Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1998, Blaðsíða 18
26
FIMMTUDAGUR 19. MARS 1998
Iþróttir
Ótrúleg spenna fyrir lokaumferðina í handboltanum í kvöld:
Fjögur geta unnið
- slegist um öll sæti, eintómir úrslitaleikir á dagskrá
Það hefur sjaldan eða aldrei verið
eins mikið í húfi i lokaumferð nokk-
urrar deildar og um er að ræða í 1.
deild karla í handboltanum í kvöld.
Sex leikir fara fram klukkan 20 í
kvöld og allir hafa þeir mikla þýð-
ingu.
Fjögur efstu liðin, Fram, KA, Aft-
urelding og FH, eru að berjast um
deildameistaratitilinn og síðan inn-
byrðis röð.
Þrjú næstu lið, Valur, Haukar
og ÍBV, slást um fimmta sætið og
sem hagstæðasta niðurröðun i úr-
slitakeppninni.
Stjarnan og HK heyja einvígi
um áttunda sætið í úrslitakeppn-
inni.
ÍRog Víkingur eru í hörkubar-
áttu um að forðast fall.
Breiðablik hefur síðan aðeins það
takmark að ná stigi eða stigum á
tímabilinu.
Framarar með bestu stöð-
una
Framarar standa best að vigi í
baráttunni um deildameistaratign-
ina, sem auk þess að gefa heima-
leikjarétt út úrslitakeppnina tryggir
viðkomandi liði þátttökurétt í Norð-
urlandamóti félagsliða i Svíþjóð í
vor.
Framarar sækja FH heim
og þurfa sigur til að vera ör-
uggir með efsta sætið.
KA heimsækir Val og verð-
ur deildarmeistari með
sigri, ef Fram vinn-
ur ekki FH.
til að vera öruggur með 5. sætið því
markatala Hauka og ÍBV
er betri.
Stjaman þarf
jafntefli gegn Aft-
ureldingu til að
komast í úrslita-
keppnina. Tapi
Garðbæingar
verða þeir að
treysta á
að
Markatal-
an er með KA sem vinnur
alltaf deildina á jöfnum stigum við
önnur lið.
Afturelding fær Stjörnuna í heim-
sókn og þarf að sigra til að eiga
möguleika á titlinum. Þá verður
Fram að tapa og KA má ekki sigra.
Valur á aðeins mjög veika von
um 4. sætið með stórum sigri á KA
og þá þarf FH líka að tapa stórt fyr-
ir Fram. Annars þarf Valur að sigra
Breiðablik taki stig af HK.
HK þarf að vinna Breiðablik og
treysta á tap Stjörnunnar.
ÍR verður að sigra ÍBV í Eyjum til
að tryggja sæti sitt í deildinni. Liðið
sleppur þó ef Víkingur tapar.
Frítt í Víkinni
Víkingur fær Hauka i heimsókn
og verður að minnsta kosti að fá
eitt stig til að ná ÍR. Verði ÍR og
Víkingur jöfn að stigum leika þau
aukaleiki um sæti í deildinni.
Víkingar hafa brugðið á það ráð að
hafa frítt á leikinn til að freista þess
að fylla Víkina.
En það er vissara að fylgjast
með veðri og flugi. Ef einn leik-
\ ur getur ekki farið fram verð-
ur nefnilega öllum hinum
frestað. Spennan er þá vænt-
anlega fólgin í því hvort
ÍR-ingar komist
til Eyja.
-VS
Urslitakeppnin í handbolta kvenna:
Byrjar í kvöld
Úrslitakeppnin um íslandsmeistaratitil kvenna í handknattleik hefst í
kvöld með tveimur leikjum. Grótta/KR mætir Val á Seltjarnarnesi kl. 18
og Stjarnan leikur við Fram í Garðabæ á sama tíma.
Segja má að nú hefjist tímabOið fyrir alvöru því öll átta lið 1. deildar
leika í úrslitakeppninni. Reikna má með mjög skemmtilegri keppni því
deildin var jöfn í vetur, að því undanskildu að Stjaman sigraði af tals-
verðu öryggi og Fram vann ekki leik. Hin liðin sigruðu hvert annað á
víxl.
Reikna má með auðveldum sigrum Stjörnunnar á Fram. Liðin gerðu
reyndar óvænt jafntefli í fyrstu umferðinni í haust, 19-19, en Stjaman
vann hina tvo létt, 31-17 og 30-17.
