Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Side 10

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Side 10
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 JLlV ísland - pltítur og diskar 1. (1 ) Titanic Úr kvikmynd Z ( 3 ) All Saints All Saints 3. ( 2 ) Left of the Middle Natalie Imbruglia 4. ( 4 ) Let's Talk About Love Celino Dion 5. ( 7 ) Urban Hymns The Verve 6. (11) Madonna Ray of Light 7. ( 6 ) Drums and Docks Propellerheads 8. ( 5 ) Yield Pearl Jam 9. (12) Moon Safari Air H 10. ( 8 ) OK Computer Radiohead | 11. ( 9 ) Aquarium Aqua t 1Z (20) Bugsy Malone Úr leikriti $ 13.(13) Bestof Eros Ramazotti t 14. (Al) Spiceworld Spice Girls t 15. (Al) Greatest Hits 2 Queen t 16. (- ) Together Alone Anouk 4 17. (14) John Lennon Legend t 18. ( - ) Heavy Mental Killah Priest | 19. (19) Simply the Best Tina Turner t 20. ( - ) Saturn Returnz Goldie I * London -lög- t 1. ( 2 ) My Heart will go on Ccline Dion t Z ( - ) Big Mistake Natalie Imbruglia 4 3. (1 ) Frozen Madonna t 4. ( - ) When the Lights Go Out Everlasting Love t 5. ( - ) The Cast from Casuality | 6. ( 3 ) Brimful of Asha Cornershop | 7. ( 4 ) The Ballad of Tom Jones Space I 8. ( 5 ) Truely Madly Deeply Savage Garden 4 9. ( 7 ) How Do I Live LoAnn Rimos 4 10. ( 6 ) Doctor Jones Aqua ðe hás! - á Subterranean- og Gravediggaz-tónleikum Fylkishöllin í Árbæ er eflaust ágætur tónleikasalur. Helstu ókost- imir em þó að staðurinn er fjarri alfaraleið og ekki gerður fyrir tón- list. Hljómurinn á rapptónleikun- um á laugardaginn fyrir viku var frekar vondur, það bergmálaði í kofanum. Hljómurinn hefði kannski verið betri ef fleiri hefðu mætt. Mætingin var eins og á með- al skólababi og þess vegna var tómahljóð í íslenskri hipphopp- menningu þetta kvöld. Hvað með það, Subterranean hitaði húsið fyr- ir Gravediggaz og var svöl þó leið- indavesen væri á græjunum. Þau em nokkuð flott á sviði, Ragna skoppandi stuðbolti og Maggi algjör andstæða, spýtukarl með öfuga hafnaboltahúfu. Kalli vakti svo yfir sviðinu fyrir aftan plötuspilarana. Bandið náöi ágætu flugi á milli þess sem græjumar fríkuöu út. Hópur- inn framan við sviðið var vel með á nótunum og tók undir og fram- kvæmdi ýmsar stuðskipanir sem komu af sviðinu. „Eraði frjáls?“ spurði Subterranean og áhorfendur héldu það nú. Eftir Subterranean tók við lög- bundin bið. Ekki þurfti þó aö róta mikið á sviðinu því á þessum tón- leikum var bara notast við tvo plötuspilara og segulbönd. Loksins lauk biðinni og útsendarar Gra- vediggaz, Too Poetic og Frakwan, birtust ásamt þremur vinum sinum sem þeir tóku með sér úr hverfinu. Einn þeirra tók sér stöðu við plötu- spilarana og sýndi ótrúlega snilld í Útsendarar Gravediggaz, Too Poetic og Frukwan, birtust ásamt þremur vinum sínum sem þeir tóku með sér úr hverfinu. DV-mynd Harí skratsinu út kvöldið og var al- gjört galdragrip á þessum tón- leikum. Félagarnir fjórir í framlínunni vögguðu nú í hægðum sínum fram og til baka um sviðið og möluðu hver í kapp við annan. Too Poetic var vigalegastur og malaði mest. Þeir fíluðu ísland greinilega vel, tilkynntu að svona tónleik- ar gætu ekki lengur farið fram á þeirra heimaslóðum því það yrðu alltaf læti og blóðsúthell- ingar. Svo spurðu þeir ítrekað hvort „Æsland" væri „in ðe hás“ og áhorfendur svöruðu sig hása. Þeir supu af rauðvíni og vatni úr 2 lítra plastflöskum og Frukwan skírði áhorfendur til rappískrar trúar í heilögu vatni Egils-appelsínflöskunnar. Svo henti hann myndum og ýmsu góðgæti öðru