Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Blaðsíða 4
18 FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998 DV um helgina Kjarvalsstaðir um helgina: Hughrif eru listavérk - segir Ólafur Elíasson myndlistarmaður í dag verða tvær sýningar opnaðar á Kjar- valsstöðum. Annars vegar sýningin PARADÍS? Hvenær? sem unnin er af listakonunni Rúrí og hins vegar eru sýnd verk eftir listamanninn Ólaf Elíasson. Sýning hans ber yfirskriftina „Hinn samsíða garður og aðrar sögur“. í samtali við DV sagði Ólafur að verk hans væru aðallega innstiUingar. „I minum huga er listaverkið ekki sjálfir munimir sem ég set upp heldur það sem gerist í rýminu milh munanna og áhorfandans. Hughrifin sem þar eiga sér stað eru mitt listaverk." Þetta er fyrsta einkasýning Ólafs á íslandi en hann hefur aldrei búið hér á landi. ------- Hann fæddist í Danmörku en hefur búið í Þýskalandi síðastliðin flmm ár. Ólafur er orðinn talsvert þekktur myndlistarmaður erlendis. Eftir að hann lauk námi við Konunglegu listaakademíuna í Kaupmannahöfn árið 1995 heíúr hann haldið á annan tug einkasýninga beggja vegna Atl- antshafsins og tekið þátt í flölda sam- sýninga. Hann sækir hins vegar mikið til ís- lands enda er náttúran honum hug- leikin í list hans. Oft tekur hann ýmis náttúrufyrirbæri og setur þau í annarlegt umhverfi í verkum sínum. Þannig fær áhorfandinn nýja og sterka upplifun af kunnuglegum hlut sem slitinn er úr sínu eðlilega um- hverfi. PARADÍS? Hvenær? Listakonan Rúrí sýnir umhverfis- verk með yfirskriftinni PARADÍS? Hvenær? og er verkið framlag henn- ar til alþjóðlegrar friðarumræðu. Rúrí sækir efhivið sýningarinnar til striðshrjáðra svæða í heiminum. Hún reynir með myndrænum að- ferðum að tjá ótta sinn og hrylling og vekja um leið sýningargesti til umhugsunar um ör- lög manna víða um heim. Hér er á ferðinni ein viðamesta sýning Rúríar til þessa og nýtir hún sér marga og ólíka miðla, m.a. ljósmyndir, kvikmyndir, tölvur og Intemetið. Sýningu Rúríar á Netinu má finna á vefslóðinni http://www.is- holf.is/paradise.ruri. í tengslum við sýning- una mun Mannréttindaskrifstofa íslands gangast fyrir málþingi undir yfirskriftinni „Mannréttindi og listir". Listaverkiö „Regnskáli" er eitt verka Ólafs Elíassonar á sýningu hans á Kjarvalsstöðum. Rjómaprógramm - endurtekið vegna veðurs Píanóleikarinn Þorsteinn Gauti Sigurðsson ætl- ar að halda aðra tónleika í Listasafni íslands á sunnudaginn kl 17. Hann hélt þar tónleika síðasta sunnudag en hefur i liðinni viku fengið fiölda áskorana um að endurtaka tónleika sína, bæði vegna þess hve góðir þeir þóttu og vegna þess hve margir urðu frá Þorsteinn Gauti heldur aöra sunnudagstónleika sína í Listasafni islands í röö um helg- ina og vonast eftir betra veöri en síöast. DV-mynd Hilmar Þór að hverfa vegna veðurs sl. sunnu- dag. Nú ætlar Þor- steinn Gauti að halda tónleika í björtu og vonandi betra veðri, enda ekki að furða þar sem næstum það eina sem Bergþóra Jónsdótt- ir, tónlistargagnrýnandi DV, gat sett út á tónleik- ana á sunnudaginn var veðrið og myrkrið. Meðal annars