Dagblaðið Vísir - DV - 08.04.1998, Blaðsíða 8
MIÐVIKUDAGUR 8. APRÍL 1998
Stæner:
Snyrti-
mennskan
Hin nýbakaða sigursveit Músíktil-
rauna kemur frá Hafnarflrði og heitir
Stæner, líklega eftir einum frægasta
ibúa bæjarins. Eða hvað? „Jú, við heit-
um í höfuðið á hinum íslenska Gotti,“
staðfesta strákarnir, „þó nafnið gæti
svo sem verið á einhverjum þýskum
klámmyndaleikara." Stæner er skipað
fjórum 17 og 18 ára strákum og þeir
eru mættir í viðtal. Þeir iða í skinninu
vegna sigursins og tala hver upp i ann-
an. Magnús Leifur Sverrisson spilar á
gítar og syngur, Kristján Hafsteinsson
er bassaleikari og Kári Kolbeinsson
trommar. í sigurvímunni var svo að-
stoðarmaðurinn Oddur Snær Magnús-
son innlimaður í bandið með bjór-
skím í sturtu. Oddur blæs í didgeridoo
og kemur til með að spila á hljómborð.
Slegist í partíum
„Við Kristján vorum saman í hljóm-
sveitinni Siferlæs," segir Magnús, „og
þar vorum við að spila eitthvert þung-
lyndisrövl, m.a. með ástartextum um
hamstra." Oddur segist hafa ætlað að
stofna hljómsveit á móti Siferlæs og
átti hún að heita Súersæt. Eins og
fleiri íslensk bönd byrjaði Stæner á
fylliríi: „Við vorum á báti á Faxaflóa
um síðustu jól að skella í okkur og
kunningi sagði okkur frá tveim
trommurum sem vantaði band að
spila með. Annar var siðhærður en
hinn stutthærður og sætur og við tók-
um auðvitað þennan stutthærða."
„Já, ég bjargaði þeim úr þunglynd-
ispoppinu," segir Kári og slettir í góm.
Hann er frá Seyðisfirði og var áður í
sveitapönkhljómsveitinni Morð. Odd-
ur kemur úr tölvuhljómsveitinni Nu-
ance. Strákamir fóru að bauka saman
sem Stæner upp úr áramótum, Magn-
ús semur textana en tónlistin verður
til í samvinnu á æfingum. Tónlist-
arsmekkurinn er fjölbreytilegur.
Magnús hefur hlustað á Sonic Youth
og Radiohead, Kári trommari segist
vera gamaldags og fila Led Zeppelin og
Deep Purple, Kristján segist m.a. fíla
Weather Report en Oddur hefur mest
hlustað á raftónlist en síðustu vikum-
ar verið að hlusta á Jamiroquai og
gamlar plötur með Charlatans. Ef það
er eitthvað sem hljómsveitin getur
sameinast um er það tónlist Sly & The
Family Stone. „Partíin enda alltaf í
slagsmálum þegar við þurfum að
ákveða hvað á að setja á en á æfingum
erum við hins vegar gjörsamlega sam-
mála um hvað á að spila.“
Best klædda sveitin
Áður en Stæner spilaði á Músíktil-
raunum höfðu strákamir spilað
tvisvar, í hádegishléi í Flensborg og
fyrir fjóra i félagsmiðstöðinni Vitan-
um. Var alltaf stefnt á Músíktilraunir?
„Þeim fannst hugmyndin púkó í
byrjun," segir Kári, „en ég sannfærði
þá um að vera með. Við gerðum okkur
ekkert of miklar vonir og stefndum
bara á að komast í úrslit. Þetta var
hörð barátta."
Strákamir segja nokkra umræðu
hafa komið upp um að skipta Tilraun-
unum upp í tölvukvöld og rokkkvöld
en em ekki vissir um hvað sé best.
