Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1998, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1998, Blaðsíða 2
2 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1998 Fréttir Aö stór þorskur éti lítinn er vísbending um sterkan stofn: Þorskseiði í þús- undatali rak á land - segir Sveinbjörn Jónsson, sjómaöur á Suöureyri DV, Akureyri: „Þessar fréttir koma mér ekki nokkurn hlut á óvart og eru í sjálfu sér ekkert óeðlilegar. Ég hef séð þetta sem sjómaður og þekki þetta mjög vel. Viö þær fréttir sem heyrst hafa að undanförnu, að þorskurinn éti sjálfan sig, má bæta því við að fyrir nokkrum dögum, eftir miklar frosthörkur, var hér í höfninni allt fljótandi í 10-12 sm stórum þorskseiðum úr klaki frá í fyrravor. Þetta sýnir held ég áganginn hérna fyrir utan að seiði skuli vera farin að koma inn i hafnir og drepast þar vegna kulda, vatnsblöndunar eða ein- hvers annars," segir Sveinbjörn Jónsson, sjómaður á Suðureyri við Súgandafjörö. Sveinbjörn segir þær fréttir að undanförnu aö í maga stórþorska hafi fundist minni þorskar alls ekki koma sér á óvart. „Þorskurinn hefur ákveðið eðli og hann beitir því. Til að það virki rétt þarf stofnform hans að vera nokkuð eðlilegt, þ.e. ár- gangaskipanin upp úr. Það sem ég held að sé að gerast er að það hef- ur verið mikill þorskur á Vest- fjarðamiðum í langan tíma en hins vegar hefur fæðuframboð í öðrum tegundum minnkað og þá leitar þorskurinn að fæðu í eigin stofni. Stórum fiskum er það eðli- legt að éta lítinn fisk og litlum fiski eðlilegt að éta seiði. Þorskurinn er svo fullkominn skepna að hann hefur stillt sig inn á vistfræðikenningar miklu betur en maður hefur getað skilið. Það er ekkert eðlilegra þorskin- um en að ganga í eigin stofn eftir fæðu, enda er frjósemi hans með ákveðnum tilgangi. Þorskinum er það eiginlegt aö geta tekið út á sjálfum sér umhverfissveiflur og það er honum nauðsynlegt til að geta haldið þeirri stærð sem hann hefur í því vistkerfi sem hann lif- ir í. Það er því ekkert óeðlilegt við þær fréttir að stór þorskur éti lít- inn, og hann mun skila því til baka aftur í vor,“ segir Svein- björn. -gk Vesturlandsvegur -ÍMosfellsbæ- ** Vegaframkvæmdir í Mosfellsbæ: Vesturlands- vegurfærður Miklar framkvæmdir hafa stað- ið yfir í Mosfellsbæ undanfarnar vikur en verið er að færa Vestur- landsveginn til suðurs i samræmi við aðalskipulag Mosfellsbæjar. Verkinu á að vera lokið 1. sept- ember og samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni er líklegt að kostnaður við verkið fari yfir 300 milljónir króna. Vegurinn verður með einni akrein í hvora átt en gert er ráð fyrir því að hægt verði að breikka hann. Á þessum vegarkafla verða tvö hringtorg, annað á gatnamót- um við Langatanga og hitt á gatna- mótum við Hafravatnsveg. Undir- göng fyrir gangandi vegfarendur verða við Langatanga. Vinsæl gönguleið hefur myndast við hita- veitustokk sem liggur samsíða Hafravatnsvegi. Göngubrú verður lögð yfir Vesturlandsveg á móts við hitaveitustokkinn til að göngu- fólk þurfi ekki að fara yfir sjálfa götuna. Hlégaröur esturlandsvegur Fyrirhugaöur hringvegur Núverandi hringvegur Lágafellskirkja ssa sm Miklar framkvæmdir standa yfir í Mosfellsbæ en verið er að færa Vesturlandsveg. DV-mynd BG . Synjað um læknisrannsókn hérlendis: Urskurðað í málinu í dag - niöurstaöa í máli 14 mánaða drengs fæst í dag Tryggingayfirlæknir mun í dag skera úr um mál Ómars Eyfelds, 14 mánaða drengs, sem er utan við íslenskt heil- brigðiskerfi og fær því ekki læknisrann- sókn hér á landi. Fjallað var um mál drengsins í DV á þriðjudag og í framhaldi af því hafði Ragnhildur Amljótsdóttir, lögfræðingur heilbirgðisráðuneytisins, milligöngu um að tryggingayfirlæknir léti málið til sín taka. Svo virðist sem ágreiningur sé á miili lækna um hvort um bráðatilfelli sé að ræða og hvort drengurinn, sem er íslenskur rík- isborgari en með lögheimili í Noregi, eigi rétt á læknisþjónustu innan tryggingakerf- isins eða greiða verði fyrir hana fúllu verði. Ómar