hafði hún þetta að segja um tónleikana sjálfa: „Og sannarlega ættu tónlistarunnendur að fá fleiri tækifæri til að heyra í jafn góðum pianista og Þorsteini Gauta ... Það þarf dirfsku til að leggja í þvílíkt rjómaprógramm sem Þorsteinn Gauti valdi sér nú. Þama var hver perlan af annarri." Vilji menn á annað borð hlýða á tónlist á sunnudaginn ætti varla að þurfa frekari hvatning- ar við. NFFA sýnir Gísl fæddur Skagamaður, sem áður hefur gert góða hluti með nemendum Fjöl- brautaskólans. Leikarar í leiksýning- unni eru 15 auk hljómsveitarinnar. Með helstu hlutverk fara Óli Örn Atlason, Jónína Margrét Sigmundsdóttir, Viggó Ingimar Jónsson, Andrea Katrín Guð- mundsdóttir og Siguröur Tómas Helga- son. Uppsetning leikrits hjá Fjöl- brautaskóla Vesturlands er orðin merkur viðburður í menningarlífi Vesturlands og fer hann vaxandi með hverju árinu sem líður. Sögusviðið er gistiheimili Monsjúrs í Dublin á írlandi þegar barátta íra er í fullum gangi. Bretar taka írskan pilt til fanga og halda honum í varðhaldi í Belfast. Til að svara fyrir sig tekur her IRA breskan dreng til fanga og telja þeir að fullkominn felustaður til að fela fangann sé einmitt gistiheimili Mon- sjúrs, því Bretum detti aldrei í hug að IRA myndi flekka nafn sitt með því að stígatfæti þar inn. -DVÓ Frá sýningu nemenda Fjölbrautaskóla Vestur- lands á leikritinu Gísi. Skemmtihúsið við Laufásveg: Ferðir -Róm Guðríðar - Skagafjörður Tristan Gribbin leikur hlutverk Guöríöar Þor- bjarnardóttur í leikverk- inu Ferðir Guðríöar í Skemmtihúsinu viö Laufásveg 22 á sunnu- daginn. DV-mynd Hilmar Þór DV Akranesi: Nú er Fjölbrautaskóli Vesturlands að vinna að uppsetningu á leikritinu Gísl eftir Brendan Behan í þýðingu Jónasar Árnasonar. Hátt í 90 nemendur koma að sýningunni og mun afrakstur vinn- unnar verða frumsýndur laugardaginn 14. márs nk. Leikstjóri að þessu sinni er Jak- ob Einarsson, Á sunnudaginn verða tvær sýningar á verk- inu Ferðir Guðríðar kl. 17 og 20 í Skemmti- húsinu að Laufásvegi 22 og verða þær jafn- framt síðustu sýningar í mars. Þama er geysi- lega spennandi sýning á ferðinni þar sem ein leikkona, Tristan Gribbin, fer með öll hlut- verk leikritsins á ensku. Hún hefur fengið mjög góða dóma fyrir leik sinn í verkinu. Ferðir Guðríðar fiallar um Guðríði Þorbjam- ardóttur sem var fyrsta vestræna kon- an til að setj- ast að í Amer- íku og fæða þar bam. Síðar lagði hún leið sína til Rómar ; til að hitta páfann að máli. Að því loknu sneri hún heim til íslands, reisti þar kirkju i Glaumbæ í Skagafiröi og tók nunnuvígslu. Brynja Benediktsdóttir er höfundur verksins og leik- stjóri þess. Söguna byggir hún á Eiríks sögu rauöa og Græn- lendingasögu en notar töfrabrögð leikhússins til að koma sögu Guðríðar til skila. Ætlunin er að sýna verkið með þremur leikkonum á þremur hmgumálum. Tristan hefur þegar haf- ið leikinn á ensku en síðar verður verkið sýnt á íslensku, þar sem Ragnhildur Rúriksdóttir leikur öll hlutverk, og á sænsku, þar sem Bára Lyngdal Magnúsdóttir mun leika.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.