Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1998, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1998, Blaðsíða 10
ennmg FIMMTUDAGUR 19. MARS 1998 Jj'<V 10 Óðinsvé: V ærukær a I Óðinsvéum eru Flúðasveppir nefndir jarðsveppir. Þar er stundum góður matur og stundum ekki, jafnvel í einni og sömu máltíð. Fyrst var borið á borð salat að nafni Caesar-sal- at, sem átti fátt skylt með hinu fræga Kaliforníu- salati. í stað blaðsalats var jöklasalat og í stað pönnuristaðra brauðten- inga var svínahöm. Þetta var á ólystugu kafi í sterkri parmiggiano- sósu, sem hefði átt að vera sér. Skömmu síðar var heiðri hússins bjargað með fyrsta flokks aðal- rétti, afar meyrum og rauðum svartfuglsbring- um með eplasalati, stinn- um grænmetisþráðum og rifsberjum. Óðinsvé eru fin. Hand- þurrkur eru úr líni jafnt í hádegi sem að kvöldi. Þau eru vistleg, einkum á reyklausa svæðinu, en flestir vilja vera í garð- stofunni, þar sem má reykja. Búnaður og inn- réttingar eru gamalgrón- ar, enda er hönnunin vel heppnuð. Vandaðir viðir vel renndir vitna til festu og öryggis. Lýsing er mild og dósatónlist lágvær. Ágæt málverk Hrings og Karólínu lyfta stílnum enn frekar. Við sökkvum niður í þægilega armstóla við vel dúkuð borð í innri stofu og tökum eftir, að verðlagið er hátt, 2.000 krónur aðalrétturinn og 3.600 krónur þríréttað með kaffi. Vínlistinn er nýr og spennandi, sameinar nýstárleg merki og tiltölulega hagstætt verð. Góður var þunnt sneiddur, þurrkaður lamba- vöðvi, afar meyr og vel kryddaður, með „jarð- vera stofan. Einar Már Guðmundsson - fæddur 18.9. 1954 - i skoöanakönnun DV í síöustu viku var spurt hver væri fremstur núlifandi rithöfunda á islandi. Flestir nefndu Einar Má Guömundsson. Frumútgefin rit hans eru talin hér á eftir en auk þess hefur hann þýtt nokkur erlend bókmenntaverk á íslensku. Verk hans sjálfs hafa einnig veriö þýdd á fjölmörg tungumál. 1980 Er nokkur í Kórónafötum hér inni? Ljóö. 1980 Sendisýeinninn er einmana. Ljóö. 1981 Róbinson Krúsó snýr aftur. Ljóö. 1982 Riddarar hringstigans. Skáldsaga. Verölaun Almenná bókafélagsins 1982. 1983 Vængjasiáttur í þakrennum. Skáldsaga. 1986 Eftirmáli rfegndropanna. Skáldsaga. 1988 Leitin aö dýragarðinum. Smásögur. 1990 Rauöir dagar. Skáldsaga. 1991 Klettur í hafi. Ljóö. 1992 Fólkiö í steinunum. Barnasaga. 1993 Englar alheimsins. Skáldsaga. Menningarverölaun DV 1994. Bókmenntaverðlaun Noröurlandaráös 1995. 1993 Hundakexiö. Barnasaga. 1995 ! auga óreiöunnar. Ljóö. 1996 Ljóö 1980-1981. Fyrstu þrjár Ijóðabækur Einars 1 einni bók. 1997 Fótspor á himnum. Skáldsaga. Tilnefnd til Menningarverðlauna DV og Islensku bókmenntaverölaunanna. Óöinsvé eru fín. Handþurrkur eru úr líni jafnt í hádegi sem aö kvöldi. Þau eru vistleg, einkum á reyklausa svæöinu, en flestir vilja garöstofunni, þar sem má reykja. Á myndinni sést innri DV-myndir E.