Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Blaðsíða 12
26 lyndbönd MYNDBAHDtI mhm\ .4 187: ★★i ^ Með illu skal illt út reka ■--’mgy fj, jvjjpeS > , *- i > / 'j Efnafræðikennarinn Trevor Garfield er að jafna sig eftir að hafa ver- ið stunginn funmtán sinnum með hnífi af nemanda sem var ekki sáttur við einkunnimar sínar. Hann flytur frá New York til Los Angeles og fær starf við framhaldsskóla þar. Honum gengur ekki nógu vel að hafa stjóm á sumum nemenda sinna, enda em þeir vandræðaunglingar af verstu sort. Hann er afar ósáttur við framgang mála og grípur til örþrif- aráða. Þessi mynd leikstjórans unga, Kevins Reynolds, er um margt mjög athyglisverð. Hann gerir þama mikið af tilraunum með litaðar linsur, lýsingu, fókus, sjónarhom og hreyfingu myndavélarinnar. Sum- um þykir kannski nóg um, en honum tekst stundum með þessu að draga fram þá stemningu sem hann vill koma áhorfandanum í. Innihaldið er hins vegar í rýrara lagi og fátt nýtt sem þar kemur fram. Samuel L. Jackson er afburðaleikari og leikur hinn yfirspennta kennara galla- laust, með járngrímu á yfirborðinu en nær samt að gefa til kynna til- finningamar sem krauma undir. Kevin Reynolds er leikstjóri sem vert er að gefa gætur, en hann þarf að vanda efnisvalið betur. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Kevin Reynolds. Aðalhlutverk: Samuel L. Jackson. Bandarísk, 1997. Lengd: 114 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ Austin Powers: International Man of Mystery: Fjöllyndur fomgripur ★★ Tískuljósmyndarinn Austin Powers er einnig leynilegur útsendari hennar há- i tignar. Hann var upp á sitt besta á sjöunda áratugn- um og stundaði kvenfólk og skynvillulyf af miklum móð. Árið 1967 lætur erkióvinur hans, Dr. Evil, frysta sig og skjóta sér út í geim. Austin Powers er þá einnig frystur, svo hægt sé að kalla hann aftur til leiks þegar illmennið snýr aftur, sem gerist einmitt þrjátíu ámm síðar. Tímamir hafa breyst en Austin Powers ekki, og vopnaður blómasjarmanum tekur hann höndum saman við dóttur fyrrum samstarfs- konu sinnar og hefst handa við að klekkja á Dr. Evil. Húmorinn í þess- ari mynd er aulahúmor af aulalegustu gerð, sem þýðir alls ekki að hann sé ófyndinn. Það eru mörg atriði i myndinni sem má hlæja vel að og mikið af skemmtilegum hugmyndum. Hins vegar dettur hún nokkuð niður á milli fyndnu atriðanna og nær því ekki að mynda þétta kómed- íu. Mike Myers er allt í öllu í tveimur stóram og hér um bil jafn aula- legum hlutverkum, og meiripartin-inn af gríninu gengur út á stælana í honum. Aukaleikarar era hins vegar litið spennandi. Útgefandi: Háskólabíó. Leikstjóri: Jay Roach. Aðalhlutverk: Mike Myers. Bresk/bandarísk, 1997. Lengd: 88 mín. Öllum leyfð. -PJ The Substance of Rre: ★★Á Þessi fjölskyldusaga segir frá útgefandamnn Isaac Geldhart og bömum hans þremur. Hún hefst á fjöl- skyldukrísu sem kemur til vegna óbilgimi foðurins, sem neitar að taka sönsum og gefa út sögu sem gæti komist á metsölulista. í stað þess vill hann leggja allt i útgáfu vísindalegs heimildarrits um helforina í fjórum bindum. Bömin hans bera hann ofurliði og hann yfirgefúr fyrirtækið og stofnar eigið. Meðan allt gengur gamla fjölskyldufyrirtækinu í haginn með nýju met- sölubókinni fær gamli karlinn ekki einu sinni neinn til að taka bókina sína í sölu. Þegar í ljós kemur að elliglöp eru farin að hrjá hann neyðast börnin til að stíga skref til að hjálpa honum, þrátt fyrir missættið. Mynd- in býður upp á mjög góða persónusköpun og frábæran leik. Ron Rifkin fer á kostum í hlutverki hins óbilgjarna, ákveðna og tilfinningahefta fóð- ur. Tony Goldwyn, Timothy Hutton og Sarah Jessica Parker þurfa að halda meira aftur af sér, en sýna næman leik. Sérstaklega er gaman að sjá þann stórgóða leikara, Timothy Hutton, í bitastæðu hlutverki. Hins vegar er myndin fremur hæggeng og stærsti gallinn er sá að þegar allt kemur til alls fæst lítil niðurstaða í hana. Hún eiginlega fuðrar bara upp í lokin og skilur áhorfandann eftir ófullnægðan. