Dagblaðið Vísir - DV - 13.03.1998, Qupperneq 11
FÖSTUDAGUR 13. MARS 1998
tónlist
j
25
Lagið Tubthumping hefur hljóm-
að nær látlaust úr öllum áttum síð-
ustu mánuðina, enda feiknalega
grípandi stuðlag sem hægt er að
steyta við hnefann út í loftið og
gaula með. Hljómsveitin á bak við
lagið er Chumbawamba, sem verður
að teljast ein sú sérstakasta í dag.
Að hljómsveitin skuli njóta viðlíka
vinsælda og hún gerir er álíka út í
hött og að pönkhljómsveitin Ör-
kuml ynni Eurovision.
Fyrir Tubthumping
Chumbawamba er skipuð
átta manns sem byrjuðu að
búa saman í kommúnu í
Leeds fyrir fimmtán árum.
Hljómsveitin valdist ekki saman
vegna hljóðfærakunnáttu heldur
sameiginlegrar andúðar á yfir-
völdum. Hún hefur gefið út ótal
plötur og fengist við ýmis afbrigði
tónlistar. Fyrsta stóra platan hét
Pictures of Starving Children Sell
Records og kom út rétt eftir Live
Aid-tónleikana. Þar var tónlistin
hrátt pönk í anda anarkistanna í
Crass, enda Chumbawamba á
sama róli hvað varðar lífshugsjón-
ir og afstöðu til heimsmála. Eftir
nokkrar hráar pönkplötur gerði
hljómsveitin acappella þjóðlaga-
plötu með gömlum enskum upp-
reisnarvísum - English Rebel
Songs - sem var það síðasta sem
pönkaðir aðdáendurnir bjuggust
við, enda hefur aðal
Chumbawamba alltaf verið að
gera annað en búist er við af þeim.
Enn kom bandið á óvart á næstu
plötu, Slap!, þar sem það var kom-
ið í í danstónlistina og blandaði
hana pólitískri ádeilu. Næsta plata
átti að heita Jesus H Christ og var
búin til úr köflum úr frægum dæg-
urlögum sem Chumbawamba
hafði klippt saman upp á nýtt.
Platan kom þó aldrei út vegna
mótmæla frá höfundarréttarfyrir-
tækjum. í staðinn kom platan
Shhh þar sem fjallað var um rit-
skoðun og tjáningarfrelsi. Fram að
þessu hafði hljómsveitin gefið út á
eigin merki, Agit-Prop Records.
Nú voru umsvifin orðin of mikil,
nokkrir meðlimir höfðu yflrgeflð
kommúnuna og voru farnir að
reka heimili, og enginn nennti í
raun að reka bisness með fram
hljómsveitinni. Ákveðið var því
árið 1993 að gera samning við One
Little Indian, fyrirtæki Bjarkar og
Sykurmolanna, en þar ræður ríkj-
um gamall kunningi úr pönkinu,
Derek Birkett sem áður spilaði á
bassa með pönkhljómsveitinni
Flux of Pink Indians.
Fyrsta platan á nýja
merkinu var Anarchy. Á
framhliðinni var ljós-
mynd af barni að koma í
heiminn. Sumum þótti
þetta vera klám og var plat-
an sums staðar bönnuð á þeim
forsendum. Tónlistin á plötunni
var aðgengilegri en fyrr og varð
nokkuð vinsæl en hljómsveitin
ákvað að endurtaka ekki gamla
uppskrift á næstu plötu, Swinging
with Raymond, heldur mætti með
tvær hugmyndir, á annarri hlið-
inni voru létt ástarlög, en á hinni
djöfulleg lög um hatur og tortím-
ingu.
Þessi plata gekk illa og þegar
Chumbawamba lagði fram næstu
plötu - það efni sem myndar Tub-
thumping - fannst mönmun hjá
One Little Indian það ekki nógu
spennandi og samningum var sagt
upp. Það leit því ekki mjög vel út
fyrir Chumbawamba í lok ársins
1996 og allt útlit fyrir að hljóm-
sveitin yrði aftur að fara að rækta
gulrætur í soðið.
Eftir Tubthumping
Eitt vinsælt lag getur gert gæfu-
muninn. Þetta vissu Chumba-
wamba-menn þegar þeir gerðu
samning við stórfyrirtækið EMI.
