrifaði
hann leikrit, Steel Magnolias, sem
hann byggði á atvikum úr eigin ævi.
Varð leikritið mjög vinsælt, sýnt um
allan heim og kvikmynd gerð eftir
því, sem Harling skrifaði handritið
að. Önnur handrit sem hann hefur
skrifað era Soapdish og The First
Wive’s Club. -HK
Shirley MacLaine leikur Auroru, fimmtán
árum eftir að dóttir hennar lést.
A
hiálp
Frank Connor (Andy Garcia) ásamt syni sínum sem aðeins
getur læknast meö aðstoö morðingjans, McCape.
Sam-bíóin og Stjömubíó frumsýna í
dag bandarísku spennumyndina,
Desperate Measure, en í henni má sjá
Michael Keaton breyta nokkuð um
stíl, svo ekki sé meira sagt. Keaton
leikur brjálæðinginn Peter McCape,
morðingja sem er stórhættulegur
þjóðfélaginu og er í algjörri einangr-
un. Þegar það kemur í ljós að hann er
eini maðurinn sem getur gefið syni
lögreglumannsins Franks Connors
blóðmerg fær Connor leyfi til að fá
McCape til að vera lífgjafi sonar síns.
Það verður þó ekki gert nema með
sérstakri öryggisgæslu. McCape
samþykkir að vera lífgjaf-
inn, ekki vegna þess að
hann vorkenni drengn-
um heldur sér hann
tækifæri til að sleppa úr
prísund sinni og það
tekst honum eftir blóðug-
an bardaga. Hefst nú mik-
ill eltingarleikur við
McCape þar sem Connor
hugsar um það eitt að ná
honum lifandi. Ekki eru
allir jafn hrifnir af þeirri
ákvörðun og einn lögreglumað
urinn sem er að eltast við
McCape segir:
„Hvað á
það að
kosta
mörg mannslíf að bjarga drengnum?"
Með hlutverk Franks Connors fer
Andy Garcia, sem virðist vera orðinn
fastur í hlutverkum lögreglumanna.
Aðrir leikarar eru Marcia Gay Hard-
en og Brian Cox.
Michael Keaton
hefur sannað að hann
er fjölhæfur leikari.
vakti aðdáun
margra
fyrir góðan dramatískan leik sem
áfengissjúklingur í Clean and Sober,
þótti sýna farsaleik af bestu gerð í
Beetlejuice, var sannfærandi hetja í
The Batman og þótti takast vel upp í
Shakespeare-myndinni Much Ado
about Nothing. Nú bætir hann við
persónu sem best á heima í fangaklefa
með Hannibal Lecter, samviskulaus-
um morðingja sem aðeins er hægt að
hafa í einangrun.
Leikstjóri Desperate Measure er
Barbet Schroeder sem hefur verið að
gera kvikmyndir í 25 ár. Desperate
Measure er sjötta myndin sem hann
leikstýrir í Bandaríkjunum. Þekktust
mynda hans er Reversal of Fortune,
en fyrir hana var hann tilnefndur tO
óskarsverðlauna og Jeremy Irons
hlaut óskarsverðlaunin fyrir leik sinn
í þeirri mynd. Aðrar bandarískar
kvikmyndir hans eru Barfly, Single
White Female, Kiss of Death og
fore and after.
Barbet Schroeder var 22 ára
þegar hann stofnaði sitt eigið
kvikmyndafyrirtæki, Les Films
* du Losange í París. Framleiddi
hann myndir eftir þekkta leik-
tjóra á borð við Eric Rohmer og lék
hann aðalhlutverkið í einni þeirra La
Boulangere de Monceau. Fyrirtæki
hans hefur auk mynda Rohmers fram-
leitt kvikmyndir eftir Wim Wenders,
Jean- Luc Godard, Claude Chabrol,
Rainer Werner Fassbinder og Jacques
Rivette. 1969 leikstýrði Schroeder
sinni fyrstu kvikmynd, More. Ein
frægasta kvikmynd hans á Evrópu-ár-
unum er heimildarmyndin Idi Amin
Dada sem hann gerði 1978.
-HK
Michael Keaton leikur morðingjann Peter McCape, sem tekst að losna úr ein-
angrun sem hann hefur verið settur í.
KVIKMYHDA
I
Háskólabíó — Amistad:
Hlekkir **
Nýjasta mynd Spiel-
bergs er byggð á sannsögu-
legum atburðum. Árið 1839
fór einkennilegt dómsmál
alla leiðina fyrir Hæstarétt
Bandaríkjanna. Þrælar á
þrælaskipinu Amistad
brutust úr hlekkjum og
drápu kúgara sína. Banda-
rísk freigáta færði skipið
til hafnar stuttu síðar og
þrælarnir voru færðir fyr-
ir rétt ásakaðir um morð.
Málið var allt hið ein-
kennilegasta því þegar hér var komið sögu var búið að takmarka lög um
þrælahald við einstaklinga sem fæddir voru í ánauð. Málið snérist því frek-
ar um eignarrétt en siðlegar forsendur þrælahalds. Ef verjendum tækist að
sanna að þrælarnir væru frá Afriku þar sem þeir hefðu verið fangaðir ólög-
lega, vora þeir frjálsir menn sem risu upp gegn ræningjum sínum. Undir
miklum þrýstingi frá spænsku stjóminni og valdamiklum stjómmála-
mönnum frá Suðurríkjunum reyndi Martin Van Buren (Nigel Hawthorne),
forseti Bandaríkjanna, að hafa áhrif á málsmeðferð með því að loka mál-
inu og setja annan dómara sem hann skipaði sjálfur. Þegar Baldwin (Matt-
hew McConaughey), lögfræðingur sakborninga, náði að fá þá sýknaða var
málinu áfrýjað til hæstaréttar. Þegar þar var komið sögu tók John Quincy
Adams (Anthony Hopkins) við vöminni, en Adams var sonur annars for-
seta Bandaríkjanna og fyrrverandi forseti sjálfur.