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Daniel Sullivan. Aðalhlutverk: Ron Rifkin, Tony Goldwin, TlmothY Hutton og Sarah Jessica Parker. Bandarísk, 1996. Lengd: 102 mín. Öllum leyfð. -PJ Truth or Consequences: Glæpabrautin ★★ Raymond Lembecke er smáglæpamaður með vott af samvisku. Hann er ástfanginn af kærastunni sinni og hyggst fremja með henni og tveimur félög- um sínum rán sem hann telur að muni tryggja fram- tíð þeirra. Ránið fer ekki alveg eins og til er ætlast og þau leggja á flótta með ránsfenginn, sem er dóp, sem þau hyggjast selja og flýja síðan til Mexíkó. Þau hafa bæði lögregl- una og mafíuna á hælunum og til að tryggja sig taka þau par sem þau hitta á fornum vegi sem gísla. Annar félaga Rays er kolgeggjaður og of- beldishneigður hrotti, en hinn er fikniefnalögreglumaður á laun. Hver höndin er upp á móti annarri og til að bæta gráu ofan á svart fer ann- ar gíslanna að líta upp til glæpamannanna og dást að lífsstíl þeirra, þannig að hann er á mörkum þess að vera einn af hópnum. Myndin er ágæt sem slík, en það er lítið frumlegt í söguþræðinum. Nokkur krassandi ofbeldisatriði krydda myndina, en mest púður er i nokkrum góðum leikurum í smáhlutverkum. Martin Sheen er að vísu fremur lit- laus, en meira varið i John C. McGinley og Rod Steiger. Vincent Gallo er fremur ámátlegur í aðcdhlutverkinu, en leikstjórinn gefur sjálfum sér lausan tauminn og veður i gegnum hlutverk siðblinda hrottans af miklu afli. Ofbeldið og leikararnir gera annars litlausa mynd áhorfanlega. Útgefandi: Skífan. Leikstjóri: Kiefer Sutherland. Aðalhlutverk: Vincent Gallo, Mykelti Wiiliamson, Kiefer Sutherland, Kevin Pollak, Kim Dickens og Grace Phillips. Bandarísk, 1997. Lengd: 101 mín. Bönnuð innan 16 ára. -PJ FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 TIV Myndbandalisti vikunnar ■Iss mars SÆTI J J FYRRI VIKA ; VIKUR ; A LISTAj J J TITILL J ÚTGEF. j j j j TEG. 1 í 1 i 2 i Conspiracy Theory j Warner-myndir j Spenna 2 i i Ný i 1 i J J Austin Powers J J j Háskólabíó j j j Gaman 3 J 3 i 6 j 2 1 i L i Romy And Micheles High... Sam-myndbönd Gaman i 4 > i 2 j i j 3 ' j ) Bean j j J Háskólabíó 1 I ] Gaman 5 i 3 j , 1 j 3 j Speed 2 J J j Skífan j Spenna 6 i j 5 j J i 3 í nHHMHni Addicted To Love J i Wamer-myndir Gaman 7 j 4 J 4 j Breakdown j j J Sam-myndbönd ■ Spenna 8 i J Ný J: J i 1 i J J 187 J J J J j Skifan j j,- I Spenna 9 i 10 i 6 i Grosse Point Blank j Sam-myndbönd j Gaman 10 i j 8 i 7 i J ) Murder At 1600 i j j Warner-myndir i Spenna ) J 11 i 7 1 5 1 J 3 ) Double Team Skrfan ! Spenna J 12 > j 9 J J J 6 | j J The Chamber i J j ClC-myndbönd j Spenna 13 i 13 j . 1 j 4 j Marvin's Room J J 1 Skífan j Drama u; I 16 j J j 2 1 j L J . | Fever Pitch J J j Háskólabíó j J J Gaman 15 i , . | 11 J J j 4 J Night Falls On Manhattan J Sam-myndbönd 1 J J j Skrfan j j j Spenna H i J 17 ! 