í sanntrúaða hjörðina. Hipp-hopp Gravediggaz er enn hrárra á tónleikum en á plötum. Það var erfitt að greina annað en sterkan bassa og því vora hápunktar kvöldsins fyrir mitt leyti lögin Bang Your Head og Da Bomb, en annað uppá- haldslag, 1-800 Suicide, heppn- aðist ekkert sérstaklega vel. Þegar á leið breyttust tónleik- amir smám saman í eitt alls- herjar samkvæmi. Heimamönnum var hleypt upp á svið og fengu að- gang að hljóðnemunum. Nokkrir sýndu góð tilþrif við þéttan takt frá plötusnúðnum. Alltaf fjölgaði á sviðinu og þegar Gravediggaz renndi í síðasta lagið var kominn þéttur veggur af iðandi rappgelgju fyrir aftan sveitina. Það var auð- velt að ímynda sér að maður væri staddur í endanum á nýrri Spike Lee-mynd. Þá voru ljósin kveikt og Brooklyn breyttist aftur í Árbæ og það var kalt úti. -glh NewYork — lög — 1.(2) Gettin' Jiggy Wit it Will Smith Z (1 ) My Hoart Will Go On Celine Dion 3. ( 3 ) Nice and Slow Usher 4. ( 6 ) No, No, No Destiny's Child 5. ( 5 ) Truely Madly Deeply Savage Gardon 6. ( 7 ) Swing My Way K.P. & Envyi 7. ( 4 ) Together Again Janet 8. ( 9 ) What You Want Maso (Featuring Total) 9. (-) Gone Till November Wyclef Joan 10. (10) How Do I live Leann Rimos Bretland — pltitur og diskar — t 1. ( -) Ray of Light Madonna | Z ( 1 ) Titanic Ur kvikmynd | 3. ( 3 ) Let's Talk About Love Coline Dion 4 4. ( 2 ) Urban Hymns The Vervo t 5. ( 6 ) Life Thru a Lens Robbie Williams t 6. ( 7 ) Maverick a Strike Finloy Quaye 4 7. ( 4 ) The Melting Pot The Charlatans 4 8. ( 5 ) All Saints All Saints t 9. ( -) Left of the Middle Natalie Imbruglia 4 10. ( 8) Aquarium ..Aqua 1 t * t » i ' » » » | Bandaríkin — plötur og diskar— f 1. (1 ) Titanic Úr kvikmynd | Z ( 2 ) Lot's Talk About Love Celine Dion | 3. ( 3 ) Charge it 2 da Game Silkk The Shocker | 4. ( 4 ) Savage Garden Savage Garden t 5. (9) The Wedding Singer Úr kvikmynd | 6. ( 6 ) Backstreet Boys Backstroot Boys | 7. ( 7 ) My Way Usher t 8. (-) LoveAlways K-ci & Jojo 4 9. (10) Yoursolf or Somoone Like You Matchbox 20 410. ( 5 ) Yield Poarl Jam Glaða kúrekastelpan: Imani Coppola fmani Coppola heitir 19 ára stelpa frá New York sem hefur verið að vekja athygli síðustu vikur með sinni fyrstu breiðskífu, Chupacabra, og laginu Legend of a Cowgirl. Imani semur tónlistina sjálf, syngur, rappar og spilar á hljómborð, gitar og fiðlur. Það er bjart yfir tónlistinni, þetta er dansvætt sólskinspopp með frískandi fónk- og hipphopp-ívafi og minnir á ýmislegt. De La Soul, Pizzicato 5 og Garbage koma t.d. upp í hugann, en Imani er þó engin hermikráka. „Þegar ég er spurð hvemig tónlist ég spila,“ segir Imani, „svara ég því til að þetta sé mín eigin tón- list, það er ekki hægt að flokka mig, tónlist- in er ný og ég bjó hana til sjálf. Ef ég þarf að vera nákvæmari segi ég að tónlistin sé glöð, andrik og gerð til að láta fólki hða vel.“ Imani býr tónlist sína til úr „sömplum" og lifandi hljóðfæra- leik. Hún var alin upp á listamannaheimili. Allir fjölskyldumeð- limirnir sinna tónlist og Imani fæddist með tónlistina í blóðinu. Helsti aðstoðarmaður hennar á plötimni er Michael Mangini sem er þekktur að sam- starfi sínu við Digable Planets, gleði- hipphoppsveit sem var vinsæl fyrir nokkrum árum. Imani Coppola syng- ur um geimverur, torkennilega atburði, ástina og frelsi nútímakonunnar til að gera það sem henni sýnist. „í laginu Legend of a Cowgirl syng ég um aö þjóta burt á hestbaki," segir hún, „og ég sé það sem táknmynd fyr- ir það að gera það sem mann langar til. Að sofa hjá hverjum sem manni sýnist og hafa ekki móral yfir því, að þjóta i næsta bæ til að byrja upp á nýtt.