Öllu erfiðara er að spá í viðureign Gróttu/KR og Vals en þessi lið urðu
í 4. og 5. sæti deildarinnar. Grótta/KR vann fyrsta leikinn í vetur, 12-11,
en Valur hina tvo, 24-22 og 20-15. Það kæmi ekki á óvart þótt oddaleik
þyrfti í þessu einvígi.
Annað kvöld verða síðan tveir leikir í Hafnarfirði, FH-Víkingur og
Haukar-ÍBV. -VS
Oleg Titov
og félagar í
Fram eru
með bestu stööuna
fyrir leiki kvöldsins.
NBA-DEILDIN
Austurdeild
Chicago 49 17 74,2%
Indiana 45 20 69,2%
Miami 46 21 68,7%
Charlotte 42 24 63,6%
Atlanta 39 25 60,9%
New York 36 29 55,4%
Cleveland 35 30 53,8%
Washington 34 32 51,5%
New Jersey 34 32 51,5%
Orlando 33 32 50,8%
Detroit 30 36 45,5%
Boston 29 36 44,6%
Milwaukee 29 36 44,6%
Philadelphia 25 40 38,5%
Toronto 14 50 21,9%
Vesturdeild
Seattle 50 15 76,9%
Utah 48 17 73,8%
LA Lakers 46 19 70,8%
San Antonio 45 21 68,2%
Phoenix 44 22 66,7%
Portland 36 28 56,3%
Houston 34 31 52,3%
Minnesota 33 33 50,0%
Sacramento 26 41 38,8%
Vancouver 15 50 23,1%
LA Clippers 15 51 22,7%
Dallas 15 51 22,7%
Golden State 14 51 21,5%
Denver 8 59 11,9%
Feitletruðu liðin hafa tryggt sér sæti
i úrslitakeppninni.
Shaquille O’Neal var í miklum ham í
nótt þegar Lakers vann Phoenix.
Eftir ellefu sigra í röð fékk Utah
Jazz heldur betur á baukinn í nótt.
Charlotte, sem hefur líka verið á
miklu flugi að undanfórnu, tók
Malone og félaga i bakaríið og vann
stórsigur, 111-85.
Glen Rice lét flensu ekki á sig fá,
skoraði 26 stig og leiddi Charlotte til
sigurs. Liðið var með 61 prósent
skotnýtingu á meðan Utah, sem er
með bestu meðalnýtingu allra liða í
deildinni í vetur, var aðeins með 37
prósent.
Slasaöi mig viijandi, segir
Malone
Karl Malone hitti aðeins úr sex
skotum af 15 utan af velli og eftir
leikinn ásakaði hann David Wesley
hjá Charlotte um að hafa slasað
hann viljandi. Malone var bólginn
Hlynur
til Lemgo
Hlynur Jóhannesson, markvörður HK, fer í æf-
ingaferð með þýska handknattleiksfélaginu Lemgo
í sumar. Það var Sigurður Sveinsson, þjálfari HK, sem
kom þessu í kring en hann lék um árabil með Lemgo og var þá hvað eft-
ir annað markakóngur í þýska handboltanum.
„Þetta er skemmtilegt tækifæri, enda ekkert smálið þama á ferð. Mað-
ur ætti að koma vel undirbúinn fyrir næsta tímabil og auðvitaö reyni ég
að sýna Þjóðverjunum allt mitt besta,“ sagði Hlynur í spjalli við DV.
-VS
NBA-deildin í körfuknattleik í nótt:
Utah var
skotiö í kaf
- Shaq óstöðvandi gegn Phoenix
kringum bæði augun eftir að
Wesley reyndi að verja skot frá hon-
um. Wesley sagði að ásakanir
Malones væru fáránlegar.
Jerry Sloan, þjálfari Charlotte,
var rekinn til búningsklefanna
skömmu fyrir leikslok. „Það var
verðskuldað," sagði hann brosandi.
„Lið mitt var yfirspilað á öllum
sviðum og við áttum engin svör.“
Úrslitin í nótt:
Detroit-Philadelphia .......96-104
Hill 31, Dumars 18, Stackhouse 13 -
Iverson 38, Ratliff 18, McKie 12.
Miami-Vancouver .............94-91
Mourning 26, Hardaway 23, Majerle 10 -
Rahim 21, Reeves 20, Mack 17.
Charlotte-Utah..............111-85
Rice 26, Wesley 13, Geiger 12 -
Malone 17, Morris 12, Russeli 10.