ÓI. sveppum" að hætti Flúða. Bezti forréttur- inn var heit og góð kjúklingalifur og meyr og fínn humar með sérstaklega góðum og grænum pastaræmum á sæmilegri pönnu- köku. Afar fln pönnusteikt rauðspretta með miklu af rækjum og ristuðum möndl- um, svo og djúpsteiktum grænmetisþráð- um, var einna bezti aðalrétturinn. Frambærilegir voru kjúklingavængir og -læri, sterkkryddaðir chÚi og papriku. Ennfrem- ur meyr Tandoori-kjúklingabringa með ind- verskum kryddjurtum á grænmetisbeði og grænu pasta með sterkri pastasósu. Sama var að segja um eftirrétt- ina, volgan mokkabúðing með skorpu og létta og skrautlega Tiramisu — ostaköku. Lakar tókst til meö______________________ glóðaðar kjúklingabring- ur með stöðluðu grænmeti og sterkri hveiti- sósu. Svipaður var grásteiktur lambavöðvi, tæplega volgur, með miklu magni af bragð- daufri hveitisósu. Jöklasalat birtist öðru sinni, undir nafni kjúklingasalats með þurr- Idv Veitingahús um kjúklingabitum. Gimilegasti þáttur Óðinsvéa er 1190 króna há- degishlaðborð, sem sameinar átta tegundir af óvenjulega góðri síld, tæra og skemmtilega lauk- súpu með góðum brauð- kollum, grafinn og reyktan lax, kryddlegn- — ar rækjur og tvo heita rétti, sem báðir voru ___ bragðgóðir, þótt þeir lægju í hitapottum, plokkfisk og steinbít. Á veggjum hanga vottorð um flna matargerð- arlist, sem værukærir kokkar beita stundum og stundum ekki. Jónas Kristjánsson Djass á Sólon Djassklúbburinn Múlinn heldur nú til á efri hæðinni á Sóloni Islandusi, og þar dunar djassinn tvisvar í viku, á hverju fimmtudags- og sunnu- dagskvöldi. Á sunnudagskvöldið lék Kvintett Ólafs Jónssonar. Kvintettinn var skipaður tenór- saxistunum Ólafi Jónssyni og Jóel Pálssyni sem einnig lék á sópransax, Hilmari Jenssyni gítar- leikara, Þórði Högnasyni bassaleikara og tromm- aranum Matthíasi M. D. Hemstock. Djass Ársæll Másson í fréttatilkynningu var sagt að leikin yrðu „lög i anda sjötta áratugarins". Efnisskráin var þó að mestu samin seinna en það. En í lok sjötta áratugarins átti sér stað mikið umrót í djass- heimi. „Ég segi ekki að allir þurfi að fara að spila eins og Omette Coleman. En menn verða að fara að hætta að stæla Bird,“ á Mingus að hafa sagt árið 1960, og menn fóru vissulega að reyna ýmis- legt nýtt á þess- um árum. Sú tónlist sem kvintett- inn flutti var bop af nútímalegri gerð, enda er það nú svo að uppeldi spilaranna segir oft meira um útkom- una en uppruni tónsmíðanna. Sax- istamir Dave Lieb- man og George Garzone áttu megn- ið af efnisskránni, en Garzone var einn kennara þeirra Ólafs, Jóels og Hilmars i Berkelee. Flutningur kvintettsins var hreint með ágæt- um og samspil allt hnökralaust, hraðar „unis- línur“ voru fluttar sem einn maður léki. Allt sem gert var skilaði sér ágætlega nema ef vera skyldu bassasólóin, sem köfnuðu talsvert í symbalaslætti. Hilmar Jensson er þekktastur fyrir frjálsari spilamennsku en þarna var við- höfð, en að öðrum ólöstuðum spUaði hann hreint frábærlega þetta kvöld, ekki aðeins í Kvintett OJafs Jonssonar. sólóköflunum, heldur einnig i undirleik, til dæmis í baUöðu McCoy Tyners, sem hann hélt á floti án „þykkra" píanóhljóma höfundarins. Undirtektir áheyrenda vom vitaskuld góðar, og eftir verðskuldað uppklapp fór tempóið vel inn á þriðja hundraðið í aukalaginu. Ég vU að síðustu minna á