2 1 j L J i j Truth or Consequences Spenna 17 i 12 i 7 í i 4 i j J Men In Black Skífan j Gaman 18 i i 15 Mchaley's Navy J J J ClC-myndbönd J j ) Gaman 19 i 14 i q J J 3 J Devil'sOwn j Sktfan j Spenna 20 | 20 J J í 2 i Swingers j j J Skífan 1 J J Gaman Mel Gibson og Julia Roberts eru sterkt par sem erfitt er aö keppa við og því situr Conspiracy Theory sem fastast í efsta sæti listans. í annað sætið kemur hinn kostulegi njósnafarsi Austin Powers með Mike Myers í aðalhlutverki. Myers, eins og svo margir aðrir þekktir gamanleikarar, hóf feril sinn f sjónvarpsmyndaflokknum Saturday Night Live. Hann hóf kvikmyndaferil sinn meö stæl þegar hann lék í Wayne’s World og hefur síðan verið f miklum metum, enda bráðsnið- ugur leikari sem á auövelt með aö bregöa sér í alls konar gervi. i áttunda sæti er einnig ný mynd, 187, sem leikstýrt er af Kevin Reynolds en hann er fyrrum besti vinur Kevin Costners. Sá vinskapur endaöi þegar Costner rak hann þeg- ar verið var aö Ijúka viö Waterworld. J ui/ Conspiracy Theory Mel Gibson og Julia Roberts. Jerry Fletcher, leigubílstjóri í New York, er með samsæri á heilanum. í hans augum er allt fyrir- fram skipulagt og hvert sem hann lítur sér hann ekkert nema djöfullegar ráðageröir. Alice Sutton er sak- sóknari sem Jerry leit- ar til með samsæris- kenningar sínar. Hún hefur ekki mikla trú á þvi sem hann segir en hefur samt sínar grun- semdir um að ekki sé allt vitleysa. Þegar kemur í ljós að ein af kenningum Jerrys reynist sönn fær hún áhuga á máli hans og saman leggja þau upp i ferðalag til að leita að sannleikanum. Austin Pow- ers... Mike Myers og Elizabeth Hurley. Austin Powers er einn af bestu njósnur- um hennar hátignar. Um árabil hefur hann gegnt erflðustu og flóknustu verkefnum sem njósnurum eru falin en samt aldrei tekist að hafa hendur í hári erkióvinarins herra Ills. Dag einn eft- ir að banatilræði viö Austin fer úrskeiðis, leggur Illur á flótta, djúpfrystur í eldflaug eitthvað út í geiminn. Þar sem Austin er sá eini sem getur ráðið við Illan er hann einnig frystur til aö vera viðbúinn þegar Illur kemur aftur. Sá tími kemur 30 árum síðar. Romy amd Michelles... Mira Sorvino og Lisa Kudrow. Þegar Romy og Michele fá boð um að taka þátt í tíu ára út- skriftarafmæli bekkj- arins síns fara þær að lita yfir farinn veg og komast að því að það er nákvæmlega ekkert sem gerst hefur í lífi þeirra. Þetta flnnst þeim ómögulegt. Þær ákveða því að plata bekkinn og látast vera ríkar og vel metnar viðskiptakonur sem hafi hagnast gríðar- lega á uppfinningum sinum. Allt virðist ætla að ganga upp þeg- ar Heather mætir á svæðið en hún veit allt um þær. Bean Rowan Atkinson og Burt Reynolds. Hinn auðugi Newton ákveður aö gefa Grierson-lista- safninu í Kalifomiu 50 milljónir doilara til að festa kaup á einu fræg- asta málverki banda- rískrar listasögu, Móð- ur flautarans, og flytja það aftur „heim". Þeir bjóða stjóm Þjóðlista- safnsins í Englandi aö senda sinn besta mann með verkinu án þess að vita að Þjóðlista- safnið hefur um nokk- urt skeið reynt allt sem hægt er til að losna við einn starfs- mann sinn, Bean. Þeir sjá sér leik á borði og senda herra Bean með verkið og aö sjálfsögðu setur hann allt á ann- an endann í Kalifom- íu. Speed 2 Sandra Bullock og Jason Patrick. Annie Porter og kærasti hennar hafa ákveðið að gera sér dagamun og njóta lífs- ins um borð í einu glæsilegasta skemmti- ferðaskipi heims sem siglir um Karíbahafið. Skemmtiferðin breyt- ist í andhverfu sína þegar snælduvitlaus tölvusnillingur tekur öll völd um borð og hyggst tortíma skip- inu. Áður en varir er Annie Porter komin í svipaða stöðu og í rút- unni forðum. Það er nefnilega undir henni og kærasta hennar komið hvort ferðin fær þann ógnarendi sem brjálæðingurinn stefn- ir að.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.