„Þetta er allt músík þegar allt kemur
til alls. Svo em lika margar helstu
rokksveitimar famar að nota tölvur í
sinni músík. Það er aldrei að vita hvað
gerist hjá okkur nú þegar Oddur er
genginn í bandið."
Finnst ykkur rokkið vera gamal-
dags en tölvutónlist ný?
„Ja, við emm voða lítið að pæla í
því hvað sé gamalt og hvað nýtt. Við
spilum bara það sem kemur hjá okkur
á æfingum og það er alltaf tilhlökkun-
arefni að fara að æfa.
Maður verður alveg ónýtur ef ein-
hver er veikur eða eitthvað og æfing
fellur niður.“
Emð þið búnir að koma ímynd
sveitarinnar á hreint?
„Það em auðvitað jakkafótin. Ef við
hefðum ekki unnið hefðum við ömgg-
lega verið kosnir best klædda hljóm-
sveitin. Við leggjum mikið upp úr
snyrtimennsku. Við hittumst stundum
og tökum til hver hjá öðmm, aðallega
hjá Kára. En við getum lika veriö
vondir. Útlitið segir ekki allt.“
Framtíðarplönin
Oftast hefur ræst ágætlega úr sig-
urvegurum Músíktilrauna. Stæner-
strákarnir segjast hafa fengið mikla
athygli en engin tilboð enn, „nema
frá stelpum sem bjóða glæsilegar
nætur. Við þurfum að fara að fá okk-
ur hljómsveitargemsa. En það eru
próf fram undan svo það er svona
mánuður í að allt fari virkilega í
gang.“
Framtíðaráformin em mörg: „Við
ætlum í æfmgarbúðir að semja fleiri
lög. Nú eigum við bara svona 6-7
fuilklárað lög en það eru margar
hugmyndir sem við þurfum að full-
vinna. Svo þurfum við að gera
heimasíðu og plötu - er það ekki?“
Jú, jú, samþykkja strákamir. Áður
en prófm skella á ætla þeir þó að
taka upp eitt lag, henda á útvarps-
stöðvarnar og sjá til hvað það gerir.
Nú er verulegur fiðringm- kominn
í strákana, þá langar augsýnilega að
hætta þessu viðtali og komast í æf-
ingarplássið. Eitthvað að lokum,
strákar?
„Pússið dansskóna vel - Stæner er
á leiðinni!“ -glh
„Viö leggjum mikið upp úr snyrtimennsku. Viö hittumst stundum og tökum til hver hjá öðrum.“
Junglizt:
Spilað á tölvur og matardisk
í nýafstöðnum Músíktilraunum
kom sextán ára strákur, Halldór
Hrafn Jónsson, sterkur inn og
keppti með fjórum hljómsveitum,
The Outrage, Guði, Gleðibankanum
og Mad Methods sem lenti í þriðja
sæti. Halldór virtist vera aðalmað-
urinn í öllum þessum hljómsveitum
og sú saga gekk ljósum logum að
hann ætti meira en 800 lög á lager.
Mér fannst því gráupplagt að tala
við þennan unga athafnamann. Er
þaö rétt að þú eigir 800 lög á lager?
„Þau era nú reyndar 916 eins og
stendur," segir Halldór og hlær,
„hvert einasta lag sem ég hef klárað
er eitt skjal á tölvunni minni og
þannig get ég fylgst með hversu
mikið er til.“
Hvenær byrjaðir þú að semja?
„Fyrir sirka 2 árum fékk ég mús-
íkforrit, heillaöist af lögum sem
vom inni á forritinu og fór að semja
sjálfur."
Hvemig verður lag til hjá þér?
„Annaðhvort fæ ég hugmynd og
framkvæmi hana á tölvunni eða ég
leik mér að hljóðum í tölvunni, mixa
þau sundur og saman þar til ég er orð-
inn ánægður. Hvert lag getur orðið til
á fimm mínútmn eða jafnvel verið
marga mánuði í vinnslu." Þannig að
það fer dálítið eftir tölvunni sem þú
notar hvemig lagið verður á endan-
um?
