Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1998, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1998, Síða 2
36 %/ikmyndir KVIKMYUDA mmw\ Regnboginn/Háskólabíó/Bíóhöllin - Anastasia: Sagan endursögð ★★i, Það má ímynda sér að á næsta ár- þúsundi verði öll mannkynssaga horfin eða að minnsta kosti ger- breytt. Kvik- myndir koma í æ ríkara mæli í stað sögubóka hjá ungu og eldra fólki enda er þeg- ar farið að koma í ljós að myndir eins og Schindl- er’s List og The Killing Fields hafa myndimar lýsa. Anastasia tekur að sér að flikka svolítið upp á rússnesku byltinguna og sópar kommúnismanum út með öðru rusli. Sagan af týndu prinsess- unni er enda hreinn ævintýramatur, og minnir bæði á Þymirós og Öskubusku, líkt og myndin sjálf vísar í. Nú þegar Lenín er uppurinn þarf engan að undra að það var alls ekki hann sem olli hallarbyltingu, heldur var það illi galdrakarlinn Raspútín sem seldi sál sína djöflinum til þess að geta eytt keisarafjölskyldunni. En amma Anastasíu sleppur, og hún sjálf, en vegna höfuðhöggs man hún ekki hver hún er. Svindl- arar tveir ætla sér að græða á ömmunni með þvi að færa henni falska Anastasíu til Parísar þar sem hún er í útlegð, en hitta svo auðvitað á þá réttu, því hver getur leikið prinsessu betur en prinsessa? í undirheim- um plottar Raspútín hundfúll frekari hefnd, en svindlararnir reynast hinar mestu hetjur, aðallega annar, ástin blómstar, minnið batnar og París bíður. Eins og vill vera í teiknimyndum er það það illa sem heldur uppi mestu skemmtununum og virðist mest lagt í þá hluta. Undirheimur Raspútíns var frábærlega vel gerður, svo og var félagi hans leðurblakan áberandi uppáhaldskarakterinn. En þrátt fyrir þennan myndræna sigur hins illa yfir hinu góða er ekki þar með sagt að góði hlutinn hafi verið slæmur. Anastasía einkenndist öll af hugmyndaríki og hélt gamlingjan- um mér uppteknum allan tímann, þrátt fyrir fremur leiðinlega músík, sem virðist skylda í skemmtiefni af þessu tagi. Fyrir utan smáhroll yfir atriðum eins og þegar lýðurinn sameinast um vonina um að prinsessan sé enn á lífi (fátæki verkalýðurinn sem virtist hafa verið búinn til af byltingunni) þá fannst mér Anastasía hin besta skemmtun og með betri teiknimyndum sem ég hef séð lengi. Leikstjóm: Don Bluth og Gary Goldman. Handrit: Susan Gauthier, Bruve Graham, Bob Tzudiker og Noni White. Raddir: Meg Ryan, John Cusack, Christopher Lloyd, Kelsey Grammer, Angela Lansbury og Hank Azaria. Úlfhildur Dagsdóttir Sam-bíóin - Sphere: Geimfar á hafsbotni ★★ Skáldsögur Michales Crictons bjóða flestar upp á myndrænar útfærslur og eru oftar en ekki skrifaðar nánast til þess að vera kvik- myndaðar, sérstaklega síðari verk hans. Sphere, sem er ein af fyrstu bókum hans, skrifuð þegar Crichton starfaði einnig sem kvikmyndaleikstjóri, hefur marga af bestu kostum Crichtons sem skáldsagnahöfundar en er ekki eins einfóld þegar út í myndræna út- færslu er farið og sumar aðrar sögur hans. Það er því aðeins á færi mjög kraftmikilla leikstjóra og útsjónarsamra að geta gert sögunni skil svo vel fari og þrátt fýrir marga góða hæfileika sem leikstjóri þá er Barry Levinson greinilega betur að sér í mannlegum samskiptum en samskipt- um manna við hið yfirnáttúrlega, samanber Wag the Dog sem er mun betur heppnuö heldur en Sphere. Erum við ein í himingeimnum eða er í fjarlægum kimum himin- geimsins að finna verur? Ef svo er, hvernig eru þær? Þetta er grunnur- inn í myndinni. Geimfar finnst á hafsbotni. Það kemur í Ijós að það er búið að liggja þarna í 300 ár. Mælingar gefa til kynna að lífsmark sé inni í skipinu. Hópi valinna vísindamanna er falið það verkefni að koma á sambandi á milli jarðarbúa og hugsanlegra geimvera sem um borð eru. Næsta auðveldlega tekst að fara um borð. Þar innandyra komast þeir að ýmsu sem þeir höfðu alls ekki búist við að sjá og uppgötvanir þeirra koma þeim í óvænta klípu, svo ekki sé meira sagt. Sphere byrjar vel og hefur góða stígandi fram að þvf að „kúlan“ fer að hafa óbein áhrif á gerðir hópsins. Fer þá að losna heldur betur úr þéttleika myndarinnar og hver vandræðalega uppákoman á fætur ann- arri tekur viö og myndin verður röð háifkláraðra atburða sem maður hefur á tilfinningunni að hefði verið hægt að gera betur. Það er þó alltaf viss spenna í atburðarásinni: Hvað er eiginlega um að vera, hvað er „kúlan", hvað er í henni og hvaðan kemur hún? Þetta heldur áhorfand- anum við efnið þótt gallarnir séu margir. Það reynir ekki mikið á leikarana. Dustin Hoffman, Sharon Stone og Samuel L. Jackson hafa öll gert betur. Oft