í raun má segja að myndin snúist um sigur bandarisks réttarkerfis því
sakbomingar vora sýknaðir í hæstarétti þrátt fyrir að sjö af níu dómurum
væra sjálfir þrælaeigendur frá Suðurrikjunum. Og þetta er líka helsti galli
myndarinnar. Framan af er áhersla lögð á Afríkubúana og sérstaklega tals-
mann þeirra Cinqué (Djimon Hounsou). í augum þeirra eru Nýja-Englands-
búar hálfgerðir villimenn. Eftir því sem líður á myndina hverfa þeir í
skuggann á þeim Bandaríkjamönnum sem börðust fyrir frelsi þrælanna.
Og það er ekki laust við að það vakni hjá manni velgjutilfinning í lokin
þegar réttlætið hefur sigrað. Sakbomingar eru lausir úr hlekkjunum og
halda aftur heim til Afríku. Myndinni lýkur þar sem breskur liðsforingi
sprengir þrælavirkið í Sierra Leone í tætlur. Afríkubúar eru að lokum
frjálsir og timar þrælahalds fljótlega á enda. Þessi niðurstaða er ekki í sam-
ræmi við sögulegar staðreyndir því þótt þrælahald liði undir lok var nið-
urlægingartími Afríku rétt að hefjast. Enn vora um 50 ár í Berlínarfund-
inn og kapphlaupið um Afríku og yfir 120 ár í það að bandarískir blökku-
menn fengju sömu lagaleg réttindi og hvítir. Kvikmyndalega séð er
Amistad vel úr garði gerð en sú hugmyndafræði sem að baki liggur veikir
áhrifamátt hennar verulega.
Leikstjóri: Steven Spielberg. Aðalhlutverk: Morgan Freeman, Nigel
Hawthorne, Anthony Hopkins, Djimon Hounsou, Matthew McConaug-
hey, Pete Postlethwaite og Stellan Skarsgárd.
Guðni Elísson
Sam-bíóin - The Postman:
Boðberi góðra tíðinda •k'i.
Þegar Kevin Costner
seinkaði frumsýningu á
Dances with Wolves voru
margir sem bentu á að slík-
ar seinkanir boðuðu váleg
tíðindi. Þetta rættist ekki
og Dances with Wolves rak-
aði að sér verðlaunum og
Costner fékk óskarinn sem
besti leikstjórinn. Hefðu
einhverjir haft sömu orð
um The Postman áður en
hún var frumsýnd í kjölfar-
ið á Titanic þá sætu þeir hinir sömu gleiðbrosandi nú því það verður að
segjast eins og er að The Postman er mislukkuð kvikmynd, gerð af leikara
og leikstjóra sem hefði haft gott af að horfa í eigin barm og stunda ein-
hverja sjálfsgagnrýni áður en hann hóf vinnu við svo flókið epískt verk.
Sögusviðið er 2013, styrjöld hefur gert það að verkum að öll uppsöfnuð
tækni mannkynsins er horfin, aðeins era til minningar eftirlifandi um
nauðsynjahluti sem fylgdu i kjölfarið á tæknibyltingunni. Mannkynið er
horfið aftur til miðalda þar sem hesturinn er aðalfarartækið. Fólk býr í ein-
angruðum þjóðfélögum og hræðist þá sem hafa tekið sér völd í krafti
grimmdar. Inn í einangraðan heim fólksins kemur póstmaðurinn, einfari
sem hafði náð að flýja úr höndum óaldarflokks. Það verður honum til lífs
að hann finnur gamlan póstbíl í skógarjaðri þegar hann er nær dauða en
lífi vegna sunds niður eftir straummiklu fljóti. Pósturinn í bílnum vekur
forvitni hans og hann tekur að sér að bera út póstinn. Fyrir þetta framtak
sitt og sögur hans um að nýr og góður forseti sé í Minneapolis verður hann,
án þess í fyrstu að gera sér grein fyrir, nokkurs konar sameiningartákn um
að það sé hægt að endurreisa sambandsríki Norður-Ameríku og búa fólki
betri lífskjör.
I stuttu máli er það þrennt sem gerir það að verkum að The Postman er
stórgölluö. Fyrir það fyrsta er myndin alltof löng (tæpir þrír tímar), byrj-
unin er langdregin og fráhindrandi og þá nær myndin ekki því flugi í lok-
in sem ætlast hefði mátt til. Stundum nær þó The Postman þó að fanga hug-
ann í dramatískum og flott kvikmynduðum atriðum en veikleiki handrits-
ins ásamt melódramatískri útfærslu Kevins Costners á atriðum sem hefðu
getað oröið sterkari með grófara yfirbragði, gera það að verkum að The
Postman er mjög ójöfn kvikmynd og ber greinileg merki þess að Costner
hafi færst of mikið í fang. Það sem er óskiljanlegast er af hverju hann stytti
ekki myndina. Öfugt við Titanic, sem erfitt er að sjá hvar ætti að taka mín-
útu af, þá er auðvelt að sjá hvar hefði mátt stytta The Postman, það hefði
að vísu verið að mestu leyti á kostnað póstmannsins sem Costner sjálfur
leikur.
Leikstjóri: Kevin Costner. Handrit: Eric Roth og Brian Helgeland eftir
skáldsögu Davids Brins. Kvikmyndataka: Stephen Windom. Tónlist:
James Newton Howard. Aðalhlutverk: Kevin Costner, Will Patton,
Larenz Tate, Olivia Williams, James Russo og Tom Petty.
Hilmar Karlsson