Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Page 9
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998
HLJÓMPLÖTU
Ýmsir — Fishcake ★★★
Útgáfan Thule Records er starf-
rækt i Borgartúninu af Þórhalli
Skúlasyni, duglegum rafeindapæl-
ara sem hefur frá árdögum breik-
dansins reynt að koma framúr-
stefnulegri rafeindatónlist á land-
ann. Þetta hefur ekki borið mik-
inn árangur og því hefur Þórhall-
ur síðustu árin litið til útlanda,
Þýskalands aðallega, eftir sperrt-
um eyrum. Thule-útgáfan hefur
geflð út nokkrar tólf-tommur með
Þórhalli og jábræðrum hans í raf-
magninu og diskurinn Fishcake
safnar þessum verkum saman á handhægan hátt.
Efnið á Fiskikökunni verður seint talið „aðgengilegt almenningi". Hér
eru engar grípandi melódíur, ekkert sem fermingarbörn með landa í tó-
matsósuflösku koma til með að syngja á hestamannamótum í sumar. Nei,
hér erum við komin svo langt frá alfaraleið að innihald disksins knýr mann
til að spyija djúptþenkjandi spmminga eins og „Hvað er tónlist?" og „Til
hvers er tónlist?“. Takturinn í lögunum er oftast hægur svo líklega er til-
gangurinn með þessari tónlist að skaffa bakgrunnstóna fyrir hægindi, þetta
er tónlist til að tsjilla við, eins og sagt yrði á ísl-ensku. Tónlistin er
all„mínímalísk“ og fólleit, taktfóst og full endurtekninga og næstum alveg
laus við að koma á óvart. Uppbygging laganna er nokkuð svipuð; með risi
er gefið loforð um einhvern hápunkt en svo ódýrra lausna er þó ekki grip-
ið til heldur renna lögin út í sandinn á jafn hljóðlegan hátt og þau byrjuðu.
Tónlistin minnir á notalegt brak í gömlum ofni sem lætur illa í frosthörk-
um eða suð í loftkælingu. Þetta er stemningartónlist og mjög þægileg sem
slík og notadrjúg við loftkenndar athafnir, eins og að drekka vatn eða að
lesa eitthvað eftir Gyrði Elíasson. Stundum er þó notalegt taktfast suðið
brotið upp, t.d. leyfir Sigurbjöm Þorgrímsson (Aez) sinu lagi, „Andop 3“„að
springa út með offorsi og skruðningum, og það er ekki laust við að Sanasól
gæli lítillega við hefðbmidna poppuppbyggingu. Þegar öllu er á botninn
hvolft er Thule-útgáfan ^gðOegt innlegg - hún bætir gráu og útfjólubláu í
islenska tónlistarlitrófið. Gunnar Hjálmarsson
Madonna - Ray of Light ★★★
Madonna hefur líkt og fleiri
stórstjörnur sterka löngun til að
fylgjast með nýjustu straumum og
dragast ekki aftur úr öðrum, vill
halda sér ferskri í poppinu. Hún
kýs að hella sér á kaf út í el-
ektrónískar pælingar á nýju plöt-
unni, sem er hennar sjöunda og
besta í langan tíma.
NýjabrumSkröfur Madonnu
ganga upp á þessari plötu. Það er
mikill fengur í hljóðstjómandan-
um William Orbit. Við fyrstu sýn
virðast Madonna og vinir hennar
(lagahöfundurinn Patrick Leonard kemur hér við sögu í fyrsta skipti síðan
á Like a Prayer) hafa skaffað lögin og Orbit (sem áður hefur hljóðunnið m.a.
fyrir Prince, Blur, Peter Gabriel og Human League) sett þau í búning sem
hæfir nýjustu kröfum. En svo fer maður að skynja dýpri samruna; platan er
þétt heild, samstarfið gengur algjörlega upp. Hér er með öðrum orðum ekki
sá vandræðagangur sem oft vill ríkja þegar peningar og nýjustu tónhug-
myndir koma saman; útkoman er ekki brjóstumkennanleg eins og t.d. á síð-
ustu U2-plötu, þar sem andleysi og peningalykt draup af hveijum tón.
Þrátt fyrir nýmóðins hljóm og á köflum framúrstefnulegar pælingar er
tónlist Madonnu í eðli sínu popp og það er ekki djúpt á það. Melódíurnar
eru gómsætar og fljótar að troða sér á heilabörkinn. Lögin þrettán sveiflast
í ótal áttir með óvæntum uppákomum og flugeldasýningum. Titillagiö er
aldamótadiskó, „Skin“ er mók-rokk, „Candy Perfume Girl“ tripp hopp með
umhverfisáhrifum; hvert lag virðist taka upp á einhverju skemmtilegu.
