Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1998, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 19.03.1998, Blaðsíða 14
14 FIMMTUDAGUR 19. MARS 1998 Frjálst, óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaöjr og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: EYJÓLFUR SVEINSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON OG ÖSSUR SKARPHÉÐINSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjóri: PÁLL ÞORSTEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaöaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 11,105 RVÍK, SÍMI: 550 5000 FAX: Auglýsingar: 550 5727 - RITSTJÓRN: 550 5020 - Aðrar deildir: 550 5999 GRÆN númer: Auglýsingar: 800 5550. Áskrift: 800 5777 Stafræn útgáfa: Heimasíða: http://www.skyrr.is/dv/ Ritstjórn: dvritst@centrum.is - Auglýsingar: dvaugl@centrum.is. - Dreifing: dvdreif@centrum.is AKUREYRI: Strandgata 25, sími: 462 5013, blaðam.: 462 6613, fax: 4611605 Setning og umbrot: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. / Filmu- og plðtugerð: ÍSAFOLDARPRENTSMIÐJA HF. - Prentun: ÁRVAKUR HF. Áskriftarverð á mánuði 1800 kr. m. vsk. Lausasöluverð 160 kr. m. vsk., Helgarblað 220 kr. m. vsk. DV áskilur sér rétt til að birta aðsent efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. Skerða svigrúm valdbeitingar Forstjórar helztu fáokunarfyrirtækja landsins hafa ný- lega kvartað yfir hamlandi aðgerðum Samkeppnisstofn- unar, rétt eins og íj ármálaráðuneytið hefur nýlega kvart- að yfir, að Ríkisendurskoðun sé að takmarka svigrúm framkvæmdavaldsins. Hvort tveggja er hrós. Markmið Ríkisendurskoðunar er að takmarka svig- rúm framkvæmdavaldsins til að fara sínu fram. Alþingi rekur þessa stofnun til að auðvelda sér það óvinnandi verk að hafa hemil á sjálfvirkri viðleitni hins sterka geira ríkisvaldsins til að vaða yfir þing og þjóð. Markmið Samkeppnisstofnunar er sömuleiðis að tak- marka svigrúm valdhafa, í því tilfelli atvinnulífsins. Hún á að hjálpa neytendum í hörðum heimi, þar sem fáokun- arfyrirtæki, sem eru ráðandi á markaði, reyna að verða einokunarfyrirtæki, sem eru allsráðandi. Umboðsmaður Alþingis er þriðji hemillinn, sem hefur bakað sér reiði þeirra, sem völdin hafa í þjóðfélaginu. Hrokafullt yfirmannagengi fjármálaráðuneytsins hefur kerfisbundið hunzað bréf hans og misnotað tímann til að magna böl það, sem bréfin áttu að bæta. Barátta lítilmagnans við hina sterku er sérstaklega erfið á íslandi. Atvinnulífið var lengst af reyrt í viðjar fá- okunar, þar sem annars vegar voru þau fyrirtæki, sem nú eru flokkuð sem kolkrabbinn, og hins vegar þau fyr- irtæki, sem nú eru flokkuð sem smokkfiskurinn. Hvor hópur hafði sinn stjórnmálaflokk til að reka er- indi sín. Málið hefur einfaldazt á síðari árum, því að eft- ir situr í stórum dráttum aðeins einn kolkrabbi með stjómmálaarm í Sjálfstæðisflokknum. Sá flokkur er fyrst og fremst hagsmunatæki fáokunarfyrirtækjanna. Með óhjákvæmilegri opnun þjóðfélagsins að vestræn- um hætti hafa verið settar á fót stofnanir til að gæta hagsmuna þjóðfélagsins gegn þeim, sem misnota völdin. Umboðsmaður Alþingis, Ríkisendurskoðun og Sam- keppnisstofnun eru þekkt dæmi um slíkar stofnanir. Yfirstéttin á íslandi hefur neyðzt til að sætta sig við þetta, svo að afurðir íslands verði gjaldgengar í vestræn- um viðskiptalöndum okkar. Hún hefur neyðzt til að leyfa okkur að taka þátt í Fríverzlunarsamtökunum, Evrópska efnahagssvæðinu og Heimsviðskiptastofnuninni. Vegna þessara samskipta við útlönd er hægt að kæra rangláta dóma Hæstaréttar og samkeppnishamlandi að- gerðir