Þeir vissu að lagið Tubthumping
(af samnefndri plötu) yrði vinsælt,
en óraði ekki fyrir því hversu
rosalega vinsælt það yrði. Þeir
segjast þó enn vera sömu gömlu
stjórnleysingjarnir, nú sé bara
loksins hlustað á þá; þeir eru
mættir til að breyta kerflnu innan
Nú er Chumbawamba á ferð um Bandaríkin.
Chumbawamba er skipuð átta manns sem byrjuðu að búa saman í kommúnu í Leeds fyrir fimmtán árum. Hljómsveit-
in valdist ekki saman vegna hljóðfærakunnáttu heldur sameiginlegrar andúðar á yfirvöldum.
frá. Og að gera grípandi popplög er
þeirra leið til að ná til fólks:
„Ég trúi því að eina leiðin til að
höfða til ungs fólks,“ segir Alice
Nutter söngkona, „sé með góðri
popptónlist og góðum takti. Ástæð-
an fyrir því að við viljum vera vin-
sæl er sú að þá náum við til fleiri
og á endanum hlustar kannski ein-
hver á þann boðskap sem við
erum með.“
Hvemig er hægt að vera bæði í
vinsælli hljómsveit og vera stjórn-
leysingi sem berst fyrir uppstokk-
un á kerfinu. Er það ekki þver-
sögn? Ekki vilja Chumbawamba
meðlimir meina það. Þeir velja og
hafna þeim tilboðum sem þeir fá
og láta meirihluta gróðans renna
til málefna sem þeir styðja. Og láta
líka verkin tala. Þeim er illa við
enska Verkamannaflokkinn,
finnst hann hafa svikið málefnin
og sé orðinn meira íhald en íhcdds-
flokkurinn. Á síðustu Brits-hátíð
gat söngvari Chumbawamba, Dan-
bert Nobacon, ekki setið á sér þeg-
ar hann sá aðstoðarforsætisráð-
herrann, John Prescott, drekka
kampavín og klappa fyrir Spice
Girls. Danbert óð að honum og
hellti ísköldu vatninu úr kampa-
vínsfötunni yfir hann. Danbert var
leiddur burtu í járnum og atburð-
urinn var blásinn upp í enskum
blöðum daginn eftir. Um leið gat
Chumbawamba komið skoðun
sinni á framfæri við þjóðina -
„Við höfnum þeirri hugmynd að
Verkamannaflokkurinn sé nokkuð
skárri en gamla íhaldið."
Nú er Chumbawamba á ferð um
Bandaríkin og gaman að fylgjast
með því hvort hljómsveitin stend-
ur í einhverjum uppákomum. Það
er víst að ef eitthvað fréttist verð-
ur það fyrir eitthvað vitrænna en
að láta illa í flugvél eða rústa hót-
elherbergi. -glh
Á
ÍD.
Amnesia
Hljómsveitin Amnesia
mun spila á síðdegistón-
leikum Hins hússins kl
17 í dag á Kakóbarnum
Geysi.
Skítamórall
Skítamórall ætlar að
spila í félagsheimilinu
Hlégarði Mosfellsbæ í
kvöld. Annað kvöld mun
hljómsveitin svo halda til
Eyja og leika þar á dans-
leik fyrir gesti Höfðans.
Sóldögg á
Höfn
Sóldögg leikur fyrir dansi
á Víkinni í Höfn á Horna-
firði annað kvöld. Sveitin
mun síðan spila á Gaukn-
um miðvikudag og
fimmtudag.
Villi Pella
Trúbadúrinn Villi Pella
ætlar að halda uppi fjör-
inu á Wunderbar fostu-
dags- og laugardagskvöld.
Gaukurinn
Á Gauknum ætla Akur-
nesingarnir í GOS spila
fyrir Reykvíkinga bæði
fóstudags- og laugardags-
kvöld. Hljómsveitin er í
samstarfi við útvarps-
stöðina FM 957.
Tvennir tímar
Hljómsveitin Tvennir
tímar spilar fyrir Grafar-
vogsbúa á Feita dvergn-
um bæði í kvöld og ann-
að kvöld.
Styrktartón-
leikar
í kvöld efnir Æskulýðsfé-
lag Garðakirkju til
styrktartónleika fyrir
krabbameinssjúk böm í
Safnaðarheimilinu
Kirkjuhvoli. Þar mun
Stolía spila ásamt flytj-
endunum Psychoticz, DJ
Gunna, Saur, Grufl og
Raija. Tónleikarnir hefj-
ast kl. 19.30.