Eyfeld ásamt hundinum Snúlla. Hann bíður nú úrskurðar tryggingayfir- læknis um hvort nauðsynlegt sé að taka röntgenmynd af fæti hans. DV-mynd GVA Hnmd Ómarsdóttir.'móðir Ómars, tók eft- ir því fyrir mánuði að fótur hans hafði skekkst. Síðan þá hefúr skekkjan ágerst mik- ið og drengurinn farinn að detta mikið vegna hennar. Engu að síöur neitaði bækl- unarlæknir í Domus Medica á mánudag að taka röntgenmynd af fæti drengsins nema kostnaður, alls um 19 þúsund krónur, væri staðgreiddur. Læknirinn hafði að engu vott- orð heimilislæknis Eddu Eyfeld, móður Hrundar, sem taldi nauðsynlegt að fótur bamsins yrði myndaður svo hægt væri að skera úr um hvort eitthvað alvarlegt væri þar á ferð. Hrund, sem hefur búið í 8 ár í Noregi, kom til íslands í nóvember á síðasta ári til að stunda nám í skrifstofutækni og ætlar að dveljast hér fram á sumarið. Fái hún ekki fyrirgreiðslu í heilbrigðiskerfinu hér á landi verður hún að hverfa frá námi og fara með drenginn aftur til Noregs. -Sól. Stuttar fréttir dv Eiður auðlindasendiherra Eiður Guðna- son, sendiherra í Noregi til skamms tíma, hefúr verið skip- aðttr sendiherra auðlinda- og úm- hverfismála og á að fjalla um al- þjóðasamninga um loftslagsbreyt- ingar og aðstoða ríkissstjóm við stefnumótun í þeim málum. Stöð 2 greindi frá þessu. Sjaldgæf veira Sænskir vísindamenn í Uppsölum telja að sjaldgæf veira valdi hrossa- hitasóttinni sem nú geisar suðvest- anlands. Veiran líkist svissneskri hestavefru og hugsanlegt er tahð að hún berist með vindum og fúglum, að sögn Bylgjunnar. Bankar á timamótum Bankastjórar íslandsbanka, Lands- banka og Búnaðarbanka sögðu á þingi Sambands ísl. bankamanna bankana vera á tímamótum tækninýjunga, samkeppni og minnkandi vaxtamun- ar. Það þýddi að bankar mundu sam- einast. Stöð 2 sagði frá þessu. Samvinna síma og útvarps íslenska farsimafélagið og Ríkis- útvarpið hafa gert samning um gagnkvæma leigu á aðstöðu og sam- starf. íslenska farsímafelagið fær að- stöðu RÚV á Vatnsenda leigða fyrir senda og búnaö fyrir GSM-kerfi sitt sem fer í gang í maímánuði. Vilja tvo ráðherra burt Halldór Blön- dal og Ingibjörg Pálmadóttir eru óvinsælustu ráð- herramir og flestir viija skipta þeim út úr ríkisstjóminni. Fæstir vilja losna við Halldór Ásgrimsson. Þetta kem- ur fram í skoðanakönnun Stöðvar 2. í lagi á Bíldudal Almannavamanefnd V- Barða- strandarsýslu telur að rétt hafi ver- ið staðið að málum þegar krapaflóð féllu á Bíldudal aðfaranótt 14. mars. Nefndin er þó sammála bæjarstjóm Vesturbyggðar um að óásættanlegt sé að ekki skuli vera sjálfvirk veður- stöð á Bíldudal. Vilja verða formenn Aöalsteinn Ásberg Sigurðsson og Hjörtur Pálsson sækjast eftir því að verða formenn Rithöfundasambands íslands en núverandi formaður, Ingi- björg Haraldsdóttir, gefúr ekki kost á sér. Kosið verður eftir mánuð. Dagur sagði frá. Fiskurinn dýrari Morgunblaðið segir frá 20-30% hækkun á fiskafurðum á Evrópu- markaði. Ástæðan er að ekkert er veitt í Barentshafi og langafasta stendur yfir en Evrópubúar em kaþólskir að stærstum hluta. Jafn- vel er búist við verðlækkunum aft- ur eftir páska þegar fóstu er lokið og veiðar hefjast í Barentshafi. Metár hjá Sjóva-Almennum Síðasta ár var hið besta í afkomu- sögu Sjóvár-Almennra. Hagnaður varö 361 milljón króna og jókst um 8% milli ára. Greidd iögjöld hækk- uðu um 8% og vora 4.480 milljónir króna en bókfærð tjón vora 3.015 milljónir króna og hækkuðu um 6%. Morgunblaðið sagði frá þessu. Fjarðalisti Félag um sameiginlegan fram- boðslista félagshyggju- og jaftiaðar- manna í nýja sveitarfélaginu á Eskifirði, Reyð- arfirði og Nes- kaupstað hefur verið stofnað. Formaður kjör- nefhdar félags- ins er Einar Már Sigurðsson, for- stöðumaður Skólaskrifstofú Austur- lands. Sálfræðingar órólegir Sálfræðingar hjá Ríkisspítulum telja stöðu kjaramála sinna óviöunandi og segja við Morgunblaðið að uppsagnir blasi viö ef ekki verði samið við þá inn- an skamms. -SÁ/JHÞ

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.