stjórnvalda til ýmiss konar erkibiskupa í Evrópu. Vegna þeirra neyðast stjómvöld til að láta þýða ótal reglugerðir, sem bæta hag hinna smáu og veiku. Kolkrabbinn og Sjálfstæðisflokkurinn eru hins vegar sammála um, að ekki megi vera til umræðu að ganga í Evrópusambandið, því að þá verði enn skert svigrúm kolkrabbans og embættismannagengisins til að efla hina sterku, ríku og gráðugu á kostnað hinna veiku. Framsóknarflokkurinn hefur lagt, leggur enn og mun áfrem leggja sitt lóð á sömu vogarskál, enda telur hann sig vera málsvara leifanna af gjaldþroti Sambands ís- lenzkra samvinnufélaga, eins og við sjáum þær í nokkmm fyrirtækjum, sem kennd em við smokkfisk. Árásir á Ríkisendurskoðun og Samkeppnisstofnun fela í sér kúgunartilburði embættismannakerfis og kol- krabba. Því miður er líklegt, að andúð valdhafanna geti minnkað vilja og getu verndarstofnana til að takmarka svigrúm ráðuneyta og fáokunarfyrirtækja. Eina varanlega vörn þjóðarinnar gegn yfirráðum emb- ættismanna og fáokunarfyrirtækja er frekari opnun þjóð- félagsins og fúll aðild að Evrópusambandinu. Jónas Kristjánsson ■led yjir því. að hcuw skuldar xnftV^!^ „Félagsmálaráöherra heldur því fram að fólk sem fær inni í nýju húsnæðislánakerfi verði jafnsett eftir sem áður. Þetta er rangt.“ Rothögg á lág- launafjölskyldur einstaklingum en nú- verandi niðurgreiðsla á vöxtum. Ef einstætt foreldri kaupir íbúðir yfir 6,5 millj. kr. er vaxtabótakerflð einnig óhagstæðara. Tökum hér dæmi af einstæðu foreldri með eitt barn með 800 þús- und krónur í tekjur á ári, sem kaupir sér íbúð sem kostar 7,3 millj. kr. og fær 90% lán bæði í núverandi kerfl og nýju. í núver- andi kerfi greiðir þetta einstæða foreldri á ári í nettógreiðslur, þ.e. afborganir og vexti að frádreginni „Það er athyglisvert að í út- reikningum sem fylgja frumvarpi til breytinga á vaxtabótum er ekki gert ráð fyrir að einstætt foreldri eða einstaklingar kaupi íbúð sem er dýtari en 5-6 millj. krónaþ Kjallarinn Jóhanna Sigurðardóttir alþingismaöur Félagsmálaráð- herra heldur því fram að fólk sem fær inni í nýju húsnæð- islánakerfi verði jafnsett eftir sem áður. Þetta er rangt. í fyrsta lagi hefur verið sýnt fram á að hundruð fjölskyldna, sem nú fá íbúöir gegnum félagslega kerfið, fá ekki að- gang að nýju lána- kerfl. Einungis eru ætlaðar 50 leiguíbúð- ir samtals eða 25 á ári næstu tvö árin til að taka við þessu fólki í öðru lagi að þeir fáu sem á annað borð fá þær hafa iðulega takmarkað frelsi til að velja sér sjálfir íbúðir á almenna markaðnum. í þriðja lagi mun kostnaður við að fá íbúðina tvö- til þre- faldast frá því sem nú er og við sölu íbúðarinnar þarf fólk að greiða sölulaun til fasteignasala sem eru 100-200 þúsund krónum hærri en nú er. í fjórða lagi verður hætt niður- greiðslu vaxta, en við taka vaxta- bætur sem er einstæðu foreldri og einstaklingum mun óhagstæðara en nú er. Þann þátt er rétt að skoða nánar. Mánaðarlaun einstæös for- eldris fara í meiri greiðslur í félagslega íbúðakerfinu eru vextir nú niðurgreiddir. í nýja lánakerfinu verður niðurgreiðsl- unni hætt en við taka vaxtabætur. Útreikningcir sýna að ef keypt er dýrari íbúð en 5,5 milljónir króna, þá er vaxtabótakerfið óhagstæðara niðurgreiðslu, 151 þúsund krónur. í nýja kerfinu verða nettógreiðslur, þ.e. afborganir og vextir að frádregnum vaxtabótum, 214 þúsund á ári. Þar sem hámark vaxtabóta til einstæðs foreldris er 185 þúsund krónur á ári, greiðir þetta einstæða foreldri mismun- inn. Til að þetta einstæða foreldri verði jafnsett í nýja kerfinu og eldra kerfinu þarf að hækka