„Nei, alls ekki. Græjur koma mál-
inu lítið við, miklu frekar hvemig
skapi ég er í. Þetta er allt spuming
um hugmyndaflug. Ég get þess vegna
samið lag á matardisk, leikið mér að
því að fmna mismunandi hljóð úr
honum, tekið þau upp og mixað og
klippt til og frá. Þó ég sé mest inni í
„Drum & Bass“-tónlist er ég opinn fyr-
ir öllu. Ég hef samið allt: rokk, djass
og m.a.s. blús. Ég hef samið lög í flest-
um danstónlistarstefnum, teknó,
house, en eins og ég segi þá er „Drum
& Bass“ mín aðalstefha."
Plata með Outrage
Halldór hefur sett á fót eigið út-
gáfufyrirtæki ásamt öðrum,
Shadowland Records, og fyrsta út-
gáfan er nýkomin út, sex laga 12“
plata með Outrage, Voices in My
Head. Hann segir að mikið sé í
gangi í raftónlist á íslandi: „Addi í
útvarpsþættinum Skýjum ofar hef-
ur veriö að búa til góða tónlist en
svo era margir að búa til tónlist þó
þeir geri lítið til að koma henni á
framfæri." Með Shadowland-útgáf-
unni ætla Halldór og vinir hans að
reyna að ýta undir útgáfu á ís-
lenskri tölvutónlist og fyrirhugaðar
em tvær nýjar 12“ á næstu misser-
um, með lögum úr sarpi Halldórs og
Phantasmagoria, hljómsveit sem
tók þátt í Músíktilraunum. Ég er
orðinn dálítið ringlaður á öllum
þessum hljómsveitamöfnum sem
Halldór notar og spyr hann hvort
ekki væri betra að vinna undir einu
nafni:
„Ég kalla mig „Junglizt" og það
verður mitt listamannsnafn,“ svar-
ar hann. „Bönd koma og fara en
listamaðurinn er alltaf sá sami.“
Úánægja með Músíktil-
raunir
Halldór er ekki ánægður með ár-
angur sinn í Músíktilraunum: „Það
er fáránlegt að dómnefndin skuli
hafa kosið mig í fyrsta sætið en
vægi fólks í salnum, sem er 30%,
hafi ýtt mér niður í þriðja sæti.
Músíktilraunir ættu eiginlega að
heita Rokktilraunir. Ég hélt að þetta
myndi eitthvað breytast í ár en fólk
greinilega ekki tilbúið fyrir okk-
ur tölvunördana."
Kannski finnst fólki tónlist flutt
úr tölvum ekki nógu lifandi?
„Jamm, fólk ruglast kannski í
þessu, en það verður að muna að
alltaf er til fólk sem setur tónlistina
inn í tölvurnar." Halldór er ásamt
vinum sínum að pæla í að halda
bara eigin Músiktilraunir á næsta
ári, kalla þær „Danstilraunir ’99“
eða eitthvað álika og fá erlenda
gesti. „Þangað getur fólk komið og
séð framtíðina," segir hann hvergi
banginn.
Hvað er fram undan?
„Framtíðin er að mestu leyti út-
pæld,“ segir Halldór með allt á
tæru. „Ég ætla að verða mér úti um
smánafh hérna og klára Iðnskólann.
Þegar ég er búinn að gera eitthvað
af viti ætla ég að flytja til London,
koma mér á samning hjá einhverju
fyrirtæki og vera þar það sem eftir
er. London er besti staðurinn fyrir
Dmm- & Bass-ista. Hér er enginn
markaður fyrir þessa tónlist. Það
verður kannski einhvem tímann en
ég nenni ekki að bíða. Ég ætla að
taka heiminn!"
-glh
Halldór Hrafn Jonsson Junglizt: 916 lög á lager og fjölgar stööugt.