Meira að segja angurværar ballöður (og af þeim er nóg) fá ekki að vera i
friði fyrir tilraunamennskunni og það er friskandi tilbreytni.
Madonna hefur líklega aldrei sungið betur en hér og má þakka Evítuhlut-
verkinu fyrir það. Stundum er þó eins og hún ráði ekki alveg við það sem
hún ætlar sér, háu-Cin eru ekki algerlega sannfærandi. Textamir eru ágæt-
ir, þó dálítið tilgerðarlegir á köflum. Jafnvel þeir sem hafa aldrei þolað
Madonnu ættu að gefa þessari plötu séns, en Madonnu-aðdáendur hafa ekki
átt glaðari daga í langan tíma. Gunnar Hjálmarsson
The Charlatans/Melting pot ★★★
Uppskera sjö ára í lifi The
Charlatans er að finna á
þessarri firnagóðu safnplötu,
Melting Pot.
Það hafa skipst á skin og
skúrir í ferli sveitarinnar sem
er byggð á rústum Stone Roses
og Happy Mondays. The
Charlatans ruddust öllum að
óvörum í fyrstu sæti vinsæld-
arlista upp úr 1990 með nánast
allar plötur sínar, eitthvað
sem svokallaðir samferða-
menn þeirra í tónlistinni
höfðu aldrei gert. Skýringanna er kannski að leita í einstæðri blöndu
rokks og léttleika sem kemur öllum í filing. Hér er þó ekkert léttmeti
á ferð, tónlistin hefur virkilegt „punch“ og maður getur sett kúl svip-
inn upp við áheyrn laga sveitarinnar.
Sveitin missti hljómborðsleikara sinn Rob Collins í bílslysi 1996,
skömmu eftir útgáfu plötunnar One To Another og varð það áfall fyr-
ir tónlistarheiminn sem sagði Collins vera síðustu raunverulegu
rokkstjömuna. Sveitin hélt þó áfram með aðstoð Martin Duffy, hljóm-
borðsleikara Primal Scream og platan Tellin’ Stories leit dagsins ljós
í fyrra. Melting Pot er einstakt safn frábærra laga sem hver
rokkunnandi getur verið stoltur að eiga.
PáU Svansson
Mömmustrákurinn
Usher er í Voginni, fæddur 14. október 1979. Líf hans snýst um tónlist og aftur tónlist
og þegar hann er spuröur hvort hann eigi kærustu segir hann að tónlistin sé hans
Átján ára soulsöngvarinn eina ast-
Usher Terry Raymond er einn vin-
sælasti súkkulaðistrákurinn í
„Rhythm & Blues“-geiranum um
þessar mundir. Platan hans, My
Way, hefúr gengið vel beggja vegna
Atlantshafsins og þegar best lét átti
hann tvö lög, You Make Me Wanna
og Nice and Slow, á topp 10 í Banda-
ríkjunum.
Unglingastjarnan er mikill
mömmustrákur og þakkar mömmu
sinni frægðina. Mamman er umboðs-
maður stráksa og ól hann upp sjálf
eftir að pabbinn stakk af. Mamman,
Usher og yngri bróðir fluttu frá
Tenneesee til Atlanta þegar Usher
var tólf ára og mamman fékk vinnu
sem kórstjórnandi í gagnfræðaskóla.
Stráksi gekk vitanlega í kórinn og
fékk þar sitt tónlistarlega uppeldi;
„Ég hef lært að þessi bransi er krefj-
andi og mikið stress í honum,“ segir
Usher, „en mamma hefur verið frá-
bær kennari. Hún hefur haldið mér
niðri á jörðinni.”
Usher tók þátt í hæfileikakeppn-
um í Atlanta og á einni slíkri sáu út-
sendarar LaFace plötufyrirtækisins
hann. Eftir frekari hæfnisprufur
fékk Usher samning og gaf út fyrstu
plötuna 1994 sem hét einfaldlega „Us-
her“. Platan gekk vel en mefri at-
hygli vakti Usher þó þegar hann
söng í jólaauglýsingu fyrir Kók ’95
og ári síðar er hann gaf út lagið „You
Will Know“ ásamt öðrum upprenn-
andi söngvurum i hóp sem kallaði
sig Black Men United.