virka þau eins og þau séu í í einhverjum skylduæfmgum sem verður að ljúka. Leikstjóri: Barry Levinson. Handrit: Stephen Hauser og Paul Attanasio, eftir skáldsögu Michaels Crictons. Kvikmyndataka: Adam Greenberg. Tónlist: Elliot Goldenthal. Aðalleikarar: Dustin Hoffman, Samuel L. Jackson, Peter Coyote og Liev Schreiber. Hilmar Karlsson yfirtekið sögulegar heimildir af þeim atburðum sem MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998 Maðurinn með járngrímuna: Skytturnar til verndar konungi sínum The Man in the Iron Mask er þriðja og síðasta bókin um Skyttumar eftir Alexandre Dumas. Þessa bækur hafa verið kvikmyndaðar oft frá upphafi kvikmyndanna. Áður hafa verið gerð- ar tvær kvikmyndir um manninn með járngrímuna. Sú frægari var gerð 1939. Þá lék Louis Hayward titil- hlutverkið og síðari myndin var gerð 1977 með Richard Chamberlain i titil- hlutverkinu. Nú er það nýjasta goðið í kvikmyndaheiminum, Leonardo Di Caprio, sem leikur konunginn og tví- burabróður hans. Og að sjálfsögðu koma Skyttumar einnig mikið við sögu. Þegar myndin hefst er það að- eins D’Artagnan sem enn er í þjón- ustu konungs og er hann orðinn for- ingi skyttnanna, Athos býr einfóldu lífi bóndans og hugsar aðallega um uppeldi sonar síns, Porthos er enn hrifinn af hinu ljúfa lífi en saknar um leið hasarsins í fortíðinni og Aramis er orðinn prestur. Þegar konungurinn deyr tekur við völdum sonur hans, grimmur og hrokafullur, sem fáum finnst eiga erindi í konungsstólinn. í Bastillunni er fangi sem er með jámgrímu og hefur verið með hana tíu ár. Af tilviljun kemst A’Artagnan að því að svo geti verið að mað- urinn með jám- grímuna sé rétt- borinn konung- ur Frakk- lands. Til að fá þetta á hreint og bjarga Frakklandi undan harðstjórn fær D’Artagnan sína gömlu vini til að vopnast á ný og hefúr bar- áttu með rétt- lætið að leið- Gabriel Byrne leikur Skyttuna, D’Artagnan. Leonardo Di Caprio leikur manninn með járngrímuna og konunginn, bróður hans. arljósi og það kemur fljótt í ljós að þeir hafa engu gleymt. Leonardo DiCaprio leikur hið tvöfalda hlutverk og hin- um fjölmörgu aðdáendum hans ætti ekki að leiðast að sjá hann í tvíriti á hvita tjaldinu. Úrvalsleikarar em í hlutverk- um skyttnanna, Jeremy Irons leikur Aramis, Gerard Depardieu Porthos, John Malcovick Athos og Gabriel Byme leikur D’Artagnan. Aðrir leik- arar era Anne Parillaud, Judith Godreche, Edward Atterton og Peter Sarsgaard. Leikstjóri er Randall Wallace, rit- höfundur og handritshöfúndur, sem er að leikstýra fyrstu kvikmynd sinni. Meðal handrita sem hann hefur skrif- að er Braveheart og var hann til- nefndur til óskarsverðlauna fyrir það. Hann hefúr skrifað fjórar skáldsögur. The Man in the Iron Mask er sýnd i Laugarásbíói og Háskólabíói. -HK Martin Scorsese og Kundun Kundun, sem Há- skólabíó er að fara að sýna, fjallar um ævi Dalai Lama, trúar- leiðtoga Tíbet- búa, allt frá því hann er á þriðja ári og þar til hann er tutt- ugu og fjögurra ára og þarf að flýja land þegar Kínverjar gera innrás. Leikstjóri Kundun er Martin Scorsese, einn dáð- asti leikstjóri nútímans, og lætur hann Dalai Lama vera sögumann. Uppnmalega hét Dalai Lama Tenzin Gyatso. í leit munka að fjórtánda trúarleiðtoga sínum stað- næmdust þeir þegar þeir sáu drenginn og voru stuttu síðar sannfærðir um að hann væri þeirra næsti leiðtogi. Fjórir ungir og óþekktir leikarar leika Dalai Lama á ýmsum aldursskeiðum. Ævi Dalai Lama hefur lengi verið hugðarefni hand- ritshöfundarins Melissu Mathieson sem er eiginkona Harrisons Fords. Sjö ár eru síðan hún byrjaði að viða að sér efni í myndina. Um sama leyti hitti hún Dalai Lama fyrst og fékk leyfi hans til að skrifa handritið og fylgja því eftir. Þegar Mathieson hafði þrískrifað handritið sendi hún Martin Scorsese það til yfirlestrar: „Hann er trúaður maður og hefur áhuga á trúmálum hvar sem er í heiminum og ég var viss um að hann mundi lesa hand- ritið.” Enda fór það svo að Scorsese hreifst af handrit- inu og samþykkti að leikstýra myndinni. Þar sem Tíbet er nánast lokað land fyrir kvikmyndatöku varð að velja tökustaði annars staðar og varð Marokkó fyr- ir valinu. Snemma var ákveðið að allir aðal- leikarnir í myndinni yrðu frá Tibet og í leit að leikurum naut Scorsese aðstoðar Namgyal L. Taklha sem er ekkja bróður Dalai Lama og það var innan fjölskyldu hennar sem sá leik- ari fannst sem leikur Dalai Lama sem ungan mann. Fleiri ætt- ingjar Dalai Lama leika i myndinni og má nefna að Tencho Gyalpo leikur ömmu sína, móður Dalai Lama.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.