Minnesota-San Antonio........76-92
Garnett 16, Roberts 15, Marbury 13 -
Johnson 22, Duncan 20, Del Negro 16.
Seattle-LA Clippers .........99-80
Ellis 23, Baker 17, Payton 12 -
Piatkowski 17, Rogers 15, Martin 13.
LA Lakers-Phoenix ...........99-93
Shaq 33, Horry 18, Jones 15 -
McDyess 20, Robinson 18, Chapman 14.
Nítján fráköst í fyrri hálfleik
Shaquille O’Neal var í miklum
ham með Lakers gegn Phoenix.
Shaq skoraði 33 stig og tók 22 frá-
köst. Þar af tók hann 19 fráköst í
fyrri hálfleik, mun fleiri en allt lið
Phoenix á sama tíma. Og þegar 55
sekúndur voru eftir gerði tröllið út
um leikinn með óvæntu 3ja stiga
skoti.
-VS
Bland í poka
Guömundur Páll Gislason, fyrrum
leikmaður með Fram og Val, er geng-
inn til liös við 1. deildar lið HK í
knattspyrnu. Guðmundur, sem er 25
ára miðjumaður og á að baki leiki
með öllum yngri landsliðum íslands,
hefur verið frá keppni siðan sumarið
1996 vegna meiðsla en er nú kominn
á fullt skrið á ný.
Gunnleifur Gunnleifsson, mark-
vörður úr HK, er genginn til liðs við
úrvalsdeildarlið KR.
Heiöar Örn Ómarsson, sóknarmað-
ur úr Leikni í Reykjavík, hefur flutt
sig um set í Breiðholtinu og er kom-
inn í úrvalsdeildarlið ÍR. Heiðar hef-
ur leikið með Val i efstu deild.
Kristján Baldurs-
son, einn af
markahæstu leik-
mönnum 3. deildar
í fyrra með Vík-
ingi frá Ólafsvík,
er kominn í 1.
deildar lið Skalla-
gríms.
Marteinn Guöjónsson
úr Reyni í Sandgerði er genginn til
liðs við úrvalsdeildarlið Grindvík-
inga.
Þorsteinn Þorsteinsson, varnarmað-
ur úr Fylki, er kominn í raðir KR-
inga á ný eftir að hafa ieikið með Ár-
bæjarliðinu i þrjú ár.
Ásgeir G. Ásgeirsson, 17 ára piltur
sem vakti nokkra athygli með Stjöm-
unni í útwalsdeildinni í fyrra, er far-
inn til Ástraliu sem skiptinemi og
spilar þar i ár.
Knattspyrnudómararnir Egill Már
Markússon og Einar Guðmundsson
eru staddir á Kýpur þar sem þeir
dæma á alþjóðlegu mðti sem hófst á
sunnudaginn.
Bragi Bergmann dæmir vináttu-
landsleik 21-árs landsliða Skota og
Dana í karlaflokki næsta þriðjudag.
Ari Þóröarson og Ólafur Ragnarsson
verða aðstoðardómarar.
Marel Andrésson hefur verið ráð-
inn þjáifari allra kvennaflokka hjá
knattspymudeild Reynis í Sandgerði.
Marel er gamalreyndur þjálfari með
langan feril að baki. Kann hefur oft
verið nefndur faðir kvennaknatt-
spymunnar í Sandgerði.
-VS/JKS
Ragnar hjá
Aston Villa
Ragnar
Ámason,
knattspyrnu-
maður úr
Stjörnunni,
er nýkominn
frá Englandi
þar sem
hann æfði
með úrvals-
deildarliði Aston Villa í tíu daga.
Forráðamönnum Villa mun hafa
litist ágætlega á Ragnar og útlit
er fyrir að hann fari aftur til fé-
lagsins i haust. -VS
Ikvöld
1. deild karla í handknattleik:
Breiðablik-HK..............20.00
FH-Fram....................20.00
Valur-KA ..................20.00
Afturelding-Stjaman........20.00
ÍBV-ÍR ....................20.00
Víkingur-Haukar ...........20.00
Átta liða úrslit kvenna:
Grótta/KR-Valur............18.00
Stjaman-Fram ..............18.00
Átta liöa úrslit karla i körfubolta:
Grindavik-ÍA ..............20.00
KR-Tindastóll..............20.00
Reykjavtkurmótið 1 knattspymu:
KR-Fram....................20.00
Ármann-Léttir .............20.00
Undanúrslit karla 1 blaki:
Stjaman-Þróttur N. (1-0)...19.30
1