Með annarri plötu sinni, My Way,
hefur Usher styrkt stöðu sína og
hann og mamman geta ekki kvartað
undan aura- eða áhugaleysi. Lagið
„You Make Me Wanna” fékk verð-
laun sem besta smáskífa karlsöngv-
ara á „Soul Train“-hátíðinni í lok fe-
brúar og bráðlega fer Usher á tón-
leikatúr um Bandaríkin ásamt Mary
J. Blige, einni skærustu stjörnu R&B
heimsins.
Usher er í Voginni, fæddur 14. okt-
óber 1979. Líf hans snýst um tónlist
og aftur tónlist og þegar hann er
spurður hvort hann eigi kærustu
segir hann að tónlistin sé hans eina
ást. Þó hefur sést til gutta með
Brandy, annarri ungri R&B stjörnu.
Gulur er uppáhaldslitur Usher og
hann á tvo hunda, þá Champ og Jazz.
Hann er með húðflúr á vinstri hend-
inni, nafnið sitt skreytt með sverði.
Usher er auðvitað hæstánægður
með stöðu sina og segist rétt að
byrja. „Fólk segir að maður eigi að
stefna hátt, alla leið upp á himininn,
en ég er nú meira að spá í himin-
geiminn," segir hann kampakátur.
Botnleðja:
Hvar er hún nú?
Það hefur ekki borið mikið á Botnleðju síðustu
mánuði og hún blandaði sér ekkert í plötuútgáfu fyr-
ir síðustu jól. En hljómsveitin er fráleitt hætt og
minnti á sig á síðdegistónleikum Hins hússins fyrir
sléttri viku. Hún spilaði sex ný lög í bland við göm-
ul og kynnti nýjan utanáliggjandi meðlim, hljóm-
borðsleikarann og altmuligmanninn Kidda, sem
einnig hamrar á trommur í hljómsveitinni Emmet.
Það heyrðist ekkert i honum en hann stóð sig örugg-
lega vel. Nýju lögin hljómuðu nokkuð sannfærandi,
ekta Botnleðjugrugg. í gegnum hljóðvegginn mátti
greina þó nokkuð poppaðri áhrif en áður, smá Blur-
tjasl er komið í rokksprungurnar. Strákarnir báðu
mig þó að taka ekki mikið mark á þessum tónleik-
um, hljóðið hefði verið vont og bandið aldrei komist
í stuð því áhorfendur hefðu glápt á þá með hangandi
haus og „peppun" engin verið.
Á míní-túr
Það prógramm sem Botnleðja spilaði i Hinu húsinu
er það sama og verður notað í „míní-túrnum“ sem
byrjar í kvöld á barnum Gimli í Hróarskeldu. Þeir
tónleikar eru hluti af hátíðarhöldum í tilefni af 1000
ára afmæli Hróarskeldu. Á morgun spilar Botnleðja i
Kaupmannahöfn á Eurospotting-rokkhátíðinni. Á
þeirri hátíð koma fram hljómsveitir frá ýmsrnn Evr-
ópulöndum. Það er líklegt að þetta brölt Botnleðju í
Danmörku verði til þess að hljómsveitin spili á Hró-
arskelduhátíðinni í sumar. í næstu viku verður Botn-
leðja svo komin til London og spilar í tveim loftlaus-
um skítabúllum; Garage á þriðjudaginn og Bull &
Gate á miðvikudag. Hljómsveitin kallar sig Silt í út-
löndum og kemur til með að flytja megnið af lögunum
á ensku.
Ný plata
Að míní-túrnum loknum má búast við að Botnleðja
fari að vinna plötu og stefnt er að því að þriðja plata
hljómsveitarinnar komi út í vor. Heiðar söngvari seg-
ir að til sé „hellingur af hálfkláruðu efni“ sem þurfi
að liggja yfir og klára. Hann er lítillátur og segir að
nýju lögin séu „faktískt bara sömu gítargripin raðað
saman upp á nýtt“, en svo rennur af honum kald-
hæðnin og hann játar að þetta sé frábært efni, sér-
staklega allra nýjustu hugmyndimar - „hálfkláraða
efnið er alltaf best því þá er maður ekki búinn að fá
Hljómsveitin Botnleðja er fráleitt hætt og minnti á sig á
síödegistónleikum Hins hússins fyrir réttri viku.
DV-mynd Hari
leiða á því sjálfur. Ég er kannski ekki dómbær en mér
fmnst þetta nýja efni það langskemmtilegasta sem við
höfum gert til þessa“.
-gUi