að Hilmar Jensson verður ásamt fleirum með nornaseið í anda MUes Dav- is á efri hæðinni á Sóloni íslandusi í kvöld. I Einar Már á veraldarvefnum ! Mál og menning, útgefandi Ein- í ars Más Guðmundssonar, hefur bmgðist skjótt við útkomu úr skoð- anakönnun DV þar Isem fólkið valdi hann fremsta núlif- 1 andi rithöfund þjóð- : arinnar. Á heima- I síðu fbrlagsins, i: http://www.mm.is, | hefur verið sett í | heilu lagi itarlegt yf- I irlitsviðtal við skáld- ið sem kom í Tímariti Máls og I menningar 1995 þegar Einar Már I hlaut Bókmenntaverðlaun Norður- I landaráðs. | Á rými Tímaritsins á heimasíð- unni má að auki flnna ýmis sýnis- hom af efni ritsins að undanfórnu, !i bæði mola úr stærri greinum og heU efnisatriði, tU dæmis merkt r= viðtal við þýska rithöfundinn j Gúnter Grass í síðasta tölublaði. ! Sálir Jónanna ! ganga aftur j Hinir fjölmörgu áhangendur og j aðdáendur Hugleiks, áhugaleikfé- lags Reykjavíkur, munu gleðjast | við þau tíðindi að 28. þessa mán- j aðar verður næsta frumsýning á j vegum þess. Verkið er eftir Hug- leikskonurnar Ingibjörgu Hjartar- Idóttur, Sigrúnu Óskarsdóttur og Unni Guttormsdóttur og heitir Sál- ir Jónanna ganga aftur. Hugleikarar eru þekktir fyrir söguleg verk sín, til dæmis um Fjölnismenn, og póst-módernar bókmennta- útfærslur, til dæmis á íslendinga- sögum. : Nýja verkið er byggt á þjóðsög- § unni um sálina hans j Jóns míns sem varð þjóðskáldinu | Davíð Stefanssyni efni bæði í leik- ■ rit og söguljóð. Hugleikur hefur I reyndar áður notað hana í verkið - Sálir Jónanna sem sýnt var á | Galdraloftinu fyrir 12 árum. Nú hefur það verið umskrifað og lengt og bætt í það tónlist og söngvum. í ! þessari gerð deyja fjórir Jónar og | makar þeirra leggja á sig ómælt erf- ; iði við að koma sálum þeirra í ei- | lífa sæluvist. 5 Leikstjóri Sálna Jónanna er Við- ar Eggertsson og sýnt verður i 1 Möguleikhúsinu við Hlemm. 1 *< Franskir höfundar utan Frakklands 20. mars er alþjóðlegur dagur I franskrar tungu. Um 100 milljónir manna í heiminum hafa frönsku að móðurmáli og er franska 11. út- breiddasta tungumál veraldar. Á ís- landi hefur menningarfélagið Alli- j ance frangaise starfað frá 1911 með j styrk Frakka; fbrseti þess er is- | lenskur og fbrstöðumaðurinn ; franskur. í tilefni dagsins setur félagið upp | sýninguna „Franskir rithöfundar utan Frakklands" til heiðurs þeim 1 höfundum sem búið hafa í Amer- J íku, Afríku eða Asíu en kosið að skrifa verk sín á frönsku. Þekktast- j ur þeirra hér á landi er líklega Pat- rick Chamoiseau sem kom hingað á Bókmenntahátíðina 1995. Sýningin verður opnuð í dag kl. 18 | í húsakynnum Alliance frangaise, Austurstræti 3, og verður opin | mánudaga til föstudaga kl. 15-18. Við opnun sýningarinnar í dag I tilkynnir menningarfulltrúi | franska sendiráðsins hver hefur hlotið verðlaun í samkeppninni : „Förum til Frakklands ’98“ sem i franska utanríkisráðuneytið skipu- leggur undir merkjum heimsmeist- arakeppninnar í fótbolta. I Umsjón Silja Aðalsteinsdóttir ------------------------- MSBSmaBKmmmmSSM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.