Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 27.03.1998, Blaðsíða 4
 * 18 * helgina FÖSTUDAGUR 27. MARS 1998 ★ ★ Minningartónleikar um Guðna Hermansen: Djassað í Akógeshúsinu í Vest- mannaeyjum verða haldnir jasstónleikar annað kvöld kl. 21. Þar mun spila kvartett skip- aður Óskari Guðjónssyni Scixófónleikara, Jakopi Olsen gítarleikara, Ólafi Stolzenwald kontra- bassaleikara og Kára Ámasyni trommara. Tónleikamir em til minningar um Guðna Hermansen listmálara sem hefði orðið sjötugur þennan dag ef hann hefði lifað. Guðni hélt alltaf mikilli tryggð við Eyj- Guðni Hermansen listmálari. amar og þar fann hann sig best við trönumar og saxófón- leik. Eyjamar eru ekki stórar að flatarmáli en viðfangsefni Guðna var að mála þær og tókst honum að skapa þúsund- ir góðra mótífa í málverkum sínum frá þeim. Guðni var einnig um langt árabil í hópi helstu djasssaxófónleikara ís- lendinga og blés gjarnan svingtónlist í anda Coleman Hawkins. Efnisskrá kvartettsins spannar langt tímabil djass- sögunnar en þar verður spiluð í bland tónlist frá gamla tím- anum og nýleg lög. Örn Magnússon píanóleikari er einn þremenninganna sem ætla að ieika kammerverk í Hveragerðiskirkju. Kirkjan í Hveragerði: Megintón- verk síðustu aldar leikin Á sunnudaginn kl. 17 verða haldnir kammertónleikar í kirkj- unni í Hveragerði. Á efhisskránni eru hvorki meira né minna en meg- inverk síðustu aldar fyrir þessa hljóðfæraskipan. Þetta eru tríóin opus 11 eftir Lud- wig van Beethoven og opus 114 eftir Johannes Brahms. Einnig verða leiknar útsetningar Þorkels Sigur- bjömssonar á islenskum þjóðlögum. Flytjendumir eru þeir Jón Aðal- steinn Þorgeirsson klarínettuleik- ari, Sigurður Halldórsson sellóleik- ari og Örn Magnússon píanóleikari. Óskar Guðjóns- son djasssaxó- fónleikari er einn meðlima kvartettsins sem ætlar að spila f Akóges- húsinu til minn- ingar um Guðna Hermansen, listmálara og djassara. Kaffi 17: Lína Rut sýnir Myndlistarkonan Lína Rut Karls- dóttir sýnir um þessar mundir olíu- málverk á Kaffi 17 á Laugavegi. Sýningin, þar sem sýnd era 17 verk Linu Rutar, er opin á verslunar- tíma. Lína Rut menntaði sig í listfórö- un í París á ámnurn 1986-87 og út- skrifaöist úr málaradeild Mynd- lista- og handiðaskóla íslands árið 1994. Sýningin stendur til 15. apríl. Eitt olíumálverka Línu Rutar sem til sýnis eru á Kaffi 17. Gallerí Hornið: Myndir frá Nepal Athyglisverð ljósmyndasýning hefst í Galleríi Horninu, Hafnar- stræti 15, á morgun. Á sýningunni verða ljósmyndir Kjartans Einars- sonar sem hann tók i Nepal á síðasta ári. Myndimar em liður í lokaverk- efni hans við Svenska kunstskolan í Nykarleby í Finnlandi. Kjartan opnar sýninguna samtímis í Latema Magica galleríinu í Hels- inki og kemur ekki til landsins fyrr en í næstu viku. Formleg opnun sýn- ingarinnar verður því ekki fym en föstudaginn 3. april kl. 17-19. Sýningin verður opin alla daga kl. 11-23.30 en sérinngangur verður að- eins opinn kl. 14-18. Ein mynda Kjartans Einarssonar sem sýnd verður í Horninu.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.