Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1998, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1998, Blaðsíða 32
w Heildarvinnlns&upphœð 126.924.188 Á íslandi 2.718.188 Töluríauk FIMti Vinningar Vinningsupphœð vinmnga ’98 "4.4at6 15 -3 a t 6mt , ÍFRÉTTASKOTIÐ ilSÍMINNSEM ALDREI SEFUR Hafir þú ábendingu eöa vitneskju um frétt, hringdu þá T síma 550 5555. Fyrir hvert fréttaskot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 3.000 krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greiðast 7.000. Fullrar nafnleyndar er gætt. Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. 550 5555 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1998 Bolungarvík: Huga að lokun hafnarinnar DV, Akureyri: Haflsinn - sá landsins fomi fjandi - er að gera sig líklegan til að loka öll- um siglingarleiðum við norðanverða Vestflrði og leiðin fyrir Hom er þegar talin ófær öllum skipum. íshrafl er komið inn undir Vigur á ísafjarðar- djúpi og í Bolungarvík búa menn sig undir það að þurfa að loka höfninni til að verja skip þar. Verði suðvestan- átt næstu daga eins og talið er líklegt gæti is orðið landfastur talsvert langt suður með Vestfjörðum. -„Útlitið er alls ekki gott. I gær var ísinn ekki nema um 5 mílur £rá höfh- inni hér. Þetta er óhemjumikill ís og mun meiri en maður átti von á,“ sagði Þorleifur Ingólfsson, sjómaður í Bol- ungarvík, þegar DV ræddi við hann í morgun. Þorleifur rær á eigin báti, er á línu, en segir að svo virðist sem ró- legir dagar séu fram undan og menn muni ekki komast til veiða. „Það em nokkur ár síðan þetta gerðist hér, þá lokuðum við höfninni með vír til að veija bátana og það er ekki ólíklegt að við grípum til þess aftur,“ sagði Þor- leifur. Sjómannadeilan: _ Úrslitin í kvöld DV, Akureyri: Atkvæðagreiðslu í sjómannadeil- unni lauk í gærkvöld. Greidd vom atkvæði víða um land bæði meðal útvegsmanna og sjómanna eftir mikil fundarhöld þar sem miðlunar- tillaga sáttasemjara var kynnt. í dag verður atkvæðum safnað saman á skrifstofu sáttasemjara í Reykjavik og talning hefst kl. 18. Nokkur spenna er i loftinu. Talið er nokkuð víst að sjómenn muni sam- þykkja tillöguna, en meiri líkur em taldar á því að útvegsmenn muni fella tillöguna og því aflýsi sjómenn ekki verkfalli. -gk Prúðbúnir 6. bekkingar í MR stigu dans í íþöku í gær á svokölluðu fiðluballi og skemmtu sér konunglega eins og sjá má. Strengjasveit lék fyrir dansi og þar reyndi á kunnáttu nemenda í gömlu dönsunum. Nokkur ár eru síðan sú gamla hefð að dansa á sal var endurvakin en vegna þrengsla er ballið nú ýmist hald- ið þar eða í íþöku. DV-mynd Pjetur Bæjarstjórnin í Hafnarfirði gekk í óskalífeyrissjóð: Óháðir aðilar skoði málið - óeðlilegt að bæjarfulltrúar ákvarði einir, segir Lúðvík Geirsson Lífeyrissjóðsmál bæjarfulltrúa Hafnar- fjarðar vora tekin upp á fúndi bæjar- stjómar í fyrradag í kjölfar fyrirspuma DV um málið. Lúðvík Geirsson, bæjar- fulltrúi Alþýðubandalagsins, lagði fram tillögu ásamt Magnúsi Jóni Ámasyni, þar sem fram kom að i ljósi athugasemda endurskoðenda Hafharljarðarbæjar væri nauðsynlegt að óháðir aðilar væm fengn- ir til að leggja mat á málsmeðferð bæjar- stjómar. Bæjarstjórn samþykkti í októ- ber að bæjarfulltrúum væri gefinn kostur á að ganga í Eftirlaunasjóð Hafnaríjarð- arbæjar og þeim var gefinn kostur á að kaupa sér lifeyrisréttindi allt að átta ár aftur i tímann. Telur endurskoðandi að þetta brjóti í bága við reglur sjóðsins og Lúðvík Geirsson, bæjarfull- gerði athugasemdir þar að lútandi. trúi Alþýðubandalagsins. „Ég tel óeðlilegt að bæjarfulltrúar hafi ákvarðað um þetta mál einir og sér í ljósi athugasemda endurskoðenda bæjarins og því lagði ég þessa tillögu fram,“ sagði Lúð- vík í samtali við DV. Tryggvi Harðarson, bæjarfulltrúi Alþýðuflokksins, tók undir tillögu þeirra félaga og lagði til að henni yrði vísað til bæjarráðs, sem var samþykkt. I upphaflegri samþykkt bæjarstjómar frá 28 október sl. var bæjarfulltrúum gefinn frestur til 1. desember 1997 til að ákveða í hvaða lífeyrissjóð þeir vildu greiða, en sá frestur hefur verið framlengdur og nú síð- ast til 13. mars. Enn munu þó einhverjir bæjarfulltrúar eiga eftir að ákveða sig og nú er málið komið í biðstöðu. -phh Sjá nánar blaðsíðu 11. Hrossahitasóttin: Komin yfir Þjórsá Hrossa- hitasóttin hefúr borist austur yflr Þjórsá, en til- felli hafa greinst í Djúpárhreppi og Þykkvabæ og um sunn- anverð Holt, að sögn Grétars Hrafhs Harðarsonar, héraðsdýra- læknis á Hellu, nú í morgun. Sótt- in hefúr enn sem komið er ekki verið greind í Landsveitinni. Grétar var spurður hvort yfir- höfúð sé ástæða Ul að reyna að hefta útbreiðslu faraldursins þar sem svo vhðist sem fá ráð dugi til þess. Hann sagði að þótt fleiri þættir en em i mannlegu valdi virtust bera sóttina milli hesta þá væri skynsamlegt að hægja á út- breiðslunni. „Við vitum ekki hvemig staðan væri ef engar reglugerðh hefðu verið settar,“ sagði Grétar. Grétar sagði að í gær hefðu ver- ið staðfest tvö tilfelli austan Þjórs- ár, en dæmi væm um veik hross viðar og grunur um að þau hefðu tekið veikina. -SÁ Veðrið á morgun: Hvasst vestan til Á hádegi á morgun verður sunnan stinningskcddi eða all- hvasst og súld vestan til á land- inu en suðvestankaldi og skýjað að mestu austan til. Hiti verður á bilinu 5 til 10 stig. Veðrið í dag er á bls. 37 MERKILEGA MERI brother pt 2 fslenskir stafir Taska fylgir 8 leturgerðir, 6 stærðir 6, 9,12, 18 mm boröar Prentar í 4 línur Aðeins kr. 10.925 GVEU^™ 2Qnývél . ÍJ RAFRORT Nýbýlavegi 28 Sími 554 4443 Veffanq: www.if.is/rafport Enn betra bragð... ...enn meiri angan Nescafé

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.