þakið á vaxtabótunum úr 185 þúsund krónum í 238 þúsund krónur eða um 63 þúsund krónur. Einstaklingur greiöir 57 þúsund krónum meira Dæmi um einstakling sem er með 1 milljón í tekjur og kaupir sér íbúð á 6,3 milljónir og fær til þess 90% lán bæði í núverandi og nýja kerfinu. Það lítur svona út: í núverandi lánakerfi verða nettógreiðslur, þ.e. afborganir og vextir að frádreginni niður- greiðslu 145 þúsund krónur á ári. í nýja kerfinu verða nettógreiðsl- ur, þ.e. afborganir og vextir að frádregnum vaxtabótum 191 þús- und krónur á ári. Þar sem þak á vaxtabótum til einstaklings er 144 þúsund krónur verður hann sjálfur að taka á sig mismuninn. Til að þessi einstaklingur sé jafn- settur í nýja kerfinu þarf að hækka þakið á vaxtabótum úr 144 þúsund krónum á ári í 191 þúsund krónur eða um 47 þúsund krónur og um 57 þúsund ef tekjur einstaklings eru 800 þúsund á ári. Stöðvum atlöguna að láglaunaheimilunum Um 60% þeirra sem fá félags- lega íbúð eru einstaklingar eða einstætt foreldri. Það er athygl- isvert að í útreikningum sem fylgja frumvarpi til breytinga á vaxtabótum er ekki gert ráð fyrir að einstætt foreldri eða einstaklingar kaupi íbúð sem er dýrari en 5-6 millj. kr. Það er því verið að minnka gæði og stærð þeirra íbúða sem láglauna- fólk hefur fengið í félagslega íbúðakerftnu, auk þess að tak- marka verulega hvar fólk getur valið sér íbúð. Þessa grófustu atlögu að lág- launaheimilunum um áratuga skeið verður að stöðva. Aukinn kostnaður og ný gjaldtaka, til við- bótar því að taka á sig sem svar- að getur mánaðarlaunum í aukn- ar greiðslur, þar sem vaxtabóta- kerfið er mörgu láglaunafólki óhagstæðara en núverandi nið- urgreiðslukerfi, er rothögg á lág- launafjölskyldur í landinu. Jóhanna Sigurðardóttir Skoðanir annarra Fiskifræði „Það er ekki gagnlegt í fiskifræði að einblína á einn áhrifaþátt en horfa fram hjá öðrum. Kúnstin er sú að hafa hlutina í jafnvægi. Eldri fiskar eru mjög mikilvægir fyrir stofninn vegna framlags þeirra til hrygningar. ... En ekki má draga af þessu þá álykt- un að auka megi veiði smáfiska. Hafa ber hugfast að til þess að verða eldri verða fiskamir fyrst að lifa af yngri árin óveiddir. Ráðgjöf fiskifræðinga um vernd smáfisks byggist á heppilegu jafnvægi á milli þess- ara þátta.“ Kristján Þórarinsson í Mbl. 18. mars. Sparnaður og vaxtabótakerfi „Ég tel mikla þörf á því að auka sparnað í þjóðfé- laginu. ... Leiðin til þess er fyrst og fremst að við- halda efnahagslegum stöðugleika og trausti á spari- fé. Löggjöf þarf að taka nokkrum breytingum og stuöla meira en nú er að sparnaði fremur en eyðslu. Mikil hugsanavilla er í vaxtabótakerfinu. Þar er skilyrðið fyrir stuðningi ríkisins að stofna til skulda. Enginn stuðningur fæst ef stofnað er til eign- ar, sem síðan er notuð sem útborgun í húsnæðis- kaupum. Þá er sams konar skekkja fólgin í miklum fasteignasköttum á ibúðarhúsnæði sem er margfalt hærri en víða erlendis. Endurbætur á löggjöf eru nauðsynlegar." Kristinn H. Gunnarsson í Viðskiptablaðinu 18. mars. Mútuþægir samningamenn „Mútuþægir samningamenn eru mikils virði fyrir þá sem efna til viðskipta við þá. Að hinu leytinu eru þeir varla trúir vinnuveitendum sínum, eins og hlýt- ur að liggja í augum uppi. En þar sem það sýnist við- tekin venja að hygla góðum viðskiptamönnum með flottri greiðasemi væri fróðlegt að frétta hvað ís- lenskir samningamenn ríkisbankanna fá fyrir sinn snúð þegar þeir eru að gera haldgóða samninga við peningastofnanir erlendis?" Oddur Ólafsson í Degi 18. mars.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.