“ Titill plötunnar, Chupacabra, þýðir „Sé sem sýgur geitur" á spænsku og visar í dularfulla atburði sem hafa gerst í Mið-Ameriku. „Blóðlausar geitur hafa fundist á víðavangi og heimamenn trúa að geimverur eða púkar hafi verið að verki," útskýrir Imani, „en það var nýlega uppgötvað að það eru líklega bara venjulegar blóðsugur frá jörðinni sem leggjast á geiturnar. En hvað veit ég svo sem,“ segir Imani og brosir dularfullu brosi. -glh Imani Coppola heitir 19 ára stelpa frá New York sem hefur verið að vekja athygli síðustu vikur með sinni fyrstu breiðskífu, Chupacabra, og laginu Legend of a Cowgirl. „Fjölbreytnin held- ur u:mI4 i 1 tt - með KK á línunni KK er með mörg jám í eldin- um nú sem endranær. Hann hef- ur hóað saman í nýtt band, KK- Kvintett. Auk KK era þar fjórir frjósamir tónvirkjar, Guðmundur Pétursson, Haraldur Þorsteinsson, Ólafur Hólm og Óskar Guðjónsson. KK segir kvintettinn fylla upp í ákveðið tómarúm sem sé hér eftir að veitingastaðirnir Púlsinn og Tveir vinir hættu. Kvintettinn sér um að mynda gott ballstuð, enda gott kóver- band á ferð með úrvalsliði. „Eina leið- in til að lifa á tónlist á íslandi," segir KK, „er að spila helst á mörgum svið- um. Ég fæ frekar fljótt leið á sjálfum mér og þarf því að endumýja mig oft. Mér finnst örvandi og heiður að spila með fólki eins og Bubba, Magnúsi Ei- ríkssyni, Ellen systur, Gumma P, Kvin- tettnum - þessi fjölbreytni heldur manni lifandi og sæmilega ferskum. Svo verð ég ofsalega ánægður ef eitt- w f- # §#' \ KK er með mörg járn í eldlnum nú sem endranær. Hann hefur hóað saman í nýtt band, KK-Kvintett. hvað nýtt kemur upp á, eins og t.d. að gera tón- list við leOírit, bíó- myndir og þess hátt- ar.“ - Þig hefur ekki lang- að í auglýsingabransann? „Nei. Ég gét ómögulega farið að dá- sama einhverja svarta, óhoOa sykur- leðju, þó ég drekki hana sjálfur. Mér voru boðnar 250 þús. fyrir 10 sekúndur af Beinni leið af ónafngreindu fyrirtæki, en ég hefði svikið fólkið sem keypti plöt- una hefði ég selt lagið. Maður getur ekki annað en tapað þegar til lengri tima er litið með þvi að taka þátt í einhverju sem maður hefur ekki trú á.“ Það er aOtaf margt fram undan hjá KK. í kvöld og annað kvöld verður hann ásamt Guðmundi Péturs á Hótel ísa- firði. Þeir félagar fóra saman um landið í fyrra tO að kynna síðustu plötu KK, Heimaland. „Við verðum með „sjó“ á eftir dinnemum. SpOum og segjum sög- ur - þetta er hálfgert uppistand hjá okk- ur.“ Þeir tveir að viðbættri EOen Kristj- áns koma fram á Úlfaldanum þann 19. og KK-Kvintett leikur í Gjánni, Selfossi, laugardaginn 21. mars. Daginn eftir fer KK einn síns liðs í túr um Dan- mörku og. Svíþjóð. Spilað verður á hveiju kvöídi út mánuðinn. - Ér alltaf verið að semja? „Jamm. Ég kom mér upp litlu stúdíói héma heima og svo er ég að læra á klassískan gítar líka." - Hvað skyldi vera á fóninum hjá KK? „Ég hef verið að hlusta á nýju Rad- iohead-plötuna og er rosalega ánægð- ur. Mér fmnst attitjútið minna á Pink Floyd þegar þeir voru upp á sitt besta. Svo er ég lika mjög ánægður með Beck. Það er frábært hvemig hann mixar saman gömlum og nýjum áhrif- um. Þetta era vinnubrögð sem virka. Maður verður að viða að sér efni og vera meðvitaður um fortiðina eins og góður rithöfundur. Þetta er ekki spum- ing um að stela. Ekkert verður tO af engu.“ -glh

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.